Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 2

Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 2
p 2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1960 * Alþingi; áfengt öl veröi leyft hér — Bjórfrumvarp lagt fram af Pélri Sigurðssyni t gær Á ALÞINGI var í gær lagt fram frumvarp um að veitt verði heimild til að leyfa hér á landi framleiðslu öls, sem hefur inni að halda allt að 3j/2% af vínanda að rúm- máli, til sölu innanlands og til útflutnings. Frumvarpið var lagt fram í Neðri deild og er Pétur Sigurðs- son flutningsmaður þess. Allýtar leg greinargerð fylgir frumvarp- inu og er þar færður fram ýmis rökstuðningur með því, að leyfa beri tilbúnings slíks öls. Og þó veikt I upphafi greinargerðarinnar er drepið á það, að í gildandi ís- lenzkum lögum sé áfengi skil- greint sem vökvi, er hafi meira af vínanda er nemi 2*4 að rúm- máli. Létt teljist þau vín er hafi minna áfengismagn en 21% en sterk vín er meira innihalda. Ö1 með 314% styrkleika, sem hér sé lagt til að ríkisstj órninni verði veitt heimild til að leyfa fram- leiðslu á, sé talið mjög veikt meðal þjóða er hafa öl á boð- stólum. Það njóti hins vegar mik illa vinsælda meðal flestra menn ingarþjóða, sem telji, að sterkt geti öl ekki kallast, fyrr en styrk- leiki þess sé orðinn 4*4%—6% eða þar yfir. I sambandi við meðferð og sölu hins áfenga öls hér, segist flutningsmaður að athuguðu máli telja, að heppilegast yrði að sala ölsins færi aðeins fram á stöðum, sem vínveitingaleyfi hafa, og á vegum Afengisverzl- unar ríkisins. Ósamræmi í löggjöfinni Flutningsmaður telur, að i áfengislöggjöfinni verði að vera samræmi, eins og í öðrum lög- um. Hann telur, að það sé meira en lítið misræmi í því að leyfa sölu á eldsterku brennivíni, en banna sölu á veiku öli — á þeirri forsendu, að verið sé að vinna gegn áfengisbölinu. Við slíkar röksemdir hljóti að ▼akna sú spurning, hvort þeir fulltrúar á löggjafarþinginu, sem fylgi núverandi framkvæmd mála, séu sjálfum sér samkvaem ir, er þeir láti hjá líða að beita sér fyrir algeru banni á sölu sterkra vína, fyrst bruggun og sala á öli, veikasta stigi áfengis, sé sá bölvaldur, er sömu aðilar telji vera. Astæðan hljóti að vera sú, að þeir telji slíkt bann með öllu óframkvæmanlegt í nútímaþjóð félagi, baeðí þar sem almenning- ur mundi þá taka upp bruggun og eins vegna þeirra tekna, sem ríkissjóður hafi nú af áfengis- sölu og mundi án hennar ekki njóta. Óheppilegt ástand l>á lýsir þingmaðurinn yfir þeirri skoðun sinni, að við nú- verandi aðstæður í bjórmálum hljóti að vera mikið um leyni- bruggun öls. Auk þess bendi sú staðreynd, að ölgerð sú, er n-ú framleiðir megnið af öli og pilsn- er í landinu, hafi ekki þurft að flytja inn eina einustu tóma flösku síðan 1956 og þó tappað á 4 milljónir flaskna sl. ár, til þess að mikið magn af tilbúnu öli hljóti að koma til landsins. Um baráttu þá, er háð hefur verið með og gegn bruggun áfengs öls hér á landi, segir Pétur Sigurðsson m. a.: „Meginröksemdir þeirra, sem vilja leyfa bruggun og sölu á á- fengu öli, og þeirra, sem því eru andvígir, eru varðandi þau áhrif, er slíkt muni hafa á drykkjuskap þjóðarinnar í heild. Þeir, sem öl vilja, telja, að sala á áfengu öli geti að nokkru leyti bætt úr því öngþveiti, sem hér ríkir í áfeng- ismálum, og breyti á ýmsan hátt til hins betra drykkjarósiðum, sem hér rikja. Hinir telja, að sala á öli muni stórauka drykkjuskap, sérstaklega meðal unglinga, og enn fremur — eftir því sem ákveðinn hópur heldur fram — meðal verkamanna. Hæpnar fullyrðingar Hvað síðustu fullyrðinguna varðar má benda á, að í því til- liti hafa verið dregnar mjög hæpnar og vafasamar ályktanir frá ákveðnum stöðum í nágranna löndum okkar, sem frekar styðj- ast við óskhyggju bannmanna, en raunveruleikann sjálfan. Og auðvitað ber að mótmæla harð- lega þeim móðgunum, sem í þessu felast í garð þessarar stétt- ar, því að vitaskuld er henni sízt Framh. á bls. 23. Uppreisnin í Etíópíu brotin á bak aftur Addis Abába, 17. des. (Reuter) ALLAR fréttir benda nú til þess, að uppreisnin í Etíópíu hafi verið bæld niður. í dögun í morgun hóf flug- her landsins loftárás á aðal- bækistöð uppreisnarmanna í bækistöðvum keisaralífvarð- arins. Þá var hafin skothríð úr fallbyssum á önnur bæli uppreisnarmanna í borginni. Sagt er að síðasta virki uppreisnarmanna, sjálf keis- arahöllin, hafi fallið um há- degi í dag. Ilandteknir eða á flótta Svo virðist sem allir helztu forsprakkar uppreisnarmanna hafi ýmist verið handteknir eða reknir á flótta. Meðal annars hefur aðalforingi uppreisnar- manna, Mangistu hershöfðingi, komizt undan. Útvarpið í Addis Ababa segir að uppreisnarmenn hafi sleppt krónprinsi landsins úr haldi og sé hann heill á húfi. Hann átti et gan þátt í uppreisnarsamsær- ir.u, en uppreisnarmenn höfðu hcndtekið hann og látið sem hann vaeri einn þeirra. \ Norðlæg átt og kólnandi veð ) ur er í aðsigi. — Lægðin s norður a£ íslandi þokast axxst | ur eftir, en í kjölfar hennar S kemur norðlægur loftstraum | ur frá Grænlandi. Á djúpmið \ um út af Vestfjörðum er vind S ur orðinn allhvass NA með 1 1 st. frosti. Annnars er fremur | hæg SV-átt hér á landi og 2 \ —3 st. hiti eins og kortið ber i með sér. ) Ný lægð, allmikil er yfir \ Nova-Scotia, og er sennilegt X að hún valdi hér suðlægri átt S eftir helgina. S \ Veðurspáin í gærkvöldi. X SV-Iand og SV-mið: Al.1- S hvass vestan og síðar hvass NV, víðast bjartvirði, en élja x veður vestan til. i Faxaflói, Breiðafjörður og • miðin. Allhvass NV og snjó- x koma í nótt en léttir til með x hvassri norðan átt í fyrramál 1 ið, lægir annað kvöld. \ Vestfirðir og Vestfjarða- x mið: Norðan hvassviðri, snjó ) koma. • Norðurland og norðurmið: ( Hvass norðan og snjókoma x með nóttinni. I NA-land, Austfirðir og mið ■ in: Hægviðri og víðast létt- \ skýjað fram eftir nóttu en X hvass norðan og snjókoma á ) morgun. ; SA-land og SA-mið: Hæg- x viðri í nótt en allhvass NV á ) morgun, bjartviðrL ; Jólasöngvar í hátíðasal Sjó- mannaskólans Á FJÓRÐA sunnudag í aðventu hefur undanfarin ár verið efnt til jólasöngva í Hátíðasal Sjó- mannaskólans. Verður svo einn ig í dag kl. 2. Sr. Jón Þorvarðs- son flytur ávarp. Barnaflokkar syngja undir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdóttur og Guðný Guð mundsdóttir (12 ára) leikur á fiðlu. Allir eru velkomnir. Fallegir kransar í Blóm og Ávextir I DAG hefur Blóm & Avextir til sýnis í gluggum sínum í Hafa arstræti þrjá fallega og óvenju- lega kransa til skreytingar á heimilum. Eru þeir gerðir vestur í Bandaríkjunum og hafa vakið athygli fyrir smekkvísi og hug- kvæmni, jafnvel í stórborginni Boston. Það er frú Bima Mann, dóttir Hendriks Berndsens í Blómum og Avöxtum, sem gert hefur þessa kransa. Hún hefur áðixr getið sér orð þar vestra, þar sem hún hefur verið búsett í 15 ár, fyrir listrænt handbragð ®----------------:------* Blekkingar stjórnarandstæt- inga um sparifjármyndunina Úr ræðu Jóhanns Hafstein V I Ð umræðurnar um efna- hagsmálin í Neðri deild í fyrrinótt varpaði Jóhann Hafstein m .a. skýru ljósi á blekkingar stjórnarandstæð- inga um sparif járaukning- unina á þessu ári, en hún hefur, sem kunnugt er, verið nokkru meiri en bæði árið 1958 og 1959 — eða 11,5% — þó að stjórnarandstæðing- ar hafi ekki látið sig muna um að staðhæfa, að hún væri nú aðeins helmingur af því scm hún var árið 1958. í ræðu sinni benti Jóhann Haf- stein á það, að stjórnarandstæð- ingar rökstyddu þessa fullyrð- ingu sína með þeirri röngu að- ferð, að blanda saman í eitt spari innlögum og veltuinnlánum í bönkum og sparisjóðum, sem væru alveg sitt hvað. Staðreyndir málsins Um þetta komst ræðumaður m.a. svo að orði: „Ef tölurnar, sem notaðar eru, eiga að sýna an-nað hvort minnk- un eða vöxt spariinnlaga, þá verð ur að nota spari- innlánin ein og tölurnar, s e m segja til um þau. Ef við tökum spariinnlánin frá októberlokum til októberloka 1958 1959 og 1960, þá verður niðurstað an þessi: Spari- innlögin hafa vaxið frá 1957— 1958 um 110,4 millj. kr. í bönk- unum eða 10,5%, frá 1958—1959 um 158,7 millj. kr. eða 15,4%, en frá október 1959 og til' októ- berloka 1960 um 18,3%, og þá segja þessar tölur ekki, að spari- fjárinnlögin séu nær helmingi minni á þessu ári en árið 1958, heldur er sparifjáraukningin frá okt. 1959 til okt. loka 1960 57,5% meiri heldur en aukning spari- fjársins frá októberlokum 1957 til októberlokt 1958. — í spari- sjóðunum lítur þetta öðru vísi út, því að þar er hlutfallsleg minnk- un á spariinnlögunum miðað við árin á undan. Hlutfallstölurnar eru 20,4% 1957—’58, næsta ár 24% og 12% frá 1959—,60“. Ekki kvaðst ræðumaður telja neitt ó- líklegt, að það væri rétt, að á- kvörðun Seðlabankans um að binda helming sparifjáraukning- arinnar hefði sín áhrif í þessu efni. Mundu þær reglur, sem um þetta hefðu verið látnar gilda, nú vera í athugun. Ankning veltuinnlánanna í framhaldi af þessu sagði Jó- hann Hafstein: „En þá komum við að hinu, að þegar innlögin í heild, veltu- innlán og spariinnlán, eru lögð saman, þá koma hins vegar fram þær niðurstöður, sem í nefndar- áliti eru birtar og sem hv. þm. (Skúli Guðmundsson) fór með í sinni ræðu. Þar kemur fram þessi mynd, sem athyglisvert er að líta á sérstaklega, að veltuinnlánin eða innlán á hlaupareikningi, aukast í bönkunum frá 1957—’58 um 202 millj. kr. eða 44,7%, 1958—1959 um 167,4 millj. eða 25,5%, en 1959—1960 um 67,9 millj. eða ekki nema 8,2%. Og það er þessi litla aukning á hlaupareikningsinnlánunum og veltuinnlánunum, sem leiðir til þeirrar niðurstöðu, sem hv. þm. fær, þegar hann tekur saman spariinnlögin og veltuinnlánin. Þessi mynd er líka töluvert öðru- vísi um sparisjóðina og til fróð- leiks ætla ég að nefna þær töl- ur líka. Frá 1957—1958, miðað við októberlok, aukast veltuinn- lánin í sparisjóðunum hlutfalls- lega um 30,9%, frá 1958—1959 um 22,9%, en 1959—1960 um 23,4%. Ég skal nú víkja nokkuð að því, hver eðlismunur er á bess- um tveimur innlánsþáttum. Spari fjáreigendurnir eru fyrst og fremst aimenningur í þessu landi, hinir mörgu smáu, sem spara. Það hefur verið svo og það er svo, og ég hygg, að það muni þannig verða. Veltuinnlán in eru hins vegar þeir fjármunir, sem atvinnureksturinn hefur lausa á milli handa, stundum meiri og stundum minni, — auk þess sem veltuinnlátún í bönkun um verða fyrir stórkostlegum sveiflum af alveg sérstæðum at- vikum, þ. e. vegna innstæðu sjóða, margvíslegra sjóða eins og Fiskiveiðasjóðs, landbúnaðarsjóð anna og ýmissa annarra sjóða, sem við vitum, að stundum hafa átt töluvert í pokahorninu, en aðra stundina sáralítið. Og þann- ig er það t.d. í Útvegsbankanum, þar sem Fiskveiðasjóðurinn er, að megnið af þeim veltuf jármun- um, sem hafa farið út úr bank- anum á þessu ári, eru úr fisk- veiðasjóði sem átti 40 millj. kr. innstæðu í bankanum um ára- mótin síðustu, en það fer allt sam an út á þessu ári og miðað við þetta tímabil, 30. okt. þá hafa farið út 30 millj. kr. af veltu- innlánunum. Þetta á auðvitað ekkert skylt við almanna spari- f jármyndun í landinu, hvort þessi liður vex eða minnkar. Núna minnkar hann vegna hinna miklu skipakaupa á undnaförn- um árum. Stundum hefur hann hlaðizt upp, þegar hlé hefur orð- ið á bátakaupum. Og ég vil t.d. benda á það, að öll innlánsaukn- ingin á hlaupareikningum í öll- um bönkum landsins er 67,9 millj. frá október 1959 til októ- ber 1960. En á sama tíma hafa hlaupareikningarnir í Útvegs- bankanum lækkað um 30 millj. kr. bara vegna Fiskveiðasjóðs. Og þá sjáum við, hvað mikil áhrif þetta getur haft“. Algerlega röng mynd Síðan benti þingmaðurinn einn ig á, að það hefði veruleg áhrif til lækkunar á veltuinnlánunum, þegar útlán hefðu verið takmörK uð svo mjög sem gert hefði verið á þessu ári, einkum til kaup- sýslumanna og iðnrekenda. Þeg- ar svo stæði á, yrðu þeir að nota innstæður á hlaupareikningum sínum mun meir en á þeim tím- um, sem auðvelt væri að afla lána. Um niðurstöðuna af þessu sagði Jóhann Hafstein orðrétt þetta: „Þegar veltufjármununum er blandað saman við spariinnlögin, þá verður auðvitað myndin um sjálf spariinnlögin algerlega röng og í raun og veru furða ég mig á því, að menn skuli hafa gefið sig til þess að reyna að stilla upp svorxa villandi mynd“. «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.