Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. des. 1960
MORGVNBLAÐ1Ð
5
HER áður fyrr hafði Hótelf
Borg oft erlenda hljómlista-
menn er léku „kaffihúsamús-1
ik“. Þá var lítið um skemmt-j
anir í .hænum og: g'estirnirl
hlustuðu með andakt- og þorðui
varla að narta í rjómakökuna |
sína eða dreypa á súkkulaði-
bollanum af ótta við að trufia? ^
mússikina, enda voru þetta . 'fl
oft ágætir hljómlistarmenn.
Fyrir um það bil þremur |
vikum fékk Hótel Borg aftjurl§|§
hljómlistarmann. til að leika
létta klassíska mússik síðdeg-
is í kaffitímanum, meðan á s
máltíðum stendur, í hléum hjá
danshljómsveitinni og svo á
miðvikudagskvöldum til kl. •
11,30, þegar ekki er dansað.
Maðurinn, Tommy Dyrkjær,
er danskur og leikur á píanó,
en á því er einnig „klaviolin",
til að gera mússikina fyllri, en
það mun vera nýjung hér.
Tommy Dyrkjær hefur víða
fariff sl. 10 ár, hefur leikiff á
hótelum í Svíþjóff, Þýzkalandi
og Noregi, kom hingaff frá
Hotel Brisíol í Bergen, og á
hinum stóru skemmtiferffa-
skipum Sænsk-amerísku lín-
unnar og norsku skipafélag-
anna. — Þaff getur orffiff æffi
líflegt um borð, segir hann, og
erfitt aff standa viff aff leika
á hljófffæri. En maður verffur
að spila, til að láta fólkiff
gleyma sjóveikinni. Þaff reyn-
ir aff dansa — en stundum eru
allir dansendurnir komnir
út í eitt hornið á danssalnum,
og dansa svo allir í þvögu yfir
í annaff horn, eftir hreyfing-
um skipsins. ,
— Getur ekki líka orffiff líf
legt hér á Hótel Borg? spyr
fréttamaðurinn.
— Jú, jú, en hér er fenginn
sjógangur.
Læknar fjarveiandi
(StaSgenglar I svigum)
Arinbjörn Kolbeinsson til 19. des.
(Bjarni Konráðsson).
Erlingur Þorsteinsson til áramóta —
(Guðmundur Eyjólfsson, Túng. 5).
Bergsveinn Ólafsson, 8. des. ca. 2
vikur. (Pétur Traustason, augnlæknir
og Þórður Þórðarson, heimilislæknir).
Ezra Pétursson til 17. des. (Halldór
Arinbjarnar).
Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl
Jónasson).
Sigurður S. Magnússon óákv. tíma —
(Tryggvi Þorsteinsson).
Jón Þorsteinsson til 10. des. (Tryggvi
Þorsteinsson.)
Oddur Ólafsson til 14. des. (Arni
Guðmundsson).
í dag verða gefin saman í
hjónaband í Winnipeg, ungfrú
Guðríður Erlendsd., bókavörð-
ur við ísl. deild háskólabókasafns
ins þar í borg og Gísli Guðmunds
son, prentari við Lögberg-Heims-
kringlu. Föðurbróðir brúðarinn-
ar, séra Sigurður Ólafsson, Winni
peg, gefur brúðhjónin saman.
Heimili þeirra er 208 Broadway
Court, 251 Broadway Ave.,
Winnepeg, Manitoba.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína, ungfrú Kolbrún Haralds-
dóttir og Sverrir Friðriksson,
Brúnaveg 12, Reykjavík.
Opinberað hafa trúlofun sína,
ungfrú Sólrún Ólafsdóttir, Máva-
hlíð 11 og Þórhallur Bjarnason,
Bergstaðastræti 59.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína, ungfrú Kristín Stefáns-
dóttir, Bessastöðum og Þórður
Gíslason, Mýrdal, Kolbeinsstaða-
hreppi.
í dag verða gefin saman í
hjónaband af séra Garðari Þor-
steinssyni, ungfrú Hrafnhildur
Halldórsdóttir, Norðurbraut 13,
Hafnarfirði og Jóhannes Péturs-
son, loftskeytamaður, Eskihlíð
15, Reykjavík. Heimili ungu hjón
anna verður að Eskihlíð 15.
í dag verða gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Auðuns,
Margrét Helga Eiríksdóttir, (Ein
arssonar arkitekts), Laufásvegi
74 og örn Isebarn, (Ingólfs Ise-
barn), Drápuhlíð 46. Heimili
ungu hjónanna verður á Laufás-
vegi 74.
Gefin verða saman í dag af
séra Jóni Auðuns, ungfrú Dag-
rún Jóhannesdóttir og Jón Helga
son. Heimili þeirra verður að
Vesturgötu 3.
75 ára afmæli átti í gær Jón
Eiríksson verkamaður í Hnífsdal.
Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefnd
ar. —
KRYDDLJÓÐ no. 0006
bák-viö fiskleysi dagsins
speiglast í rúðurn fjállsins
sólkringlan heiðgul að sjá
:norðan-í þáfjálli tómsins
stendur á tréfótum fúið
húsið viö björgin blá
? !
utanúr frostbitru hússins
leita mjósleignir tenor
tónar um láð og lá
: sitja með sveittan skállann
sveinbjörn og siggifrábrún og
kveðast og kánkast á
Alveg má einstakt télja, hvílíkri fullkomnun Ijóðlistin
hefur náð í þessu myndrœna Ijóöi skáldsins. Ljóðiö hefst
á ósköp hversdagslegum barlómi um ábblábröggðin, en
fyrr en varir, erum við hrifin inn í lýríska furðuveröld
skáldsins, þar sem sól og fjáll spila aðalrulluna. Þá kemur
hið sýmbólska við kvœðið: Hið óstöuga hús við sjávar-
hamrana, og einginn hefur hugmynd um, livurt skáldið er
eilega að fara. Það er táknað með dularfullu spurníngar-
merki og ógurlega dramatísku upphrópunarmerki. En fyrr
en varir, er leyst úr þeirri gátu: Skáldið á semsagt við
hið hrörlega hús hins hefðbundna skáldskapar á íslandi,
(þó manni gœti t fljótheitum virzt, að það œtti við sam-
saung hjá Fóstbrœðrum eða kirkjukðrnum t Lögmanns-
hlíðarsókn). Og er til svo andlega sljór maður, að hann
sjái þá ekki fyrir sér krossriddara hins heföubundna Ijóð-
forms rðandi frammí gráðið t hinu feyskna hreysi kveð-
andi rimuð Ijóð á atómöld.
| Ef Jobbi á að seigja álveg einsog er, þá veit hann
sveisér ekki, hvusskonar skáldskapur mundi sóma sér bet-
ur á Fálkaplötu með formála hinumegin á la Eysteinsson.
C
24113
SENOIBÍLASTQÐIN
r
Lán óskast
Óska eftir 50—70 þús. kr.
láni. Trygging. 2. veðrétt
ur í 6 herb. íbúð í Rvík.
Tilb. merkt. „Lán — 1373“
sendist afgr. Mbl, fyrir 13.
des.
DAIVSAÐ TIL KL. 1
Kvöld
10 des.
COTE DE PORC CALKUTTA
Svínakótiletta brúnuð og bökuð í ofni
með eplum, lauk og tómötum.
Sósa Naturel.
Ib Wessman.
salt
Alþýðuhúsið HafnarfirÖi
GÖMLU DANSARNIR
í kvöld
Hljómsveit
Guðjóns Matthíassonar
leikur og syngur.
Alþýðuhúsið, Hafnarfirði.
Silfur-
TUIMGLIÐ
★
OPIÐ Kl. 7—1
★
Diskó -kvintett
kynnir f jölda nýrra
laga.
★
Harald G. Haralds
syngur með hljóm-
sveitinni.
★
Ljúffengar veitingar.