Morgunblaðið - 18.12.1960, Síða 1
48 siður (I. 09 II.)
*
47 árgangur
291. tbl. — Sunnudagur 18. desember 1960
Prentsmiðia Morganblaðsins
■*
Brú-
arross
í FYRRAKVÖLD kom hið
nýja skip Eimskipaféiags ís-
lands, Brúarfoss, til Reykja-
víkur. Skipið hafði haft góða
heimferð og reynzt hið bezta.
— Jónas Böðvarsson er skip-
stjóri á Brúarfossi. í gær var
fréttamönnum boðið að skoða
hið glæsilega skip. Fer lýsing
á því hér á eftir:
Kjölurinn var lagður að hinu
nýja skipi í Aalborg Værft í|
Álaborg 30. sept. 1959, en skipið
var afhent hinn 25. nóv. sl. —
Ganghraði var 15,35 sjómílur í
reynsluferð. Brúarfoss er systur-
skip Selfoss, að öllu leyti eins,
nema með lítilsháttar breyting-
um með tilliti til fenginnar
reynslu af Selfossi.
Tvær lestar
Skipið er smíðað úr stáii og
styrkt til siglinga í ís. Einnig
er það búið hlífðarlistum á hlið-
um til varnar skemmdum er
legið er við bryggju í óveðrum.
Fjórar lestar er-u í skipinu, tvær
eir.angraðar til flutnings á fryst-
um vörum. Lestarrúmmál er
193.000 rúmf, þar af frystilestar
um 100.000 rúmfet. Allur er út-
búnaður við lestarop mjög
handhægur. Hægt er að halda
20 stiga frosti í lestum við 25
stiga sjávarhita og 35 stiga loft-
hita.
Frh. á bls. 23
Fé til gjuld-
þrotasjóðanna
Fjárveitinganefnd ber fram
breytingartillö’gu við 3. um-
ræðu fjárlaga, að ríkisstjórn
inni sé heimilt, að útvega
eða lána Ræktunarsjóði Is-
lands, Byggingarsjóði íslands,
Byggingarsjóði sveitabæja og
veðdeild Búnaðarbanka ís-
lands allt að 36 millj.
Hér liggur Brúarfoss fánum skreyttur í Reykjavíkurhöfn. Þegar hann kom í gærkvöld, flutti hann aðallega tunnur og
efni til tunnugerðar. Tunnurnar losar hann á höfnum hér við Faxaflóa og fyrir norðan og þangað fer hann með tunnuefnið.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
55 ffarast i öðru ægilegu flugslysi
Flugvél hrapar brennandi
yfir fjölfarið torg í Míinchen
EKKI er ein báran stök í
flugslysunum um þessar
mundir. í fyrradag varð
mesta flugslys í sögunni,
þegar tvær stórar farþega-
flugvélar rákust á yfir New
York. —
í gær bárust svo fréttir af
öðru hörmulegu slysi. —
Bandarísk flugvél, sem var
að hefja sig til lofts með 13
mcnntaskólanemendur, hrap-
aði niður á torgið fyrir fram-
an járnbrautarstöðina í
Hœgrl menn unnu bar-
dagann um Vienfiane
Stjórn þeirra hefur innreið í höfuðborgina
Vientiane, 17. des.
BARDAGAR halda áfram í
úthverfum Vientiane, höfuð-
borgar Laos. Hægrisinnar
hafa náð megin hluta borg-
arinnar á sitt vald, en hún
er mjög illa leikin eftir
tveggja daga bardaga. Hús
og hallir liggja í rústum eft-
ir fallbyssuskothríð og rýkur
enn víða úr brunarústum.
Flótti til Thailands
Almennir borgarar höfðu flú-
ið Vientiane. Meðal annars höfðu
þúsundir manna flúið yfir landa
mærin til Thailands. Meðal
flóttamanna, sem komið hafa
yfir landamærin eru hermenn
kommúnistahersins Pathet Lao,
sem hafa kastað frá sér vopn-
um á flóttanum og eru aðfram-
komnir bæði af hungri og
þieytu.
Flugvöllur tekinn
Það varð fyrst ljóst, að her
hægrimanna undir forustu
Phoumi Nosavan, myndi bera
sigur úr býtum í bardaganum
um höfuðborgina, þegar þeir
náðu flugvelli hennar úr hönd-
um kommúnista. Varð harðasti
bardaginn um flugvöllinn, þeg-
ar hann var fallinn, brast flótti
í lið kommúnista. Síðustu fregn-
ir herma, að meginherstyrkur
þeirra láti undan síga eftir þjóð
veginum til Luang Prabang, sem
er aðsetur konungs landsins. —
Lið þetta sem undan kemst flyt-
ur með sér allmargar meðal-
þungar fallbyssur, sem það fékk
fyrir skömmu sendar frá Rúss-
landi.
Mikið mannfall
Hershöfðingi hægri manna,
Phoumi Nosavang og forsætis-
ráðherra bráðabirgðastjórnar
þeirra, Boun Oum prins, komu
í morgun til Vientiane og lýstu
því yfir, að borgin hefði verið
frelsuð úr höndum kommún-
ista. Mun lið hægri manna nú
hefjast handa um að friða hér-
aðið og reisa úr rústum.
Það er örugglega vitað um
320 manns, sem fallið hafa í
bardögunum síðustu tvo daga,
en læknar á sjúkrahúsum segja
vafalítið að margfalt fieiri hafi
látið lífið.
Miinchen, höfuðhorg Bæjara-
lands.
Manngrúi var á torginu í
jólainnkaupum og á leið út
úr borginni með járnbraut-
um. Minnsta kosti 30 manns
á jörðu niðri lét þegar lífið.
Allir sem í flugvélinni voru
13 farþegar og 7 manna
áhöfn fórust og samstundis.
Manntjón er því áætlað milli
50 og 60 manns.
Eldar komu upp í húsum
á nokkrum stöðum bæði við
járnbrautartorgið og á ná-
lægum stöðum, þar sem log-
andi brak féll úr flugvélinni.
13 nemendur í jólafríi
Umrædd bandarísk farþega-
flugvél var eign bandaríska flug
hersins, af tegundinni C-131, sem
ætluð er til að flytja fallhlífar-
herlið. Flugvélin kom á föstu-
dagskvöldið til Múnchen og átti
að sækja bandaríska unglinga,
sem stundað hafa nám á vegum
Marylands-háskóla, en hann ann
ast kennslu fyrir bandariska
hermenn og börn þeirra og rek-
ur m. a. menntaskóla í Múnch-
en. Hóf flugvélin sig á loft frá
Múnchenarflugvelli með 13 nem
eridur, sem allir voru 17 ára
gamlir. Voru þeir á leið í jóla-
leyfi til foreldra sinna í banda-
ríska varnarliðinu í Englandi.
Yfir borginni var þoka og lág-
skýjað.
Hagaði svo til í þeirri vind-
átt sem nú ríkti, að flugvélin
varð að fljúga yfir miðbik
Múnchen. í flugturninum heyrð-
ist stuttlega frá flugvélinni, að
einhver vélarbilun hefði orðið.
Síðan ekki meir.
Mannfjöldi á torginu
Mikill manngrúi var úti á
Framh. á bls. 23
Stephen litli dáinn
New York, 17. des.
STEPHEN BALTZ litli, sem
menn voru bjartsýnir um í
gær, að kæmist lífs af úr
flugslysinu mikla í New
York, lézt á sjúkrahúsinu í
dag. Um nóttina hafði hon-
um hrakað mjög og voru það
aðallega brunasár hans sem
voru svo alvarleg, að lífi hans
varð ekki bjargað.
Með andláti drengsins er
tala þeirra sem fórust í slys-
inu komin upp í 137. Þetta
er þó ekki endanleg tala,
því búast má við að fleiri
lík finnist í húsarústunum.
S