Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 6
} 6 MORGVNBLAÐlh Fimmfudagur 1. des. 1960 Eggert Stefánsson Sjötugur í dag: Eggert Stefánsson söngvari og f vesiurvíking — œvisaga Jóns Oddssonar skipstj. EINN af þekktustu listamönn- um þjóðarinnar, Eggert Stefáns- son, söngvari og rithöfundur, á í dag sjötugsafmæli. Hann er Reykvíkingur að ætt, en hélt ungur að árum út í heiminn til rithöfundur Einlægari ættjarðarvin en hann getur ekki. Eggert Stefánsson er hið mesta glæsimenni, fágaður í allri framkomu og drengur góð- ur. Hann á mikinn fjölda vina en enga óvini. Kona hans er Lelia Cazzola-Crespi, ágæt kona ítalskrar ættar. Hafa þau hjón lengi verið búsett í Scio, sem er nálægt Feneyjum. En þau hafa að jafnaði komið hingað heim á ári hverju og dvalið hér lang- dvölum. Á ítalíu hafa þau hjón unnið mikið landkynningarstarf í þágu Islands og þjóðar þess. Flestir íslendingar þekkja Egg ert Stefánsson söngvara. Á yngri árum sínum ferðaðist hann um landið og hélt hljómleika, stundum með Sigvalda Kalda- lóns, bróður sínum, hinu ljúfa og ástsæla tónskáldi. Þá var þeim hvarvetna vel fagnað. Löt, Kalda lóns lifa áfram með þjóðinni. Eggert bróðir hans hefur átt sinn ríka þátt í að kynna þau, ásamt fjölda ísl. þjóðlaga og kirkjulaga. Þessi sérstæði lista- maður og heimsborgari nýtur enn sem fyrr vinsælda og virð- ingar meðal þjóðar sinnar. Eggert Stefánsson dvelst í dag hér í fæðingarbæ sínum. Vinir hans árna honum heilla sjötug- um, þakka honum liðinn tíma og óska honum og konu hans bjartrar framtíðar. S. Bj. ☆ Stjörnunótt Afmæliskveðja til Eggerts í DAG átt þú afmæli, Eggert minn. í jólmánuði. — Hjarta- hreini drengur. Aldursmunurinn er mikill þeirra mörgu barna- skóla í tilhugalífi við jólafrí. Og mikið álit hljótum við að hafa hjá alnáttúrunni eftir veðrátt- unni að dæma. Það mun vera líkur spenningur á þessum aldri fyrir því, hvað lengi við getum verið eftirtektarsamir á það, sem máli skiptir, og hjá krökk- unum, hvort það muni halda á- fram að vera heiðríkja með norð urlj ósum. Jóhannes S. Kjarval. NÚ FJÖDGAR jafnt og þétt þeim bókum, sem koma út fyrir jólin, en þær verða vafalaust með mesta móti í ár. Skuggsjá í Hafn- arfirði hefir sent á markaðinn nokkrar ágætar bækur, og síðast nú í vikunni eina þeirra beztu, en það er ævisaga Jóns Oddsson- ar skipstjóra, sem nefnist „í vesturvíking" og er skráð eftir honum af Guðmundi G. Hagalín rithöfundi. — Er þetta allstór bók eða 423 bls. og í henni fjöldi mynda, sem skýra efnið, Jón Oddsson fór sem ungur maður til Englands og var tengd ur þar á einn eða annan hátt út- gerð og búskap um tæprar hálfr- ar aldar skeið. Hann var frækin aflakló, farsæll skipstjóri og út- gerðarmaður. Stríðsfangi Stóra- Bretlands og Stórbóndi á eynni Mön. Fremst í bókinni eru rakin vaxtar- og bernskuár Jóns, en síð an kemur kafli, sem heitir: Hleypt heimdraganum. Af nokkr um öðrum köflum má nefna: í hásetaklefanum, Yfirmaður á annarna skipum, Hjá Hellyer- bræðrum, í óvenjulegum félags- skap, í fangabúðum á eyjunni Mön, Aflamaður á þurru landi, Þitt land er mitt land, Söm er hún Esja, samur er Keilir. Á bókakápu segir meðal annars: — í Vesturvíking segir frá íslendingi, sem alizt hef ur upp á heimili mótuðu af göml um menningarerfðum, trú og sið gæði. Hann venst snemma alls konar störfum á sjó og landi. Hann lærir, að á sviði lífsbarátt- unnar ber sönnum manni ávallt að gera eins og hann getur og veit bezt, og að meira er um vert að vera en sýnast. Fordæmi fornra íslendinga og gufuskipin brezku, sem hann sér ausa upp auðæfum úr djúpi hafs- ins, orka því, að 19 ára gamall fer hann af landi brott í vestur- víking, stígur á skipsfjöl mállaus og félaus, en er eftir fá ár orð- inn frækin aflakló á eimknúnum knerri og eignast brátt hlut í slíku skipi. Ferill hans er síðan sigurganga sem farsæll skipstjóri og síðan útgerðarmaður og for- ingi um nýmæli í búnaði og smíði skipa. í vesturvíking er prentuð í Prent smiðju Hafnarfjarðar h.f. hljómlistarnáms. Stundaði hann m. a. nám í Stokkhólmi, London og Mílanó. Síðar hélt hann hljómleika í flestum löndum Ev rópu og gat sér góðan orðstí. Hér heima varð hann vinsæll og virtur listamaður. Má óhikað fullyrða, að Eggert Stefánsson sé einn af brautryðjendunúm á sviði íslenzks tónlistarlífs. Hann varð einnig fyrstur íslendinga til að hefja söngnám á Ítalíu. Á síðari árum hefur Eggert gerzt afkastamikill rithöfundur. Hann hefur ritað sérstæða og skemmtilega ævisögu sína í fjórum bindum, ásamt fleiri bókum. Einnig hefur hann ritað fjölda greina um menningarmál í blöð og tímarit, hér heima og erlendis. Mörg útvarpserindi hef ur hann einnig flutt um sama efni. Eggert Stefánsson er sannur heimsborgari og fagurkeri. Hvar sem hann hefur farið um lönd og álfur hefur hann kynnt ís- lenzka list, sögu og menningu. • 1. desember IBmi—111 TIIHIII I I IIBII BIM í dag er 1. desember. Mun dagsins verða minnzt með svipuðum hætti og gert hefur verið síðustu fjörutiu ár. Snjallir menn munu ílytja ræður og ávörp, minna á þá erfiðu baráttu, sem við háð- um fyrir endurheimt sjálf- stæðisins og skora á ámenn að vera vel á verði gagnvart hverju því, sem gæti skert þetta sjálfstæði. Svo verður klappað, sungið, dansað og skálað fyrir lýðveldmu. Menn munu hugsa með velvild til genginna kynslóða, sem v'arð- veittu frelsisneistann gegnum hungur, myrkur og plágur liðinna alda til þess að við sem nú lifum getum gert okk- ur glaðan dag tvisvar á ári. • Sjálfstæði þjóðar Tveir eru meginþættir sjálf stæðis þjóðar; efnahagslegt sjálfstæði og andlegt eða menningarlegt sjálfstæði. — Efnahagslegt sjálfstæði er í því fólgið, að þjóð er sjálfri sér nóg og þarf ekki að vera neinum öðrum háð með lífs- afkomu sína. Sú þjóð, sem vill varðveita efnahag’slegt sjálf- stæði verður að standa trúan vörð um það grundvallarsjón- armið, að eyða aldrei meiru en hún aflar. Andlegt eða menningarlegt sjálfstæði er frelsið til tjá skoðanir sínar, hugsanir og tilfinningar hverju sinni og hverjar sem þær kunna að vera. Andlegt sjálfstæði og efnahagslegt eru samslungin og einungis sú þjóð, sem getur stært sig af hvorutveggja getur með sanni talizt sjálfstæð þjóð. 1. desember er eðlilegt, að menn hugleiði með sjálfum sér, hvort þeir eru reiðubúnír að leggja eitthvað á sig til verðveizlu efnahagslegs og andlegs sjálfstæðis þjóðarinn- ar. Það gæti orðið til þess, að þeir, sem lifa í landinu eftii 100 ár hugsi með hlýhug tii okkar, sem nú lifum. • Endurskinsblett á hrosslendina Ökumaður skrifar: Kæri Velvakandi! Eitt mál vil ég við þig ræða, og biðja þig að koma á fram- færi við rétta aðila. Ég er oft að ferðast í bílnum mínum, og stundum ekki kominn heim fyrr en skuggsýnt er orðið. Nýlega var ég á ferð eftir Mosfellssveitarvegi, myrkur var komið og ók ég með Ijósum. Er ég var kom- inn niður undir Korpúlfs- staðaá, voru þar nokkur hross á beit við veginn. Allt í einu stökk -eitt þeirra upp á veg- inn, og skokkaði eftir ve-'ln- um. Nokkru neðar var annar hópur dökkleitra hrossa. Mik- il umferð var um vegina, og urðu bílstjórar sýnilega hross anna ekki varir, fyrr en komn ir fast að þeim, vegna þess hve samlit þau eru umhverf- inu. Væri nú ekki gott ef ,-ig- endum þessara hrossa, sem svo hirðulausir eru, að láta þau vera á svo fjölfarinni leið, væri gert að skyldu að mála smá blett, með endurskins- málningu á lend þeirra eða brjóst. Ökumenn gætu þá fyrr séð þau. Þá hefi ég og ekið um Ölfusið, þar er oft hópur hrossa, sérstaklega við Hveragerði, sem í sömu hættu eru. Allir verða að bera sig eftir björginni, menn og mál- leysingjar, blessaðar skepn- urnar eru í sífelldri hættu vegna umferðarinnar og hugs unarleysi manna, að láta þær vera að rölta um fjölfarna veigi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að hafa Þær ekki þar sem hættan er mest eða þá eins og að framan greinir að mála á þau á áber- andi stað endurskinsmálningu sem mundi koma sem glit- auga. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu. H. Hansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.