Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1960, Blaðsíða 13
12 MORCJivntJ AÐIÐ Laugardagur 10. des. 1960 Laugardagur 10. des. 1960 MORGU1SRLAÐ1Ð 13 Otg.r H.f. Arvakur Revkjavi.- f’ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arm Óla, simj 330-J5 Auglýsxngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?,180. Askriftargjald kr 45.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AÐ SPARA ÁMÓTMÆLT er að " viðreisnarráðstafanirn- ar koma nokkuð við alla þjóðfélagsþegna. — Menn spyrja því að vonum: Hvers vegna tökumst við þessar byrðar á herðar? Getum við ekki haldið áfram á sömu braut og áður? Hvað þýða byrðarnar í ár fyrir afkomu okkar á komandi árum? Þegar óráðsíumaður kemst að því einn daginn, að hann er orðinn skuldum vafinn, lánstraust hans alls staðar þrotið og minnkandi tekjur eru á næsta leiti, þá er tvennt til. Annað hvort snýr þessi maður við blaðinu, tek- ur upp bætt líferni, leggur að sér um tíma og sparar fjármuni og leggur þannig grundvöllinn að traustum efnahag í framtíðinni. Hitt hendir líka tíðum, að slíkir menn gefist upp fyrir erfið- leikunum, stöðugt sigi á ó- gæfuhliðina og þeir verði ólánsbörn þjóðfélagsins. Ekki þarf að eyða að því orðum, hvorn kostinn æski- legra er að slíkir menn velji, en vissulega þarf meiri kjark og dug til að velja hinn fyrri. Þær ráðstafanir, sem nú er verið að gera í efnahagsmál- unum eru hliðstæðar þessu dæmi. Allar fullyrðingar stjórnarandstæðinga um að erfiðleikarnir, sem samfara eru viðreisninni, séu tilgangs lausir, eru út í bláinn, þegar af þeirri einföldu ástæðu, að framleiðsluþættir þjóðfélags- ins eru nýttir til hins ýtrasta og margir hverjir miklu bet- ur en áður, þegar allt var látið reka á reiðanum. Á hinn bóginn geta stjórnarandstæð- ingar heldur ekki bent á, að ein stétt hagnist óhæfilega á kostnað annarrar. Það er því þjóðarbúið í heild og þar með sérhver einstaklingur þjóðfélagsins, sem er að spara og leggja grundvöll að bættri afkomu sinni og sinna í framtíðinni. Óráðsíumað- urinn, sem nefndur var, nýt- ur þess að losna við skuldir sínar og hann fær arð af því fé, sem hann getur sparað saman með því að taka upp nýtt líferni. En alveg á sama hátt er þessu varið með þjóð- félagið, að það losnar við vaxtagreiðslur, það eignast nýtt fjármagn, sem aftur gef- ur aukinn arð í vaxandi mæli ár frá ári. Þannig batnar hagur þjóðarheildarinnar og allra einstaklinga. Auðvitað eru því takmörk sett, hve mikið menn geta lagt að sér til þess að tryggja íjárhagsaíkomuna í framtíð- inni. En það væri hvorki lík- legt til að efla sjálfstraust okkar né virðingu annarra á hinni íslenzku þjóð, ef við ekki þyldum að herða nokk- uð að okkur um eins árs skeið og þótt eitthvað leng- ur væri. í því sambandi mættum við gjarnan hafa í huga, að fáar eða engar þjóð ir í veröldinni eru meira virtar en hin finnska, ein- mitt vegna þess að hún hef- ur ætíð staðið í skilum með allar sínar skuldbindingar. GJAFAFÉ '17'IÐ íslendingar' höfum not- ^ ið víðtækrar fjárhagsað- stoðar vinveittra þjóða. Út af fyrir sig er ekkert at- hugavert við það; heimurinn hefur í dag tekið á sig þann svip, að hinar auðugri þjóð- ir gera sér grein fyrir því, að velferð um víða veröld er þeim í hag, ekki síður en hinum, sem fjárhagsaðstoðar njóta. Er þetta að sínu leyti sambærilegt við aðstoð hins islenzka þjóðfélags við dreifð ari byggðir landsins. En samt sem áður getum við hvorki né viljum lifa á gjafafé um alla framtíð. Mikið er nú rætt um efna- hagsvandamál Bandaríkjanna og minnkun gullforða þeirra, sem að miklu leyti stafar af þeirri miklu aðstoð sem það volduga ríki veitir fátæk- ari þjóðum. Bandaríkjamenn eru nú að gera ráðstafanir til að treysta efnahag sinn, en þrátt fyrir erfiðleikana hyggjast þeir beita sér fyrir því að þjóðir þær, sem skemmra eru á veg komnar í efnahagslegu tilliti fái á- fram ekki minni aðstoð en hingað til. Sjálf leggja Banda ríkin hart að sér í þessu efni og hvetja samstarfsþj óðir sín ar til að taka einnig drjúgan þátt í þeirri aðstoð. Það væri okkur íslendingum lít- ill sómi að reyna ekki að treysta okkar fjárhag sam- hliða því sem við njótum efnahagsaðstoðar, meðan aðr ar þjóðir taka á sig miklar byrðar til að hjálpa okkur og öðrum. UTAN UR HEIMI 0 0* Þannig er Krusjeff Þannig er Mao ~ ................................... ■ ■ NIKITA K’KÚSJEFF er gefinn fyrir það að láta hehninn vita hvað honuni bvr í huga. Gerir hann það ýmist í kátleguni viðraeðum í samkvæmuxn eða með því að lemja með skó sínum í ræðustólinn. Ilann heldur ræður í Moskvu, í París og í New York. Hann ógnar, hann smjaðrai, hann bendir, hann brosir. Hann slær á axlir manna, faðmai smabórn og kyssir stórmenni á kinn. Hann er br„gðarefur, spaugsamur, á auðvelt með að siá menn út af laginu, Ká+ur, fijótráður, uppvægur, hann er grimmur, hann getur vorið i.arðyrtur en einnig blíðyrtur. Hann eys skammaryrðum yfir Dag Hammarskjöld, en faðmar hann að sér augnaotiki síðar. Krúsjeff er bænda-kommúnisti, sjálfmenntaður. Hann -er maðurinn sem gortar a* óbreyttum uppruna sínum. Hann getur verið alföður- legur konungur annan daginn og grimmur zar hinn næsta. Hann talar rússnesku við Rússa og hann talar rússnesku við alla aðra. Hann var leiður í gær, hann er kátur í dag. íiann er bóndasonurinn, sem allsstaðar Iætur eins og hann sé heima hja sér. tlann er maðurinn, sem blekkir bæði Austur og Vestur. Hann held- ur xæður um alian heim. Stundum fyrir stríði. Sem stendur talar hann fyrir fuði Hann vill a'i sín verði minnst sem mannsins er endurreisti Sovét- ríkln — ma.insins sem tryggði frið á jörðu. Þess vegna brosir hann til Vesturs sem stendur. Hann þarfnast trausu. í dag Trausts bæði í Moskvu og í Vestri. Þess vegna talar hann um friðsamlega sambúð. Þess vegna segxr hann nú að friður sé nauðsynlegur. m fAO TSE-TITNG er maðurinn sem sjaldan segir hvað honum býr í l*-i huga. En þegar hann gerir það, segir hann það í rímuðu máli eða gcgnum aöra. Mao er hermaðurinn, sém yrkir. llann stendur i fylkingarbrjósti 650 milljóna Kínverja — og hann hviiir sig öðru hvoru með því að synda fram og aftur í Yangtse- fljótinu. Mao er ekk«' maðurinn sem segir oft skemmtilega hluti. Hann er ekki maðurinn sem lemur skó sínum í ræðustólinn. Ileimurinn bekkir ekki Mao eins og hann þekkir Krúsjeff. Eins og hann heldur að hann þekki Krúsjeff. Vitað er að Mao hefur lifað af þrjár eiginkonur. Vitað er að hann hataði föður sinn og kennara sína. Vitað er að hann hefur aldrei gieymt því að Stalín eitt sinn hafði í heitingum við hann. Hann hefur aldrei gleymt því að Stalín villtist á Chian Kai-shek og Mao Tse-+ung Að hann var með Chiang en móti Mao. Það var ekui fyrr en Mao hafði gengið með sigur af hólmi að Stalin viðurkenndi hann. Mao er fyrsta árgangs kommúnisti, sem ekki vill víkja hársbreidd út af hmni afmörkuðu línu. Þegar Krúsicff neitar því að styrjöld sé óhjákvæmileg, telur Mao hins vegar að svo sé, því úr rústunum muni rísa þjóðskipulag, sem verði 1000 s>nnum betra en kapítalisminn. Og þegar Krúsjeff segir að kjarnorkustyrjöld mundi eyðileggja heim- inn, segir Ma-i að þótt styrjöldin útrými 300 milljónum Kínverja, verði 300 miiljónir tftir. Og þess vegna segir Mao: — Stjórnmál er styrjöld án blóðsúthell- tnga, en stríð er blóðug stjórnmál. flökun o.fl. Litið iitn á fiskvinnslunámskeið Solumiðstöðvarinnar í Hrað- frystistöðinni við Grandagarð ÞAÐ var margt um mann- inn í vinnslusal Hraðfrysti stöðvarinnar við Granda- garð, þegar blaðamenn og ljósmyndari Mbl. litu þar inn nokkru eftir hád. í fyrrad. — fjöldi fólks í hvítum sloppum að störf- um, mestmegnis konur. — Þarna var að hefjast fisk- vinnslunámskeið á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna fyrir starfsfólk í frystihúsum, en fyrirtækið gengst um þessar mundir fyrir slíkum námskeiðum á nokkrum stöðum á land- inu, og er þeim þegar lok- ið á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. • Flökun og „snyrting“ Við komum þar fyrst að, sem nokkrar stúlkur standa umhverfis boi’ð, sem á liggur vænn og bústinn þorskur, en einn af leiðbeinendunum á námskeiðinu, Markús Waage, mundar bitlegan flaknings- hníf. Hann hefur nú flökun- ina og skýrir jafnóðum út, hvernig verkið skuli unnið — um leið og hann beitir hnífn- um í samræmi við leiðbein- ingar sínar. Stúlkurnar horfa á og fylgjast með af athygli — og svo fær Markús einni stúlkunni hnífinn í hendur og segir henni að taka við. Við annað borð stendur Othar Hansson, fiskvinnslu- fræðingur, forstöðumaður námskeiðsins — umkringdur miklum kvennáfans. Hann er að leiðbeina stúlkunum við að „snyrta“ flökin, eins og þeir fyrstihúsamenn kalla það á sínu fagmáli — en í því felst m. a. að „pilla“ burtu himnur af þunnildum, skera úr bein, sem eftir verða við flökunina og nema burtu hringorma og hvers konar skemmdir. Eru flökin skyggnd þannig, að þau eru lögð á hvíta borðplötu, sem er upplýst, og á þannig að vera auðvelt að sjá allt, sem athugavert kann að vera við flökin og laga þarf. — ★ — Othar Hansson sýnir okkur tvö flök — annað er hálfrytju legt og vantar á það þunn- ildið að mestu, en hitt er heil- legt og lítur mun betur út. — Svona hefir víða verið flakað fram að þessu, segir Othar og bendir á rytjulega flakið, en nú erum við að kenna fólkinu að það flaki þannig, að þunn- ildið fylgi með, ef það er gott og óskemmt — og yfirleitt, að flakið verði sem allra heilleg- ast og sem minnst gangi úr, bæði við flökun og snyrtingu. • Þegar sýnilegur árangur Það er mikið að gera þarna í vinnslusalnum, stúlkurnar fylgjast áhugasamar með til- sögn leiðbeinendanna, svo að við getum ekki tafið þá langa stund, en þeir Othar og Mark- ús eru þó svo vinsamlegir að fórna „blaðasnápunum“ fá- einum mínútum. — Og við spyrjum þá m. a. um reynslu þeirra af þeim námskeiðum, sem þegar hafa verið haldinn og megintilganginn með þess- ari nýju starfsemi. — Þeir segja, að höfuðáherzla hafi verið lögð á gæða- og nýting- areftirlit og að samræma vinnsluaðferðir í hinum ýmsu frystihúsum. Megintilgangur- inn er sem sé sa með nám- skeiðum þessum að stuðla að bættri nýtingu hráefnisins og aukinni vöruvöndun. — Kváðust þeir félagar yfirleitt telja, að námskeiðin hefðu tekizt vel, og væri þegar far- inn að sjást árangur af þessari starfsemi fyrir vestan, norðan og austan, þar sem námskeið hafa þegar verið haldin. • Ferskfiskmat og misjafnt verff Þeim bar saman um, að mjög víða og raunar víðast væri pottur brotir.n meira eða minna í þessum efnum, en vonir væru bundnar við, að námskeið þessi, einkum ef framhald gæti orðið á þeim, mundu stuðla að framförum í vörugæðum o.g hráefnisnýt- ingu. — Sannleikurinn er sá, að við höfum verið og erum langt á eftir öðrum á þessu sviði, kannskj einkum að því er nýtinguna snertir, sagði Othar, — og má þar hvað helzt vísa til frænda tikkar Norðmanna, sem eru aðal- keppinautar okkar. Hér er því mikil nauðsyn • úrbóta, og þessi starfsemi er tilraun til að koma slíkum umbótum fram. — Varðandi lausn þess vandamáls, hve hráefnið, sem fiskvirinslustöðvunum berst, er misjafnt, kvaðst Othar hafa bezta trú á ferskfiskeftirliti, sem nú er mjög rætt um að koma á — þ. e. a. s. að meta Markús Waage leiðir Gunnþóru Gísladóttur í allan sann- leika um það, hvernig beita skal flatningshnífnum til þess að sem minnst fari í súginn og flakið verði sem fallegast. aflann á einhvern hátt um leið og hann er lagður á land — og að greitt verði misjafnt verð eftir gæðum fisksins. ~k Á þessu námskeiði eru ekki aðeins stúlkur úr Reykjavík, heldur einnig úr nágranna- bæjunum, þar á meðal frá Akranesi. Með þeim er Tryggvi Björnsson, verkstjóri í hraðfrystihúsi Haralds Böðvarssonar. Blaðamaður víkur sér að honum og spyr, hvað hann vilji segja um þessa starfsemi. — Tryggvi kveðst telja þetta ánægjulega og merka nýjung, sem vafa- laust muni bera góðan árang- ur, en hann teldj mjög æski- legt, ef hægt væri að koma því við, að sérfróðir menn um fiskvinnslu heimsæki frysti- húsin víðs vegar um land reglulega til eftirlits og leið- beininga. Mikið er víða um tíð skipti á .fólki við þessi störf, og er því sífelld þörf fyrir leiðbeiningar og kennslu. — Aðspurður kveðst Tryggvi álíta, að í ?ínu frysti- húsi hafi náðst sæmilegur ár- angur í baráttunni við þau vardamál, sem helzt er um fjallað á fiskvinnslunámskeið unum, en alltaf sé nauðsyn- legt að vera vel vakandi og fylgjast vel með í þessum efn- um — og löngum hægt að læra eitthvað nýtt. Beri því að fagna þeirri starfseml, sem hafin er með námskeiðum þeim, sem SH gengst nú fvr- ir. • Spjallað við stúlkurnalt Fréttamenn blaðsins gáfu sig einnig á tal við nokkrar stúlknanna, sem fylgdust með kennslunni af áhuga. Varð fyrst fyrir okkur Gunnþóra Gísladóttir, sem er búsett í Reykjavík, hún vildi ekki gefa miklar upplýsingar — sagðist hafa fengið nóg af spurningum, þegar teljari frá manntalinu heimsótti hana 1. desember. Þó sagðist hún vera ættuð af Austfjörðum og væri þarna komin til þess að læra að snyrta fisk og flaka. Við borð í enda salarins voru þrjár stúlkur, ein var að flaka stóreflis þorsk og hin- ar horfðu á hana með aðdáun. Framh. á bls. 23 Othar íiaka. Hansson fiskvinnslufræðingur kennir dömunum snyrtingu — þ. e. a. s. snyrtingu fuk- Mikið er undir því komið, að það verk sé unnið vel og samvizkuaamlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.