Morgunblaðið - 29.12.1960, Page 1

Morgunblaðið - 29.12.1960, Page 1
20 siður með Qarnalesbók Árangurirrn, sem náðst hefur í peninga- og giaideyrismálum leyfir 2% lækkun ritlánsvaxta Víxilvextir verða 9°/o Sparifjáreig- endur geta tryggt sér sómu vexti með því að binda féð til eins árs í FRÉTTATILKYNNING UM, sem Mbl. barst í gær frá ríkisstjórninni og Seðlabankanum um al- menna lækkun útláns- vaxta um 2% er frá því skýrt, að þetta skref hafi verið hægt að taka vegna hinnar heilbrigðu þróun- ar peninga- og gjaldeyris- mála undanfarna mánuði. Gjaldeyrisstaðan hefur batnað um 274 millj. á tæpum 10 mánuðum. Aukning innlána hefur staðið undir allri útláns- aukningu, svo að ekki hef- ur verið um peninga- þenslu að ræða. Verð- hækkanir gengisbreyting- arinnar eru komnar fram og útlit er fyrir stöðugt verðlag. En ef jafnvægið raskast á ný má búast við, að aftur verði að grípa til vaxtahækkana. Ríkis- stjórnin leggur áherzlu á að til þess þurfi ekki að koma og heldur áfram að treysta grundvöll efna- hagslífsins m. a. með því að auka gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Fréttatilkynning ríkis- stiórnarinnar fer hér á eftir: ★ Frétt frá ríklsstjórnlnnl Stjórn Seðlabankans hefur í dag, samkvæmt tilmælum ríkis- ítjórnarinnar, ákveðið, að al- mennir innláns. og útlánsvextir bankanna skuli lækka um 2%. Þannig lækka almennir víxil- forvextir úr 11% í 9%, en vextir af almennum sparisjóðsbókum 6r 9% í 7%. Hins vegar hefur verið tekinn upp nýr innláns- flokkur, fé bundið til eins árs, Framh. á bls. 2 Atök víða í Belgíu Brussél, 28. des. (NTB-Reuter) í D A G kom enn til átaka víða í Belgíu milli verkfalls- manna og lögreglu. Níu dagar eru liðnir frá því verkfallsaðgerðir hófust til að mótmæla sparnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar, og er þetta í fyrsta sinn að að- gerðirnar bitna á íbúum höfuðborgarinnar. SKEMMDARVERK t Brússel réðist riðandi lög- Engoi gestnmóttökur n nýóisdng MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því að ríltis- stjórnin muni ekki taka á móti gestum á nýársdag, eins og tíökazt hefur undan- farin ár. Fréttatilkynning forsætisráðuneytisins er stutt og laggóð og er á þessa lciö: „Ríkisstjórnin hefur ákveð ið að fella niður gestamót- tökur á nýársdag“. regla, studd hermönnum vopn- uðum vélbyssum gegn 6000 verkíallsmönnum, sem höfðu farið fylktu liði um götur borg- rrinnar, brotið gluggarúður, velt strætisvögnum og fælt ýmsa þá verkamenn úr vinnu, sem ekki tóku þátt í verkfallinu. í til- kynningu ríkisstjórnarinnar í dag segir að skemmdarverk hafi verið unnin á jámbrautum landsins og að verkafallsmenn hafi komið upp vegatálmunum víða í höfuðborginni til að hindra ferðir strætisvagna. í borginni Liege tvístraði lög- reglan hópi verkfallsmanna, sem safnazt hafði saman hjá aðal pósthúsi borgarinnar til að koma í veg fyrir að póstmenn kæm- ust til vinnu sinnar. Þá segir talsmaður belgisku iðnaðarsamtakanna að algjör stöðvun sé komin á stáliðnaðinn í Suður-Belgíu. ALLSHERJARVERKFALX, Það eru verkalýðsfélög jafn- aðarmanna, sem standa að verk föllunum, en kaþólsku verka- lýðsfélögin í Belgíu hafa neitað að taka þátt í aðgerðunum. Nú hafa verkfallsmenn boðað allsherjarverkfall í Antwerpen, stærstu hafnarborg Belgíu, en ríkisstjórnin neitar að verða við þeim tilmælum verkfallsmanna að kalla þingið saman til auka- fundar nú þegar til að ræða ástandið. Gaston Eyskens forsætisráð- herra ræddi við nokkra með- limi ríkisstjórnar sinnar í dag og tilkynnti síðan að þingið yrði ekki kvatt saman. Það á að koma aftur saman hinn 3. janúar og taldi forsætisráðherr- ann ekki ásfæðu til að flýta'því. Baldvin konungur og Fabiola drottning eru enn á Spáni í brúðkaupsferð sinni og herma fregnir þaðan að þau hafi ekki í hyggju að flýta heimferð sinni, nema að ástandið versni enn í Belgíu. Áætlað er að Washington, 28. desember. — 1 DAG var tilkynnt í Was- hington og Belgrad að Júgó- slövum hafi verið lofað 275 milljón dollara (kr. 10.450 millj.) láni til umfangsmik- illa umbóta á viðskipta- og gjaldeyrisfyrirkomulagi lands ins. — Bandaríkin lána 100 milljónir dollara, Alþjóða gjaldeyrismála- sjóðurinn 75 millj. dollara, en Austurríki, Bretland, Frakk- land, Ítalía, Sviss, Holland og Vestur-Þýzkaland lána samtals 100 milljónir dollara. Tilkynningin var birt við JÓLIN eru haldin á mestu skammdegisdögum árs ins. Sólin má sin lítils. En hún hefur þó ekki yfirgefið okkur hér á hjara veraldar. Um hádegishilið gægist hún fram — eins oig til að minna okkur á fegurð sína og stígur hærra og hærra á himininn — unz hún sigrar Vetur konung. Ljósmyndari Mbl. Ól. K. M. tók þessa mynd yfir Skerjafjörðinn. Og fögur er vetrarsólin þótt lágt sé hún á lofti og skíni stutt. brúðhjónin snúi heim í lok næstu viku. BER EKKI SAMAN Leiðtogar verkfallsmanna lýsa því yfir að aðgerðirnar snúist æ meir þeim í vil, en talsmenn Framh. á bls. 2 heimkomu fjármálaráðherru Júgóslavíu frá Washington, þát sem hann sat fund Gjaldeyris- málasjóðsins. Tilgangurinn er að lánið verði notað á þrennan hátt: 1. Til samræmingar á tollum af öllum innfluttum vörum. 2. Til gengisbreytingar þannig að í stað mismunandi geng- is verði dinarinn nú skráð- ur 750 í einum dollar. 3. Til að auðvelda fjölbreytt- ari innflutning. Á sama tíma kemur til fram- kvæmda í Júgóslavíu ný fimm ára áætlun, þar sem gert er ráð fyrir stóraukinni framleiðslu til að mæta auknum innflutningL Tifo fœr stórlán til viöreisnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.