Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1960, Blaðsíða 15
Miðvik’udagur 28. des. 1960 MORaVNTtT 4 ÐTÐ 15 Afmæliskveðju NIL.LI varð sjötugur í gær. Eg ætla ekki að kynna hann nánar. Flestir fullþroska Reykvíkingar þekkja Nilla og fjöldinn af þeim hefir haft við hann viðskipti. Hann hefir sem sé í rúma hálfa öld velgt Reykvíkingum og hann er Vesturbæingur eins og séra Bjarni. Oft hafa konur eldri sem yngri hringt til Nilla og sagt: Elsku Nilli minn, ég er alveg að drepast úr kulda, góði hjálp- uðu mér nú fljótt“. „Nú ert það þú b . . b . . þín. Hvað viltu mikið? Vertu bless má ekki vera að tala við þig, það er svo fj. mikið að gera“. En hjálpin kom, og það var höfuðatriðið. Þannig hefir þetta gengið í meira en hálfa öld. En Nilli hefir einnig hlýjað á annan hátt og fleirum en konum. Hann hefir alltaf ver- ið reiðubúinn að taka þátt í gleði og sorgum meðborgara sinna og gert það á sinn hátt, með einlægni og sannfæringu hins góða drengs sem öllum vill vel og allt vill fyrir alla gera. í>ó Nilli hafi aldrei verið hávaða maður eða tranað sér fram, þá er hann oft búinn að skemmta öðrum, með sinni ágætu söng- rödd og einhverntíma í fyrndinni brá hann fyrir sig leiklistinni, en ekki hefi ég séð leikdómana. Flestum mun Nilli þó hafa skemmt á Vesturgötu 26C,og þar sem annars staðar, notið góðrar aðstoðar sinnar ágætu konu, Lóu, sem heldur ekki þarf að kynna fyrir Reykvíkingum. Nilli og Lóa eru mestu tryggðartröll, og hefi ég og fjölskylda mín, meðal margra annarra, notið þeirrar tryggðar í ríkum mæli. A afmæl- inu í gær, var stöðugur straum- ur vina allan daginn, til að fagna afmælisbarninu og óska því til hamingju. Öllum var tekið með opnum örmumogsömu hjartahlýj unni, og gömlu hjónin voru alltaf á hlaupum til að annast gesti sína og láta þeim líða sem bezt. En þannig er þetta alltaf þegar maður kemur á Vesturgötu 26C og þannig vona ég að þau fái notið sín, Nilli og Lóa, meðan hjörtun slá. Þessar linur eru afmælisóskir til þín Nilli minn, frá mér og fjölskyldu minni, með þakklæti fyrir tryggð þína og þinnar fjöl- skyldu frá fyrstu kynnum. Eg veit að það eru marglr Reyk víkingar, sem taka undir óskir mínar og þakklæti, og einnig þegar ég segi: Guð blessi ykkur hjcnin og allt ykkar skyldulið. Gleðileg jól. 22/12 60 Þinn vinur Kristján Karlsson frá Akureyri. — Landbúnaður i deiglu Framh. aí bls. 11 stefnu. Þetta birtist í töflu VI. Þessu til samanburðar skal þess svo getið, að árið 1950 voru samkv. heimild OEEC: bændur og bústjórar í landinu 5991 talsins og launaðir vinnumenn 7197, samtals 13,188 starf- andi karlmenn. Efni þessarar greinar hlýtur að vekja umhugsun, en það gef Ur alls ekki til kynna, hvað beri að gera. Því meira sem í þessi mál er rýnt, því flóknara verður vandamálið viðfangs, en það skapar enga svartsýni heldur hvetur til gagngerðrar rannsókn ar og stefnumörkunar. Næsta og síðasta greinin í þess um fLokki mun fjalla um ýmsar mýjungar á sviði landbúnaðar- framleiðslu, skipulags og tækni, sem nú er að ryðja sér til rúms í hinum háþróuðu iðnaðarlönd um. Margt af því snertir og mun hafa djúptæk ahrif á þau mál, sem hér er fjallað um. Cíie Cen Oiuiiumönients *'i HL5T0N BRYNNE.R BAXTER R0BIN50N /VONNt OtBR/ JOMN DECARLÖ PAGET DEREA ^ 5lR CtDRlC NIN^ *ARTH/> JuD'Tb VlNCtN’ [HARDWlCKt ^OCh 5COH AN0CR5ON PRlCt! . ► •. — * «MtA3 AACstN/n /t55l Min * vunj; VMK • I s—. HOl >CRlPTV«t5 - *. — — . .p—nsiAViaor « Sýnd kl. 8,20» Aðgöngumiðasala í Laugarásbíó opin frá kl. 7. | Vetrargarðurinn | Dansleikur i kvöld Neo kvartettinn skipaður nýjum mönnum: Aðgöngumiðasala að áramótadausleiknum hafin. Sími 16710. Áramótafagnaður verður haldinn í Breiðfirðingabúð á gamlárskvöld. Dansað til kl. 4. Miðar verða seldir í félagsheimilinu við Réttarholtsveg í kvöld, fimmtudag og föstudag kl. 8—9. í Breiðfirðingabúð, föstudag kl. 5—7 og laugardag kl. 2—4. Verð aðgöngumiða er kr. 100.—. „VÍKINGUR" Handknattleiks- og knattspyrnudeild NY ARSDAGUR <■ Hótel Borg ■> Verður framreiddur hátíðarkvöldverður. Þeir, sem enn hafa ekki pantað borð, vin- samlegast gerið það, sem fyrst. Sími 11440. M iðstöðvarofnar Talsvert magn af notuðum miðstöðvarofnum til sölu af ýmsum stærðum. GARÐAR GÍSLASOM H.F. Byggingavörudeild — Hverfisgötu 4 — Sími 11500 * Aramotafagnaður verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á gamlárskvöld. ■Jr Hljómsveit Svavar Gests ■jr Söngvari: Ragnar Bjarnason. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu hússins í dag frá kl. 2—4. Borðpantanir á sama tíma. Tryggið ykkur miða í tíma. Tekið á móti pöntunum í síma 17100. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ póhscaíí Slml 2-33-33. Ðansleikur KK — sextettinn Söngvari: Berti Moller IÐMO IÐMO Áramótafagnaður á gamlárskvöld kl. 9 ★ Sextett BERTA MÖLLER leikur Aðgöngumiðasala frá kl. 2 daglega. Sími 12350. I UilimHIÍHHI K'LUBRIIRINN í kvöld kl. 9 H löðudansleikur ★ Góð skemmtiatriði. ★ Magnús Jónsson stjórnar í kvöld. ★ Fjölmennið og takið með ykkur gesti Hér er tækifærið fyrir fólk sem vill skemmta sér án áfengis Stjórnin IMGOLFSCAFE Áramótafagnaður á gamlárskvöld kl. 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 3 daglega Sími 12826.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.