Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐiÐ Miðvikudagur 4. janúar 1961 Kærumálin í Keflavík SKÖMMU fyrir jólahátíðina barst kæra til dómsmálaráðu- neytisins á hendur Alfreð Gísla (*yni, bæjarfógeta í Keflavík, fyrir vanrækslu í embættis- •törfum. Kæran var um að ýms mál hefðu ekki fengið nægjan- lega skjóta afgreiðslu, einkum brot á áfengis- og umferðalög- um. Kærandinn var Hilmar Jónsson, bókavörður við bæjar- bókasafnið, og er hann að flestu öðru betur kunnur í Keflavík, en að vera „æsku- lýðsleiðtogi", eins og flokks- blað hans, Alþýðublaðið, kallaði bann. t í fyrstu var því trúað af ýmsum, að kærandanum og að- ítoðarmönnum hans gengi ær- legur leiðréttingarvilji til þess, að fá nokkra brotlega menn dæmda og var látið liggja að því, að sú væri hin fróma ósk bindindismanna í Keflavík. Vinstri blöðin, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn, notuðu sitt stærsta letur um þessa „glæsilegu“ frétt og lagði hvert þeirra út af textanum á sinn hátt — það vakti enga furðu, því hér átti hlut að máli póli- tískur andstæðingur flokkanna, sem að blöðunum standa. Heima í Keflavík þótti kærandanum og skuggasveinum hans mikið liggja við að höggva skarð í vinsældir Alfreðs Gíslasonar, ef verða mætti — enda var frétta- þjónusta þeirra ekki spöruð, og vinstri blöðin öll dæmdu þann kærða þegar sekan um mörg og margvísleg afbrot. Viðbrögð dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, voru snögg og ákveðin. Kæran var tekin alvarlega og rannsókn þegar fyrirskipuð og fram- kvæmd. — Það hefðu þótt póli- tískar árásir ef Alþýðuflokks-, Framsóknar- eða kommúnista- fógeti hefði verið sá kærði. Kærendunum, sem beita Hilm ari Jónssyni fyrir sig, þótti áhlaupið ekki takast nægjan- lega vel, því að heima í Kefla- vík mæltist það mjög illa fyrir, og tóku forystumenn Alþýðu- flokksins að sverja Hilmar Jóns son af sér, og neita því að hér væri á ferðinni hluti af kosn- ingaundirbúningi þeirra. Kærendum og strámanni þeirra þóttu viðtökur almenn- ings ekki svo sem ætlað var, og sendu því nýja grein til allra blaða, nema Morgunblaðs- ins, þar sem hið sanna eðli kærumálsins kemur í ljós — þíð er Alfreð Gíslason, alþingis maður, forseti bæjarstjórnar og forystumaður Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurnesjum, sem skal dæmast — að minnsta kosti i almenningsáliti. í grein þeirra kærufélaga í Alþbl. og Þjóðv. er bæjarfógeta borið á brýn að hylma yfir þjófnað, ölvun við akstur, morð tilraunir við lögregluna og að sleppa þeim sem brjótast út úr fangelsinu í Keflavík. (í meintu tilfelli er um utanbæjarmenn að ræða, sem sitja í fangelsi í Reykjavík og bíða dóms að rannsókn lokinni). 1 grein kærendanna í flokks- blaði þeirra, Alþýðublaðinu, er bæjarfógeti einnig borinn þeim sökum að eyðileggja starf lög- reglunnar með vanrækslu sinni, einnig hið mikla, ágæta og ná- kvæma starf yfirlögregluþjóns- ins. Þessvegna hefur sjálfsagt unnizt tími til að blaða í gegn- um afrit af lögregluskýrslunum og tína þar út heppileg atriði handa sprellikarli Alþýðuflokks ins, Hilmari Jónssyni, til að nota í kæruatriði á hendur lög- reglustjóranum og bæjarfóget- anum í Keflavík. Almenningi er ætlað að dæma málið eftir þeim forsend- um, sem pólitískir andstæðing- ar bæjarfógetans spirrna út úr efni kærunnar, hver sem niður- staða þeirrar rannsóknar verð- ur, sem nú stendur yfir. Það var ekki tilgangur kæruliða að lagfæra það sem aflaga færi í embættisfærslu bæjarfógeta, heldur hitt að valda honum pólitískum hnekki. Af siðustu skrifum Alþýðu- blaðsins og Þjóðviljans, 30. des., er að fullu séð hver tilgangur- inn var með kærumálum þeirra Alþýðuflokksmanna. Vonandi er lítið um mannteg- und Hilmars Jónssonar í öðrum embættishéruðum, því haft er fyrir satt, að fá embætti lands- ins séu ekki „brotleg" um nokkurn drátt á afgreiðslu mála. Öllum hér í Keflavík er kunn ugt um hversu aðstaða bæjar- fógetaembættisins er erfið, hús- næði lítið og ófullkomið og að- eins þeir tveir, bæjarfógeti og fulltrúi hans, sem unnið geta að rannsókn og afgreiðslu mála. Kunnugt er um að bæjarfógeti hefur oft óskað eftir að fá að ráða annan fulltrúa, en það hef- ur ekki fengizt, þrátt fyrir aug- ljósa nauðsyn á auknu starfs- liði. Hér verður ekkert afsakað og enginn dómur lagður fyrirfram á niðurstöður þeirrar rannsókn- ar, sem nú fer fram á kæru- atriðum. Það verður að bíða sins tíma, enda þótt nokkrar hugmyndir séu um að þetta pólitíska skot hafi geigað. Keflavík, 3. janúar 1961. Helgi S. Jonsson. Minkur í f járhúsi ARNESI, 29. des.: — 1 fyrrinótt gerði minkur sig heimakominn í fjárhúsinu á bænum Fagranes- koti í Aðaldal. í fjárhúsinu voru 10 hænur í stíu. Þegar bóndinn, Jón Þórarinsson, kom í fjárhús- ið um morguninn, var minkur- inn búinn að drepa 3 hænur. Ekki tókst Jóni að handsama dýrið. Slapp það inn í fjárhúsvegginn og þaðan í rjáfrið milli sperr- anna. Minkaeftirlitsmanni svsit- arinnar var þegar gert við/art og kom hann fljótt með minka- hund á vettvang, en tókst ekki að veiða minkinn. — Fréttaritari. Stelpulegt MORGUN einn hittum við litla stúlku með hárnálar í höfðinu fyrir utan Morgun- blaðshúsið. — Stendur eitthvað til? spurðum við. Sú litla leit undrandi upp og svaraði: — Já, ég er að fara á jólaball í dag. ★ Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér líka á jóladansleik í Klúbbnum einn kyrrlátan eftir- miðdag. Ballið var byrjað, er hann kom og krakkarnir voru allir að dansa, bæði litlir og stórir krakkar. En það voru ekki jóladans- arnir gamal- kunnu, sem þeir dönsuðu og dans aðir voru hérna áður fyrr, eins og Oli skans og Karl gekk út um morguntíma, — heldur allir nýj- ustu dansarnir, svo sem cha- cha-, samba og jive. Og allir dönsuðu éftir kerfisbundnum takti og voru augsýnilega vel að sér i danslist inni, enda kom á daginn að þenn- an jóladansleik hélt einn af dans skólum bæjar- ins. ★ Það var gam an að virða fyr- ir sér litla fólkið, sem dansaði á gólfinu af lífi og sál. Litlu stúlkurnar voru allar svo fín- ar, í nýjum jólakjólunum sínum, gulum, rauðum, grænum og rósóttum. Þarna sáum við líka stúlku á upp- hlut dansa við jafnöldru sína í bláum pífukjól með slöngu- lokka, sem náðu niður á bak. Og litlu herrarnir voru allir í hvítum skyrtum og nýgreidd ír. Ein lítil hnáta, á að gizka tveggja ára, kom og heilsaði upp á okkur og hallaði undir flatt. Hún kunni ekkert að dansa, gekk bara um gólfið og horfði á hina krakkana. Ef til vill hugsaði hún: — Þegar ég verð stór . . . ★ Við settumst hjá tveimur reykvískum húsmæðrum, frú | öll kunnu þau að dansa Guðbjörgu Oddgeirsdóttur og frú Vilborgu Sigurðardóttur. Dætur þeirra, Jóhanna og Iris, báðar 5 ára gamlar, uðu saman rétt fyrir borðið, og horfðu mæðurna Guðbjörg og Vilborg með börn sín. að dansa Stórasystir kennir litla bróðir að dansa cha-cha-cha stoltar á leikni þeirra. Bróðir Jóhönnu sat á stól og horfði líka á þær. — Hvað heitirðu? spurðum við snáða. — Siggi. — Kannt þú ekkert að dansa? Það kom skrítinn svipur á Sigga: — Júúú, svaraði hann með seimingi. Móðir hans sagði: — Hann byrjaði líka í haust en hætti, enda ekki nema fjögurra ára. Það er nú svona með strákana, þeim finnst svo lítið stelpulegt að dansa og fyrir neðan sína virðingu. — En telpurnar eru þeim mun áhugasamari, skaut frú Guðbjörg inn í. Þær eru allt- «f að æfa sig og hafa alveg sérstaklega mikla ánægju af danstímunum. — Þær hafa kannski verið að kenna ykkur? Nú líta konurnar hvor á aðra og brosa: — Þær eru alltaf að sýna okkur hin og þessi spor. En vel á minnzt, við ætluðum að læra cha-cha-cha eftir útvarp inu en það fór illa. — Nú? — Sjáið þið til, við misstum af byrjuninni og fórum að æfa spor, sem danskennarinn var að lýsa. Seinna kom upp úr kafinu að þetta var karlmanna sporið. Nú, nú, við fórum að æfa dömusporið, en rugluðum svo öllu saman. Nú varð hlé á dansi barn* Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.