Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. janúar 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sígfús Jónsson. Ritstiórar: Valtýr Stefónsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Matthías Johannessen. Eyjólfur Konróð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald Kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BREYTING FISKVERÐSINS HEFUR MIKLA ÞÝÐINGU t* IN S og Morgunblaðið1® skýrði frá á gamlársdag hefur náðst samkomulag milli stjórnar og verðlags- ráðs Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna annars vegar og fulltrúa frá fisk- kaupendum hins vegar um nýtt fiskverð á þessu ári. Samkomulag þetta verður síðan borið undir fram- haldsaðalfund L.Í.Ú. Samkvæmt hinu nýja sam komulagi verður grundvall- arbreyting á fiskverðinu. Er nú tekin upp flokkun fisks eftir gæðum og verða flokk- ar þess fisks, sem hæfur telst til manneldis, þrír og verð bezta fisksins nær heímingi hærra en hins lak- asta. Enginn vafi er á því, að þetta nýja fyrirkomulag mun stórauka aflaverðmæti út- vegsins og þar með þjóðar- tekjurnar. Nú verður ekki lengur kappsmál að róta sem mestu aflamagni á land, hvernig sem nýtingin er, heldur er frumskilyrðið að geta selt sem allra bezta vöru. að verðið 1,66 kr. pr. kg., þó að allt annað og hærra verð fengist fyrir fiskinn. Báðir aðilar eru óánægðir með þennan hátt og vilja reikna hlut sjómannsins af því verði, sem raunverulega fæst fyrir aflann. Af því leiðir að sjálfsögðu, að hundraðshlutur sjómannsins verður að lækka, því að ann- ars fengi skipshöfnin miklu stærri hlut af heildarverð- mætinu en hingað til. Vandamálið er því annars vegar, að umreikna þennan grundvöll til raunverulegs verðmætis og er nokkur á- greiningur um, hvernig þeim útreikningum skuli háttað. Verður þó að gera ráð fyrir, að báðir aðilar sýni þá á- byrgðartilfinningu að kryfja þessi mál til mergjar og komast að niðurstöðu um það, hvaða hlutur af hinu hærra fiskverði skili sjó- mönnum sömu hlutdeild í heildaraflanum eins og ver- ið hefði, ef áfram hefði ver- ið reiknað eftir gamla fyr- irkomulaginu. KJARASAMNING- AR BÁTASJÓ- MANNA TJEILDARSAMNINGAR hafa ekki tekizt milli ejómannasamtakanna innan A.S.Í. og L.Í.Ú. Þegar þetta var ritað, höfðu hins vegar borizt um það fréttir, að mikill hugur væri í sjómönn um á Suðurnesjum og víðar að ná þegar samningum, þó að samninganefnd sjómanna samtaka A.S.Í. hafi hvatt hin ýmsu sjómannafélög til að boða verkfall 15. þ. m. Kjör sjómanna byggjast nú á lögbundnum grund- velli, sem festur var með setningu laganna um efna- hagsráðstafanir á síðasta vetri með hliðsjón af þeim kjarasamningum, sem þá voru í gildi. Er af þeim sök- um hægt að hefja róðra nú þegar, eins og sums staðar er gert, þó að ekki hafi náðst nýir samningar. Segja má að samninga- þjark sjómanna og útvegs- manna sé tvíþætt. Annars vegar er þess að gæta, að kjörin byggjast nú á úrelt- um grundvelli frá tímum uppbótakerfisins, þegar hluta skiptin voru orðin svo ó- raunhæf, að við útreikning hlutar sjómannsins var not- Hins vegar hafa sjómenn svo gert kröfur um verp- lega bætt kjör á kostnað út- gerðarinnar. Aðilum ber ekki saman um, hve miklar þessar kröfur séu, enda sjálfsagt lengi hægt að deila um það, meðan ekki er sam- komulag um fyrra atriðið, þ.e.a.s. umreikning hluta- skiptanna miðað við verðið 1,66 kr. til hins nýja og hærra verðs. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að fullyrða, hvort samninganefnd sjómannasam taka A.S.Í. gerir alvöru úr verkfallshótun sinni til að knýja fram kjaraþætur, sem skertu hag útgerðarinnar frá því, sem verið hefur, né hvort sjómannafélögin verða við óskym nefndarinnar um verkföll. Yerður þó að telja slíkt ábyrgðarleysi ólíklegt, á sama tíma og almennt er viðurkennt, að erfiðleikar út gerðarinnar eru nægilegir fyrir. Vonandi næst því sam- komulag án þess að til ó- óyndisúræða verði gripið. NÝ „KÓREU- STYRJÖLD"? ATBURÐIRNIR í Laos vekja heimsathygli og er það sízt að furða, því að ástandinu svipar nú þar mjög til þess, sem var í I.eiðtogar jafnaðarmanna ganga í fylkingarbrjóstí mótmælagöngu. Kóreu, er styrjöldin hófst þar fyrir 10 árum síðan. Um miðjan desember breyttust deilurnar í Laos, sem áður höfðu verið til- tölulega saklausar, í blóð- uga bardaga. Síðan hefur ástandið farið hríðversnandi og er nú orðið um beina íhlutun kommúnista í ná- grannaríkjunum Norður-Viet nam og Kína að ræða. Vesturveldin reyna í lengstu lög að forðast að dragast inn í átökin, en nokkurs ágreinings hefur gætt um afstöðu þeirra og hafa Bretar og Frakkar haft meiri trú á því en Banda- ríkjamenn, að vopnahlés- nefndin frá 1954 gæti tekizt að skakka leikinn. Vonandi tekst að leysa deiluna eftir pólitískum leiðum. „HENGJUM EYSKENS"... t’NN versnar ástandið í ^ Belgíu. — Jafnaðarmenn hafa reynt eftir fremsta megni að færa sér í nyt ó- ánægju belgískra verka- manna með sparnaðarfrum- varp Eyskens-stjórnarinnar. Af fréttum í gær er ekki annað að sjá en stjórnin haldi fast við ákvarðanir sín ar, enda nýtur hún stuðn- ings kaþólska verkalýðssam- bandsins. Jafnaðarmenn hafa notað alþekktar aðferðir til að koma málum sínum fram: að kalla lið sitt út á göturn- ar. — Morgunblaðið leggur ekki dóm á fyrirætlanir stjórnarinnar, en fordæmir hinsvegar aðferðir jafnaðar- manna, sem eru fasistum og kommúnistum einum sam- boðnar. „Hengjum Eyskens“, „í gálgann með konunginn“, hefur heyrzt á götum Bruss- .els. Slík hróp lýsa kommún- istískri fyrirlitningu á lýð- ræði og geta kallað á hættu- legar gagnráðstafanir. Slík hróp eiga ekki heima í NATO-ríki. mörfum héruðum hafa gert verk fall. Síðan hefur hermönnum verið falið að vinna störf þeirra. Verkfallsmenrr hafa sumsstaðar unnið skemmdarverk á rafstöðv um, og handalögmál hafa staðið um sumar rafstöðvamar. Oft og tíðum hefur mestur hluti lands- ins verið rafmagnslaus og varla er nokkur staður í landinu, þar sef rafmagnið hefur ekki gefið sig, einhverntíma. Menn lifa og í stöðugum ótta við að allt raf kerfi landsins, gefi sig, leiðsl- urnar skemmist vegna ójafns á- lags o.s.frv. Öll heimili í Belgíu hafa þvi j reynt að birgja sig upp af kert um. Kerti eru ekki lengur fáan leg í búðunum, en þegar gestir voru væntanlegir til Belgíu um jólaleytið, var bezta jólagjöíin sem þeir gátu flutt með sér eínn kassi af kertum. Rafstraumurinn í Briissel, höfuðborginni er svo takmark- aður, að verzlunum var bannað að lýsa upp sýningarglugga. Þá var slökkt á hinum fjölskrúðugu jólaskreytingum á götum aðal- viðskiptamannahverfisins og að eins var kveikt á þeim stutta stund á sjálfan jóladag til að lofa fólki að sjá alla dýrðina. Sú dýrð var þó skammvinn, því að skömmu síðar hófust róstur í borginni. — • — Vonir uin að hægt væri að leysa verkfallið brugðust þegar Eyskens forsætisráðherra hafn- aði að eiga nokkurn þátt í sátta aðgerðum rólegri manna í Jafn- aðarmannaflokknum. Nefnd þeirra gekk á fund hans og fór þess á leit við hann, að hann kallaði þing þegar sam an eftir jólin og frestaði um- ræðum um efnahagsmálaiöggjöf ina í þrjár vikur. Auk þess kröfð ust þeir, að hætt yrði að nota út varpið til áróðurs gegn verkfalls <j>mönnum og mótmæltu því að í fyrstu vel. Hann bað um tíma til umhugsunar. Svar kom síðan og var á þá leið, að ríkis- stjórnin liti á það sem fyrstu skyldu sína að koma röð og reglu á í landinu, undansláttur kæmi ekki til greina. — • — Eftir að strætisvagni með 40 farþegum hafði verið ekið frá flugvellinum við Briissel inn til borgarinnar, stráðu verkfalls- menn til mótmæla nöglum á bílabrautina, sem liggur milli flugvallar og borgar. Af þessu varð síðan alvarlegt bílslys. Hjól barðar undir stórum brezkum benzínbíl sprungu. Hann þeyttist út /af veginum og féll niður 25 metra djúpt gil. — • — Gaston Eyskens forsætisráð- I herra sagði í útvarpsræðu: — Eg vara ykkur við því að leika ykkur að eldinum. Hann hélt því fram, að þeir verkfallsmenn sem gerðu verk fall hefðu orðið fyrir áhrifum frá skipulögðum og kerfxsbundn um rangfærslum stjórnarand- , stæðinga. — Þeir gera sér ekki | grein fyrir, hvað felst i efna- hagsmálaaðgerðum ríkisstjórnar innar. Það er t.d algerlega rangt, sagði Eyskens, — sem stjórnarandstæðingar hafa sagt til að æsa fólk upp, að húsa- leiga muni hækka skyndiiega og kaupmáttur launanna minnka snögglega. Forsætisráðherrann skoraði á verkfallsmennina, að taka aft- ur upp vinnu. Allir sem hefðu unnið akemmdarverk yrðu að svara til saka fyrir dómstólum. Aðrir verkamenn gætu rólegir haldið aftur til vin'nustaðar. Hann sagði að mestu skemmd arverkin hefðu verið unnin á járnbrautarteinum og msrkja- kerfi járnbrautanna. Frá ýms- um landshlutum hefðu bonzt fregnir af því að járnbrautar- vögnum hefði verið rennt út af UTAN UR HEIMI Verkföllin í Belgíu ÞAÐ VAR víða ljóslaust í Belg'herlið væri notað til að vinna íu, bæði á jólum og um áramót störf verkfallsmanna. in. Starfsmeim dieselrafstöðva íl Eyksens tók nefndarmönnum Riðandi lögregia skakkar leikinn. teinunum. Hjá bænum Gedinne var heilli lest velt út af teinuil- um. Ríkislögreglan skýrir frá því, að hún hafi tekið flugmiða í iðn aðarburginni Liége, þar sem skorað er á óbreytta hermenn að gera uppreisn gegn liðsforingj- um og yfirmönnum sínum, sem fyrirskipa þeim að vinna störf verkfallsmanna. Þá hefur lögreglan gert upp- tækt og bannað útkomu blaðs Jafnaðarmanna í Liége „La Wall onie“, vegna þess að það hefur ítrekað hvatt verkfallsmenn til ofbeldisverka. Þá hefur skiln- aðarhreyfing Vallóana enn á ný rutt sér til rúms og hefur það sézt af kröfuspj öldum og heyrzt af hrópum verkfallsmanna. Verkföllin hafa verið lang mest í suður og austurhluta landsins þar sem hinir frönsku- mælandi Vallónar búa. En ein- mitt þar er styrkur Jafnaðar- manna mestur. Þar heyrast nii hrópin um skilnað og skiptingu landsins. — Sömu hrópin sem heyrðust í deilunum um kon- ungdæmi Leopolds föður Bald- vins, fyrir rúmum tíu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.