Morgunblaðið - 17.12.1960, Síða 8
8
M O H V L) /V H I 4010
Laugardagur 17. des. 1960
REIV1ll\iGT0l\l rakvéiin
Veitir hreinni og betri rakstur
Fæst á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Pennaviðgerðin, Vonarstr. 4.
P & O, Herradeild
Austurstræti 14.
Andersen & Lauth,
Laugavegi 39.
Andersen & Lauth,
Vesturgötu 17
Ljós h.f., Laugavegi 20.
Remedía, Austurstræti 6
V.G.K., Kjörgarði
Véla- og Raftækjaverzlunin
Bankastræti 10
Akranesi:
Helgi Júlíusson, úrsmiður
Keflavík:
Ljósboginn, Hafnargötu 62
Viðgerðir og varahluta-
birgðir:
Pennaviðgerðin, Vonarstr. 4
Heildsölubjrgðir:
ORKA h.f.
Remington er fljótvirkasta
rakvélin
Remington hefur stærri
skurðflöt en nokkur
rakvél.
Remington losar yður við
fyrirhöfn við sápu og
heitt vatn.
Remington veitir yður
ánægju við raksturinn
Remington nafnið tryggir
gæðin
REMINBTON rakvélin
er tilvalin jólagjöf.
Laugavegi 178
Reykjavík
Ferdinand Rauter og Engel Lund
,,/s/enzA jbjóðlög
//
35 jb/óð/ög / nótnabók og sungin
á plötu af Engel Lund
KOMIN er út á vegum Almenna
bókaféiagsins 35 íslenzk þjóð-
lög í nótnabók og sungin á plötu
af hinni víðkunnu söngkonu
Engel Lund.
Bókin nefnist Islenzk þjóðlög
og er aukabók Almenna bóka-
félagsins. Engel Lund hefur sjálf
valið lögin og ritar greinargerð
með hverju þeirra, en dr. Ferdi-
nand Rauter, samstarfsmaður
hennar í þrjá áratugi, hefur út-
sett lögin og leikur undir söng
hennar. Upptakan var gerð hjá
Ríkisútvarpinu, en platan er
unnin hjá His Masters Voice fyrir
milligöngu Fálkans hf.
DÝRGRIPIR.
Sum þessara laga formæðra
okkar og forfeðra eru í hópi allra
fegurstu sönglaga, sem til eru —
sannkallaðir dýrgripir, sem við
getum verið stolt af. í túlkun
þessara miklu listamanna sóma'
þau sér vel meðal söngelsks fólks,
hvar sem er á hnettinum. Engel
Lund er einn frægasti þjóðlaga-
söngvari heims. AJls staðar, þar
sem hún hefur sungið, hefur hún
sigrað, hvort sem það hefur ver-
ið í höfuðborgum sönglistarinnar
eins og Vínarborg, eða litlum
bæjum. Hún hefur sungið þjóðlög
frá mörgum löndum og alltaf á
frúmmálinu, sautján tungumál-
um alls. En hvar sem hún hefur
sungið og þrátt fyrir hið mikla
úrval þjóðlaga, sem hún hefur
haft á söngskrám sínum, hefur
hún aldrei haldið svo konsert,
að hún syngi ekki einhver Gyð-
ingalög og einhver íslenzk lög,
en við lög þessara tveggja þjóða
hefur hún tekið mestu ástfóstri.
Hefur túlkun hennar á íslenzkum
lögum vakið þvílíka athygli, að
hún hefur oft verið nefnd erlend
is „hin fræga íslenzka söngkona".
Enda hefur hún ekki gleymt að
geta þess, þegar hún hefur kynnt
hin íslenzku lög, að hún sé borin
og barnfædd á Islandi. Er óhætt
að segja, að með hinum frábæru
kynningum sínum á íslenzkum
þjóðlögum bæði hér heima og er-
lendis, hefur hún unnið starf,
seiti Islendingar fá henni aldrei
fullþakkað.
Með útgáfu þessarar nótnabók
ar og hljómplötu vill Almenna
bókafélagið stuðla að því að Is-
lendingar kynnist hinum fögru
þjóðlögum sínum og læri þau.
Norski stjórnmála
maðurinn Horns-
rud látinn
OSLÓ, 13. des. (Reuter) — Jafn-
aðarmannaleiðtoginn Christ-
offer Hornsrud, sem var fyrsti
forsætisráðherra Jafnaðarmanna
flokksins, lézt hér í borg í dag,
101 árs að aldri.
Hornsrud myndaði ríkisstjórn
sína eftir kosningarnar 1927, og
tók hún við völdum í janúar
1928. Stjórnin varð þó har.a
skammlíf, því að stjórnarand-
staðan felldi hana eftir aðeins 17
daga setu. — Hornsrud sat í bæj
arráði Oslóar (Kristianíu) árin
1902— 1909 og átti sæti á Stór-
þinginu 1912—1930, forseti þess
1928—1930. Hann var formaður
norska verkamannaflokksins
1903— 1906. Þá var hann ritstjóri
blaðsins „Fremtiden“, banka-
stjóri um tíma — og fleira mætti
telja.
★ ★
Þess má geta hér, að Christ-
offer Hornsrud sótti Alþingis-
hásíðina árið 1930. Vakti hann
athygli manna á hátiðinni —
þótti aðsópsmikill og gjörvileg-
i ur maður.
MACHINOEXPORT býður allar
gerðir af krönum og vélskófl-
um, bæði á beltum og
gúmmíhjólum, svo og dráttar-
vélar með ýtublaði og
mokstursútbúnaði. Nokkur tæki
hafa þegar verið keypt til
landsins og eru væntanleg á
næstu mánuðum. Allar upp-
lýsingar fúslega veittar.
Bilreíðar og landbúnaðarvélar hf.
V[0 „MACHINOEXPORT"
Brautarholti 20, Reykjavík. —
Sími 19345 — Símnefni: Autoimport.
Smolenskaya Pl., 32/34 M O S O W, G-200