Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVHPT 4 01 B Laugardagur 10. des. 1960 Tekur F. I. við ískönnun við Grænland um áramót? Frétt Berlimjatíðinda um það ekki staðfest hér Kaupmannahöfn, 9. des. (Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.) DÖNSKU blöðin ræða í dag í fyrsta skipti samningana við Flugfélag íslands um ís- könnunarflug við Grænland — og segja Berlíngatíðindi m. a., að Flugfélagið muni taka við þessari mikilvægu þjónustu frá og með næstu áramótum. * Til mikilla b*U Öll blöðin leggja áherzlu á það, að miklu hagkvæmara verði að nota íslenzka Skymast- er-flugvél til ískönnunarflugsins heldur en Katalína-vélar þær, sem hingað til hafa verið not- aðar. Skymaster-vélin hafi öfl- ugri ratsjá, sé hraðfleygari og geti því kannað stærri svæði, auk þess sem hún muni ein- göngu sinna ískönnuninni, þar sem Kataiínavélarnar hafi hins vegar haft öðrum verkefnum að sinna jafnframt. ískönnunin við Grænland ætti þannig að geta — Laos Framh. af bls. 1 ursta hefði haldið til Chinaimo- herbúðanna, rúma 60 km fyrir austan Vientiane. — Þá sagði útvarpið, að erlend ríki, sem „hefðu sendiráð í Vientiane", hefðu hlutazt til um innanríkis- mál Laos að undanfömu. Var þannig frá þessu sagt, að ekki var um að villast, að átt var við Bandarikin og Thailand með bessum orðum. Hætta yfirvofandi Kong Lae er vinstrisinn- aður og talinn styðja Pathet Lao-kommúnistana, en þeir eru nú einnig sagðir vera að draga saman lið eigi langt frá Vienti- ane. Virðist ástandið á þessu svæði því uggvænlegt og geta dregið til harðra átaka, hvenær sem er — enda lýsti Souvanna Phouma því yfir í dag eftir skyndifund, sem hann hélt með ráðuneyti sínu, að hann óttaðist mjög ný átök. Skoraði hann á alla þá, sem ráða fyrir herliði í borginni eða í grennd við hana að forðast átök — og bað þá semja um vopnahlé sín á milli. Annars væri stórhætta á blóð- ugri borgarastyrjöld. Souvanna flúinn? AFP-fréttastofan franska skýrði frá því seint í kvöld, að Souvanna Phouma for- sætisráðherra Laos hefði skyndilega og óvænt komið til höfuðborgar nágrannarík- isins Kambódíu. orðið mun víðtækari og nákvæm taka við og teikna upp ískort, ari í framtíðinni en yerið hafi. á Meiri nákvæmni Dagens Nyheder segir, að Skymaster-flugvélin eigi ekki aðeins að kanna svæðið við Hvarf, heldur muni hún öðru hverju fljúga allt norður undir Angmagsalik til þess að fylgj- ast með „ferðum" issins að norð an, suður á bóginn til Hvarfs. — Þá skulu Grænlandsförin sem fyrst búin tækjum til þess að sem send verða símleiðis — og verður þá unnt að fylgjast með hreyfingum íssins með miklu meiri nákvæmni en áður. — ★ — Mbl. sneri sér til Sveins Sæ- mundssonar, blaðafulltrúa Flug- félagsins, og spurði hann hvort samningur um ískönnunarflugið hefði verið undirritaður. Kvaðst Sveinn ekki geta gefið neinar upplýsingar á þessu stigi máls- ins. —. 10 bifreiðu- órekstrar í hulkunni !í GÆRMORGUN kólnaði nokkuð skyndilega í Reykja- vík og gerði hálku á götunum. Afleiðingin varð sú að margir árekstrar urðu á götum bæj- arins, en engin slys á mönnum hlutust af því. Síðdegis í gær hafði lögreglan haft afskipti af 10 bifreiðaárekstrum. — Höfðu bílarnir ýmist rekist á aðra bíla eða eitthvað annað. Vill lögreglan beina því til bifreiðastjóra að þeir fari sér staklega gætilega þegar svo skyndilega frýs. Þeir leyna á sér þessir taumar Veiðarfæti og vélar á uppboði — Alsír HAFNARFIRÐI. — Enn eitt uppboðið var haldið hér í gærdag, og eins og fyrr, á hlut um úr eignahúi Jóns Kr. Gunnarssonar. Fór þaS fram í fiskverkunarstöðinni við Hval eyrarbraut og var margt manna þar eða milli 50 og 60. Var það mál manna ,sem vit hafa á, að flest eða allt, er upp var boðið, hafi farið á gjafverði. Mikið af veiðarfærum o. fl. Fyrst var boðin upp 2 ára gömul flatnings- og hausunar vél, og buðu tveir aðilar í hana. Jón Gíslason byrjaði með 200 þús. kr., síðan Loftur Bjarnason fyrir Venus hf. 300 þús. kr., en siðan hækkuðu þeir sig á vízl, og að lokum var vélin slegin Venusi á 480 þúsund krónur. — Þessu næst voru boðin upp ýmis veiðar- færi, og má þar til nefna lóða belgi, sem Guðm. Guðmunds- soo forstjóri Lýsi og Mjöl keypti á 6000 kr., 75 þús. næl- ontaumar, sem slegið var sama aðila á 9.200 kr., en er virt á 15—20 þús. 57 stk. af ýsunetum var slegið Ásum hf., Keflavík 4RSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík verður í Ungmenna- félagshúsinu kl. 8:30 í kvöld. Ræður flytja alþingismennirnir Alfreð Gíslason og Matthías A. Mathiesen. Erlingur Vigfússon syngur einsöng. Einnig verða leikþættir fluttir og fleira er til skemmtunar. Allt Sjálfstæðisfólk í Kefla- vík og nágrenni er hvatt til að mæta. en fyrir þá bauð Karl Auðuns son. Fékk hann þau á 800 kr. >á fóru 7500 stk. af netakúl- um ,sem eru virtar á a.m.k. 50 þús. kr., á einar 16.500, og keypti Guðmundur Guðmunds son þær. Stór bólfærahrúga fór á 2000 kr. og voru það mjög hagkvæm kaup, sem Ás- ar hf. gerði þar. Einnig keyptu þeir 223 stk. af nýjum lóðum á 23 þús kr. Ýmislegt fleira, sem við kemur útgerð, var boðið þarna upp, svo sem trillu- þorskanet, baujukúlur, reknet og margt fleira. „Þeir leyna á sér þessir taumar". Eins og fyrri daginn var Jón Finnsson, hilltrúi, upp- boðshaldari og honum til að- stoðar Jóhann Þórðarson full- trúi og Gunnlaugur Guð- mundsson tollgæzlumaður. — Var Jón að vanda hinn hressi legasti við uppboðið og lét brandarana óspart fjúka. Til dæmis varð honum að orði þegar hann var að bjóða upp nælontauma og honum þótti menn nokkuð lengi að ákveða sig: „Þeir leyna á sér þessir taumar“. Varð þá almennur hlátur og höfðtu menn gaman af. — G. E. Stór og feit síld I FYRRINÓTT veiddist síld í Miðnessjó og er það í fyrsta sinn á þessu hausti. Fréttaritarar blaðsíns i verstöðvunum símuðu eftirfarandi fregnir af þessu í gær og sögðu að sildin væri yf- irleitt stór og feit og mest af henni yrði eflaust saltað. KEFLAVÍK, 9. des. — Hingað komu 8 bátar með samtals 2800 tunnur síldar og var mest af henni veitt í Miðnessjó. Afla- hæst var- Kristbjörg með 350 tunnur, Síldin mun nær öll verða söltuð. — Helgi S. AKRANESI, 9. des. — Um 2000 tunnur síldar bárust hingað í dag. Aflahæstu bátarnir eru Sig- urvon og Sigurður með 600 tunn ur hvor, HAFNARFIRÐI. . Hmgað komu meðal annars þessir bátar: Auðunn 250 tunnur, Faxaborg 180, Eldborg um 150, Fjarðarklettur 110 og Stefnir fékk 45 tunnur í reknet. Frh. af bls. 1 var hleypt af, og enginn mun hafa særzt alvarlega, en hins vegar urðu meiri og minni skemmdir á farartækjum og húsum og öðrum mannvirkj- um I grjóthríðinni. — Svipað þessu var ástandið í Oran. • „ÉG FER TIL ÞEIRRA" Mikill fjöldi var á götum úfi, þegar de Gaulle kom til Ain Temouchent, og bar þar mest á andstæðingum forsetans, sem æptu: „Alsír er franskt“ -— og ýmis ókvæðisorð og hótanir. Borðar með áritunum eins og: „Lengi lifi de Gaulle", „Lengi lifi Alsír“, „Lengi lifi Frakk- land“ höfðu verið rifnir í tætl- ur af fjandmönnum forsetans. — Ég fer til þeirra — þessara öskurapa, muldraði hinn sjötugi forseti — og lífvörðum hans til mikillar angistar, gekk hann inn í mannfjöldann. Með þessu tókst forsetanum hins vegar að snúa mannfjöldanum að allmiklu leyti til fylgis við sig, og brátt hljómaði „lengi lifi de Gaulle“ úr öllum áttum. • EKKI ÖSKUR, HELDUR AÐGERÐIR í veizlu, sem haldin var í ráðhúsi borgarinnar, sagði de Gaulle, að hann væri sannfærð- ur um, að við þjóðaratkvæða- greiðsluna í næsta mánuði yrði yfirgnæfandi meirihluti fylgj- andi stefnu stjórnarinnar í Alsír — þá að veita Alsírbúum sjálfsákvörðunarrétt um framtíð sína. — Við verðum að hlýða rödd skynseminnar, en ekki út- slitnum slagorðum. Bæði Serkir og Evrópumenn í Alsír eru Alsírbúar, sagði forsetinn. — Þeir, sem eru a ð æpa þarna úti, sagði hann, — æsa sig upp tii einskis. Það eru ekki öskur hcldur aðgerðir, sem þarf til þess að stofna Alsír bræðra- lagsins. Gekk de Gaulle síðan að Evrópumanni og Serkja, tók í hendur þeirra, dró þá hvorn að öðrum og sagði: — Slíkt skal Alsír framtíðarinnar vera. — Kongó Framh. af bls. 1 tækar allar eignir Belgiumanna í héraðinu, ef Lumuba og fé- lagar hans væru ekki látnir lausir án tafar. Frá New York berast þær fréttir, að ráðgjafanefnd Hamm- arskjölds í Kongómálunum hafi komið saman til fundar í skyndi í dag, vegna fyrrgreindra hót- ana Salamus, og samþykkt að senda þriggja manna undirnefnd til Kongó nk. þriðjudag, en í nefndinni verða fulltrúar frá Malaya, Eþíópíu og Nígeríu. Veðurspáin kl. 19 í gærkv.: SV-land til Vestfjarða og miðin: Vaxandi SA átt, víða hvasst og rigning í nótt, geng ur í sunnan eða SV stinnings kalda með skúrum á morgun. Norðurland til Austfjarða og miðin: SA gola og bjart veður fyrst, stinningskaldi og þíðviðri á morgun. SA-land og miðin: SA kaldi í kvöld, allhvasst á morgun, skúrir. Djúpa lægðin við Suður- Grænland ásamt hæðinni yf ir Norðurlöndum mun valda suðlægri átt á meiri hluta Atlantshafsins. Eru því iíkur á að þíðviðri haldist hér a landi fram yfir helgina. Á Austur-Svíþjóð er nú frost, og snjóktma á Eystra- saltsströndinni. í Danmörku og Noregi var einnig frost, en úrkomulaust. Guðrún Jóhannsdótiir frá Ásláksstöðum Mmnina urjóni Sumarliðasyni, fyrrum ~ landpósti og bjuggu þau á Ás- láksstöðum í Kræklingahlíð, þar til þau fluttust til Akureyrar árið 1930. Þeim varð ekki barna auðið en einn fósturson ólu þau upp, Vigni Guðmundsson, blaða- mann. Sigurjón póstur lézt fyrir sex árum, og eftir það átti Guð rún heima hjá fóstursyni sinum og tengdadóttur. Guðrún Jóhannsdóttir var merkileg kona og hlaut að verða minnisstæð hverjum sem kynnt- ist henni. Hún var glæsileg og höfðingleg í fasi og bar með sér að hún hafði alizt upp á stórbýii á fyrri aldar visu. En sterkustu þættimir í persónugerð hennar voru samt mildi og umburðar- lyndi. Guðrún var mikil trú- kona, en hleypidómalaus í trú- málum sem öðru. Ég heimsótti Guðrúnu í sum- ar. Hún hafði þá lengi verið rúmföst. Þegar ég kom inn til hennar sat hún uppi í rúmi sínu og las. Á hillu við rúmið voru staflar af bókum, á ensku, dönsku og íslenzku, sem flestar voru um andleg efni. Líkamlegri heilsu Guðrúnar var mjög farið aftur, en andleg heilbrigði henn- ar var fullkomlega óskert. Hún ræddi við mig nokkra stund, m. a. um það sem hún hafði ver- ið að lesa. Talið barst einnig að trúmálum og Guðrún sagðist ekki kvíða væntanlegum vista- skiptum. — Enda mun hún hafa átt góða heimvon. Jón Hnefill Aðalstcinsson. Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum er lézt að heimili sínu, Munkaþverárstræti 3 á Ak- ureyri, sl. mánudag, verður jarðsett í dag í Lögmannshlíð. Guðrún var fædd 9. september 1878 að Grjótárgerði í Fnjóska- dal. Foreldrar hennar voru Jó- hann Einarsson, bóndi og kenn- ari, er lengst bjó á Víðivöllum í Fnjóskadal, og fyrri kona hans Salome Kristin Jónsdóttir, Mýr- dals skálds. Guðrún naut nokkurrar mennt unar í æsku. Var hún í hús- mæðraskólanum á Laugalandi, en dvaldist eftir það á Borg á Mýrum og í Reykjavík. Á Borg var hún hjá séra Einari Frið- geirssyni og var m. a. um skeið heimiliskennari þar. Árið 1909 giftist Guðrún Sig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.