Morgunblaðið - 28.12.1960, Side 6

Morgunblaðið - 28.12.1960, Side 6
6 MORCUIKRT AÐIÐ Miðvikudagur 28. des. 1960 Fagra la Birgir Kjaran: Fagra lanrd. Ferðapistlar og frásöguþætt ir. Útgefandi: Bókfellsút- gáfan 1960. Atli Már teikn- aði titilblað, myndir og kápu. Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun. ÞESSI bók er augnayndi, þó maður geri ekki annað en horfa á hana lokaða. Og þegar maður blaðar í henni, án þess að stöðv- ast við lesturinn, þá gleður aug- að fallegt letur, hinar mörgu vignettur Atla Más og ljós- myndir höfundarins, sérstaklega fuglalífsmyndirnar, sem eru ævintýralega vel teknar. Strax á fyrstu lesmálssíðu kemur höfundurinn okkur þægi- lega á óvart, framkallar í okkur velþóknun. Ekki með því að skrifa formálann, heldur hinu að nefna formálann Hvítu fiðr- ildin. Pennateikning Atla M9s af hvítu fiðrildunum er falleg, inngangsorðin hjá Birgi eru það líka: „Greinarkorn þessi, sem flögr- að hafa í hug mér á síðkvöldum, bera i mínum augum svipmót hvítu fiðrildanna, sem hún amma mín sagði fljúga fyrir utan gluggann----------“ Annars er þessi stutti inn- gangskafli bókarinnar játningar Birgis Kjaran hagfræðings, bóká útgefanda og alþingismanns: Aðalfundur Félags íslenzkra leikara FÉLAG islenzkra leikara hélt aðalfund sinn 13. nóvember sl. — Auk venjulegra frundarstarfa urðu miklar umræður um ýmis hagsmunamál stéttarinnar. Fund urinn mótmælti eindregið út- hlutun listamannalauna á þessu ári, þar sem leikarar voru ger- samlega útilokaðir frá lista- mannalaunum. Að gefnu tilefni var rætt um það að F.Í.L. reyni að stuðla að því að aðeins vandaðar sýningar séu sendar út á land og meiri hluti af leikurum í þeim séu við- urkenndir listamenn. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til að vinna að því máli. Á árinu fóru tveir leikarar á vegum félagsins á hinar svo köll uðu Norrænu leikaravikur, I>or- steinn Ö. Stephensen til Kaup- mannahafnar og Lárus Ingólfs- son til Stokkhólms. Formaður félagsins, Yalur Gíslason sat þing Norræna leik- hússamtakanna í Bergen í júní- mánuði sl. Fimm félagar nutu á árinu styrks úr Menningarsjóði félags ins til náms og kynnisferða er- lendis. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa nú: Valur Gíslason formaður, Bessi Bjama son gjaldkeri, Klemens Jónsson ritari. Birgir Kjaran hann segir hér í fáum orðum frá því hvernig hann verður smátt og smátt stautlæs á bók náttúrunnar, með hjálp guðs og góðra manna: málar- anna, ferðabókarhöfundanna, sjómanna, bænda og veiði- manna. Pað voru þessir sem Birgir telur að hafi orðið lseri- meistarar sínir. Ekki þurfa þeir að kvarta udan nemandaum. Bókin Fagra land er sprottin sjálfkrafa og fyrir hálfgerða til- viljun upp úr ferðalögum og náttúruskoðun höfundarins tvö udanfarin ár, en vitanlega má rekja orsakir hennar og rætur mun lengra aftur í tímann, og sérstaklega þó til þeirra upp- sprettulinda í skapgerð og gáfnafari höfudarins, sem ráða því yfirleitt, hvort þessi eða hinn einstakligur getur orðið skyggn skoðari tilverunnar, hvar sem hann er staddur, eða bara duglegur ferðaþjarkur. Enda þótt Birgir hafi skrifað bók sína „Fagra land“ á síð- kvöldum heima hjá sér, er and- blær víðavangs svo alferskur á síðum hennar, að likast er því sem lesandinn sitji allan tímann við hlið höfundarins þar úti sem sagan gerist: í bílnum sem hossast eftir fjallveginum á Kaldadal, úti fyrir tjaldskörinni vestur undir Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi, á bakka silungs- vatnsins í heiðinni, í flugvél Björns Pálssonar uppi yfir jökl- inum, — sitji þama, segi ég, við hlið Birgis og hlusti á lágróma en glaðvært skraf hans um öll þau mörgu fyrirbæri náttúrunn- ar sem fyrir augu og eyru ber. „Sitji allan tímann“ sagði ég áðan, — það er of mikið sagt: Fyrir kemur að Birgir tekur okkur með sér í talsvert erfiða gönguferð: upp í fjall til að safna fallegum steinum út í hraun og ofan í það til þess að skoða ógnarstóran helli, þar sem aldrei skín sól og eilífur ríkir vetur, þangað inn sem Frosti jötunn hefur skreytt höll sína fegurstu myndastyttum úr klaka, flúrað hvelfingar, veggi og gólf dropsteinsskrauti af ótrú legustu gerð. í>á er Birgir og tíður gestur í mannabyggð, og er þá spurull með afbrigðum. Honum dettur ekki í hug að kveðja fyrr en við mælandi hans og gestgjafi hefur leyst hann út með ríkulegum fróðleik um þau efni, sem eru sérstök fyrir þær slóðir. Þannig „pumpar" hann margan mann- inn af mikilli lagni og þolin- mæði þangað til eftirtekjan fyll- ir stóran mal. Einn slíkan mal ber hann frá Gamalíel á Stað í Grindavk annan frá borði á Hval 5 þar sem Agnar Guð- Nú eru aðeins örfáar sýningar eftir á gamanleiknum Grænu iyftunni, sem L. R. frumsýndi sl. vor, en hann hefur gengið síðan við ágæta aðsókn. Næsta sýning er í kvöld kl. 8,30. — Meðfylgjandi mynd sem Halldór Pétursson hefur teiknað, er af Helgu Bachmann og Steindóri Hjörleifssyni í hlut- verkum sínum. — mundsson fer með æðstu völd. Sagan af hundinum Rex og vinum hans um borð er frábær. Stundum finnur lesandinn mjög greinilega að höfundurinn er að lýsa stórkostlegri, ógleym- anlegri reynslu, augnabliki, sem hærra ber en flest annað, til dæmis þegar hann situr við arnarhreiðrið fyrir vestan og horfist í augu við hinn unga konungsson fuglanna og smellir af honum myndinni. Þar hækk- ar spennan í taugum höfundar, svo að minnstu munar a^ frá- sögnin verði dramatísk. En þann tón forðast Birgir Kjaran yfirleitt, hann skrifar allt i þessum kyrrláta þægilega við- ræðutón, með bros í öðru munn- vikinu en andagt í hinu. Hann hefur hljóðdeyfi á strengjum sinum meðan hann leikur, eins og hann viti af einhverjum í nánd, sem ekki megi hræða: fugli á eggjum, urtu í flæðar- máli, kvöldsvæfu blómi sunnan undir vegg. Fagurt land er 288 blaðsíður með mörgum myndum. Megin- kaflar bókarinnar eru 8. Guðmundur Daníelsson. • Ríkuleg veizla Þá eru jólin liðin, þessir dagar, sem menn hafa hugs- að til og undirbúið í margar vikur. Þau voru stutt í þetta skipti, engin helgi í nánd til að bæta við jólafríið. En þessa fáu daga hafa menn notað eftir smekk hvexs og eins. Því hefur verið haldið fram og færð að því rök, að orðið jól þýði „ríkuleg veizla", og sé úr heiðni. Margir hafa ein- mitt haldið jólin í þess orðs fyllstu merkingu. En ákaf- lega stór hópur hefur einnig sótt kirkju og hlustað á guðs orð á jólunum. Allar kirkjur í Reykjavík voru yfirfullar á aðfangadagskvöld og ekki ex vitað hve margir hafa hlust- að á útvarpsmessurnar úti á landi og í bænum. * Heims um ból Er ég gekk í kringum jóla- tré með litluim vinum mínum á jólunum, fór ég allt í einu að leggja eyrun við og hlusta á textann í Heims um bóL Sennilega af því að þó litlu krakkarnir kynnu erindið, þá var auðheyrt að þau skildu það ekki vel. Það varð til þess að ég fletti upp því sem Bjöm Sigfússon skrifaði í rit gerð um þetta efni. Þar stend ur m.a.: „Það svíkur engan aS sökkva sér í Ijóðið og lagið „Heims um ból“. Sveinbjöm Egilsson orti þar upp þýzka sálminn „Stille Naoht", er Jósep Mohr gerði á jólanótt 1818. Sumt í orðum Svein- bjarnar er hið venjubundna kirkjumál (signuð, mann- kind, andlegur seimur), en sumt bergmál fremstu is- lenzku skáldanna. Bjarni Thorarensen segir í eftirmæl um. Er hún nú frjáls farin að hitta ljóss og lífs lávarð helgan — og þessvegna liggur Svein- birni næst að kalla mannsson inn í jötunni lávarð heims, konung lífs vors og ljóss — og hefði getað hitt á lakari orð. Eins og Bjami sýnir með orðinu „frjáls“ og Sveinbjörn með því að kalla sannleiks- konung sinn „lifandi brimn", sem gefur andlegan frelsis- mátt, er heknslávarður þeirra enginn venjulegur valdhafi, heldur lausnari undan valda- kúgun heimsins. Sá skilning- ur á lausnaranum er það, sem Sveinbjöm tekur óbreyttan úr þýzka sálminum frá 1818 og leggur í íslenzku orðin með látlausri heitri list“. Satt að segja eru fjölda- mörg ár síðan ég í rauninni hef hlustað á þennan jóla- sálm, þó ég hafi sjálfur sung- ið hann og heyrt aðra syngja hann á hverjum jólum, þang- 'að til bömin komu mér til þess núná með framburði sín um, sem kom upp um það að þau skildu ekki erindið. Þeim ber að þakka Og nú að afliðnum jólum, þegar við kvörtum yfir þvl að jóladagarnir hafi liðið fljótt og fríið verið stutt í þetta sinn, megum við hugsa til þeirra sem ennþá styttra jólafrí höfðu. Allra þeirra, sem stunduðu nauðsynleg störf, sem ekki er hægt að leggja niður, nema það valdi óþægindum. Mörg hróssyrði heyrði ég sögð um bílstjóra og forráðamenn strætisvagn- anna fyrir að þeir héldu uppi strætisvagnaferðum á að» fangadag. Hrósið á ekki síður við um aðra þá sem imnu einhver störf yfir hátíðina. Þeim ber að þakka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.