Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 10

Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 10
10 MORCI/MIT 4 010 Sunnudagur 18. des. 1960 Vogaskólanum Gluggi skreyttur meb fornum islenzkum helgimyndum. Helgileikur um jólaguðspjallið A FOSTUDAGINN héfldu börnin í Gagnfræðadeild Voga skóla „litlu jólin“ hátíðleg, en svo kalila skólabörn jóla- skemmtanir, sem haldnar eru seinasta kennsludag fyrir jól. — Já, við verðum víst að kalla þau börn. því að þau eru ekki (gagnfræðadeildarinnar) við Gnoðarvog. Glugginn sjálfur er alllsérkennilegur, en nú hef- ur hann verið prýddur göml- um helgimyndum, svo að engu er líkara en hér sé um forn glermálverk að ræða. Myndirnar eru í litum og blasa jafnfagurlega við veg- farendum úti fyrir og þeim, sem inni eru. Þegar við brugð um okkur upp eftir til þess að forvitnast nánar um þennan merkisglugga, stóð mikil há- tíð yfir í kjallara hússins, en áhuga. Inni fengum við þessar upplýsingar um gluggann: Börnir lögðu mikla vinnu í að skreyta stofur smar, og var þá töfluskreytingin ekki hvað sizt mikilvæg. Hér eru töflu- myuöir úr I. og II. bekk D. 'j I í I * Frumkvæðið að þessari skreytingu átti Kristmundur Breiðfjörð Hannesson, teikni- kennari. Bað hann börnin að koma með uppástungur um myndir heiman að frá sér, og að lokum var ákveðið að nota fyrirmyndir úr íslenzkum altarisdúk frá síðari hluta 12. aldar eða fyrri hluta 13. Alt- arisdúkurinn er frá Reykja- hlíð í Mývatnssveit, en er nú á Þjóðminjasafninu í Kaup- mannahöfn og þykir hinn mesti dýr«»ripur. Tveir reitir Mana og Josef standa yfir jötu lausnarans. Betlehem í bak- sýn. Til vinstri sést á söngkórinn. en til hægri er sú, sem las jólaguðspjallið. María bar Jesúbarnið fjárhúsinu nema 13 og 14 ára, og eftir má'lvenju heitir unga fólkið börn fram til fermingar, en unglingar milli tektar og tví- tugs. Samt erum við hálf- feimnir að kalla þetta fólk börn, því að þau eru flest órð- in svo þroskuð, að unglings- heitið ætti betur við. Nú orð- ið nær barnaskólinn heldur ekki lengra en ti/1 tólf ára aldurs, og það er varla hægt að kalla gagnfræðaskólanem- endur — sem mega titila sig stud. real. — börn, eða hvað? Eins og í öðrum skólum lögðu nemendur Vogaskólans mikla áherzlu á að fegra og skreyta skólahúsið. Eitt hefur sérstablega vakið athygli manna, og það er hin fagra gluggaskreyting á norður- glugga efra skólahússins Hluti af hinum fræga og fagra glugga, sem er stolt Voga- skólans. .— Myndirnar eru gerðar eftir íslenzkum altarisdúk frá 12. eða 13. öld. Hér sést jóianóttin, flóttinn til Egypta- lands og tveir englar. Hér er helgileikurinn um jólaguðspjallið að hefjast. Fjárhúsið í Betlehem er á stiga- pallinum, englar koma að ofan, hver með logandi kerti í höndum, en hjarðsveinar með stafi að neðan. Söngkórinn á bak við fjárhúsið. — (Sveinn Þormóðsson tók myndirnar) fram hirðar og englar. Kór söng jólasálma. Er óhætt að segja, að athöfn þessi hafi vak ið mikila hrifningu allra við- staddra, því að hún var bæði látlaus og innileg. Síðan var haldið niður í sam komusalinn, þar sem margt var til skemmtunar. Lesin var upp jólasaga og gerði það sama góða þulan og las upp jólaguðspjallið. Þá sungu stúlkur úr fyrsta bekk og léku undir á gítar og stuttur þáttur var leikinn, þar sem Gunnar á Hlíðarenda og Skarphéðinn komu fram. Kváðust þeir hvergi mundu hræðast nein- ar kjarnorkukerlingar, en svo fór þó að lokum, að . . . . Þá söng 5 manna drengjakór und- ir frábærri stjórn snjalls söng stjóra, en eitthvað þótt radd- irnar tortryggilegar, sem úr börkunum bárust. Að skemmti atriðum loknum dreifðust börnin um stofurnar, lásu jólapóstinn og skoðuðu lista- verkin, en að lokum var helgi leikurinn endurtekinn. Skólastjórinn sagði börnin hafa tekið þátt í hátíðahöld- unum af lífi og sál, og þá ekki síður í undirbúningi þeirra. — Þau komu, þótt enginn dans sé auglýstur, — En er ekki dansað hér stundum? — Jú, jú. Dans er nú alls staðar kenndur 12 ára bekkj- um, svo að feimni barna og unglinga við að fara út á gólf ið er nú eiginlega alveg horf- inn. Þetta hefur mikið breytzt frá því, sem áður var. úti fyrir lágu ung börn á gægjum og fylgdust með af af' niu eru notaðir sem fyrir- myndir. Sýna þeir jólanóttina og flóttann frá Egyptalandi, en auk þess eru englar og stjörnur. Kristmundur valdi beztu teiknara skólans — um 20 — 30 barna hóp —, og síð- an var tekið til óspilltra mál- anna við að gera nákvæmar eftirmyndir á crepe-pappír. Ahugi barnanna var slíkur og svo starfs- og sköpunargleðín að þau unnu langt fram á næt ur við gluggann, og sagðist skólastjórinn, Helgi Þorláks- son, hafa orðið að láta senda þau heim klukkan að ganga fjögur að nóttu. Kristmundur segist líka hafa haft mjög mikla ánægju af að vinna með þessum ungu listamönnum, því að starfsgleði barnanna hafi verið einstök. Þá gekk heldur ekki lítið á seinustu kvöldin við að skreyta stofurn ar og ganga frá „fjárhúsinu í Betlehem“ og æfa helgileik, sem leikinn var á föstudaginn í skála skólans, en glugginn er einmitt á skálanum. Töflu skreyting barnanna ber frjóu ímyndunarafli þeirra gott vitni. „Litlu jólin“ hófust á föstu dagskvöldið á helgileiknum, sem er saminn upp úr jóla- guðspjallinu. Ung telpa las guðspjallið og gerði það sér- staklega vel, enda hlustuðu börnin af andagt. Stóð hún við hlið „fjár)hússins“, sem reist hafði verið á stigapalli í skálanum. Inni í því voru María og Jósef með Jesúbarn ið í jötunni. Auk þess komu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.