Morgunblaðið - 07.12.1960, Side 11
Miðvikudagur 7. des. 1960
11
M O V T1 IV T* T 4 Xí 1 f)
Cunnar Bjarnason kennari Hvanneyri
Landbúnaður
í deiglu
VIÐ, sem vorum aldir upp á
saltkjöti, saltfiski og súrmeti að
talsverðum hluta, munum, að
hænsnaegg voru nær eingöngu
notuð í bakstur á fínum kökum,
og kjúklingakjöt sáum við aðeins
á myndum í Familie Journal og
Hjemmet. Var það kjörfæða
hinna ríku á hátíðum og tyllidög
um. Mönnum var lengi vel ekki
ljóst, hversu ódýrt var að fram-
leiða kjúklingakjöt, enda er
það vandasöm framleiðslugrein,
krefst mikillar nákvæmni í fóð-
ursamsetningu og hirðingu fugi-
anna. En þar sem kjötið var .í
háu verði og talsverð eftirspurn
eftir þvi, fóru hugvitssamir
menn að gera tilraunir með
þessa framleiðslu, voru gerðar
umfangsmiklar rannsóknir og
kynbætur í mörg ár, og árangur-
inn hefur orðið undraverður.
Raunin er þó sú, að hvötin bak
við þessa merku starfsemi kom
fyrst og fremst frá kornbyngjum
Bandaríkjanna, og nú má segja,
að hveitikornið og „litla,-guia-
hænan“ hafi myndað kapítalískt
handalag gegn kjötframleiðslu
af spendýraflokknum (nautgrip-
ir, svín, sauðfé). Kjúklingaeldið
í Bandaríkjunum er orðið hreinn
iðnaður. Fóðurbætisverksmiðj"
urnar og sláturhúsin mynda fé-
lagsskap með framleiðendum og
leggja þeim til fjármagn og að-
stöðu (Integration), og hafa ver-
ið mynduð mörg slík risafyrir-
tæki til kjötframleiðslu og dreif"
ingar. Framleiðsluaukningin hef-
ur verið með ólíkindum. Árið
1946 voru framleiddar 300 millj.
kjúklinga í Bandaríkjunum, en
12 árum síðar, 1958, var fram-
leiðslan orðin 1800 milljónir.
Víðtækar fóðurtilraunir og kyn-
bætur hafa borið þann árangur,
að árið 1952 þurfti 2,8 F. E. til að
framleiða 1 kg. af kjúklingum,
en 1958 voru menn komnir með
þennan kostnað niður í 1,95 F. E.
Vaxtarhraði fuglanna hefur ver-
ið aukinn með kynbótum þann-
ig, að á þessum á árum var
eldistíminn styttur úr 10 vikum
niður í IYí viku.
Nú er kjúklingakjöt ekki leng
ur talið nein lúxusfæða, heldur
er það orðið ódýrasta kjötið á
markaði Bandaríkjanna. Verðlag
á kjöti var þannig 1958:
1 kg af kjúklingakjöti kostaði
60—70 cent (ca. kr. 22,00 til
27.00). 1 kg af öðru kjöti ko^t?ði
140—250 cent (ca. kr. 53,00 til
kr. 95,00).
Af þessu sést, að verðlag er
hátt á kjöti í Ameríku, en kaup
er þar einnig hátt og mun hærra
en hér. Mér hefur skilizt, að
matarkaupgeta sé svipuð þar og
hér á landi miðað við laun verka
fólks.
Nú er svo komið( að yfir 60%
af seldu fóðurmjöli í Bandaríkj-
unum fer til framleiðslu á egg]-
um og kjúklingakjöti, en næst í
röðinni lcemur svínaræktin, sem
er mjög umfangsmikil fram-
leiðslugrein.
Útþensluævintýri þessa kapí-
talíska bandalags kornsins og
hænunnar stöðvaðist sl. ár (1959)
með illþyrmislegum árekstri á
vegg offramleiðslu og verðhruns.
Verðið á hverju kg kjúklinga-
kjöts féll skyndilega úr 60 cent-
lim niður í 33 cent (ca kr. 12,50)
og eggjaverð komst niður í ca.
30 cent tylftin (ca. kr. 7,60).
Þarna er á ferðinni vandamál
kapítalismans að því er að fram-
leiðendum snýr, en þetta er sælu
ríki neytenda. Framleiðslubákn-
ið nötrar af eigin völdum. Þeir,
• sem hlut eiga að máli, leggja
saman ráð sín og reyna að finna
leiðir úr ógöngunum. Ríkið kem-
ur þar helzt ekki nærri, enda
kæra framleiðendur sig sjaldn-
ast um það, því að afskiptuin
• þess fylgja að jafnaði fjötrar í
1 einhverri mynd. Bankarnir, sem
lána fjármagnið, fóðurbætisverzl
' anirnar, sláturhúsin og fram-
' leiðendur ráða sameiginlega ráð
um sínum, og oft felst lausnm
•í nýjum stórátökum, nýjum fjár-
festingum og reynt er að leggja
j undir sig nýja markaði. Þannig
j gengur hjólið. Oft er svona stöðv
, un aðeins stundarfyrirbæri, og
menn væntu bjartari tíma strax
á þessu á ári. Þessi korn-hænsna
. kjöts-hringur býst við vaxandi
neyzlu kjúklingakjöts, og menn
i vænta, að neyzlan muni vaxa á
kostnað annarra kjöttegunda,
sem enn eru í miklum meiri
hluta. Ný fæðutegund þarf nokk
urn tíma til að ryðja sér til
rúms. Neyzluaukningin hefur
verið nokkuð jöfn, sem tölur
sýna:
Neyzla kjúklingakjöts á mann
á ári í U.'S.A. 1939 6,9 kg.
1949 10,0 —
1954 12,8 —
1956 13,3 —
Menn búast við, að verðfallið
á kjötinu stórauki neytendafjöld
ann, og þannig muni birgðirnar
fljótt étast upp. Síðan er líklegt,
að framleiðendakeðjurnar myndi
bandalag sín á milli til að ná
meira valdi á markaðinum.
Enn kemur annað til sögunnar,
og það varðar hina félagslegu
og mannlegu hlið málsins. Þessi
átök í samkeppninni um kjöt-
markaðinn milli risafyrirtækj-
anna og félagssamtakanna( sem
ýmist framleiða kjöt af kjúkling
um, nautum eða svínum, þrengja
svo að hinum smærri framleið-
endura, að þeir gefast upp hóp-
um saman. Framleiðendum fækk
ar stórlega, en framleiðslan
margfaldast. Uppgjafamennirnir
lenda í örðugleikum í bili og
tapa fé sínu og draumum. Þeir
ganga síðan inn í hringina eða
fara inn í aðrar atvinnugreinar.
Framvinda kapítalismans er
miskunnarlaus. Sumir kalla
þetta böl, aðrir framfarir og þró
un. En eitt er víst( að kjör neyt-
endanna batna svo fremi ekki
komi stöðnun og atvinnuleysi.
, Korn hænsna-bandalasrið gerir
innrás í V-Evrópu
] Stærstu kaupendur matvæla á
| heimsmarkaðinum hafa um lang
an tíma verið Bretland og Þýzka
I land, en mestu matvælaútflytj-
endur í Evrópu hafa verið Dan-
mörk og Holland. Útþenslan í
| fóðurbætisverzluninni hefur ver
ið skipulögð frá þremur aðal-
, stöðvum I Hamborg, Rotterdam
j og Liverpool. Eftir stríðið sáu
j brezk stjórnarvöld, að unnt
mundi að spara mikinn gjaldmið
il með því að auka eggjafram-
leiðslu í landinu. Aðeins örlítill
huti Breta eru búmenn, og því
er land þeirra ekki sérlega vel
nytjað til matvælaframleiðslu.
Þar sem eggjaframleiðslan hefir
þróazt í þá átt að líkjast meira
iðnaði en búskap, hentar at-
vinnugreinin mjög vel brezkum
borgurum. Ríkið hefur stutt
þessa þróun verulega með fjár-
framlögum, en þar sem landið
er nú orðið sjálfu sér nógt í
framleiðslu eggja, er farið að
draga úr styrkjum, og búast má
við að þær verði brátt afnumdir.
Þegar er farið að bera á offram-
Kornbindi í akri.
leiðslu. Eftirfarandi tölur sýna
þróunina:
Framleiðsla *g innflutningur
eggja í Bretlandi:
Ár Heimaframl. Innflutn. Heildar
(talið í milljörðum eggja) neyzla
1938 6,7 3,5 10,2
1954 9,7 1,5 11,2
1958 11,2 0,0 11,2
Fjórðungur af þessari eggja-
framleiðslu kemur frá stórum
„eggjaverum" (sbr. iðjuver).
Þetta var góð þróun fyrir brezku
þjóðina, en hins vegar hafði
þetta alvarlegar afleiðingar fyr-
Þiiðja grein
ir danska og hollenzka fram-
leiðendur. Þeir þurftu á fáum ár
um að afla sér nýrra markaða
fyrir þessa framleiðslu. og þeir
sneru sér að Þýzkalandi. Nú er
sprning, hversu lengi „Adam
dvelur í þeirri Paradís". Iðnað-
urinn er þó í svo örum vexti þar
í landi, og stjórnarvöldin hafa
mikinn áhuga fyrir útflutningi
bifreiða og annarra stálafurða,
svo að þau hafa takmarkaðan
áhuga á að stöðva þennan inn-
flutning. Þýzk fjármálapólitik
er miklu víðsýnni en sú brezka.
Henni stjórnar fjármálasnilling-
urinn og hagfræðingurinn, Er-
hard, sem er lögu orðinn heims-
þekktur, og mætti segja, að hann
hafi endurvakið bjartsýni kapí-
talismans í vestrænum heimi.
Stefna hans er: kapítalismi með
hagfræðilegum rannsóknum og
leiðbeiningum, en ekki með
ríkisafskiptum og ofstjórn.
Sölukerfi danskra bænda, sem
er algerlega á samvinnugrund-
velli er hið merkilegasta og hef-
ur því iðulega tekizt að sigla
dönskum búvöruútflutningi fram
hjá hættulegum boðum og
skerjum. Samvinnukerfi danskra
bænda með fóðurvöruverzlun,
sláturhúsum, mjólkurbúum og
eggjasamlögum verkar í heild
sem risavaxinn „integration“-
samsteypa á heimsmarkaðinum,
ötullega stutt af danska ríkinu
og utanríkisráðuneytinu. Danir
hafa búnaðarráðunauta með há-
skólaprófi (agronoma) við sendi-
ráð sín í öllum löndum, þar sem
þeir hafa markað fyrir búvörur,
eða þar sem þeir ætla sér að
vinna nýja markaði, einnig þar
sem þeir kaupa fóðurkorn, vélar
og aðrar þarfir landbúnaðar-
ins, Danska sölukerfið er til fyr-
irmyndar og heilbrigðara en í
Bandaríkjunum að því leyti, að
framleiðandinn, maðurinn sjálf-
ur, verður sá aðili, sem mark-
mið samsteypunnar snýst um,
en í Bandaríkjunum ráða oft
meiru þarfir fjármagnsins og
kornbirgðanna, þótt ljóst sé, að
hagsmunir manna standi þar
einnig að baki. Hér á landi höf-
um við meiri samúð með þeim,
sem vinna en hinum, sem eiga
fjármagnið, og eru þó vafalaust
eigingjarnar hvatir þar að verki
líka. Samvinnukerfið hefur aldr-
ei náð sterkum tökum i Banda-
ríkjunum. Einkaframtakið er
svo viðbragðssnöggt og hefur
oftast komið sér örugglega fyrir
í sætunum, þegar hið þunglama-
lega félagskerfi hefur loks kom-
ið sér að því að nudda stírurnar
úr augunum.
Það, sem nú veldur nokkrum
ugg meðal bænda í ýmsum lönd-
um Evrópu, er sú staðreynd að
ameríska ,,litla-gula-hænan“ er
komin yfir hafið og farin að
vappa í gamla heiminum, og hún
kemur ekki ein, heldur hefur
hún falið dali undir vængjum
sínum. Þetta hefur þegar skeð í
Hollandi Belgíu, V-Þýzkalandi,
ítalíu og Bretlandi. Flutt eru til
þessara landa bandarisk undan-
eldishænsni, og reist eru fyrir
bandarískt fjármagn fóðursölu-
fyrirtæki, útungunarstöðvar, há-
tæknilegar eldisstöðvar, slátur-
hús, eggjasölur og notaðir eru
bandarískir sérfræðingar. Gamla
og rótgróna bændastétt álfunnar
óttast þessa innrás, en neytend-
ur fagna þessu sem þróun til
framfara og bættra lífskjara.
Hvað eigum við að segja um
þetta? Hvað er rétt, og hverju
ber að fagna í framvindunni?
Þróunin í Hollandi er athyglis-
verð í þessu sambandi. Landið
er orðið svo ofsett fólki, að þar
er komið Malthusar-ástand eins
og í Japan, og fólk flytur úr
landi í tugþúsundatali árlega.
Hitt var orðið ískyggilegra, að
fjölgun í borgum er orðin svo
mikil, að það étur nú allar mat-
vörur, sem hollenzk jörð gefnr
af sér. en áður lifði Holland á
matvöruútflutningi að mestu.
Hollendingar eru duglegt fólk og
góðir iðnaðarmenn, og á síðustu
árum hefur heimskapítalið leit-
að þangað til að hagnýta sér
framboð á góðu og hæfu vinnu-
afli. Færri þurftu að flýja föður-
landið, iðnaðarframleiðslan vex,
verzlun og útflutningur eflist til
muna. í slíku iðnaðarlandi er
orðin þörf fyrir bandarískt
kapítal og korn, og ekki að
vænta hagsmunaárekstra, og —
þó. í Hollandi er mestallur bú-
skapur rekinn af smábændum,
sem hafa 3—10 ha lands til um-
ráða. Bændur Hollands hafa mik
ið pólitískt vald. Þetta veií
„litla-gula-hænan“ og bandaríska
hveitikornið. Þess vegna hafa
ekki verið reist nein.risa hænsna
ver þar í landi( heldur er haft
fultl samstarf við bændur og er
því kornið, hænurnar og kapí-
talið flutt út á smábýlin. Bænd-
urnir voru fátækir, og fram-
leiðsla þeirra takmarkaðist af
landstærð og gróðri, en þar er
mest um graslendi að ræða. Hafa
margir þeirra nú fengið hænsna-
bú með um 750 hænsnum, sem
er mjög viðráðanleg eining, ríkis
styrk og lán. Þróunin er hafin.
Markaðurinn rýmist árlega stór-
um skrefum í landinu sjálfu, og
Þýzkaland er opið, því að þýzku
iðjuhöldunum eru kærir mark-
aðirnir í Hollandi fyrir iðnaðar-
vörur sínar. Reynt er að forðast
árekstra í framleiðslu og við-
skiptum. í fáum löndum er ör-
uggara atvinnulíf, traustara
fjármálakerfi og betri afkoma
nú en í þessu litla landi. sem
Drottin skóp ekki nema að ein-
um þriðja, en menn að tveimur
þriðju hlutum. Eftirfarandi töl-
ur sýna þróunina:
Framleiðsla eggja og kjúklinga £ Hol-
landi á síðustu árum. Tölurnar eru
hundraðs tölur, (vísitölur), og árið
1950 gildir 100.
Ár Eggjaframl. Hænsnakjðt
1950 100 100
1954 182 336
1957 246 571
Þróunin hefur haldið áfram
síðan með svipuðum hætti.
Þýzkaland tekur um 75% af út-
flutningnum, og 97% af fóðrinu
til þessarar framleiðslu er banda
rískar fóðurblöndur.
Er ástæða fyrir fslendinga að
óttast kjötskort ?
Ég sé í Tímanum þ. 15. þ. m.,
að Erlendur Einarsson, forstj.
S.Í.S. óttast nokkuð kjötskort í
landinu innan fárra ára. Það
lítur út íyrir, að svo geti orðið,
en ég held sé ástæðulaust að
bera kvíðboga fyrir þeirri þró-
un. Erlendur bendir á þá ieið að
hækka verð á dilkakjöti til að
örva sauðfjárræktina. Þetta yrði
bændum mjög hagkvæmt( en ég
hef litla trú á, að hinn hluti
þjóðai'innar( sem nú er yfir 807«
af mannfjöldanum í landinu,
sætti sig við þá lausn málsins.
Það er heldur ekki trygging
fyrir, að verðhækkun dilka-
kjöts yki að ráði framleiðsluna,
því að nú hagar víða svo til í
fjársveitum. að fátt er víða á
bæjum og mikill hluti kinda-
kjötsins er framleiddur af gömlu
fólki. Hve stór hluti vinnandi
fólks í sveitum er sextugt að
aldri og þar yfir, vitum við þvi
Fi amh. á ois. 13.
Hænsnarækt.