Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. des. 1960 M fí K C T’ N rt 1.4 Ð 1 Ð 17 Suðurlandssíld verkuð á nýjan hátt flutt út SUÐURLANDSÍLDIN er Jafnant mjög blönduð að stærð og fitu- magni og hafa, 'sem kunnugt er, verið erfiðleikar á að selja hin- ar smærri og rýrari tegundir hennar. Síldarútvegsnefnd hefur á undanförnum árum unnið að jþví að afla markaða fyrir þessa síid og gera tilraunir með verkun araðferðir, og er nú svo komið að sölusamningar eru fyrir hendi á smárri síld, allt að 9 stykkjum í kg., sem er mun smærri en veið ist í reknet. Jafnframt hefir síð- ustu þrjú árin tekizt að selja síld með 15% lágmarksfitumagni í stað 18% áður. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær hefur Síldarútvegsnefnd •komið upp sérstakri tilraunastöð í haustj þar sem síldin er verkuð með nýjum hætti fyrir Ameríku- markað. og Mið-Evrópumarkað. Erlendur Þorsteinsson, formaður Síldarútvegsnefndar og Gunnar Flóventz, framkvæmdastjóri, sýndu fréttamönnum í fyrradag hinar nýju verkunaraðferðir, í tilraunastöðinni. Hefur nefndin látið smíða sérstaklega útbúið færiband, sem síldin er flokkuð á, en öll markaðslöndin leggja mikla áherzlu á að saltsíld sé sem nákvæmast flokkuð eftir stæpð. Sagði Gunnar Flóventz, að með með verkuninni og voru þeir mjög ánægðir með hana. Síldarsaltendur notfæra sér tilraunirnar A tilraunastöð Síldarútvegs- nefndar hefir einnig verið gerð tilraun með verkun á síld, sem Þjóðverjar nefna „Kronsardin- en“, en óvíst er hvor? unnt verð- ur að hefja slíka framleiðslu hér. Erfiðleikar hafa jafnan verið taldir á því að krydd- og sykur- salta síld á þessum tíma árs. Verða tilraunirnar þar að lútandi einnig framkvæmdar á stöðinni, Hinar nýju verkunaraðferðir eru allar framkvæmdar með að- stoð afkastamikilla véla. Þrjár mismunandi flökunarvélar eru á stöðinni, ein þýzk, ein norsk og ein sænsk. Undanfarið hefur þýzkur fiskifræðingur, Peter Biegler, starfað hér og leiðbeinl við verkun hinna nýju tegunda en hann er talinn færasti sérfræð ingur Þýzkalands á þessu sviði. Einnig hefur Guðni Gunnars- son, starfsmaður fiskvinnslu- stöðvar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bandaríkjunum leiðbeint við verkun nokkurra þeirra tegunda, sem ætlaðar eru fyrir Bandarikjamarkað. En Minnsta og magrasta síldin kemur til stúlknanna viff þessa flatningsvél, sem skilar henni í fallegum flökum, er fara sem súrsuð samflök á Mið-Evrópumarkað. Haraldur Gunnlaugsson starfs- maður Síldarútvegsnefndar hef- ir haft umsjón með tilraunastöð- inni og honum til aðstoðar Hart- mann Pálsson frá Síldarmati rík- isins og Olafur Guðsjónsson síld- armatsmaður. Tilraunirnar eru allar fram- kvæmdar 1 samráði við Félag síldarsaltenda á Suðvesturlandi, enda er gert ráð fyrir að síldar- saltendur notfæri sér þá reynzlu, sem fæst á tilraunastöðinni. Gert er ráð fyrir að tvær söltunar- stöðvar til viðbótar hefji á næst- unni verkun hinna nýju'tegunda, þ. e. Söltunarstöð Haraldar Böðv •arssonar & Co. á Akranesi og Söltunarstöð Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, enda hafa þær báð- ar aflað sér flökunarvéla. Páll Jónsson frá Grænavatni Gunnar Flóventz, frkstj. Síldar- útvegsnefndar bragðar á súrs- uðu samflökunum. þessari aðferð fengist ákaflega jöfn flokkun. Stúlkur stóðu við færibandið í gær og rann síldin frá þeim eftir stærð í þrjá staði. Stærsta og feitasta síldin fór til söltunarstúlknanna, næsta stærð í flökunarvélina fyrir kvið skornu Ameríkusíldina fyrir sér- stakan lög, en þannig verkuð síld gengur undir nafninu ,,Bellycut- herring“, og minnsta og magr- asta síldin fór í flökunarvél fyrir súrsuðu samflök. (Saure-Lappen) fyrir Mið-Evrópumarkað. Síðast nefnda verkunaraðferðin er göm- ul og þekkt í Þýzkalandi, Noregi Og víðar, — og hafa íslenzkir að ilar áður gert tilraunir með hana, svo sem Haraldur Böðvarsson á Akranesi og dr. Jakob Sigurðsson í Reykjavík. Smökkuðu blaðamenn á þessari súrsöltuðu sild, sem er lögð í 100 kg. tunnur í mjög fallegum flök- um. Er hún ákaflega ljúffeng á bragðið, en erlendis mun hún •vera borin á borð uppvafin með •kryddi í og með alls konar sós- um, svo sem mayonnaise. Hafa (þrír fulltrúar frá kaupendum í Þýzkalandi komið til að fylgjast HANN er fæddur að Helluvaði í Mývatnssveit 3. sept. 1890. Móðir hans var Sigríður Jóns- dóttir, hálfsystir Jóns Stefáns- sonar — Þorgils Gjallanda, 3. kona Jóns Hinrikssonar á Hellu- vaði. Systkini Páls, börn Jóns Hinrikssonar, voru 14 alls, 5 alsýstkini og 9 hálfsystkini og var Páll yngstur. En elztur var Jón, sem kenndur hefur verið við Múla í Aðaldal. Af hinum mörgu og myndarlegu Hellu- vaðssystkinum eru nú aðeins 2 eftir, Páll og Sólveig á Græna- vatni. Páll ólst upp á Helluvaði og átti þar heima fram um tvítugs- aldur, fór þá í Gagnfræðaskóla Akureyrar og dvaldi þar við nám veturinn 1909—1910 og 1910—1911. Tveggja vetra dvöl í Akureyrarskóla kostaði 532 krónur, enda var spart á haldið í öllum greinum. Kostnáð þenn- an greiddi Páll af eigin hand- afla en skuldaði þó 50 krónur vorið 1911. Mun það vera sú eina skuld, sem hann hefur stofnað til um dagana og lýsir manninum nokkuð út af fyrir sig. Haustið 1911 ætlaði hann í 3. bekk Gagnfræðaskólans, en veiktist þá ar liðagigt og lá lengi, var alveg frá verkum á annað ár og hefur lengst af síð- an verið veill nokkuð, einkum lengi fram eftir ævi. Þar með var draumur hans um lengri skólagöngu búinn. Árið 1913 kvæntist Páll Hólm- fríöi Guðnadóttur á Grænavatni. Þar átti hann heima síðan þar til 1944 er hann flutti úr héraði um stundarsakir, suður að Hésti í Borgarfirði. Hólmfríður andað- ist 1930 og mun það hafa orðið Páli þyngra áfall en hér verði rakið. Hún var mikilhæf kona, sem orð fór af fyrir mannkosti. Fyrstu ár þeirra á Grænavatni höfðu þau ekki sjálfstæðan bú- skap, en unnu í búi Guðna. En 1922 fékk Páll 14 jarðarinnar til ábúðar. Ég kynntist Páli á Græna- vatni fyrst að ráði á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga 1937. — Fundur þessi var mjög eftir- minnilegur og sá mesti átaka- fundur, sem ég hef af að segja í Þingeyjarsýslu. Tveimur árum áður hafði Páll hætt viðskiptum við K. Þ. Mun hann hafa gertvið að styðja. það í mótmælaskyni við fjár- málastjórn þess, sem nú hafði leitt það á barm gjaldþrots og vanvirðu. Á fundi þessum var slík ólga og flokkadrættir að fulltrúar skiptust í fylkingar og héldu sérfundi fram yfir mið- nætti fyrsta kvöldið. Ákafastir voru nokkrir skapillir menn úr Mývatnssvejt og Bárðardal, sem heimtuðu algjöra stjórnarbylt- ingu í félaginu, en til vara að inn í stjórnina kæmu 3 nýir menn. Töldu þeir minnkun kaupfélagsins orðna óbærilega, og að hún yrði því aðeins af- máð að nýir menn kæmu í stjórn. Nokkru óður hafði þess verið leitað við Pál á Græna- vatni, að hann gerðist kaupfé- lagsstjóri, ekki þó af stjórnend- um félagsins, en af hálfu á- hrifamanna annara innan félags- ins, einkum úr hásveitum í ná- grenni Páls. Ekki tók hann þó í mál að gerast kaupfélagsstjóri. En á fundinum var hann kos- inn í stjórnina og átti þar sæti þar til 1944, er hann fluttist úr héraði. Þá gerðist hann bústjóri á Hesti í Borgarfirði að áeggjan Halldórs Pálssonar. Var hug- mynd Halldórs þá, að gera til- raun með að rækta sauðfjár- stofn, sem væri ónæmur eða lítt næmur fyrir mæðiveiki. En hún geisaði um þessar mundir um bæði Norðurland og Suður- land, svo við landauðn lá. Þar til ráðist var í það stórræði, að reyna að útrýma henni með fjárskiptum. Ekki mun Páli hafa þótt úrangurinn glæsilegur þar á Hestsbúinu hvað þetta snerti. Einnig mun þann hafa unað sér miður vel þar í Borgarfirði, þeím fagra stað. Rót er alltaf rót og hans rót lá meira til jarðar annars staðar. Eftir 3ja ára dvöl á Hesti sagði hann starfinu lausu og réðist til starfs hjá Mjólkursamlagi Þing- eyinga á Húsavík, er þá var nýstofnað. Þar átti hann „fjöld vina“ og var í snertingu við allt sem var að gerast í hans heimahéraði. Þá var ábúðar- hluti hans í Grænavatni kom- inn á vegu annars manns, enda jafnan örðugra upp að reisa en Eigi mun það hafa verið að ástæðulausu að Halldór seildist eftir Páli Jónssyni til bústjórn- ar á Hesti. Á Grænavatni hafði hann um 7 ára skeið haft sauð- fjárræktarbú á vegum Búnað- arfélags íslands. Fór þá orð af fjárrækt Páls. Enda hefir leann alla daga verið frábær hirðu- maður um allar skepnur. Þegar hann gerðist bókhaldsmaður hjá Mjólkursamlaginu, gat hann ekki annað en fengið sér bæði kýr og kindúr, undi blátt áfram ekki öðru. Og haustið 1960 átti hann 140 fjár á fjalli og eitt- hvað í fjósi. Flest eða allt fé hans gengur á afrétt inn af Mývatnssveit eða Bárðardals- öræfum. Það er spölur að flytja það þangað á vorin af Húsavík- urtúnum, fara síðan margra daga ferð til samanreksturs og rúnings og loks í göngur á haust in og flytja síðan til Húsavík- ur. Allar þessar ferðir fer Páll sjálfur og hefur yndi af. Þó er þetta erfiði minna en hitt, sem skrifstofumaðurinn leggur á sig: hirðingin vetur og vor. Páll hirðir hverja skepnu sjálfur, rís árla úr rekkju eins og Skalla grímur og háttar seint. Fjár- gæzla hans er sem sé að morgni og kvöldi, morgunganga og kvöldskemmtun, því hann situr jafnan við skrifpúlt sitt heilan vinnudag eins og þeir gerast hjá öðru skrifstofufólki. Og á sumrum aflar hann heyja, einn- ig í hjáverkum. Hér er ekki staður né stund til að fara út í búfjárrækt Páls teljandi. Hún er alþekkt um allt land. Fjöldi manns hefur um langan tíma til hans leitað um val á úrvalsgripum, og hefur margs konar milliganga hans í þeim efnum sízt farið minnk- andi hin síðustu ár. Á Húsavík þarf margur að hitta Pál og í hús hans þar hygg eg að allir Mývetningur komi, sem þar eiga leið um og fjöldi annarra manna. „Hvorki skal eg á þessu níð- ast og engu öðru, því sem mér er til trúað“, er haft eftir Kol- skeggi Hámundarsyni. Sú er reynsla allra manna, að Páli megi treysta í hvívetna. Meðan hann var í Mývatnssveit, sat hann þar í hreppsnefnd og flest um öðrum innansveitarnefndum og rak öll möguleg erindi fyrir sveitunga sína utan sveitar. — „Allir treysta Páli“, sagði einn Mývetningur við mig á bardaga- fundinum 1937. Þegar Páll varð sjötugur I haust, birtist við hann viðtal í blaði á Akureyri, íslendingi. — Það var mjög athyglisvert við- tal og skorinort. Hann hefur aldrei dregið neina dul á sín'a meiningu og óhikað látið í ljós sina sannfæringu, þó aðrar göt- ur fari en nágrannanna. Hrein- skilni og hispursleysi eru hans . kjörorð. Og sjötugur gengur hann einn til allra verka sem fyrr, jafnvel heilsubetri en fer- tugur og fimmtugur. Ekki veit eg hversu létt Páli hefur verið að bregða búi á Grænavatni og flytjast suður að Hesti. En vafalaust ekki létt. En þar átti hann örðuga að- stöðu ekki síður én margur ann ar einyrkjabóndinn fyrr og síð- ar. Jarðnæði var lítið og hey- skap varð að sækja um langan veg á votengi og binda vota- band. En verst var að heilsan var sú, að hann gat ekki beitt sér nægilega fyrir í verstu verk um. Því er ákafamanni örðugt að una. En hvað sem því líður, þá er hitt víst að rót er alltaf rót, sem á sína átthaga, sína jörð. Eg vék að viðtalinu áðan og ég vil enda fátæklega smágrein með hans eigin orðum. Þau segja meira en ég get sagt í löngu máli: „Býst þú við að eyða æfi- kvöldi þínu hér á Húsavík?", spurði maðurinn. „Enginn veit sína æfi fyr en öll er“, sagði Páll. „En ætti ég óskastund mundi eg kjósa sonarsonum mínum að þeir yrðu rótfastir á Grænavatni og að eg mætti ganga þaðan til hinztu hvíldar.“ Enn er Páll því ólíkur að sú göngufór sé á næstu grösum. Börn Páls og Hólmfríðar á Grænavatni eru 2, Þorgeir og Droplaug og hefur dótth'in staðið fyrir búi hans innan- stokks og heimili síðan hún náði fullorðins aldri. Áður hlupu þar í skarð mágkonur hans, Guð- finna og Snjólaug af mikilli prýði. Bjartmar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.