Morgunblaðið - 07.12.1960, Side 8

Morgunblaðið - 07.12.1960, Side 8
8 MORCinsrtl 4 ÐIÐ Miðvikudagur 7. des. 1960 Ritaði manna mest og bezt FYRIR skömmu lézt í París bandaríski rithöfundurinn Ric hard Wright, einn af gáfuð- ustu og róttækustu fulltrúum þeirra negrabókmennta, sem. komið hafa fram í Bandaríkj- unum síðan um aldamót. Fyrsta bók hans var „Native Son“. Hún er á borð við „Þrúg ur reiðinnar" eftir Steinbeck í sínu innilega ákalli og sið- ferðilegri alvöru. Bókin kom út 1940 og var skömmu seinna samið upp úr -henni leikrit, sem vakti mikla athygli. Söguþráðurinn, sem er skrifaður í beinum og stutt- orðum stíl, er oft magnast og býr þá yfir ljóðrænum krafti, greinir frá Bigger Thomas, ungum negra, sem lifir með fjölskyldu sinni í fátækt í South Side-hverfinu í Chic- ago. Bigger hefur hvað eftir annað átt í útistöðum við lpg- regluna og efnamaðurinn Dalton geri hann að einkabíl- stjóra fjölskyldu sinnar, í þeim tilgangi að hjálpa hon- um að komast aftur á réttan kjöl. Hjá Daltonfjölskyldunni fær Bigger tækifæri til að kynnast og umgangast hvíta fólkið í borginni. En innra með honum býr sífellt eitt- hvert eirðarleysi. Hann þráir að lifa frjálsara og skemmti- legra lífi, en á ekki í sér fram taksemi til að aðhafast neitt. Þó Daltonfjölskyldan sé vin- gjarnleg við hann og komi vel fram við hann, þá er hann fjandsamlegur gagnvart henni og finnst sér misboðið. Undir niðri er hann ósættanlegur fjandmaður Daltonfólksins. Þegar Bigger verður þess svo valdandi, vegna óheppi- legra tilviljana og án þess að ætla sér það, að ein dóttir Daltons deyr, þá verður hann alveg frá sér af hræðslu. Raunveruleikinn hverfur hon um og sá heimur sem hann nú lifir í, er allur genginn úr skorðum. Hann getur ekki séð sjálfan sig og það sem hann hefur gert, í réttu ljósi. Hann gerir örvæntingarfullar tilraunir til að fela slóð sína og leggur á fjarstæðukennd ráð um hefnd og aftur hefnd. Síðasti hluti skáldsögunnar fjallar um Bigger, þegar hann er ákærður fyrir morð. Gyð- ingurinn Mr. Max tekur að sér að verja hann, þó hann hætti með því sínum góða orðstír sem málafærslumaður. Max tekst ekki að bjarga Bigger, en honum tekst þó að fá negrann til að trúa því að lífið hafi þrátt fyrir allt sinn tilgang og að hann standi ekki Richard Wright áhrifaríkan hátt sinni eigin æsku og unglingsárum á ein- hverjum fátækasta bletti Suð urrikjanna, þar sem hann fæddist árið 1908. Faðir hans flæktist um og vann í verk- smiðjum og hann yfirgaf fjöl- skyldu sína þegar Wright var lítill drengur. í bókinni lýsir hann árunum áður en hann hélt út í' heiminn, til Chicago og New York, þar sem hann lifði af hverri þeirri vinnu sem til féll. Fyrri hluti bókarinnar Svertingjadrengurinn var þýddur á íslenzku og gefinn út hjá Máli og menningu, en seinni hlutinn hefur aldrei komið út. Þegar Wright sagði skilið við kommúnismann, eftir að hann komst að raun um að sá flokkur vildi negr- unum það eitt að nota þá sér til framdráttar, skrifaði hann um uppgjör sitt við þá steínu í bókinni „Guðúin sem brást“. Séreinkenni Wrights eru einkum hreinskilin og sterk lýsing á viðhorfi nútímanegr- ans til stöðu sinnar í þjóðfél- aginu. Helzt lýsir hann tilfinn ingum einfaldra sálna, -sem ekki hafa neina sérstaka menntun, en hafa smitazt af um svertingja í Bandaríkjunum eín-n upp í baráttu sinni og þjáningum. Andleg viðbrögð einstaklingsins Sjálfsagt telur Wright Bigg- er ekki einkennandi fulltrúa hinna þeldökku í Bandaríkj- unum. Þau andlegu viðbrögð, sem hann lýsir svo sterkt, gætu alveg eins verið duldir andlegir árekstrar sem brjót- ast út með þessum hætti hjá hvaða manneskju sem er. Því af orðum höfundarins má marka að uppreisn Biggers er af sama .toga spunnin og allra þeirra sem með ranglæti eru hindraðir í að fá tækifæri til að njóta hæfileika sinna. En auðvitað er mismunandi hve djúpt slíkar tilfinningar eru grafnar í undirvitund ein- staklinganna, í hve ríkum mæli þetta er bætt upp með öðrum tilfinningum og hve vel tekst að hafa hemil á þessu. Viðbrögð Biggers og endalok hans eru áminning til okkar um að ekki er um ann- að að ræða gagnvart tillits- lausum ofsa en skynsamleg og ákveðin þjóðfélagsskipan, sem byggð er á lögmálum rétt lætis. Sagði skilið við kommúnismann Næsta bók Wrights „The Outsider" fjallar líka um negra, Cross Dannon, sem les- andinn hittir fyrst fyrir þar sem hann er á leið heim úr vinnu í pósthúsinu í Chicago. Eins og í „Native Son“ leitar höfundurinn einnig að til- gangi í lífinu, en byggir frek- ar á heimspekilegum en þjóð- félagslegum grundvelli. Erfið- leikar Dannons eru flestir þessi hversdagslegu vanda- mál, og bókin er ein af fyrstu existentialistísku skáldsögun- um eftir Ameríkumann. í sög unni kemst Dannon -í slagtog með kommúnistum en slítur tengslin við þá að lokum, eins og Wright gerði sjálfur- árið 1944. f rauninni er bókin ár- angurinn af leit rithöfundar- ins sjálfs að nýjum lífsviðhorf um og nýjum skoðunum sem geti komið í staðinn fyrir marxistísku kenningarnar, er hann varpaði frá sér. í bókinni Sve.rtingjadreng- urinn eða „Black Boy“, sem út kom 1945, lýsir Wright á þeim demokratiska anda, sem sífellt grípur meira um sig og eru því fullir af innri spennu. Bækur Wrights hafa afiað honum stórs lesendahóps, bæði meðal hvítra og svartra, þrátt fyrir það að hann gagn rýnir hvíta manninn miskunn arlausar en nokkur annar negrarithöfundur hefur hing- að til gert. Vinsældir hans sýna gæði skáldverka hans og einnig það, að Bandaríkja- menn beina nú mjög hug sín- um að öllu því sem varðar kynþáttavandamálið. Hálfa öld á höfum úri IÚT ER komin í annarri útgáfu bókin „Hálfa öld á höfum úti“, I eftir G. J. Whitfield. Bók þessi hefir verið mjög j vinsæl meðal unnenda sjóferða- ^duQÍýóendur ! Athugið Auglýsingar, sem birtast eiga í jólablaðinu, þurfa að hafa borr izt auglýsingaskrifstofunni, sem allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir n.k. laugardag 10. þessa mán- aðar. Sími 22480. Pionite Pionite haröplast ei auövelt aö set.ia á borö, skápa og veggl. Pionite er varanlegt efni seœ þolir hverskonar bletu. cigarettu - bruna ofl. Uefir margra ára reynslu hér á landi sem g*öa vara. Pionlte er þrátt fyrir alla pessa kosti eítt édýrasta haröplastlö sem vbl er 6 i dag. Umboöspenn ARNAKHVOLL umb. 4 helldverv.lun P.0. Box 1283, Reykjavík Síðasta málverkauppboð ársins verður haldið í Sjálfstæðishúsinu þriðjud. 13. des. — Listaverkin verða til sýnis mánudag og þriðjudag til kl. 4. Vinsamlegast hringið strax, ef þér viljið selja listaverk á þessu uppboði. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar Austurstræti 12 sími 13715 sagna og hlaut ágæta dóma blaða gagnrýnenda er hún kom út hér á landi í fyrstu útgáfu. Bókin segir frá ævintýrum skipherra er rekur það sem frá- sagnaverðast er úr ævi hans sem sjóm|inns bæði á seglskipum og gufuskipum. Mörgum mun finn- ast ævintýraljóminn meiri yfir frásögnum hans af sjóferðunum á seglskipunum, en bera þær keim meiri hreysti og karl- mennsku. Engum þarf að leiðast er þessa bók les, því ekki skortir ævintýr- in og spennu í frásögnina. Bókin er 240 síður að stærð, sett á fremur smátt letur. Er hún smekklega frágengin, gefin út af Bókaforlagi Odds Björns- sonar. Málverkasvning í Hveragerði HVERAGERÐI, 29. nóv. — Síðast liðinn laugardag öpnaði Höskuld- ur Björnsson málverkasýningu í Skátaheimilinu í Hveragerði, og eru um 50 myndir á sýningunni, olíu- og vatnslitamyndir. Um 150 manns hafa sótt sýninguna, og 16 myndir selzt. Mest ber á lands- lags- og dýramyndum. Ber sýn- ingin vandvirkni og snyrti- mennsku Höskulds, vitni. Síðast hélt Höskuldur sýningu á Sel- fossi 1956. Ekki er afráðið, hve sýningin stendur lengi, en sennilega verð- ur hún opin fram að helgi. — Georg. Permanent, lagning, litun Stangarholti 18 Sími 17116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.