Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNEI4Ð11 Laugardagur 10. des. 1960 ’jsVrt/*skrifar um: KVIKMYNDIR Ganrla Bíó: Áfram logregluþjónn. Þessi enska gamanmynd er ein af „Óarry on“-myndunum, sem flestir hér munu kannast við, því að Gamla bíó hefur fyrir jkömmu sýnt tvær þeirra, „Áfram liðþjálfi" og ,,Áfram hjúkrunarkona” við mikla að- sókn og vinsældir. Höfundar myndar þeirrar, sem hér er um að ræða eru hinir sömu og fyrri myndanna og leikarar einnig hin ir sömu. Að þessu sinni er það brezka lögreglan sem verður fyr ir barðinu á höfundunum og fær hina háðulegustu útreið. Brezk lögregla er annars talin fremri lögreglu annarra landa og hafa til að bera flest það sem góðan lögregluþjón má prýða. En ef marka mætti af þessari mynd þá virðist geta brugðið út af þessu þar í landi eins og annars stað- ar, 'og það er um þessi frávik frá reglunni sem myndin fjallar. — Inflúensa geisar i London og hafa lögregluþjónar borgarinnar tekið veikina ekki síður en aðr- ir. Hefur því orðið að ráða til lögreglustarfa ýmsa nýliða sem voru misjafnlega starfinu vaxn- ir. Meðal þessara nýju manna eru fjórir náungar, sem ráðnir eru á eina lögreglustöðina. Er skemmst frá því að segja að þessum ágætu mönnum er flest betur gefið en lögregluþjónsstarfið, enda er frammistaða þeirra samanhang- andi hrakföll og misskilningur, — en, að lokum standa þeir þó með pálmann í höndunum. Mynd þessi, er sem fyrri mynd irnar. full af kímni og skringi- legum atvikum og leik þeirra fjómenninganna, Kenneth Conn- or, Charles Hawtrey, Leslie Phillips og Kenneth Williams, sem leika hina kostulegu ný- liða, þarf ekki að lýsa. Þeir eru allir bráðskemmtilegir hver á sína vísu. Þá er og Sidney Jam- es afbragð í hlutverki Wilkins yfirlögregluþjóns. Nýja bíó: Laila. Þetta er sænsk mynd, tekin í litum. Er hún byggð á sam- nefndri sögu eftir J.A. Friis, sem komið hefur út í íslenzkri þýð- ingu og birtist á sínum tíma sem framhaldssaga í Familie-Journal. — Margir Reykvíkingar. sem eru miðaldra og þar yfir munu kann ast við efni þessarar myndar, því að sagan var kvikmynduð áður — fyrir mörgum áratugum — og var sú mynd sýnd hér í bæ við mikla aðsókn. Þessi nýja kvik- mynd ber eðlilega mjög af hinni H raðsaum avél UNION-SPECIAL hraðsaumavél til sölu. — Válin er lítið notuð og hefur ávallt verið í einkaeign. — Veiðtilboð óskast. Vélin er til sýnis milli kl. 16,00— 21,00 í dag, og á morgun, að Faxaskjóli 24, I. hæð. nýtur vinsaelcla allra sem kynnst hafa eldri, enda kvikmyndatæknin margfalt meiri nú en þá. Mynd- in gerist meðal Lappa, þar sem þeir una lífi sínu í tjöldum og gæta hreindýrahjarða sinna uppi á heiðalöndunum. — Aslak, hinn Skrýndi konungur Lappanna finnur á hjarninu í einni af ferð- um sínum, reifabarn. Er það stúlka, en foreldrar hennar höfðu orðið úlfunum að bráð er þeir komu frá því að láta skíra barnið. — Aslak, sem er bam- laus, tekur telpuna heim í tjald sitt og elst hún þar upp hjá Aslak og konu hans. Þau nefna hana Lailu og hún verður falleg stúlka, er hún vex úr grasi og augasteinn foreldranna. Þegar hún er orðin gjafvaxta biður hennar ungur og auðugur hrein- dýraeigandi, Mellet að nafni og trúlofast Laila honum að vilja fósturforeldranna, þó að henni sé það ekki allskostar að skapi. En nú kynnist Laila á markaðnum í Kautokeino Ingrid Lind og And- ers bróður hennar, sem er kaup- maður. Hittast þau oft eftir þetta og Laila verður algerlega frá- hverf Mellet. Fer svo að þeir Mellet og Anders hittast upp á hálendinu og verða með þeim hörð átök er nærri hafði kostað Anders lífið. Giftingardagur Lailu og Mellets er ákveðinn, en þegar hann rennur upp og brúð kaupsgestirnir eru komnir á vett vang gerast atburðir, sem leiða til örlagaríkra söguloka, en þeir verða ekki hér raktir.. Mynd þessi er geðþekk og vel leikin. Umhverfið, þar sem at- burðirnir gerast er fagurt og stór brotið og áhorfandinn er fróðari um líf Lappanna eftir að hafa séð myndina. Erika Remberg leikur Lailu, Joachim Hansen leikur Anders Lind, Birger Malm sten fer með hlutverk Mellets. Fara þessir leikarar laglega með hlutverk sín, en langsamlega bezt ur er leikur þeirra Edvin’s Ad- olphson’s, er leikur Áslak og Al- freds Maurstad’s, sem leikur Jompa vin hans. SKIÐASKALINN, HVERADÖLUM Jólavakan /960 Þeir, sem pantað hafa dvöl á jólavöku Skíðaskálans, Hveradölum (26. des.—2. jan.), vitji dvalarkorta sinna hjé Th. Benjamínsson & Co., Vesturgötu 4, sími 13166, mánudag og þriðjudag (12. og 13. des.) kl. 4—7 e.h. — Eftir þann tíma verða þau seld öðrum. Dvalar- kott fyrir þá, sem ætla að hafa með sér svgfnpoka, seid á sama stað. — SKÍÖASKÁLINN, Hveradölum. Jólabazar Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda jólabazar i Hagaskólanum viS Hagatorg (sunnan Neskirkju) sunnud. 11. des. n. k. — Bazarinn hefst kl. 3 e. h. — Þar verða til sölu fjölmargir munir hentugir til jólagjafa. — Borðskreytingar, jólakörfur, sætindi, laufabrauð, leikföng og margs konar varningur annar. Allt sem inn kemur rennur til dagheimilis í Reykja- vík fyrir vangefin börn. Sýnishorn muna sem seldir verða á bazarnum eru til sýnis um helgina í glugga verzlunarinnar Hlín, SkÓ!"--’<'"=t;g 18. _ Styrktarfélag vangefinna. 4-5 herb. íbuð óskast Vii taka á leigu 4—5 herbergja ibúð sem allra fyrst. — Tilboð óskast lagt inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjud. merkt: „íbúð — 1421“. ÞAKJÁRN nýkomið. Viðskiptavinir vinsamlega vitji pantana sinna strax. Helgi Hfagnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 13184 og 17227. leikur.... þegar nýtízku tæki létta heimilisstörfin! ATLAS kæliskápar NILFI8K ryksugur og bónvélar FERM þvottavélar, strauvélar og þeytivindur bera aff! Úrval annarra heimilistækja — einungis 1. flokks vörur! Glæsilegar jólagjafir — nytsamar og varanlegar! Kynnið yður gæðin, verðið og hina hagkvæmu greiðsluskilmála! — Sími 12606 Suðurgötu 10. D IV I X O. KORNERUP HANSEN1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.