Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. janúar 1961 MORGVNBLAÐIB 3 tm*** 000000*0*0*000 00** * 0 +■*.*■ 0 * * * Gamli maðu HANN heitir Árni Strand- berg og bakaði einu sinni beztu kringlur og skonrok bæjarins. Það er langt síðan, því hann er orðinn áttatíu og tveggja ára gamall. Síðast vann hann hjá Ingólfi Peter- *en í Tjarnarbakaríi. Það var £ síðari heimsstyrjöldinni. Þá varð hann að hætta vegna asmans. Hann var búinn að vera með asma í fjórtán ár. Það er ekki gott fyrir bakara að hafa ofnæmi fyrir bveiti. En hann þraukaði meðan hann gat. Það hefur alltaf eitthvað komið fyrir, þegar hann hefur verið að því kom inn að hafa sig upp. Til dæm- is þegar hann keypti Hörpu- götu fjórtán og bakaði eftir- sóttar kringlur og skonrok, sem Ingimundur fisksali hjól- aði með niður í bæ og seldi. Hann kunni að hlaða á hjól- ið, maðurinn sá. Þrjú hundr- uð pund í bak og fyrir. Jæja, það var búið einn góðan veðurdag. Það hefur alltaf eitthvað komið fyrir. Þrisvar sinnum beinbrotnaði hann og varð að fara á spít- ala. Hann varð fyrir bíl og öðrum slysum. Hann missti húsið upp úr öllu saman, en fékk að leigja þar um tíma. Þangað til húsið brann. Þá missti hann al'la innanstokks- munina líka. Eldurinn hefur fylgt honum. En hann hefur aldrei gert honum neitt gott. Húsið gat ekki brunnið með- an hann átti það. Nei, nei. Þá hefði hann getað byggt annað hús fyrir vátrygginguna og bætt hag sinn. Nei, það var ekki fyrr en hann hafði misst það, en bjó sarot í því. Innan- stokksmunirnir voru lágt metnir. Þá fékk hann þessa lóð í jaðri bæjargarðanna í Skerjafirði og byggði eða lét byggja þessa skúra, smátt og smátt. Þangað til þetta var orðið eins og lítil borg með litlu torgi í miðjunni. Það er gott að vera þarna. Það er ekkert að marka þetta núna, því eldhúsið brann í gær- morgun. Þessi skaðræðisvald- ur virðist fylgja honum. Stof- an brann lika fyrir nokkrum árum. Hann situr í myrkrinu í eldhúsinu og horfir á skemmdarverk eldsins. Það er flaska á borðinu og kerti stungið í stútinn, en hann kveikir ekki á því. Hann er vanur því að vera einn. Það gerir ekkert til, ef eldurinn Börnin virða fyrir sér skúr gamla mannsins eftir brunann. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) og skúrarnir hans léti hann í friði. Vonandi fær hann frið, þegar hann er dá- inn. Skúrarnir eru að vísu vátryggðir, en það er ekki mikið, annað hvort sex eða átta þúsund. Hann man það ekki í bili. En það er ekki einu sinni víst að hann fái það. Hann óttast að hann fái þetta ekki bætt. Þetta var kannski klaufaskapur hans. Þá fær hann kannski ekkert. Hann var að reyna að sót- hreinsa eldavélina sjálfur, því hann hélt að það væri enginn sótari til lengur í Reykjavík. Hann minnist þess að minnsta kosti ekki að — Laos Framh. af bls. 1 fyrir að flytja „mikið magn af vopnum, skotfærum og þung- um fallbyssum til uppreisnar- manna. Ríkisstjórn Laos mót- mælir eindregið þessum aðgerð- um Sovétríkjanna, sem eru frekleg afskipti af innanlands- málum konungsríkisins", eins og segir í orðsendingunni. Boun Oum prins, forsætis- ráðherra hægri stjómarinnar í Laos, hefur tilkynnt brezka sendiráðinu í Vientiane að hann sé því samþykkur með ákveðnum skilyrðum að þrí- velda eftirlitsnefndin með Laos verði endurvakin. Ekki er vitað að svo komnu hver skilyrðin eru. Álitið er að eitt þeirra sé það að samið verði við ríkisstjórn hægri- sinna, en ekki við hlutleysis- stjórn Souvanna Phouma, sem hægrimenn hröktu frá völdum. Eftirlitsnefndin Eftirlitsnefndin var skipuð fulltrúum Indlands, Póllands og Kanada og var skipuð árið 1954 af Genfarráðstefnunni, sem kom á friði í Indókína. — Nefndin hætti störfum árið 1958. Bretar hafa hvatt til þess ■ð nefndin verði aftur látin taka til starfa, og hafa Frakkar Gamli maðurinn og Rússar tekið í sama streng. Sovétríkin hafa þó talið það skilyrði að nefndin semji við ríkisstjórn Soúvanna Phouma, sem þau telja löglega ríkisstjórn Laos. Minnkandi ágreiningur Nokkurs ágreinings hefur gætt milli Bandaríkjanna og Breta, en talsmaður brezka ut- anríkisráðuneytisins sagði í dag að ágreiningurinn væri miklu minni en af væri látið. Væru Bretar og Bandaríkjamenn sam- mála um að nauðsynlegt væri að finna pólitíska lausn á ástandinu í Laos. Sagði hann að fundur þeirra Whitney, sendiherra Bandaríkjanna, og Home lávarðar, utanríkisráð- herra Breta, hefði borið meiri árangur en búast hefði mátt við og væru ágreiningsatriðin mun færri en þau sem sam- komulag er um. SEATO Fréttir frá Bangkok segja að Suð-austur Asíu-bandalagið (SEATO) muni koma saman til fundar á morgun, en engin fund- arhöld hafi verið í dag. Segja talsmenn samtakanna að fréttir frá Laos séu enn ógreinilegar og verði málið að rannsakast nánar áður en ákvörðun sé tekin. Full- trúar Breta og Frakka i banda- laginu kröfðust þess í gær að hafa séð neinn lengi, sem gæti verið sótari. Það voru margir sótarar í Reykjavík, þegar hann var ungur. Það getur verið að Bærinn hafi ennþá einhvern sótara í þjón- ustu sinni, þó hann hafi ekki séð hann. En það kostar þá peninga eins og annað. Hann var að reyna að gera þetta sjálfur. Þetta er elda- vél, sem brennir hráolíu. Þær sóta svo mikið. Þegar hann var búinn að hreinsa sótið úr henni, stakk hann logandi bréfi inn í reykrörið út í vegginn, þar sem trekkspjaid ið er. En það hefði -hann ekki átt að gera. Það trekkti svo vel, að hann missti bréfið úr hendinni. Bréfið fór ekki upp úr reykháfnum, heldur niður. Þá kviknaði í öllu saman. Það kostar mikið að færa þetta allt í samt lag aftur. Það er ekki víst að trygging- arnar borgi, af því hann var svona klaufskur. Hann er líka kominn á níræðisaldur. Hann hefur svo sem ekkert á móti því að fara á Elliheim- ilið, en honum þykir vænt um skúrana sína. Það er bara vont að vera einn, þegar hann fær köstin. En það er fallegt hérna á sumrin. Skerjafjörðurinn eins og plægður akur, og sólin sem yljar gömlu hjarta. Það er gott að deyja á slíkum stað og slíkri stundu. i. e. s. t V0!'0'm#r-00 0 0 00 000 000 rn'I rannsókn yrði látin fara fram á því hvort um erlenda innrás væri að ræða í Laos. Talsmaður SEATO lagði í dag áhrezlu á það að mikill munur væri á ,,af- skiptum“ og ,innrás‘ og væri því enn meiri ástæða til að rasa ekki um ráð fram. Sarit Tanarat for- sætisráðherra Thailands fól í gær ríkisstjórn sinní að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að verja landið ef ástandið í Laos færi versnandi. Ríkir nokkur óánægja þar í landi vegna aðgerðarleysis SEATO. í Suður-Vietnam Yfirmaður hersins í Norður- Vietnam sagði í dag að banda- rískt flugvélamóðurskip og fleiri herskip væru komin til hafnar- bcrgarinnar Ta Nang í Suður- Vietram. Segir í frétt frá Hanoi að Bandaríkin hafi einnig sent átta þyrlur, 13 sprengjur og orr- ustuflugvélar og stóran flokk her manna til Suður Vietnam. Frá Hong Kong er símað að kínverska stjórnin hafi sent Bandaríkjunum mótmæli vegna þess að bandarískt herskip hafi í dag farið inn fyrir 12 mílna landhelgi Kína fyrir sunnan Pinghaiskaga. Tekið er fram að þetta sé í 131 sinn að Kínverjar hafi mótmælt landhelgisbroti Bandaríkjanna. Eisenhower á fundi Eisenhower forseti átti í dag enn fund með æðstu ráðgjöfum sínum um ástandið í Laos. A fundinum mættu m. a. Herter ut- anríkisráðherra, Gates varnar- málaráðherra, Lemnitzer yfir- maður herráðsins og Dulles for- stjóri leyniþjónustunnar. Enginn tilkynning var gefin út að fundi loknum önnur en sú að Hagerty ritari forsetans sagði að ástandið í Laos væri mjög alvar- legt. Sagði Hagerty að Kennedy kjörinn forseti fylgdist með á- standinu í Laos, og að utanrík- isráðherra Kennedys, Dean Rusk, sæti reglulega fundi með Herter. }----------■ SÍAKSÍÍÍMÍ Góðar sigurt orfur de Gaulle \ Franskir jafnaðarmenn hafS' nú lýst yfir stuöningi við stefna de Gaulle í Alsírmálinu. Haf» þeir hvatt flokksmenn sína tll þess að greiða atkvæði með sjálfa ákvörðunarrétti Alsírbúum t& handa í þjóðaratkvæðagreiðsl* unni, sem fram fer um næsta helgi. Kaþólski lýðveldisflokkur* urinn og að sjálfsögðu flokkur d« Gaulles sjálfs hafa einnig iýsí yfir fylgi við stefnu hans. Má þv4 telja nokkurn veginn öruggt a9 úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn. ar muni verða de Gaulle og stefnu hans í vil. Alsírbúar muna því innan skamms fá tækifæri til þess að hafa aðra þjóðarat- kvæðagreiðslu um það, hvort þeir vilja áfram vera innan franska samveldisins eða stofna algerlega sjálfstætt ríki og slíta tengslia við Frakkland. Enda þótt fransk- ir menn í Alsír séu því mjög niótfallnir, er þó líklegast, að sú verði niðurstaðan. Óttast afstöðu almennings Af áramótahugleiðingum leið- toga Framsóknarmanna og komm únista er það auðsætt að þessir bandamenn óttast mjög afstöðu almennings til viðreisnarráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa fundið að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar gerir sér ljóst, hvernig komið var, þegar vinstrl stjórnin hrökklaðist frá völdum. Þá blasti algert hrun við ís- lenzku efnahagslífi. Ef ekki hefði verið gripið í taumana af festu og ábyrgðartilfinningu, ríkti hér nú stórkostlegt atvinnuleysi og bágindi meðal almennings. Ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar hafa komið í veg fyrir þetta. Á árinu 1960 var mikil og varanleg at- vinna um Iand allt. Aflabrestur- inn skapaði að vísu útveginum og fiskiðnaðinum mikil vandkvæði. Verkföll? Sú spurning, sem nú er efst i hugum margra manna er, hvort á næstunni verði efnt til verk- falla til þess að knýja fram al- mennar launahækkanir. Mikill meirihluti þjóðarinnar skilur, að kauphækkanir geta ekki skapað Iaunþegum raunverulegar kjara- bætur eins og afkomu bjargræð- isvega landsmanna er nú háttað. Þær mundu aðeins hafa í för með sér aukinn hallarekstur at- vinnutækjanna og eyðileggingu þeirra nauðsynlegu ráðstafana, sem gerðar hafa verið til við- reisnar í efnahagsmálum. Þegar á þetta er litið, sætir það engri furðu, þótt margir séu ugg andi og horfi með nokkrum efa á viðbúnað stærsta verkalýðsfé. lags landsins til baráttu fyrir stórhækkuðu kaupgjaldi. Meðal verkamanna í Reykjavík verður heldur ekki vart mikils áhuga fyrir að hefja harðskeytta verk- fallsbaráttu. Skólafólk kemur ur jolairii MIKIÐ var flogið innanlands í gær, því skólafólkið flykktist nú úr jólaleyfinu. Einkum voru miklir flutningar frá Egilsstöð- um og til og frá Akureyri. Frá Egilsstöðum var 70 manns í þremur ferðum og frá Akureyri um 80 manns í jafnmörgum ferð- um. Esja kom til Akureyrar í gærkvöldi með farþega frá Siglu firði, sem voru á leið suður til Reykjavíkur. Fór Douglas-vél norður í gærkvöldi og sótti þá, um 20 manns. — Þá verður far- in aukaferð frá ísafirði til Akur- eyrar á morgun og eru flestir farþeganna nemendur. Út um landið Utan af landi berast einnl þær fréttir, að almenningur < mjög andvigur baráttu fyr auknum hallarekstri framleiðsl tækjanna. Framundan er vetrai vertíð og einn mesti annatín ársins í öllum verstöðvum. Fóll ið veit að sjávarútvegurinn beri í bökkum. Hann er ekki fær ui að taka á sig aukinn rekstrai kostnaö. Þess vegna er þýðingai laust að leggja á hann aukna byrðar. Það myndi aðeins leið til stöðvunar tækja hans fyrr e síðar. Baráttan fyrir auknum fran leiðslukostnaði um þessar munc ir er þess vegna ekki barátt fyrir bættum kjörum launþeg; Slík barátta hlyti að hafa í fö með sér vaxandi erfiðleik; minnkandi atvinnu og kyrrstöði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.