Morgunblaðið - 29.12.1960, Síða 17
Fimmtudagur 29. des. 1960
MORGUNPf 4 r>1Ð
17
Notaður peningaskápur óskast til kaups
nú þegar.
Friðrik Jörgensen
Tryggvagötu 4 símar 11020 & 11021.
Atvinnurekendur
Ungan viðskiptafræðmema
vantar vinnu hálfan daginn
næstu þrjá mánuðina. Hafi
einhver ykkar vinnu, þá send
ið nafn ykkar á afgr. Mbl.
fyrir áramót merkt: „Alveg
sama hvað er — 1481“.
...allir þekkja
Áramótafagnaður
Stádenta verður haldinn að Hótel Borg 31. des. og
hefst ki. 21.
Til skemmtunar verður:
1. Ómar Ragnarsson flytur annál ársins 1960
2. Gestur Þorgrímsson syngur nýjar áramótavísur
3. Áramótum fagnað með stuttu ávarpi og sam-
eiginlegri skál á kostnað hússins.
Þeir gestir sem koma á fagnaðinn fyrir 1961 fá
ókeypis miða í glæsilegu happdrætti.
Ennfremur gefst þeim kostur á góðum kvöldverði
við mjög vægu verði.
Síðar um nóttina verður veitt næturhressing.
Aðgöngumiðctr seldir í Suðuranddyri hússins kl. 5—7
í dag og á morgun.
STtlDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR,
STÚDENTARAÐ HASKÓLA ISLANDS.
4
LESBÓK BARNANNA
GR ETTISSAC A
85. „Betur þætti mér‘% seg-
lr Þorsteinn, „þ6 að væru
xnjórri og nokkru gæfusam-
legri“.
Grettir segir: „Satt er það
gem mælt er, að engi mað-
ur skapar sig sjálfur. Láttu
mi? nú sjá þína handleggi“,
Þorsteinn gerði svo. Hann
▼ar manna lengstur og grann-
vaxinn. Grettir brosti að og
mælti: „Eigi þarf á að horfa '
þetta lengur. Krækt er saman
rifjum í þér, og eigi þykist
ég slíkar tengur séð hafa.
Ætla eg þig varla kvensterk-
an.
„Vera má það“, sagði Þor-
steinn, „en þó skaltu það vita,
að þessir hinir mjóu hand-
legfirir m’iim þín hefna.
86. A9 áliðnu sumri kom
I Gicui -oaiuundsson út í
Hvítá 1 Borgarfirði. Fóru
menn til skips um héraðið.
Þessi tíðindi komu öll senn
til Grettis, það fyrst, að faðir
hans var andaður, annað það,
að Þorbjörn öxnamegin hafðl
vegið Atla bróður hans, það
þriðja að Grettir sjálfur var
gerður sekur skógarmaður
um allt landið fyrir að hafa
brennt inni sonu Þóris f
Garði.
87. Grettir reið nú til Bjargs
•g kom þar á náttarþeli. Var
fólk allt i svefni utan móðir
hans. Hann gekk til skála og
*ð rekkju móður sinnar og
þreifaðist fyrst fyrir. Hún
spurði, hver þar værl. Grett-
ir sagði tll sín. Ilún settist þá
vpp og hvarf til hans og blés
við mæðilega og mælti:
„Ver velkominn, frændi“,
sagði hún, „en svipul verður
mér sonaeignin. Er sá nú
drepinn er mér var þarfastur,
en þú útlægur gerr og óbóta-
maður, en hinn þriðji er svo
ungur, að ekki má að hafast“.
88. „Það er fornt mál“, seg-
ir Grettir, „að svo skal böl
bæta ,að bíða annað meira.
En fleira er mönnum til hugg
unar en fébætur einar og er
það líkast, að hefnt verði
Atla. En það er til mín kem-
ur, þá munu þar ýmsir sín-
um hlut fegnir, cr vér eig-
umst við“.
Ilún kvað það eigi ólíklegt.
Var Grettir þar nú um hríð
á fárra manna vitorði. Hann
spurði, að Þorbjörn öxnameg-
in var heima og fámennt hjá
honum.
32
4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 29. des. 1960.
Jdiin
LESBÓKINNI barst nýlega nokkurra
ára gamalt bekkjarblað, sem 12 ára
bekkur í Bamaskóla Akureyrar hafði
skrifað og sent kennara tnum. Þar í
var þetta kvæði, sem höfundurinn,
þá tólf ára gamall, orti, þegar hann
átti að skrifa stíl um jólin:
Bráðum koma blessuð jól
byggðir Ijósum skarta.
Þó við enga sjáurn sól,
samt er birta í hjarta.
Jólagleðin geislar frá
gömlum jafnt sem ungmn.
Þó kemst enginn alveg hjá
annabyrðum þungum.
Skrifa á kort og koma af stað,
kökur góðar baka.
Gömlu skrauti gera að,
yfir gjafapökkum vaka.
Loks þá kemur langþráð stund
og ljós á borðum skarta.
Þá skal Guð með léttri lund
lofa og þakka af hjarta.
Jóhannes ö. Vigfússon,
12 ára.
Akureyri.