Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. des. 1960
MORGV 1S *t1 ÁÐIÐ
Sýning á verkum Svavars
Guðnasonar opnuð hér
f DAG opnar menntamálaráð
mikla sýningu á málverkum
Svavars Guðnasonar listmál-
ara. Er þetta að mestu sama
sýningin og haidin var á mál-
verkum Svavars í Kaup-
mannahöfn á dögunum á veg-
um Kunstforeningen og hlaut
þá ágæta dóma.
í gaerdag var lokið við að
koma öllum myndum og mál-
verkum fyrir í Listasafni rík-
isins í Þjóðminjasafnsbyggmg
unni, og voru þar, er blaöa-
menn bar að garði, listámað-
urinn sjálfur, formaður
menntamálaráðs, Helgi Sæ-
mundsson, Selma Jónsdóttir,
listfræðingur og Gils Guð-
mundsson. Myndirnar á sýn-
ingunni eru 100 talsins. Og
táknrænt er, að þar hanga
hlið við hlið hin elzta olíu-
mynd Svavars, máluð 1939, og
hin nýjasta, máluð 1960.
Rabbað var fram og aftur
um myndir Svavars. Þá skaut
Gils Guðmundsson því inní
samtalið, að Halldór Kiljan
Laxness hafi skrifað nokkur
inngangsorð í sýningarskrána
um list Svavars. Þá féll eigin
lega niður frekara skraf um
list Svavars. Selma Jónsdóttir
hafði fengið próförk af sýning
arskránni ,og greip blaðamað-
ur Mbl. sem snöggvast niður
í inngangsorð H.K.L. Þar seg-
ir hann m.a.: „Þegar Svavar
Guðnason kom heim til fs-
lands eftir lánga fjarveru að
loknu stríði 1945, og efndi hér
til sýningar á list sinni, þá var
sá skilningur á myndgerð sem
bjó í verkum hans mörgum
listskoðara þeim mun nýstár-
legri sem menningarlegt sam-
band við meginlandið hatði-
verið ógreiðara um skeið“.
Síðar segir H.K.L. m. a.: „að
Svavar megi telja meðal þátta
skiftamanna í listsögu Dana
„En þeir sögðu líka um list
Svavars Guðnasonar, að þó
ekki væri nema lítil mynd
eftir hann meðal margra í
stórum sal, þá skæri hún sig
svo úr öðru, að einginn gæti
efast um hvaðan þessi tón-
stigi lita og hrynjandi í lín-
um ætti uppruna sinn“.
Svavar kvaðst vera mjög
þakklátur menntaaaálaráði
fyrir þá vinsemd og heiður,
sem það sýndi sér með sýn-
ingu þessari.
Gils Guðmundsson sagði að
sýningin myndi verða opnuð
almenningi kiukkan 4 í dag
og þá opin til klukkan 10 í
kvöld. Á sunnudaginn yrði
hún opin frá kl. 10—10, en
virka daga, fram að jólum,
yrði hún opin frá klukkan
1—10.
Klukkan 2 í dag verður sýn-
ingin opnuð og koma þá
nokkrir boðsgestir mennta-
málaráðs. Við það tækifæri
munu þeir flytja ávarp
menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, og formaður mennta
málaráðs Helgi Sæmundsson.
»0 S * 000000000 0 00 0.0.J0.0 i
Margar nýjar bœkur
frá Menningarsjóði
FRAMKVÆMDASTJÓRI Bóka
útgáfu Menningarsjóðs og Þjóð-;
vinafélagsins hefur skýrt blað - j
inu svo frá, að útgáfubækur for-
lagsins í ár verði um 20 talsins.'
Nokkrar bókanna komu út á
síðastliðnu vori, margar hafa
komið á markað undanfarna
daga og hinar síðustu eru vænt-
anlegar á næstunni.
FÉLAGSBÆKURNAR
Fyrirkomulag útgáfunnar er
hið sama og undanfarin ár. Fyr-
ir árgjaldið, 190 krónur, fá fé
lagsmenn þrjár bækur, sem út-
gáfan ákveður, og tvær bækur
að auki eftir eigin vali. Þá njóta
félagsmenn einnig þeirra hlunn-
inda, að þeim ejr gefinn 20—25%
afsláttur af þeim útgáfubókum
forlagsins, sem seldar eru á al-
mennum bókamarkaði.
Félagsbækurnar í ár eru Al-1
manak Þjóðvinafélagsins, And
vari og tólfta bókin í bókaflokkn
um „Lönd og lýðir“. Fjallar hún
um Þýzkaland, Austurríki og
Sviss. Höfundur þessarar bókar
er Einar Ásmundsson, hæsta-
réttarlögmaður.
Af tímaritinu Andvara koma
þrjú hefti í ár. Fyrsta heft.i ár-
gangsins kom út í vor, annað
hefti nýkomið og hið þriðja er
væntanlegt fyrir jólin.
VALBÆKURNAR
Til viðbótar fá félagsmenn
fyi-ir árgjaldið tvær bækur, sem
'þeir geta valið úr hópi fimm
bóka. Þessar bækur eru: Hrein
dýr á íslandi eftir Ólaf Þorvalds-
son fræðimann, Sendibréf frá
Sandströnd, ný skáldsaga eftir
Btefán Jónsson, Mannleg nátt-
úra, sögur eftir Guðmund Gísla-
son Hagalín, Á Blálandshæðum,
ferðabók frá Afríku eftir Martin
Johnson og Jón Skálholtsrektor,
ævisaga og aldarlýsing eftir
Gunnar M. Magnúss.
í bók sinni um hreindýrin seg-
lr Ólafur Þorvaldsson sögu
hreindýranna hér á landi frá
upphafi og fram á pennan dag.
Fjöldi mynda prýða bókina.
í smásagnasafni Hagalíns birt-
ast 5 af lengri smásögum skálds-
ins. Hefur Gils Guðmundsson
valið sögurnar og ritar um höf-
undinn. Höfundur ferðabókar-
innar frá Afríku er kunnur kvik
myndatökumaður og rithöfund
ur Þýðingu bókarinnar gerði
Hersteinn Pálsson ritstjóri. Hin
nýja saga Stefáns Jónssonar er
fyrsta langa saga höfundar, sem
ekki er rituð fyrst og fremst
fyrir börn og unglinga. Var
skáldsagan send til verðlauna-
samkeppni Menningarsjóðs í
fyrra, og munu ýmsir telja, að
sdga þessi hafi ekki síður átt að
koma til álita við verðlauna-
veitinguna en Virkisvetur, skáld
saga Björns Th. Björnssonar, sú
er verðlaun hlaut. Að minnsta
kosti er líklegt, að margir vilji
bera sögurnar saman og dæma
sjálfir.
AÐRAR ÚTGÁFUBÆKUR
Eins og undanfarin ár gefur
Menningarsjóður út altmargar
bækur til sölu á almennum bóka
markaði. Nokkrar komu út í vor
og 'hefur áður verið getið í biöð-
um. Nýkömnar eru út eftirtaldar
bækur: Ritsafn Theódóru Thór-
oddsen, dr. Sigurður Nordal gaf
út og ritar langa og stórmerka
ritgerð um skáldkonuna. Ævi-
saga Sigurðar búnaðarmála-
stjóra Sigurðssonar frá Drafla-
stöðum eftir Jónas Þorbergsson.
Hómersþýðingar Sveinbjarnar
Egilssonar eftir Finnboga Guð-
mundssonar. Þá bók hefur höf-
undur lagt fram til doktorsvarn-
ar við Háskóla íslands og heim-
spekideild metið hæfa. Ævin-
týraleikir eftir Ragnheiði Jons-
dóttur skáldkonu. Bókin er
ski-eytt einkar skemmtilegum
teikningum eftir 'Sigrúnu Guð-
jónsdóttur. Sólarsýn, kvæði séra
Bjarna Gizurarsonar í Þing-
múla, eins hins ágætasta skáids
á 17. öld. Jón M. Samssonarson
cand. mag. sá um útgáfuna.
Hamskiptin, stutt skáldsaga eftir
Franz Kafka í þýýðingu Hann-
esar Péturssonar. Tvær síðast-
nefndu bækurnar eru í smábóka
flokki Menningarsjóðs.
Loks skal þess getið, að út er
kominn II. árgangur ársritsins
íslenzk tunga, sem Menningar-
sjóður gefur út í samvhinu við
Félag íslenzkra fræða. Ritstjóri
er prófessor Hreinn Benedikts-
son.
— Alþingi
Framh. af bls. 24.
Björn Jónsson talaði næstur.
Sagði hann að ríkisstjórnin hefði
lofazt til að framlerigja ekki
þennan skatt. Þá sagði hann að
þessu frumvarpi væri nú laum-
að inn í þingið og hefði það
komið flatt upp á þingmenn, að
þennan skatt skyldi framlengja.
Ólafur Jóhannesson kvað það
ekki hafa komið Framsóknar-
mönnum svo mjög á óvart þó
þessi skattur yrði framlengdur.
Vitnaði hann í nefndarálit Karls
Kristjánssonar * frá því í vor,
þar sem sagt er að skatturinn
muni áreiðanlega standa lengur
en til áramóta. Ekki sagðist
ræðumaður muna hvort fjármála
ráðherra hefði lofazt til að fella
skattinn niður um áramót, en
Morgunblaðið hefði áreiðanlega
lofað því, að hann yrði ekki
framlengdur. Þá ræddi ræðu-
maður lengi um Alþýðuflokk-
inn, sem hann sagði að mínnti
sig á umskiptinga þjóðsagnanna.
Páll Þorsteinsson sagði að
það hefði verið meginröksemd-
in fyrir því að leggja þennan
skatt á, að almenni söluskattur-
inn gilti ekki nema þrjá fjórðu
hluta ársins 1960.
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðhprra, talaði aftur og kvaðst
vilja leiðrétta misskilning, sem
fram hefði komið í máli stjórn-
arandstæðingá. Þegar fjárlaga-
frumvarpið 1960 hefði verið
samið í ársbyrjun hefði undir-
búningi að söluskattsfrumvarp-
inu ekki verið lokið, en hins-
vegar ljóst, að 280 millj. kr.
þyrfti að afla með söluskatti.
Ekki var þá vitað hvort hinn
almenni söluskattur yrði 3%,
4% eða 5%. Síðan hefðu stórir
liðir verið. undanþegnir þeim
skatti, t. d. mannvirkjagerð öll,
ennfremur hefði hinn almenni
söluskattur ekki gilt nema þrjá
fjórðu úr ári ög loks var al-
I menni söluskatturinn ákveðinn
! aðeins 3%. Þetta hefðu verið
þær þrjár meginástæður til að
|8% innflutningssöluskatturinn
var á lagður. Þá kvaðst fjár-
málaráðherra ekki minnast þess,
að stjórnarandstæðingar hefðu
bent á aðrar leiðir til að afla
ríkissjóði fjár. Framsóknarmenn
ættu ekki að láta sér bregða þó
skattalög væru framlengd. Þeir
hefðu sjólfir framlengt heila
runu af lögum um bráðabirgða-
tolla og skatta, en kæmu nú
eins og álfar út úr hól og þætt-
ust ekki vita til að bráðabirgða-
skattalög hefðu fyrr verið fram-
Iengd.
Fjórmálaráðherra skýrði frá
því að lokum, að nú væri unnið
að heildarendurskoðun skatta-
og tollalaganna, til þess að hægt
verði að gera framtíðarlöggjöf
um þessi mál.
STAK8TEIMAR
Afmælissýning Guðmundar frá Miðdal í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur verið vel sótt. Um
900 manns hafa þegar skoðað hana, 16 málverk og 2 höggmyndir hafa selzt. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14—22 til sunnudagskvölds. Myndin er af olíumálverki af gamla eldhúsinu á
LaugabólL
Verðum a’S stefna
fram á við
Magnús Jónsson, framsögumaS
ur fjárveitingarnefndar, gat þess
við 2. umræðu fjárlaga, að eins
og jafnan áður hefði fjárveitinga
nefnd ekki getað nema að litlu
leyti tekið tillit til þeirra óska
sem henni bárust um hækkun
fjárlaga til ýmissa framkvæmda
og málefna. Komst ræðumaður
þannig að orði, að það væri raun
ar óskemmtilegt hlutverk aS
verða að neita um fjárframlög til
margra nauðsynlegra verkefna,
sem mikilvægt er að vinna að.
En því miður yrði margt að bíða
i litlu þjóðfélagi, sem hefur tak-
mörkuð fjárráð og hefur í mörg-
um efnum reist sér hurðarás um
öxl. Þingmaðurinn komst síðan
að orði á þessa leið:
„En því miður er fjávhagsgeta
okkar litlu þjóðar ærið miklu
minni en flestra annarra þjóða
og við verðum því nauðugir að
bíta í það súra epli að geta ekki
haft allt jafn fullkomið hjá okk-
ur og hjá þeim. Þetta breytir
auðvitað ekki þeirri staðreynd,
að við verðum að stefna fram á
við til aukinna framkvæmda og
framfara, en verðum ætíð að
gæta þess að fara ekki hraðar
en svo að við kollsiglum okkur
ekki“.
Ábyrgðarlaus yfirboð
Framsóknarmenn og kommún-
istar fluttu breytingartillögur um
tuga milljóna hækkanir á út-
gjöldum fjárlaga við 2. umr.
þeirra. Allar þær tillögur voru
felldar. Vitanlega voru flestar
þeirra um aukin fjárframlög til
nytsamlegra framkvæmda. En i
þeim var ekkert tillit tekið til
fjárhagsgetu þjóðarinnar.
Engum hugsandi manni getur
blandazt hugur um það, að sá
er sannastur framfaramaður og
viil þjóð sinni bezt, sem miðar
útgjöld hennar við raunverulega
fjárhagslega getu þjóðarbúsins.
Sá sem vill eyða meiru on þjóð-
félagið hefur ráð á, hlýtur fyrr
en síðar að leiða margvíslega erf-
iðleika og kyrrstöðu yfir þjóð-
ina.
Staðreyndum snúið við
Timinn segir í gær, að Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra,
hafi „orðið að við*undri“ vegna
þeirra ummæla, er hanr. viðhafði
á Alþingi nú í vikunni í f járlaga-
umræðunum, að það væru stað-
lausir stafir að ríkisstjórnin hefði
Iofað um að greiða vátryggingar-
gjöld bátaútvegsins fyrir árið
1960. Segir Tíminn að fjármála-
ráðherra fari þarna með alger-
Iega rangt mál, því að það sé
staðreynd „að ríkisstjórnin hafi
gefið útgcrðarmönnunum loforð
um að standa straum af vátrygg-
ingargjöldum fyrir árið 1960“.
Hér liefur farið eins og fyrri
daginn, að Tíminn hefur alger-
lega snúið staðreyndum við. Það
er rétt, sem f jármálaráðherra
sagði, að ríkisstjórnin hefur
aldrei lofað að greiða vátrygging
argjöld bátaútvegsins fyrir árið
1960 úr ríkissjóðl. Hins vegar
hafði því verið lofað af hálfu
rikisstjórnarinnar að nota mætti
eftirstöðvar útflutningssjóðsins,
þegar han hefði staðið við allar
aðrar skuldbindingar sínar, til
þess að greiða vátryggingaiðgjöld
vélbátaflotans árið 1960.
Fjármálaráðherra sagði þess
vegna sannleikann einan með
fyrrgreindum ummælum sínum.
Það er Tíminn sem orðið hefur
að viðundri með blekkingum sín-
um og heimskulegum fullyrðing-
um.