Morgunblaðið - 18.12.1960, Page 12
12
MORGUKHTAÐIB
Sunnudagur 18. des. 196c
PlírrgMitilrlalíili
Útg.: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald Kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SAGAN OG
ÞJÓÐIN
OLL viðleitni, sem miðar
að því að kynna íslenzku
þjóðinni sögu hennar, er
góðra gjalda verð. — Þess
vegna ber að fagna þeirri
nýjung, sem bókaútgáfan Ið-
unn hefur beitt sér fyrir, að
gefa út bækur með minnis-
verðum tíðindum frá liðnum
tímum. í bókum þessum er
sagan sögð í nútíma blaða-
stíl. Verður frásögnin þannig
lífrænni og fjörlegri en á síð-
um annála- og sagnfræðirita.
Öldin átjánda
A miklu veltur þó, að slík
endurritun sögunnar sé vand
virknisleg og að vel sé vand-
að til heimilda. í þeim efn-
um hefur fyrrgreindu útgáfu
fyrirtæki tekizt vel. Það hef-
ur fengið færa blaðamenn
og rithöfunda til þess að
safna efni til bókanna og
vinna úr því.
Hin nýjasta þessara bóka
er Öldin átjánda. Er þetta
fyrra bindi ritsins og nær yf-
ir tímabilið 1701—1760. — I
þessu riti er brugðið upp
myndum af einu mesta hörm
ungatímabili íslenzkrar sögu.
Árið 1702 er til dæmis
greint frá því, að á næstu
misserum á undan hafi fallið
um 9000 manns í landinu af
harðrétti. Af þeim dóu 600 í
Skagafjarðarhéraði einu.
Mikilsverðir lærdómar
En saga 18. aldarinnar er
ekki aðeins saga hallæris og
hörmunga. Hún er einnig
saga margra ágætra og mikil-
hæfra manna, sem gáfu þjóð-
inni von um betri og bjart-
ari framtíð. -
íslenzka þjóðin þarf að
kunna sem gleggst skil á
sögu sinni. Hún greinir
frá uppruna hennar, menn
ingu og baráttu fyrir sjálf-
stæðri tilveru. Án lær-
dóma hennar getum við
ekki verið.
HÉGILJUR
TyjARGT er skrifað og skraf-
að um ölið um þessar
mundir. — Alþingismaður og
verkalýðsleiðtogi heldur því
m. a. fram, að múrarar og
aðrir iðnaðarmenn séu svo
veikir á svellinu, að stórkost-
leg hætta sé á, að þeir legg-
ist í stöðugan drykkjuskap,
ef svipaður bjór yrði hér á
boðstólum og í hverju ein-
asta nágrannalandi okkar. —
Aðrir staðhæfa að börn og
unglingar muni læra að
drekka, ef hér yrði leyfð sala
á venjulegum bjór. Kunnir
bindindisleiðtogar keppast
við að sanna þjóð sinni, að
öl með 4—5% áfengismagni
sé stórum hættulegri heilsu
hennar en 50—60% brenni-
vín, sem nú flæðir hér um
allar jarðir.
Þetta eru aðalrökin, sem
færð eru fram gegn því,
að svipaðan hátt megi á
hafa hér á landi og í ná-
lægum löndum um sölu og
framleiðslu öls.
Eru þetta rök?
En eru þetta i raun og
sannleika nokkur rök?
Nei, þetta eru hégiljur. —
Hvað segja múrarar og aðrir
iðnaðarmenn um þá stað-
hæfingu alþingismannsins og
verkalýðsleiðtogans, að þeim
sé sérstaklega hætt við að
leggjast í ofdrykkju öls?
Hvað er að segja um
drykkjuskap imga fólksins?
Hefur það lært að drekka
beinhart brennivín, sem það
drekkur í dag, vegna þess að
það hafi áður átt kost á
áfengu öli?
Og hver trúir því, að
það sé skaðlegra fyrir
heilsu manna að neyta
4—5% áfengis en 50—60%
áfengis?
Vitleysan veður uppi
Það er einhver brotalöm á
þessum málflutningi. Ástand-
ið í áfengismálum okkar er
vissulega ekki gott. Islend-
ingar fara illa með vín. En
ein ástæða þess er sú, að hé-
giljumönnum hefur tekizt að
hindra skynsamlegar og sjálf
sagðar ráðstafanir til þess að
kenna þjóðinni að fara betur
með áfengi.
Vitleysan hefur vaðið
uppi og löggjafarsamkom-
an hefur verið eins og
strá í vindi skekið gagn-
vart áróðri ofstækismanna
og sérvitringa. Meðan svo
er, eru litlar líkur til að
umhótum verði framkomið
í þessum efnum. ,
í fréttunum
Lorentzen og fluttist til Rio de
Janeiro. Eftir að Maud drottning
var dáin og einnig Martha prins-
essa var Astrid eini kvenmaður-
inn í konungsfjölskyldunni, sem
gat tekið að sér opinberar skyld-
ur. Hún tók skyldurnar fram yf-
ir allt annað, John Ferner kvænt
ist fallegri sýningarstúlku, en
hjónabandið fór út um þúfur.
Astrid og hann fóru aftur að
sj'ást saman. Og nú loks hafa þau
fengið samþykki konungs og
munu brátt ganga í hjónaband.
★
Franska leikkonan Michele
Morgan missti í sumar mann
sinn, leikarann Henry Vidal. í
sínu 'fyrra hjónabandi eignaðist
í Kaliforníu. Þá kom kvikmynda
framleiðandinn Jerry Wald í
spilið og bauð Michéle Morgan
hlutverk í ýmsum myndum, sem
hún má bara velja um og hver
þeirra sem hún óskar verður
svo tekin í Kaliforníu. Þarmeð
er kvikmyndaframleiðandinn bú
inn að fá þessa frægu leikkonu
í kvikmynd sína og henni gefst
tækifæri til að sjá son sinn.
★
Skyldi reyndar leikhúsmaður
eins og Shakespeare gamli ekki
hafa haft garnan af, ef hann hefði
upplifað eftirfarandi: Eigandi lít-
ils kvikmyndahúss einhvers stað-
ar út á Bretagneskaga sendi ný-
lega skammarbréf til fyrirtækis,
sem leigir út
kvikmyndir. — í
því stendur m.
Æa ur um mynd,
n .§■ " sem væri full af
rómantík og ást
JX* — og í staðinn
sendið þið mér
andstyggilega
mynd, sem fjall-
ar um ekkert ennað en yfirgang
Astrid Noregsprinsessa virðist
ákaflega alþýðleg og vera mikil
sportmanneskja eins og flestir
Norðmenn ,eftir þessari mynd að
dæma. Hún er þar að sigla með
tilvonandi manni sínum, John
Ferner, en bæði hafa mjög gam-
an af því að sigla á norsku fjörð
unum. Prinsessan mun hafa
kynnzt Ferner fyrir 13 árum, þá
17 ára gömul, er þau dönsuðu
saman á gamlárskvöld 1948. En
þegar báðar nor*ku prinsessurn-
ar voru orðnar ástfangnar af ó-
konungsbornum mönnum, er
sagt að Hákoni afa þeirra hafi
þótt nóg um og neitað þeim um
að eiga þá menn sem þær vildu.
En hann stóðst ekki nema 6 ár
tár Ragnhildar og hún fékk sinn
og andstyggileg morð — þesshátt
ar er ekki fyrir gestina í mínu
kvikmyndahúsi! Myndin, sem,
kvikmyndahúseigandinn kvart-
aði svo undan, var Romeo og
Julía.
★
ísiendingar ættu ekki að vera
í vandræðum með að halda sál-
inni hreinni, ef marka má orð
Herberts Hoovers, fyrrv. forseta
Bandaríkjanna. Eftirfarandi um-
mæli eru eftir honum höfð: —
Að fiska veitir tækifæri til að
þvo sál sína í hreinni lind. Það
færir okkur auðmýkt og anda-
gift, jafnframt því sem það kem-
ur okkur til að gleyma sorgun-
um og skammast okkar fyrir
gallana. Að fiska er ágæt þjálfun
í lítillæti — því við erum allir
jafnir fyrir fiskunum.
hún einn son, Mikael, sem nú er
17 ára gamall. En drengurinn er
fæddur í Bandaríkjunum og
þegar hún flutti þaðan, fékk
faðir hans, leikarinn Bill Mars-
hall, úrskurð um að hann skyldí
halda drengnum. Nú eftir að
Michele er orðin ein, langav hana
ennþá meira en áður til að sjá
drenginn og því fór hún fyrir
skömmu til Holtywood. Mike
bjó þar hjá henni, þangað til
faðir hans sótti hann. Þá reyndi
Michéle enn einu sinni að fá
dómstólana til að úrskurða, að
Mike skyldi heimsækja hana í
sumarfríinu, 2 mánuði á ári, þar
til hann yrði fullveðja, en var
neitað, því Mike vill sjálfur
eyða sumarfríunum sínum heima
Munið þið eftir henni Shlrlejr
Temple, litlu kvikmyndaleikkon
unni. Nú er hún orðin stór
stúlka, þriggja barna móðir, og
um daginn lét hún allt brúðu-
safnið sitt, 523 brúður, sem metn
ar eru á 50 þús. dollara. Brúð-
urnar voru gefnar safninu í Loa
Angeles. í brúðusafninu eru m.a,
leðurbrúður frá Marocco, fransk
ar brúður í silkisokkum, brúð
ur úr korni, þurrkuðum eplum
og jafnvel brauðbolum og jap-
önsk brúða, sem einu sinni gerði
Shirley litlu frá sér af hrifningu.
Hér er mynd af Shirley og börn
um hennar þremur, ásamt nokkr
um brúðurn, sem eru iifandi
eftirmynd Shirleyar litlu, sem
lék í kvikmyndunum hér einu
■ sinni.
UTAN UR HEIMI