Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 20
20 MOKCriVfílAÐlÐ Laugardagur 10. des. 1960 Il<vt!ywood undir eins og hann \æri laus. Hann gaf mér ametýst hring, sem ég geymdi í töskunni minni. Það var gaman að sitja í skrautvagninum í lestinni og hlusta á stöðuga skellina í járn- brautarteinunum. Moka, litli hvolpurinn minn, mókti í kjöltu minni, og í treyjuhorninu mínu bar ég fjóluvöndinn, sem Bram hafði sent mér á stöðina. Made- moiselle — verndarengillinn ■— var í svefnklefa okkar að búa allt undir nóttina. Tveir kunn ingjar mínir voru þarna farþeg- ar — Alfred Gwynne Vander- bilt og K. T. Stevans. Nú töluðu þeir saman í hálfum hljóðum! Fáeinir farþegar reyktu eða lásu, þegjandi, og andlitin eins sviplaus eins og farþegar á jám brautum geta mest ijrrðið, en hver hafði sitt að hugsa. Úti fyr ir yar niðadimmt. Eg hugsaði um Hollywood, frsegð og auð- æfi — og pabba. Nú var að opnast fyrir mér nýr heimur. Dagblöðin við hliðina á riér töl uðu um-hann. Það var heill dálk ur í Daily News: DIANA BARRY MORE Á FÖRUM VESTUR, EFTIR GULLI. Nú jæja, ég hafði víst eitthvað minnzt á, að ég ætlaði að vinna mér inn peninga — til þess væri ég að fara þangað! Þúsund dalir á viku! Eg gat ekki ennþá trúað því. Og í öðrum dálki stóð. „K. T. Stevens og Diana Barrymore létu eftir sig mörg brostin hjörtu við Broadway, þegar þau lögðu af stað áleiðis til vestur- Strandarinnar . • . “ Nei, nú voru biðlarnir horfnir yfir í söguna, sagði ég við sjálfa mig. Eg dró ametýsthringinn á fingurinn. Ný voru ekki aðrir en Bram. Lestin þrumaði áfram inn í endalaust myrkrið. Eg var á leið inni. ÖNNUR BÓK XIV. — Hjálpi oss allir heilagir! sagði pabbi. Svona marga ljós- myndara hef ég ekki séð saman — Jæja ... þetta var nú meira ferðalagið Markús! — Ég vona að það beri árang- ur! komna síðan Garbo kom hingað. Louella hefur verið með þig í blöðunum upp á hvern dag. Hann lyfti annarri augabrúninni og rak í mig hvassan olnbogann. — Þér er betra að gá að þér, Treepee! Myndin af pabba, þar sem hann var að taka á móti mér á stöð- inni skyggði næstum á stóru fyrirsögnina í Los Angeles Times: KAFBÁTA VART VIÐ AUSTURSTRÖNDINA. Eg stei niður úr lestinni undir blikandi blossum ljósmyndar- anna. Pabbi og ég stilltum okkur upp, kinn við kinn, en Moka gelti ofsalega á armi mínum. Þegar augun fóru svolítið að venjast þessum skæru blossum, sa ég eitthvað, sem virtist vera hópur af fólki. Ljósin blossuðu við hvert sþor mitt. Pabba sýndist ekkert bregða. Hann hafði komið glæsi- lega búinn, í fallegum úlfalda hársfrakka, gráum fötum og með gráan hatt niður yfir annað aug að, með glannalegri fjöður i borð anum. Hann hélt fast í vinstri handlegg minn, og svo höfðum við tvö samtöl í gangi samtímis: okkar á milli og við blaðamenn- ina. — Hugsa sér, eftir öll þessi ár, að ég skuli eiga dóttur, sem lííur út eins og Hedy Lamarr, sagði hann. — í guðs bænum, segðu ekki þetta, pabbi, hvíslaði ég. — Eg skammast mín þá niður í tær, þegar þeir sjá myndina af mér. En upphátt sagði ég: — Þú ert elskulegur. Mig langar að kyssa þig fyrir þetta. Farðu nú frá með þennan vangasvip þinn. Við kysstumst og hann ljóm aði allur. Ljósin blossuðu. Hann hvíslaði: — Þú hefur svei mér lært sitthvað síðan í Chicago. Og svo upphátt. — Eg er feginn . . . að bamið mitt skyldi koma alla leið yfir þvert meginlandið, til þess að hjálpa pabba gamla! Við ruddumst nú áfram, um- kringd af blaðamönnum, sem létu spurningarnar dynja á okk ur, en Mademiselle, sem var orð in alveg í vandræðum með sjálfa sig, drattaðist á eftir, meðan — Lítið á, það er flugvél að koma . . . Ég vona að það séu viðskiptavinir! — Ég er hrædd um ekki . . . blaðamennirnir gengu í skrokk á henni að spyrja um fyrirætlun ir mínar, ástarævintýri, og hvað við pabbi hefðum sagt hvort við annað. Já, þetta var ekki slorleg inn- reið í Hollywood. Bara að brott förin þaðan hefði orðið jafn glæsileg. Bíll pabba beið eftir okkur og hann kynnti • mig eftirmanni Karls Steuwers, risavöxnum upp gjafa-hnefaleikamanni, sem hét George. Þegar við vorum setzt upp í bílinn, 'sagði pabbi: — Við skulum þá fara af stað, George. Eg lagði höndina á arm hans. — Við eigum að fara til Bgyerley Wiltshire gistihússins. Hann glápti. — Og til hvers, má ég spyrja? Eg gat nú ekki sagt honum all an sannleikann eins og ástatt var. — Mamma hefur pantað fyrir mig þar, sagði ég og bar ótt á. — Hún hélt, að það yrði þægi legra fyrir mig, til að byrja með. — Eg skil, sagðí pabbi, og mér fannst röddin eitthvað drauga- leg, Eg reyndi að útskýra þetta betur, þegar við vorum orðin ein í hótelherberginu. mínu, af því að Mademoiselle hafði farið t’1 að annast um farangurinn. Eg ætti engan bíl — kynni ekki einu sinni að aka. Eg þurfti þá þjónustu, sem ekki fengist nema í gistihúsi, einhvern til að svara í símann . , . Hann sat á stól beint and- spænis mér, og hlustaði f. mig. — Þú ert góður leikari, væna mín, og það er eins og það á að vera, sagði hann þurrlega. — En ég er hræddur um, að þú sért að nota nauðungarlýgi við mig. Það er Michael, sem stend ur fyrir þessu, er ekki svo? Hún er hrædd um, að ég spilli þér. — Eg varð að lofa henni að búa ekki hjá þér, sagði ég. Eg sagði honum samt ekki, að hún hefði líka bannað mér að vera nokkurntíma ein með honum. Það hefði ver-ið heldur mikið af því góða. Ég er viss um að það er Vivian . . . móðir mín! — Jæja Eva . . . Ég verð að segja að þú hefur valdið mér Hann neri hökuna. — Eg er búinn að gera heila álmu í stand handa þér, sagði hann. — Lét gtra það og prýða allt með blóm um, og myndirnar þínar á píahó inu, og ég hef hlakkað svo mikið til . . . Seinna heyrði ég, að hann hefði ekki einu sinni sofið neitt, svo mjög hafði hann verið önn um kafinn að búa allt út hancta mér. Og ég, sem hafði efazt um, hvort hann kæmi yfirleitt að taka á móti mér! Eg hafði séð hann í anda, órakaðan, reiðan og útúrþreyttan að amast út „f því að þurfa að fara alla þessa leið frá Beverly Hills, til þess að taka á móci dóttur, sem hann þekkti varla. — Viltu nú ekki sjá húsið, þó að þú viljir ekki búa í því? sagði hann'loksins. — Við gætum borð að hádegisverð þar. Eg varð mjög hrærð og fór að gráta. — Jú, auðvitað, pabbi. Eg hef heyrt svo margt sagt af þessu húsi. Guð minn góður, pabbi, ef þú bara vissir allar sögurnar, sem ég var búin að skálda Um það þegar ég var tólf — þrettán ára — hvernig ég heimsótti þig þar og þú kynntir mig fyrir Frederic Marsh og Maurice Chevalier og Gretu Garbo og Douglas Fairbanks ... Hann leit á mig. — Svo þú gerðir það? Virkilega? Aldrei vissi ég um það. Hann ætlaði að segja eitthvaíS meira, en svo var rétt eins og ég hefði komið a@ honum óvörum, og hann leit undan. Hann stóð upp. — Þetta er löng leið, sagði hann, — við ættum að fara að koma okkur af stað. Já, það var löng leið. Eg beið með mikilli óþreyju eftir að sjá þetta hús við Tumgötu. Eg hafði lesið um viðbyggingarnar, sem hann hafði látið gera við það, þangað til kostnaðarverð þess var komið upp í hálfa milljón dala, og húsið sjálft með fjöru- tíu herbergjum; æ-intýralegasta íbúðarhús í Hollywood, með veiðimannsherbergi, fuglahúsi, gróðurhúsi knattleiksvöllum og tennisvöllum og yfirfullt af alls- konar kynjagripum frá hinum ýmsu framandi Iöndum, sem hann hafði heimsótt. Við ókum eftir krókóttum vegi, sem mjókkaði eftir því sem hærra kom. Þá sá ég það. Fyrst vatnsturn, síðan skringi- legan Indíánastólpa, rauð- og gulmálaðan, og loks komum vjð fyrir beygju og sjálft húsið blasti við okkur. Til hægri var sund- laug, svo kom brautin heim að húsinu. Heljarstór hundur kom miklum vonbrigðum . . . Taktu nú saman farangur þinn og náðu í föður þinn. Við fljúgum strax heim! skondrandi yfir grasflötinn á móti okkur. Þetta er Viola, sagði pabbi og klappaði hundinum á haus- inn. Eg leit kring um mig. Við vcrum á fjallstindi. Útsýnið var stórfenglegt. Þúsund fetum fyrir neðan okkur breiddu sléttur Suð ur-Kaliforníu sig út í sólskin- ir.u, sem var næstum eins og í hitabeltinu. Húsið var eins og einhver ævintýrakastali, sem hékk á tind inum á snarbröttu fjalli. í raun inni var það þorp, eða búgarður, þar sem voru ein sex hús, með rauðum leirþökum, grindum fyr ir gluggum, og görðum. — Hvernig lízt þér á? spurði hann. — Það er stórkostlegt! Hann tók í handlegginn á mér og skríkti. — Eg sýni þér nú allt saman seinna, en nú skulum við fara inn og George útvegar okkur eitthvað að borða. Pabbi leiddi mig gegnum langa forstofu inn í lítið lestrarher- bergi með timburklæddum veggj um. Eg var ekki komin nema í dyrnar, þe'gar hann hafði þegar gengið yfir gólfið og skellt sér niður í heljarstóran hægindastól. Hann andvarpaði. — Hérna hefst ég nú við, sagði hann. — En þetta er svo einmana- legt lítið herbergi, pabbi, — Það er hvergi annarsstaðar hægt að vera í húsinu. Allt hitt er skurn. Hérna sit ég á kvöld ii' og rifja upp endurminningarn ar. Mér hnykkti við, er ég komst að því, að þeir George bjuggu í aðeins þremur herbergjum í þessu heljarstóra húsbákni, þar sem einu sinni voru tólf þjónar. Allt hitt var tómt. Mér leið illa, þegar pabbi var að sýna mér það allt. Heljarstórir salir með loftbitum voru lokaðir. Bókaher bergið með geysiþykkum eikar- hurðum var eins og rykfallin geymslukompa. Pabbi hafði neyðzt til að selja húsgögnin og gólfteppin með, til þess að full- nægja skuldheimtumönnum sín um. Og hann var meira að segja enn.þá að leika fífl í skrípaleik- húsinu hjá Rudy Valleé, til þess að vinna af sér skuldirnar — allt var krossveðsett — sálin í honum, auk heldur annað! Eg hugsaði til alls fjárins, sem hann hafði unnið sér inn og fólksins, sem hann hafði haldið í töfragreipum sínum — og nú var hann orðinn einn hérna. Maturinn hans var eldacur í einu litla eldhúsinu; George hafði eitt herbergi, pabbi lestrar herbergið sitt og svefnherbergið og svo var sctustofa, sem aitttvarpiö Laugardagur 10. desember * 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son). 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „A flótta og flugi", eftir Ragnar Jóhann- esson; XV. — Sögulok. (Höfund- ur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. (Jón Pálsson). 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Atriði úr óperunnt „Fidelio'* eftir Beethoven — (Martha Mödl, Sena Juriac, WolX gang Windgassen, Rudolf Schock, Gottlob Frick og Fílharmoníu- hljómsveitin í Vínarborg flytup undir stjórn Wilhelms Furtwángt ers). 20.30 Leikrit: „Um sjöleytið" eftir R, . C. Sheriff í þýðingu Einars Páls- sonar. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Þorsteinn ö, Stephensen, Lárus Pálsson, Jón Aðils, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir, Gestur Pálsson, Helga Bach- mann og Valur Gíslason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. p ^ 22.10 „Ur skemmtanalífinu" (JónM Jónasson). k 22.40 Danslög. | 24.00 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla Eg hef tekið eftir því, að á sumrin, .... en á haustin talarðu um garð- .... þegar mesta garðvinnan er, þegar garðurinn er í blóma, segir inn okkar, en á vorin .... segirðu „garðurinn þinn“. þú alltaf „garðurinn minn“ ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.