Morgunblaðið - 10.12.1960, Síða 22

Morgunblaðið - 10.12.1960, Síða 22
22 MORGUNni 4ÐIÐ Laugardagur 10. des. 1960 Koupmenn knupfélög llöfum fyrirliggjandi: Hraðfryst jarSarber, hind- ber grænar baunir, hálfbaunir, rósinkál, vetrarblóm- ká'., og blómkál. — TAKMARKAÐAR BIRGÐIR Vinsamlega gerið jólapöntun yðar tímanlega GÍSLI JÓNSSON & Co. h.f. Heildverzlun. — Sími 11740. SPARIfi og kaupið EKGLISH ELECTRIG Sjálfvirku þvottavélarnar og þurrkar- arnir eru ENGLISH ELECTRIC sem byggð eru eftir amerískum sérleyfum. Berið saman verð á English Electric og öðrum gerðum og komist að raun um að þér sparið yður allt að kr. 8.500,00 per samstæðu. ÍR vann veröskuldoðan meist- aratitil í körfuknattleik English Electric l.iberator Þvottavél kr. 15.903,75. English Electric Liberator Tauþurrkari kr. 8.508,35. Gerið kaupin þar sem vcrðin eru hagstæðust! Hagkvæmir greiðsiuskilmálar. «»II* I cjbip Laugavegi 178, Reykjavík. Armann vann REYKJ AVÍKURMEIST- ARAMÓTINU í körfuknatt- leik lauk á fimmtudagskvöld ið. ÍR-ingar sigruðu í meist- araflokki karla með nokkr- um yfirburðum, eins og bú- ist hafði verið við. Þeir unnu alla sína leiki og skoruðu 193 stig í þrem leikjum gegn 123 stigum andstæðinganna. — Þetta gerir 64 stig að meðal- tali í leik og má það teljast góður árangur. Sigurvegarar Alls tóku 20 lið þátt í mótinu, leikir voru 27, en keppt var í 6 flokkum og hefir þátttaka í körfuknattleiksmóti aldrei verið meiri. Úrslit í hinum einstöku flokkum urðu annars þessi: ÍR sigraði í meistaraflokki karla. í meistaraflokki kvenna sigraði A-sveit Ármanns í þriðja skiptið í röð og hlaut verðlaunagrip þann( sem keppt er um til fulir- ar eignar. í 2. fl. karla sigraði Ármann en í 2. fl. kvenna fór B-lið KR sigur af hólmi, en þetta er í fyrsta skiptið, sem konur keppa í öðrum aldurs- flokki í körfuknattleik. Ármenn- ingar sigruðu í 3. flokki drengja og ÍR í 4. flokki. Á undan úrslitaleik ÍR og KFR í meistaraflokki( kepptu KR og Ármann-B í 2. flokki. Ármenn- ingar sigruðu með 35 stigum gegn 27 eftir að staðan hafði verið 15:13 fyrir KR í hálfleik. Leikur þessi réði engu um úr- slitin í 2. flokki en hinir ungu leikmenn létu það ekki á sig fá og börðust af mikilli hörku allan leikinn út í gegn. Af Ármenningum var Davíð stigahæstur með 14 stig og Guð- mundur Ólafsson skoraði 10 / kvennaflokki Til jólanna KVÖLD og SÍÐDEGISKJÓLAR Kjólar í sfr. 40.-44. Verð trá kr. 650. — ULPUR loðfóðraðar, í úrvali SLOPPAR verð frá kr. 482. — Allur undirfatnaður, náttkjólar, náttföt, sokkar, snyrtivörur — ALLT MED GAMLA VERÐIIMU - Hagkvœmustu jólainnkaupin eru hjá esturveri Sigurgeir framkv.stj. IBR af- hendir Sigriði Lúthersdóttur fyrirliða Ármannsstúlkna verð laun í mfl. kvenna. stig. Jón Otti skoraði 10 stig fyrir KR og Guttormur var næst ur með 6 stig. Leikinn dæmdu þeir hórir Ar- inbjarnarson og Þór Hagalín og virtust lítinn áhuga nafa fyr:r starfi sínu. Kæruleysi dómara, þegar þeir dæma yngri flokkana kemur dómurunum verst í koll sjálfum þegar þeir komast að raun um getuleysi sítt tii að dæma stærri leiki. ÍR—KFR úrslit mfl. karla 58:40 (23:23) Þorsteinn skoraði fyrir ÍR á fyrstu sekúndum leiksins, en síðan hófst þóf með knöttinn og virtust leikmenn beggja -iða vera miður sín af taugaspennu. Knötturinn dansaði á körfu- hringnum( en niður vildi hann ekki. Einkum voru þeir Þor- steinn og Hólmsteinn óheppnir að skora ekki úr góðum tæki- færum. Lið KFR virtist vera fyrra til að átta sig á hlutunum og innan tíðar var staðan orðin 9:2 fyrir KFR, en þegar staðan var 13:4 skiptu iR-ingar um leikaðferð og tóku upp svæðisvörn, en annars eru þeir vanir að leika maður gegn manni. ÍR-ingar fóru nú að sækja í sig veðrið og náðu að jafna er staðan var 17:17 og ' hálfleik var ennþá jafntefli 23:23. Skipt um leikaðferð ÍR-ingar notuðu tímann í leik- hléinu til að halda fund mikinn með þjálfara sínum úti á miðju gólfi og 'munu þeir sjálfsagt hafa rætt þá leikaðferð er skyidi nota ti! að ráða niðurlögum óvinar- ins, KFR. Hver þau ráð hafa veriS sem ÍR-ingar brugguðu í leik- hléinu( er ekki vitað, en svo mikið er víst að það var eins ag annað lið kæmi inn á völl- inn að hléinu loknu. Þegar nokkrar mínútur voru af síð- ari hálfleik höfðu ÍR-ingar náð forskoti 33:29 og eftir það var sigur þeirra aldrei i hættu. Það var eins og lið KFR brotnaði niður í siðari hálf- leik, vörnin var opin og leik- menn seinir í vörn og réðu ekki við hraða ÍR Leiknum lauk með verð- skulduðum sigri ÍR. Þorsteinn Hallgrímsson skoraði 18 stig og þar af 12 stig í fyrri hálf- leik, þegar ÍR lá allra mest á. Helgi Jóhannesson skoraði 11 stig og Hólmsteinn 10 stig en þessir þremenningar eru aðal- uppistaðan í ÍR liðinu. Hjá KFR var Einar Matthías- son sterkastur með 18 st'.g og næstur var Ingi Þorsteinsson með 9 stig. Enda þótt leikurinn væri oft spennandi, þá er varla hægt að kall.a hann skemmtilegan. Fumið og ónákvæmnin hjá báðum lið- um í fyrri hálfleik var allt of mikið. Hinsvegar náðu ÍR-ingar sér á stryk 1 síðari hálfleik og Helgi fyrirliði ÍR skorar lag- lega. Ragnar (t.h.) horfir spenntur á, en KFR-menn fá ekki að gert. þá voru upphlaup þeirra og skipt ingar oft í þeim stíl, sem maður ætlast til af íslandsmeisturunum. Dómarar voru Ásgeir Guð- mundsson og Viðar Hjartarson og tókst þeim allvel að halda leiknum niðri. — BÞ. SPILAKVÖLD Kópavogsbúar! — Spiluð verður félagsvist í kvöld í FéJagsheimilinu. — Dansað til kl. 2. — Síðasta spilakvöld fyrir jól. — Fjölmennið. NEFNDIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.