Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ II Þús- undir biðu Þannlg var umhorfs á torginu. milli vonar og ötta Flugslysið í Munchen var átakanlegt í braki og ösku á slysstaðnum. Sýrlenzkur stúdent kannaðist við muni tveggja beztu vina sinna og samlanda. Og 13 ára gömul stúlka, sem beðið hafði á- samt yngri systur sinni eftir móður sinni og eldri systur alla nóttina, var fengin niður á lög- reglustöð, þar sem hún kannað- ist við fatatætlur af móðurinni og hring af systurinni. Faðir hennar hafði dáið fyrir ári. Þetta var átakanlegt, öll borg- in var gripin skelfingu og full samúðar. Borgarstjórinn kom þegar á slysstaðinn, heimsótti hina slösuðu og bauð borgurum að stunda ekki léttar skemmtan- ir fram til jóla í minningu þessa slyss og í samúðarskyni við að- standendur. Klukkan 22,30 um kvöld þessa hræðilega dags, er hópur forvit- inna áhorfenda hafði þynnzt, hélt hljóðlát fylking sem leið lá til eins kirkjugarðs borgarinnar. Fyrst óku 15 lögreglubílar og síð- an var hinum brunna sporvagni ekið á flutningavagni. Hann var sveipaður hvítum dúk og í hon- um lágu hinir látnu. Þeir voru nú kistulagðir. Aðeins örfáir voru viðstaddir, embættismenn og starfsmenn. Engir ættingjar. Síðan var haldið áfram alla nótt- ina að hreinsa vegsumerkin eftir slysið, og þannig lauk þessum skelfingardegi 49 eru látnir, 49 fjölskyldur syrgja látinn ástvin og enn fleiri verða að þola kval- ir örkuml og vonleysi. En lífið heldur áfram. Hálf- tíma eftir slysið var skírt barn í Pálskirkju. Skelfingin, hörm- ungin og uppnámið mun líða fólki úr minni. Menn deila loks aðeins um ástæður slyssins. En blessuð jólin koma. Hátíð ljóss- ins, hátíð fagnaðarins: „Sjá, ég mun boða yður mikinn fögnuð“. — Þó verða svo mörg döpur hjörtu þessi jól. En kannske verða jólin hinum syrgjandi ein- mitt til styrktar. Það væri bezta blessun þessarar hátíðar. — ólm. Ný, fullkomin ratsjá Getur „séð" eldflaugar i mörg fyús. milna fjarlægð rétt eftir að þeim hefir verið skotið OFT MÁ lesa í dagblöðum frá- sagnir af skelfilegum slysum úti í hinum stóra heimi. Þá láta menn sér að vonum heldur fátt um finnast, þau eru vanalega svo langt í burtu að þeir segja kannske í mesta lagi. „hræði- legt“, tæma kaffibollann og hendast í vinnuna. En öðru vísi ' horfir málið, er s'l'íkur atburð ur gerist allt í einu á næsta leyti, rétt við bæjairdyrnar hjá manni, og breytir fjölförnu og líflegu svæði á svipstundu. í log andi víti, bar sem glundroði, angist og óp brennandi og deyj andi fó'lks kveða við. Þá verða ógnir hans skyndilega svo hræði lega áþreifanlegar og miskunnar lausar. Og öll milljónaborgin, jafnvel heil stórþjóð, er gagn- tekin af skelfingu, meðaumkun og sorg. Slíkur atburður átti sér stað í New York fyrir þrem ur dögum, hér í Múnchen fyrir tveimur. Bæði slysin voru með þeim stærstu í sögu þessara borga. Má með réttu segja, að eigi sé ein báran stök. — ★ — Jólin voru á næstu grösum og borgarbúar í Múnchen voru önn um kafnir við margskonar und irbúning. Verzlanir voru opnar, því þetta vár Síðasti laugardagur fyrir jól. Allir, sem vettlingi gátu valdið, notuðu tækifærið til þess að gera jólainnkaup. Alls staðar ríkti ánægja og eftir vænting. Hjúkrunarlið Bæjar- spítalans var líka að undirbúa jólahaldið. Og þeir, sem eru fjarri heimilum sínum, láta hug ann reika heim: íslendingar í Múnohen voru einmibt að lesa jólakveðjur á segulband til ást vina sinna heima, til flutnings í Ríkisútvarpinu um jólin. — ★ — Og tólf amerískir stúdentar við Maryland-háskólann við Múnchen voru á leið til foreldra sinna, sem voru í Bretlandi, til þess að vera hjá þeim yfir jól in. Gert hafði verið ráð fyrir því að fara með lest, en skyndilega bauðst þeim far með enskri Convair 346 flugvél, sem einmitt var að halda til Englands um þetta leyti. Hafði hún daginn áður flutt enskan generál til Múnchen og skyldi halda tóm af stað heimleiðis. Því var stúd endtunum boðið að fljúga með, þeim til mikillar gleði. Kl. er 14,05. Það er þoka. Flugvélin hefur sig á loft, og rétt á eftir tilkynnir flugmaðurinn, að ann ar hreyfillinn sé bilaður, hann ætli að snúa við og lenda. Hann getur reitt haldið hæðinni á öðr um hreyflinum og aðeins snúið á annan veginn, í stórum sveig. Þegar flugvélin er yfir miðri borginni, yfir Theresíuvöllum, þar sem október-hátíðin fræga er haldin á sumrum og allir skemmta sér, gerir flugmaðurinn árangursilausar tilraunir til þess að hækka flugið. Allt í einu rof ar til og hinn voldugi turn Páls kirkjunnar gnæfir yfir húsþök unum framundan. Á einn kross þess turns reikst flugvélin, rifnar og hendist síðan yfir nærliggj- andi götur og tætist í sundur svo að hlutar af henni lágu sem hrá viði á víð og dreif um ná- grennið. — ★ — Sporvagn, fullur af fólki, sem «r að koma frá jólainnkaupum, bíður við umferðarljós. Aftari vagninn verður fyrir bi-ennandi blutum vélarinnar og fuðrar strax upp. 4000 lítrar af benzíni flæða um alla götuna,, svo að hún er öll eitt logandi eldhaf á svipstundu. Neyðaróp berast úr sporvagninum. Fóik brennur lifandi. Fáir komast út. Einn er orðinn vitstola af kvöilum, æðir í eintóma hringi með logandi klæði og hörund unz hann hníg ur niður. Þá er allt andlit hans brunnið inn að beini. Akandi bíll lendir mitt í eldinum. Bíl- stjórinn er snarráður og ýtir konu sinni, sem situr með hon um í framsætinu, út úr bílnum og fer sjálfur á eftir. Þau verða viðskila í eldinum, og hann staudast um og hrópar látlaust. „Bjargið konunni minni“. Loks hnígur hánn niður. Þeim var báðum bjargað úr eld inum, en hvort hann fær nokk- urn tíma að sjá konu sína aftur, er vafasamt. Hún er með 80 brunasár. „Fiugslys í Múnchen“, 49 fórust. — ★ — ömurleg var aðkoman á slys- staðinn einni stundu síðar. Enn logaði hér og þar og slökkviliðs- menn og björgunarmenn unnu að kappi við að lægja eldinn og bjarga brunnum líkum út úr flakinu. Kváðust jafnvel hinir reyndustu þessara m,ahna sjaldan hafa unnið svo átakanlegt verk. I sporvagninum lágu lík hvert ofan á öðru á gólfinu eða héngu út um glugga og hurðir og sum rétt fyrir utan. Snögglega var bundinn endi á jólaundirbúninginn á Bæjarspít- alanum. Látlaust var komið með slasað fólk af slysstaðnum, hálf- brunnið, limlest, varla þekkan- legt. Sumir voru látnir. Níu liggja milli heims og helju. — ★ — Sporvagnsstjórinn bjó rétt við slysstaðinn. Kona hans kom þangað og fann látinn mann sinn sjálf. Þar settist hún við hlið hans og grét og það þurfti að bera hana burtu. Líkin voru sveipuð pappír og prestar Páls- kirkju gengu um og blessuðu hina látnu. Einnig gengu rann- sóknarlögreglumenn um. Þeir tíndu saman pjáturshnappa, fata tætlur, hringa, lykla. Þeir voru að reyna að þekkja brunnin lík- in. Slíkir hlutir voru einu ábend- ingar, hverjir hinir látnu voru. Um kvöldið hafði aðeins tekizt að þekkja tvö lik. Annað þeirra var sporvagnsstjórans. Er' á leið fylltust borgarbúar angist. Látiáúst var hringt á lög- reglustöðvarnar og lýst eftir ætt inga eða vini, sem ekki hafði komið heim um daginn. Gæti verið, að hann...... þúsuhdir fjölskyldna biðu milli vonar og ótta margar langar og skelfileg- ar stundir. Sumir voru boðaðir á lögreglustöðina til þess að skoða hina fundnu muni og hjálpa til að þekkja líkin. Það hafa verið hræðileg spor. Og þungu fargi hefur verið af margri fjölskyld- unni létt, er hún var öll aftur saman komin. — ★ — En nokkrir biðu án árangurs, og nokkrir þekktu innan um munina hring, men eða nisti ást- vina sinna. Ungur piltur hafði verið í miðborginni og tekið spor vagn heim í stað þess að sækja föður sinn á skrifstofuna, eins og hann var vanur. Er flðirinn kom heim, var pilturinn enn ókominn og móðirin miður sín af angist og kvíða. Faðirinn reyndi að róa hana og sagði, að hann væri ef- laust að horfa á vegsummerkin eftir slysið. En þau biðu árang- urslaust. Pilturinn var ekki að horfa á, hann hafði verið í ó- happavagninum, og daginn eftir könnuðust foreldrarnir við nokkra muni, sem fundizt höfðu London —• (Reuter) — F R E G N I R tóku að berast út um það um áramótin, að brezkir vís- indamenn hafi nú lokið smíði nýrrar og mjög full- kominnar gerðar ratsjár, sem getur á svipstundu „séð“, ef eldflaug er skotið á loft, jafn vel þótt það sé þúsundir mílna í burtu. — ★ — Síðdegisblaðið „Evening Stand ard“ í London, segir að hin nýja ratsjá, sem getur gefið aðvörun um eldflaugarskot, löngu áður en flugskeytið er komið upp fyr ir sjóndeildarhringinn, sé byggff á uppfinningu bandarisks vis- indamanns, dr. William Thaler, sem gangi undir nafninu „Tepee“ — ★ — Blaðið segir, að nú, þegar unnt sé að fá vitneskju um eldflaugar skot nokkrum sekúndum eftir aff það hefir verið framkvæmt, sé lokið fyrsta áfanganum á þeirri leið að finna upp ratsjárkerfi, er geri kleift að sprengja óvina- flugskeyti í loft upp á skotstöðv um þeirra — eða beina eldflaug um af leið þeirri, sem þeim sé ætlað að fara. — Segir blaðið, að rannsóknir á þessu sviði haldi áfram, með fullum stuðningi brezku ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.