Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 6. janúar 1961 ( N0 A DÖGUM feta synir ekki lengur 1 fótspor feðra sinna. Af drengjum, sem búa í borg- um og bæjum Bandaríkjanna, leggja sennilega færri en tíu af hundraði fyrir sig starfs- grein föður síns. Til sveita er hundraðstalan lítið eitt hærri — kringum 23 af hundraði — en þeir eru þó fleiri, sem leggja út á nýjar brautir. Fyrir nokkrum árum var það svo, að ef unglingur var spurður, hvað hann vildi verða, þegar bann yrði stór, var svarið venjulega „sama og pabbi“, eða hann nefndi eitt- Einn af vísindamönnum framtiðarinnar? Synir feta ekki lengur í fótspor feðra sinna hvert það starf, sem þá var mest í tízku: járnbrautar- verkfræðingur, slökkviliðs- maður, bílstjóri eða fótbolta- leikari. Ef þessi spurning er lögð fyrir unglinga nú á dögum, verður svarið sennilega allt frá geimvísindamanni til kaf- bátsstjóna, frá flugskeyta- og eldflaugasérfræðingi til brúar verkfræðinga og ótal fleira. Þetta er ekki undarlegt, þeg ar haft er í huga, að nú er úr 42 þúsund sérgreinum að velja í amerísku þjóðfélagi, en áður var hægt að telja þær á fingrum annarrar handar. Unga fólkið nú á dögum hef- ur úr fleiri starfsgreinum að velja, en þekkst hefur í sög- unni. Tölur þær, er áður eru nefndar, eru byggðar á könn- un, sem gerð var meðal gagn- fræðaskólanema af dr. James S. Coleman, þjóðfélagsfræð- ingi við Johns Hopkins há- skóla. Svör við spurningunni um það, hvaða starf nemand- inn hyggðist taka sér fyrir hendur að námi loknu, sýndu að rúmlega 90 af hundraði af drengjunum í gagnfræðaskól- um í borgum og bæjum, vildu leggja fyrir sig annað en feður þeirra. Færri en tíu af hundr- aði kusu að feta í fótspor föð- ur síns. Seinni hluti könnunarinnar er ætlaður nemendum í hér- aðsskólum í sveitum og sveita þorpum. Sama spurning var lögð fyrir þá, og útkoman var: 23 af hundraði kváðust mundu fylgja fordæmi föður síns, en 77 af hundraði kusu aðrar starfsgreinar. Annað athyglisvert, sem fram kom í sambandi við þessa könnun var, að fleiri nemendur á fyrsta árj í hér- aðsskólum vildu taka upp starf föður síns, en þeir, sem lengra voru komnir. Aukin fróðleikur með frekari lær- dómi virtist opna þeim nýj- ar leiðir og ný áhugamál. 1 lok skýrslunnar segir prófessorinn m. a. svo: „Mun- urinn (á svörum þessara tveggja hópa) er jafnvel at- hyglisverðari, þegar haft er í huga, að atvinnulíf í sveita- þorpum og bæjum verður orðið daufara, þegar næsta kynslóð tekur við. Þjóðfélag okkar breytist með æ meiri hraða, og því geta fullorðnir ekkf ætlazt til, að þeir geti mótað börn sín eftir eigin mynd“. Þessar 42 þúsund sérgrein- ar, sem úr er að velja í nú- tímaþjóðfélagi, opna æsku- fólki okkar daga fleiri tæki- færi en þekkzt héfur í sögu mannkynsins. (Eftir Lynn Poole The Johns Hopkins University) Sextug í dag: Margrét Hálfdánsdóttir frá Hesti FRU MARGHÉT Hálfdánardóttir húsfreyja á Rauðarárstíg 22 á í dag sextugsafmæli. Þessi heiðurs kona er fædd að Hesti í Hestfirði við Isafjarðardjúp. Að henni stendur m. a. hin alkunna og þróttmikla biskupsætt, dr. Jóns heitins Helgasonar og þeirra frænda, sem fjölmennir eru við Djúp og víðar um land. Margrét ólst upp í heimahög- um á fjölmennu og myndarlegu heimili. En 23 ára gömul giftist hún manni sínum Olafi M. Olafs- syni frá Bolungarvík. Stóð heimili þeirra í Bolungarvík til ársins 1944. Þá fluttust þau til Isafjarðar og áttu þar heima til ársins 1948. Það ár fluttu þau til Reykjavíkur og hafa átt hér heimili síðan. Þau hjón hafa eignast 5 börn, tvo syni og þrjár dætur, öll hið mannvænlegasta fólk. En þau urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa annan son sinn í sjóinn. Hin börnin fjögur eru á lifi. Margrét Hálfdánardóttir er ágætis manneskja, þróttmikil og dugandi kona, vel gerð og hrein skiptin ,eins og hún á kyn til. Hún hefur skapað manni sínum og bömúm hlýtt og aðlaðandi heimili, hvort sem það hefur staðið vestur á æskuslóðum KÍNVERSK læknanefnd, á ferðalagi um Evrópu, kom hing- að 3. þ. m. og hefur fárra daga viðdvöl. Fararstjóri nefndarinnar er dr. Hsueh Kung-cho, varafor- seti Kínversku læknavísinda- akademíunnar. Aðrir nefndar- menn eru: Próf. Chang Hsi-chun, pró- fessor í lífeðlisfræði, Peking. Próf. Lan Hsi-chun, prófessor í skurðlækningum, Shanghai. Próf. Chu I-tung, prófessor í meinafræði, Shanghai. • Próf. Liang Chih-chuan, pró- fessor í lífeðlisfræði, Peking. Dr. Chu Shou-ho, barnasjúk- dómalæknir. Pekine. þeirra eða hér syðra. Af henni jafnan „gustur geðs og gerðar- þokki stóð“, eins og sagt var um merkan mann fyrr á tíð. Frú Margrét hefur þrátt fyrir sonarmissi átt fjölskylduláni að fagna. Olafur eiginmaður hennar er maður greindur og gegn. Börn þeirra eru myndarfólk. Sjálf hef ur Margrét Hálfdánsdóttir notið trausts og vinsælda meðal þeirra er kynntust henni. Ég þakka henni og fólki hennar gömul og góð kynni um leið og ég bið henni blessunar sextugri. S. Bj. Kínversku gestirnir hafa ósk- að eftir að kynnast íslenzkum heilbrigðismálum og stofnunum eins og föng eru á. í ávarpi frá nefndinni segir m. a.: „Þótt langt sé milli landa eru þjóðir vorar tengdar vináttu- böndum. ísland er fagurt land með gagnmerka menningu allt frá fornu fari. íslendingar eru orðlagðir fyrir iðjusemi, fram- sækni og friðarvilja. Vér treyst- um því að geta rætt hér sam- eiginleg áhugamál í læknafræð- um við starfsbræður vora ef verða mætti þeim fræðum til eflingar og til að treysta vin- áttu þjóða vorra“. Kínversk neind iækna siödd hér Þóröur Tómasson Minning ÞORÐUR bóndi Tómasson að Eystri-Hóli í Rangárþingi andað- ist 9. desember 1960. Hann var fæddur að Húnakoti í Þykkva- bæ 11. júlí 1872. Foreldrar hans voru Jóhanna Jónsdóttir Sigurðssonar prests að Kálfholti. En faðir, Tómas Þórð arson Jónssonar frá Sumarliða- bæ í Holtum. Þórður Tómasson missti báða foreldra sína áður en hann var 12 ára, varð því snemma að fara að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Ekki flækt ist þó drengurinn víða. Eftir for- eldramissinn fór hann til Ein- ars bónda Guðmundssonar að Rifshalakoti, og var þar þangað til að hann fór að búa. Að vera vinnumaður hjá Einari bónda í Rifshalakoti, var í þá daga, góð- ur og hollur skóli, ungum og efnilegum mönnum, því að Einar var hinn mesti búhöldur sem heimtaði mikið af sjálfum sér og vinnufólki sínu. Þórður Tómas- son giftist 1892, Guðrúnu Olafs- dóttur frá Sumariiðabæ, góðri og gáfaðri stúlku, hinum mesta bú- fork. Þau bjuggu fyrst að Litlu- Tungu í Holtum, en fluttust síð- an að Eystri-Hóli í Landeyjum, keyptu þá jörð, og bjuggu þar upp frá því. Þórður Tómasson og Guðrún Olafsdóttir eignuðust 5 börn. Þrjú eru á lífi: Helga gift Stefáni bónda Guðmundssyni að Eystri-Hóli, Sigríður gift Friðrik oddvita Jónssyni að Hvestu í Arn arfirði, Þorkell skrifstofumaður í Reykjavík, giftur Olöfu Krist- jánsdóttur. Fósturdóttur áttu þau hjón, Aðalheiði Guðmunds- dóttur, og naut hún sama ást- rikis, og böm þeirra hjóna, tek- ur og arf með þeim. Öll eru þessi börn menntað, gott og dug andi fólk. Þórður og Guðrún byrj uðu búskapinn efnalaus að kalla, Frh. á bls. 23 EngiU horiðu heim NÆSTKOMANDI laugardag verður 20. sýningin á „Engill, horfðu heim“ í Þjóðleikhúsinu. Leikrit þetta er eitt vinsælasta verk sem Þ(jóðleikhúsið hefur sýnt um langan tíma og eru all- ir, sem séð hafa leikinn sammála um, að hér fari saman ágæt leik- stjórn, góður leikur og stórbrot- ið efni. „Engillinn" er sjöunda leikritið sem Baldvin Halldórs- son hefur sett á svið hjá Þjóð- leikhúsinu. Flestar sýningar, sem Baldvin hefur stjórnað hafa heppnazt mjög vel og hafa þær allar einkennzt af mikilli vand- virkni og listfengum vinnu- brögðum. „Dagbók Önnu Frank“, „Horfðu reiður um öxl” og „Engill, horfðu heim“ hafa þó náð mestum vinsældum. Sigurður Grímsson segir í ritdómi sínum um „Engilinn” 11. okt. sl.: „Baldvin Halldórsson hefur sett leikinn á svið og ann- azt leikstjórn. Hefur það vissu- lega ekki verið létt verk, þvi að auk þess, sem persónurnar eru margar, er leikritið sjálft þann- ig, að það gerir ítrustu kröfur til skilnings leikstjórans og smekkvísi. Hefur Baldvin verið vandanum vaxinn því að leikrit- ið nýtur sín til fulls, ekki sízt þar sem átökin eru mest“. Sveinn Einarsson segir í Al- þýðublaðinu um þessa sömu sýn- ingu 11. okt. sl.: „Leikstjórinn Baldvin Halldórsson er enn ung- ur maður og það, sem kallað er efnilegur. En ég fæ ekki betur séð en hann hafi vaxið af þess- ari sýningu“. Asgeir Hjartarson segir í Þjóð- viljanum 11. okt. sl. um „Engill, horfðu heim: „Akaft lófaklapp, tíðir hlátrar og djúp athygli frum sýningargesta var allt annað og meira en venjuleg kurteisi. „Engill, horfðu heim“ vakti hrifningu og á eftir að vinna mikla og almenna hylli“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.