Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. des. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 3 t i Afríku i HANNOVER í Þýzkalandi er einn frægasti dýragarður í heimi. Er hann einkaeign, rekinn af fjölskyldunni Ruhe. En jafnhliða honum rekur fyrirtækið víðtæka verzlun með villidýr. Gerir það út mikla leiðangra til Afríku og Asíu og annarra heimsálfa í leit að dýrum. Myndir þær sem hér fylgja voru teknar nýlega í einum Afríku-leiðangri hinna þýzku dýrafangara. Er þetta mynda- saga, sem sýnir, hvernig ung- ur gíraffi er veiddur. Það er hættuverk, því dýrið getur slegið fast, en eftir að traustu taki er náð á halan- um slær það ekki. STAKSTEINAR Kommúnistar og ákvæðisv' ínan Blað kommúnista er í gær hrifið af ákvæðisvinnufyrirkomu lagi í norsku.n frystihúsum. Tel- ur blaðið að með því fyrirkomu- lagi fái verkafólkið töluvert hærra kaup en ella. I þessu sambandi er það at- hyglisvert, að hér heima mega kommúnistar ekki heyra ákvæð- ísvinnu nefnda. Hér i blaðinu hefur oft verið á það bent, að aukin ákvæðisvinna væri ein þeirra leiða, sem hugsanlegar væru til þess að koma fram raun verulegum kjarabótum fyrir íaunþega. En kommúnistar hafa talið það hreinan fjandskap við verkalýðinn. Nú eru þeir allt í einu orðnir hrifnir af ákvæðis- vinnufyrirkomulagi í Noregi! „Gjaldþrot í páfagarði Framsóknar“ Skutull, blað Alþýðuflokksins á ísafirði, birtir hinn 18. nóv- ember sl. grein undir fyrirsögn- inni „Gjaldþrot í páfagarði Framsóknar". Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Stjórnarandstaða Framsókn- arflokksins er óábyrg og ofstæk isfull. Hún fótum treður stað- reyndir og fyrirlítur heilbrigða dómgreind, svo að gáfuðustu menn flokksins fá jafnvel ekki notið skynsemi sinnar“. Ljótt er að heyra en líklega er þetta rétt hjá Skutli. Fyrsta myndin sýnir, hvern ig snöru er brugðið um háls dýrinu. Gíraffafangarinn er á I bifreið og þarf hún að aka með 70 km hraða til þess að draga gíraffann uppi, svo hratt getur hann hlaupið með sínum löngu og mjóu löppum. Snaran er á bambusstön'g. t Á annarri mynd er búið / að herða lykkjuna að herða- I kambi giraffans. Hjálparmenn I hlaupa til og grípa í halann. Gíraffafangararnir safnast utan um dýrið og halda því. Þeir bíða eftir vörubíl, sem kemur með búr. Síðasta myndin sýnir gír- affann þegar honum er skip- að út í höfninni Mombasa i Kenía á Indlandshafsströnd Afríku. Nú hefur hann feng- ið sitt heiti og kallast hinu virðulega nafni „Sókrates". Feyðinni er heitið í dýragarð í Evrópu. Starfsemi AÐALFUNDUR félagsins Sölu- tækni var haldinn 19. nóvember s.l. Formaður félagsins, Þorvarð ur J. Júlíusson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Helztu mál ársins voru: Námskeið og fræðsla í sölu- og auglýsingatækni, öflun fræðslukvikmynda í þessu skyni, lög og réttarreglur um vöru- merki, löggjöf um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, rannsóknir á vörudreifingu, aug- lýsingaþáttur í ríkisútvarpinu, eintakaskráning blaða og tíma- rita, samvinna við systurfélögin á Norðurlöndum, undirbúningur stjórnarfundar norræna sölu- tæknisambandsins í sumar og kynnisferð auglýsingamanna og auglýsingastjóra til Bandaríkj- anna. Eintakaskráning Á starfsárinu hefur verið unn- fð að því að koma á fót eintaka- 6kráningu blaða og tímarita. Ein- takaskráningunni er ætlað að gefa upplýsingar með regluleg- um fresti um eintakafjölda ís- lenzkra blaða og tímarita, sem taka auglýsingar til birtingar. Slíkar upplýsingar eru auglýs- endum að sjálfsögðu mikið nauð- synjamál. Blöðum, tímaritum og auglýsingaskrifstofum er einnig mikill akkur að því að geta birt slíkar upplýsingar, því að þá vita þau, hvað þau eru í raun og veru að selja auglýsendum. Námskeið 1 vor gekkst stjórnin fyrir nám skeiði fyrir sölumenn og sölu- Sölutækni stjóra heildverzlana og iðnfyrir- tækja. Eins og kunnugt er, hefur fé- lagið frá byrjun lagt megin áherzlu á fræðslustarfsemi í sam bandi við sölu og auglýsingastörf. Fyrir tilverknað félagsins hafa verzlunarskólarnir nú tekið hin almennu námskeið upp á sína arma, svo að félagið getur eftir- leiðis helgað sig betur sérhæfð- um námskeiðum, svo sem fyrir stjórnendur fyrirtækjanna. Síðastliðið haust fóru á vegum félagsins og fyrir milligöngu Iðn- aðarmálastofnunar íslands þrír auglýsingamenn til Bandaríkj- anna til þess að kynna sér auglýs ingatækni þar í landi. Það er skoðun stjórnarinnar, að það verði eitt af aðalverkefn- um félagsins i náinni framtíð að vinna að auknum skilningi á nauðsyn og gildi rannsókna á sviði vörudrefingar og stuðla að því, að slíkar rannsóknir verði gerðar á vegum félagsins, ef til vil'l í sambandi við aðra aðila. í ‘sumar var haldinn í fyrsta sinn hér á landi, stjórnarfundur norræna sölutæknisambandsins, (Præsidiemöde í Nordisk Salgs- og Reklameforbund.) Fundurinn var haldinn 2. og 3. júlí s.l., og var 41. stjórnarfundur sambands ins Fundinn sóttu fjórir fulltrúar frá Svíþjóð, þrír frá Danmörku, þrír frá Noregi og einn frá Finn- landi. Af hálfu félagsins eiga sæti í stjórninni, Gylfi Þ. Gísla- son, Sigurður Magnússon og Þor- varður Jón Júlíusson. Félagar sambandsfélaganna eru nú um 13.300. Norræna Sölutæknisam- bandið hefur beitt sér fyrir mjög ítarlegri rannsókn á auglýsinga- kostnaði á Norðurlöndunum, rannsókn, sem gerð var á sam- bærilegum grundvelli og leiddi ýmsar merkilegar niðurstöður í ljós. Félögin beita sér fyrir nám- skeiðum og fræðslustarfsemi. Sambandið á fulltrúa í tveim- ur nefndum í Alþjóða verzlunar- ráðinu í París, það er Com- mission on Advertisirig og Com- mission on Distribution. Norræni stjórnarfundurinn þótti takast að öllu leyti vel, og er það meðal annars að þakka góðum stuðn- ingi frá verzlunarsamtökunum og Morgunblaðinu. Á fundinum flutti Ásgeir Júlíusson mjög skemmtilegt og greinargott erindi um auglýsinga tækni í Bandaríkjunum. í félaginu eru nú 59 einstakl- ingar og 71 fyrirtæki samtals 130. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin en hana skipa: Þorvarður J. Júlíusson, formaður, Sigurður Magnússon, Sigurgeir Sigurjóns- son, Ásbjörn Magnússon, Krist- ján Arngrímsson, Kristinn Ketils son og Sveinbjörn Árnason. Framkvæmdastjóri félagsins er Gísli V. Einarsson, viðskipta- fræðingur. Hjálparbeiðni UM sama leyti og hjálparbeiðnin kom í Mbl. vegna brunans í Laugarnesbúðum átti þriðji elds voðinn sér stað í öðru hverfi bæjarins, nú að Suðurlands- braut 116, og varð þar einnig mikið tjón. Er því í ráði að skipta því, er safnast kann hjá Mbl. vegna þessara eldsvoða með lögfræðilegri aðstoð í þrja staði eftir tjóni og öðrum ástæð- um. Með þakklæti, Garðar Svavarsson. I forystugrein sama blaðs er Framsóknarflokkurinn gerður frekar að umræðuefni og er þar m. a. komizt að orði á þensa leið: „Forystuliði Framsóknarflokks ins á Islandi hefur orðið á í ofstækisfullri stjórnarandstöðu sinni að ganga til liðs við komm únista og taka upp þeirra vopna- burð í einu og öllu. Það eru engar hliðstæður finnanlegar á Vesturlöndum sambærilegar þessu taumlausa kommadingli Framsóknar. Enginn lýðræðisflokkur hefur nokkru sinni ótilneyddur gengið svo dyggilega á mála hjá Rússa- dindlum.“ Pólitískur umskiptingur í forystugrein Skutuls segir ennfremur: „Framsókn er ekki einungis ábyrgðarlaus með öllu gagn- vart efnahagsmálum þjóðarinn- ar, heldur stefnir hún markvisst að því að æsa þjóðina til óyndis- úrræða, sem gætu haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir efna hagslíf þjóðarinnar. Þá lætur ekki þessi pólitíski umskiptingur sitt eftir liggja að brigsla andstæðingum sínum um landráð og svik við land og þjóð, ásamt óteljandi fleiri glæpum. Og enda þótt Framsóknarflokk urinn hafi staðið að öllum samn- ingum um hersetu á íslandi og samþykkt aðild íslands að marg- háttuðum samtökum vestrænna þjóða, þá gengur hann nú jafn- vel fram fyrir skjöldu kommún- ista til þess að flæma ísland úr tengslum við vestræna sam- vinnu. Og allt á þetta að vera af ein- skærri föðurlandsást, rétt eins og hjá kommúnistum. Það verður mörgum á að spyrja, hvaða ósköp hafi dunið yfir þennan lýðræðissinnaða englaflokk, sem einu sinni þótt- ist vera allra fyrirmynd, svo laus við allar öfgar og sífellt vegandi salt á hógværðinni og ábyrgðarviðleitninni. Svarið við þeirri spurningu er ekki langsótt né flókið: „Framsókn vildi vera áfram í ríkisstjórn á íslandi". Þetta sagði Skutull á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.