Morgunblaðið - 24.12.1960, Síða 6

Morgunblaðið - 24.12.1960, Síða 6
e MORGVNBI AÐI» Laugardagur 24. des. 1960 Úr eldhúsi, kvöldverður undirbúinn. — Laufabrauð fremst á myndinni. Eftir 8 kemst enginn út og heldur enginn inn Helmsókn í Kvennaskóia SKAMMT framan við Akureyri, að austanverðu í Eyjafirði stend ur Kvennaskólinn að Laugar- landi, landskunnur skóli, sem á gamla og unga nemendur um allt land, húsmæður og hús- mæðrakennara, sem minnast gamla skólans síns með hlýhug og virðingu. Að þessu sinni ætl- um við að hitta núverandi nem- endur og kennara skólans, 40 námsmeyjar og 5 kennslukonur. Við leggjum leið okkar að skól anum síðla dags, nú rétt fyrir jóhn, í þeirri von að fá að sjá eitthvað af jólaundirbúningi námsmeyja og ef til vill að smakka á jól'amatnum. Er fréttamaðurinn barði að dyr um, opnaði ung stúlka og spurði hvað herranum væri á höndum. „Tala við forstöðukonuna? Sjálf- sagt, gjörið þér svo vel“, og með það sama var frökenin horfin. Að andartaki liðnu var forstöðu- konan komin, frk. Lena Hall- grímsdóttir og er við höfðum sagt erindið, að okkur langaði til þess að skoða skólann og hafa tal af nokkrum námsmeyjum, var okkur samstundis boðið til skrifstofu skólans sem er á fyrstu hæð. Þar skýrði Frk. Lena okk- ur frá því að skólinn væri nú fullskipaður, en svo hefur verið um mörg undanfarin ár. Kennsl- an er aðallega verkleg þ. a. s. matreiðsla og hannyrðir ýmis konar, vefnaður, fatasaumur, út- saum og fl. annan undirbúning undir Litlu jólin, en þau höldum við ávalt hátíðleg áður en stúlkurnar fara „Jú, við höfum þegar steiktlheim í jólafrí". Þá var haldið til laufabrauðið, og hafið ýmsan eldhússíns. Þar er kvöldverður- inn í undirbúningi. Síld kar- töflirr, brauð og margt fleira góð gæti er á borðum og auk þess laufabrauð með því sem við á. Síðan er vefnaðarstofan skoðuð. Þar gefur að líta marga vefstóla með margskonar vefnaði, svo sem dúkum, teppum, glugga- tjaldaefni og mörgu fleira. Að síðustu fáum við að líta inn í eitt herbergi námsmeyja. Er dyrnar opnast, sjáum við þrjár ungar námsmeyjar að störfum. Tvær sauma út, ein skrifar bréf. ,,Hvert ertu að skrifa , Heim, eða til kærastans“ „A jólakort, á engan kærasta“, ,,Það var leitt, fyrir kærastann á ég við, hvernig likar ykkur í skólanum?" ,,Mjög gaman, hér er dásamlegt að vera, námið skemmtilegt, og skóla- systurnar góðir félagar", ,,En mér skilst að þið séuð lokaðar hér inni mestan hluta námstímans". Nei, nei, hvaða vitleysa, við höf- um bæjarleyfi aðra hvora helgi, þá megum við fara til Akureyr- ar og þá skemmtum við okkur eins og hverri bezt líst, þar að auki erum við úti alla daga frá kl. 5 til 7, en þá komum við í mat- inn. Eftir 8 er skólanum lokað og þá má enginn fara út og eng- inn kemst heldur inn“. „Stelizt þið aldrei út á kvöldin, ég á við ef einhverjir koma i heim- sókn?“ Nei, það mundi elckert þýða, það kæmist undireins upp“, Eftir þessar samræður kveðj- um við Kvennaskólann að Laug arlandi með þökk fyrir góðar mót tökur og óskum honum alls hins bezta. Tilvonandi húsmæður njóta þar áreiðanlega góðrar kennslu, og eru færar um að stjórna verð- andi heimilum sínum vel í fram tíðinni. — St. E. Sig. Litið inn í einkaherbergi. — Þuríður, Kristín og Kristín. Ein skrifai heim eða á jólakort, hinar sauma út. (Ljósm. St. E. Sig.) ^•^jAðJifa^svona^Jól^ Enn einu sinni höldum við jól. Flest þau jól, sem ég minnist — og sjálfsagt flest- ir, sem aldir eru upp við svip aðar kringumstæður — hafa verið eitthvað í líkingu við þau sem Örn Arnarson lýsir: Nú rennur jólastjarna og stafað geislum lætur á strák á nýjum buxum og telpu í nýjum kjól. Hve kertáljósin skína og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur er börnin halda jól. Nú klappa litlar hendur og dansa fimir fætur og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. Ó, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Þannig viljum við gjam- an minnast jólanna. Börnin, kertaljósin, jólagjafirar, nýju flíkurar og góðgætið setur svip sinn á þau. Og allir hugsa til jólanna heima. • Heims um ból Þó man ég ein jól, a. m. k., sem voru þessu algerlega frábrugðin, og því í rauninni engin jól Við höfðum tekið okkur saman í Farís, svolítill hópur af ungu fólki og hald- ið til lítils skíðaþorps í Aust urríki fyrir jólin. Þorpið, Lech, var alveg eins og mynd irnar á jólakortunum. Þar var þröngur dalur með háum fjöllum allt um kring og húsin í miðjum dalnum stóðu umhverfis þorpskirkjuna. Við höfðum leigt okkur helming- inn af bæjarhúsi uppi í hlíð- inni, en bændurnir þara hafa gjarnan viðbyggingu við hús sitt, þar sem hægt er að hýsa ferðamenn yfir skíðatímann og hafa af því nokkrar tekj- ur. Þetta var nokkuð alþjóð- legur hópur, tveir Ameríku- menn, frönsk systkini, sænsk ur háskólakennari og ég, ís- lendingurinn. Jólin byrjuðu hjá okkur með máltíð kl. 8 og síðan fórum við að búa okkur af stað, til að hlýða á miðnæturmessuna. Ég fór í skíðaskó og dúðaði mig sem bezt, því mikill snjór var yfir öllu og frost. Sumir hinna álitu það ekki nauðsynlegt, því við ókum á sleða til mess unnar. Ógleymanleg er ferðin nið- ur fjallið í tungskini og snjó. Bjöllur hestanna klingdu og það marraði undan sleðameið unum. Bændafólkið streymdi að úr öllum áttum á sieðum og bjöliukliðurinn blandað- ist klukknahringingunni, er nær dró. >Ti FERDIMAIMO ☆. Við vorum svo heppin að komast inn í litlu þorpskirkj- una, þó að við yrðum að standa á miðju gólfi, en marg ir urðu að hýrast í- kuldanum utan dyra. Lítið man ég úr messunni, sem þó var lút- hersk, enda sjálfsagt verið með hugann heima. Þangað til kom að sálmi þorpsprests- ins og söngkennarans í Alpa- dalnum: „Heims um ból“. All ir tóku undir sálminn í litlu þorpskirkj unni á ýmsum tungumáium. „Stille Nacht, hellige nacht‘“ yfirgnæfði að vísu, en inn á milli heyrð- ust veikar raddir „Silent night, holy night“ eða „Heims um ból, helg eru jól“. í þorp- inu voru nokkur stór skíða- mannahótel, sem sótt eru á þessum tíma árs af ferða- mönnum víðs vegar að, og öll sameinuðumst við þama í litlu kirkjunni í þessum sálmi. Eftir miðnæturmessuna höfðu öll hótelin „nætur- verð“ og síðan var dansað fram undir morgun. Þá var mér hætt að finnast vera jóL • Svolítið barnaleg jól Á leiðinni heim höfðum við engan sleða. Félaga minum frá Bandaríkjunum gekk illa að komast upp svellhált fjall ið á ballskónum sínum og er ég hafði ýtt nokkrum sinnum við honum svo að hann runn stjórnlaust niður klakann, tók hann af sér skó og sokka og gekk berfættur á hjam- inu heim. -— Skrýtnir þessir útlendingar, hafa bændurn- ir vafalaust hugsað, sem mættu okkur á jólamorgun á hlaðinu hjá sér. En nú het ég ákveðið að reyna að eiga heldur jól í líkingu við þessi, sem Öm Arnarson lýsir, þó ég sé ekki bam lengur. Og óska ég þess að aliir lesend- ur mínir megi einnig eiga svolítið „barnaleg“ jóL <•

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.