Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 22
22
MORGVNM 4 Ðlh
Fimmtudagur 1. des. 1960
Lantislið í hand-
knattleik valið
LANDSLIÐ íslands í hand-
knattlcik heíur verið valið.
Greip landsliðsnefnd HSÍ til
þess ráðs að velja liðið strax
þar sem mætingar hins „stóra
hóps“ sem valinn var til sér-
stakra æfinga, voru mjög
slæmar. Keppnin sem liðið
fer til verður í Þýzkalandi
1.—12. marz n. k., en það er
úrslitakcppni heimsmeistara-
keppninnar.
Liðið er landsliðsnefndin hef-
ur valið til þessarar ferðar er
þannig:
Hjalti Einarsson FH, Sólmund-
ur Jónsson Val, Gunnlaugur
Hjálmarsson ÍR, Guðjón Jónsson
Fram, Einar Sigurðsson FH,
Ragnar Jónsson FH, Birgir
Björnsson FH, Pétur Antonsson
FH, Karl Jóhannsson KR, Karl
Benediktsson Fram og Örn Hall-
steinsson FH.
í sambandi við valið vill lands
liðsnefndin taka þetta fram.
Ástæðan til þess, að nefndin
velur snemma er eingöngu sú,
hve illa æfingar hafa verið sótt-
ar. Nefndin hefir þegar reynt öll
önnur úrræði, sem að gangi
mættu koma, en árangurinn er
sá, að ekki hefir reynzt unnt að
halda uppi eðlilegum æfingum
með þeim stóra hópi manna, sem
valinn var í upphafi og síðar
bætt við. Hefir hingað til orðið
að fara aðrar leiðir til þess að
svo hafi verið hægt.
Nefndin álítur að við svo búið
megi ekki sitja og hefir því
ákveðið það sem að framan er
sagt. Telur nefndin að taka verði
Ragnar og Þor-
valdur sigruðu
á haustmóti TBR
HAUSTMÓT Tennis- og badmin
tonfélagsins hófst um s.l. helgi
og lýkur um næstu helgi. Allir
leikir fara fram í Valsheimilinu.
Á laugardaginn var keppt í tví
liðaleik karla og tóku 13 lið þátt
í mótinu. Voru það meistara-
flokksmenn og 1. fl. menn og var
forgjöf. Til úrslita léku Pétur
Nikulásson og Þorvaldur Ásgeirs
son á móti Ragnari Thorsteins-
syni og Hauk Gunnarssyni. Pétur
og Þorvaldur sigruðu með 15:14
og 15:10.
Keppt var um Walboms-bikar
inn sem gefinn var af Þóri Jóns-
syni.
Um næstu helgi fer fram
keppni í meistarafl. og 1. flokki
kvenna. Þar er keppt um Unnar-
bikarinn“ sem Þórir Jónsson gaf.
Þá verður og keppt í nýliðaflokki
karla um „Páls-bikarinn“ gefinn
ag Páli Andréssyni. Hefst keppn
in kl. 4 á laugardaginn.
skýrt fram við þá sem valdir
hafa verið, að til þess sé ætlazt,
að þeir mæti á allar æfingar sem
eftir eru og verði eigi önnur for-
föll en hrein veikindaforföll tek-
in til greina.
Ef þessi aðgerð nær ekki til-
gangi sínum, áskilur nefndin sér.
rétt til þess að breyta vali sínu
hvenær sem vera skal.
Viðbótarmenn verða valdir fyr
ir 20. janúar 1961.
Þjálfaravandamálið á jbingi KSÍ:
Yfirklór að kenna íþróttaskól-
anum um f>jálfaraskortinn
Knattspyrnuhreyfingin verður sjálf
oð byggja upp þjálfaramenntunina
FILMUR, FRAMKÖLLUN
KOPERING
FÓTOFIX, Vesturveri
ÞEGAR rætt var um þjálf-
aravandann á ársþingi KSÍ,
var talað heldur kuldalega
til íþróttaskólans á Laugar-
vatni. Hefur sá háttur áður
verið í frammi hafður þegar
rætt hefur verið um þjálfara
málin. Karl Guðmundsson,
sem er brauðskiáður frá
Laugarvatni og hefur þjálfað
knattspyrnumenn kannski
mest allra ísl. manna, kom
að þessu máli á allt annan
veg en aðrir og varpaði lýs-
ing hans nýju ljósi á þetta
mál. Sagði Karl að.fulltrúar
á þessu ársþingi KSÍ, sem og
á fyrri þingum, hefðu mis-
skilið mjög tilgang íþrótta-
skólans og getu hans nú.
Tilgangur skólans
Karl sagði að íþrótta-
kennaraskólanum hefði í upp
hafi verið ætlað það hlut-
verk eitt að þjálfa kennara
er uppfyllt gætu kröfur um
kennslu í „skylduíþróttum".
Námstilhögun og námstími
var við það miðaður. Af
þeirri ástæðu hefur lítill hluti
þeirra er sótt hafa skólann
orðið knattspyrnunni að
nokkru verulegu gagni sem
þjálfarar. Þetta má sjá m. a.
af því að aðeins 5 þeirra sem
nú gefa sig að knattpsyrnu-
þjálfun eru þaðan braut-
skráðir. Þeir eru einnig þeir
einu af öllum nemendum
skólans sem leikið hafa í
knattspyrnulandsliði.
Þetta er svipað og erlendis. í
Noregi er ríkisíþróttaskólinn 2ja
ára skóli og þar til tiltölulega
mikil knattspyrnukennsla. En
ef 50 nemendum árið 1958 tóku
aðeins 2—3 að sér knattspyrnu-
kennslu í hjáverkum og það að-
eins vegna þess að viðkomandi
skorti knattspyrnugetu áður en
þeir komu á skólann.
Karl leiðrétti misskilning sem
fram hefur komið varðandi
íþróttakennaraskólann og knatt-
spyrnukennslu. Sagði Karl að 9
mán. kennslutími væri engin of-
rausn aðeins til þess að mennta
kennara er fulnægja ættu kröf-
um um sund- og leikfimi-
kennslu. Knattleikir, skíðaíþrótt
ir og frjálsar íþróttir eru því
hornreka hjá skólanum, nema
hvað stutt námskeið eru haldin
í viðkomandi greinum.
■k EKKI sök skólans
— En þetta er ekki sök
forráðamanna skólans, sagði
Karl. Reglugerðin um náms-
efni skólans kemur í veg fyr-
ir að þessu sé sinnt frekar
en gert er. Og meira að segja
er svo þröngt um þessi stuttu
námskeið, að taka verður
nokkuð af eðlilegum frítíma
nemenda til þeirra.
Ef KSÍ-þing vill láta auka
knattspyrnukennslu í skólan-
um, þá eiga tillögur um það
að miðast að því að flýtt
verði væntanlegum breyting-
um á reglugerð um námsskrá
skólans. Þá fyrst og fyrr ekki
er hægt að auka knattspyrnu
kennslu þar.
ic Góð menntun
Iþróttakennaraskólinn er á-
gæt stofnun, sagði Karl. Mennt-
un þaðan er í rauninni eitt af
skilyrðum fyrir því að knatt-
spyrnumaður geti orðið góður
þjálfari. En það má ekki ein-
blína á skólann í þessum efnum,
Þegar Óli B. Jónsson, Hafsteinn
Guðmundsson, Reynir Karlsson,
Árni Njálsson og Karl Guð-
mundsson voru á skólanum var
engin knattspyrna kennd þar,
Þessir menn fóru út í knatt-
spyrnuþjálfarastarfið með mennt
unina, áhugann og knattspyrnU'
lega reynslu sína að veganesti.
Þeir öfluðu sér síðar fullkomn-
ari menntunar á sviði knatt-
spyrnuþjálfuríar. —
— Þetta sýnir, sagði Karl, að
knattspyrnumenn, sem aldir eru
upp í íþróttinni og fara til náms
á skólanum, geta orðið knatt-
spyrnuþjálfarar hvort sem skól-
inn starfar með nýju eða nú-
verandi sniði. Og fyrir þá er
hálfsmánaðar kennsla í knatt-
spyrnuþjálfun sem gullnáma.
Það er því firra, sem fulltrúar
á þessu þingi hafa haldið fram
að slík námskeið séu einskis
virði fyrir knattspyrnuna.
★ Yfirklór
Sumir koma á íþrótta-
skólann með enga reynslu að
baki í knattspyrnu. Þeir
verða seint eða aldrei knatt-
spyrnuþjálfarar. Áhugi þeirra
stendur til annara greina og
reynsluleysi þeirra eða hæfn
isskortur stöðva þá á braut
knattspyrnuþjálfara.
Af þeim sökum er valt að
velta allri ábyrgð á fþrótta-
skólann á Laugarvatni — en
Ekki vantur
áhugann
GÖÐUR þjálfari getur skapað
þann áhuga hjá ungum drengj
um sem lyft getur Grettistaki.
Ef isl. knattspyrnuhreyfing —
og íþróttahreyfingin í heild —
gæti bætt úr þjálfaraskortin-
um, væri landslið fslands bet-
ur á vegi statt. Efniviðurinn
er fyrir hendi. Það skortir á
að hann sé nýttur. Nú fara
mörg frábær íþróttamannsefni
hjá garði íþróttahreyfingar-
innar. Myndin er tel 11 í einu
af námskeiðum ÍBR sem ljós-
lega hafa sýnt áhuga ungling-
anna á íþróttum, ekki sízt
knattspyrnunni.
honum er og hefur verið að
óverðskulduðu kennt um
skortinn á þjálfurum. —
Það er bara yfirklór, sagði
Karl, fyrir þann trassaskap,
sem við höfum sýnt i þessum
veigamikla þætti knattspyrnu
starfsins. Hér er við sjálfa
okkur að sakast, sagði Karl.
Síðan ræddi hann um hvern-
ig knattspyrnusambönd ann.
ara landa byggja þessi mál
upp hjá sér og bíður það efni
um sinn.
Enska bikarkeppnin:
Þrjú I. deildar liö
slegin út um helgina
EINS og áður hefur verið skýrt frá
mun 3. umferð ensku bikarkeppninnar
fara fram 7. janúar n.k. Þar sem liðin
úr I. og II. deild koma nú inn í
keppnina er spenningur afar mikill
um hvaða lið eiga að leika saman. Sl.
mánudagskvöld var dregið og munu
eftirtalin lið leika saman í III. umferð:
Preston — Accrington eða Mansfield
Reading — Barnsley
Manchester U. Middlesbrough
Plymouth — King’s Lynn eða Bristol C.
Wolverhampton — Huddersfield
Aldershot — Shrewsbury
Tranmere eða York — Norwich
Chesterfield eöa Oldham Blackburn
Luton — Northampton
Cardiff Manchester City
Rotherham — Chrystal P. eða Watford
Bristol Rovers — Aston Villa
Swansea — Port Vale V.
Brighton — Derby
Stockport — Bangor eða Southport
Sunderland — Arsenal
Tottenham — Charlton
Scunthorpe — Blackpool
Lincoln — W.B.A.
Gillingham — Leyton Orient.
Sheffield W. — Leeds
Everton — Sheffield U.
Liverpool — Coventry
Southampton — Ipswich
N. Forest — Birmingham
Leicester — Oxford
Newcastle — Fulham
Portsmouth — Peterborough
Darlington eða Hull — Bolton
Burnley — Bournemouth
West Ham — Stoke
Chelsea — Halifax eða Crewe
Þau lið, sem talin eru á unuan leika
á heimavelli. Oll sterkustu liðin í I.
deild, Tottenham, Sheffield W., Ever«
ton, Wolverhampton og Burnley, eiga
öll leiki á heimavöllum og frekar létta
leiki. I þessari umferð munu örugg-
lega þrjú fyrstu-deildar lið falla ur,
þvi þrír leikir eru milli liða úr þeirri
deild. Leikmenn Peterborough eru
mjög óánægöir. Þeir segja að petta sé
í sjotta sinn í röð að þeir leika á úti«
velli í þessari umferð.
Fjórða umferð keppninnar fer fram
28. janúar, sú fimmta 18. febrúar og
sjötta umferðin 4. marz. Undanúrslit
fara síðan fram 18. marz og úrsllta*
leikurinn 6. maí á Wembley-leikvang^
tnum í London.