Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. janQar 1961
MORGUISBLAÐIÐ
13
Tdmas Guðmundsson
skáld sextugur í dag
TÓMAS Gðmundsson, skáld er
sextugur í dag, hinn 6. jan. Hann
dvelst nú ásamt fjölskyldu sinni
erlendis. En í tilefni þessa merk
isafmælis kemur út hjá Helga-
felli ný heildarútgáfa af ljóð-
mælum Tómasar með inngangi
um Ijóðagerð hans, eftir Krist-
ján Karlsson. Morgunblaðið hef-
ur fengið leyfi til að birta kafla
úr þes.jiim inngangi og fara hér
á eftir upphafsorð K. K. að rit-
gerðinni ásamt þriðja og fjórða
kafla hennar að mestu óbreytt-
um. Efni hinna kaflanna er á
þessa leið: 2. kafli ritgerðarinnar
fjallar um þjóðfélagslegt gildi
skáldskapar; 5. kafii um fyrstu
bók Tómasar, Við sundin blá; 6.
og lengsti kaflinn um málfar
hans og endurnýjunarhlutverk í
islenzku skáldskaparmáli; 7.
kafli um heimspekilegt tákn
fljótsins í skáldskap Tómasar.
Morgunblaðið óskar Tómasi
Guðmundssyni og fjölskyldu
hans allra heilla á ókomnum
tíma.
Tómas Guðmundsson er ást-
sælt skáld. Ljóðrænir töfrar
■kvæða hans bjóða heim hlýjustu
lofsyrðum málsins. Svo hug-
þekkur er maðurinn bak við
kvæðin og svo persónulegur er
andi þeirra sjálfra, að mannlegt
viðhorf lesenda til þeirra verður
skilmerkilegast táknað með per-
sónulegum orðum eins og ástúð
og vinarhug.
En hve langt sem kvæði Tómas
ar ganga til móts við lesandann
í ljóðrænni hreinskilni og opin-
skáu tungutaki, eru áhrif þeirra’
furðulega margslungin engu að
síður. Alþýðleg og engan veginn
óheilbrigð skoðUn hefir lengi tal-
ið, að Ijóðræn fegurð skáldskap-
ar sé bezt óskýrð; og Ijóðrænir
töfrar Tómasar Guðmundsson-ar
einir myndu vissulega endast
honum til ástsældar og langlífis
í sögunni, án minna útlistana eða
annarra. En birta orðanna og
angan, tærleiki og kliður mál-
farsins í þessum skáldskap er
einatt svo áfengur, að oss kann
stundum að sjást yfir skugga
hans og andstæður, dýpt hans
og styrkleik. Eg læt liggja milli
hluta, hvort allur meiri háttar
kveðskapur þurfi skýringa við
eða öllu heldur, hvort skýringar
geti gefið honum aukið gildi. En
hitt er víst, og skilur á milli
feigs og ófeigs, að hann þolir
skýringar og jafnvel rangar skýr
ingar. Auk þess heimtar bók-
menntasagan sitt, og hún er vita
skuld ekki einungis saga bók-
menntanna heldur jafnframt á
hverjum tíma saga vorra eigin
hugmynda um bókmenntir, og í
hennar ljósi breytist skáldskap-
ur tungunnar raunverulega frá
kynslóð til kynslóðar, eftir því
sem smekkur, siðir og listræn
sjónarmið taka breytingum. Þær
fábrotnu athugasemdir, sem hér
fara á eftir, eru viðleitni til að
lýsa nokkrum þeim eiginleikum,
sem gera skáldskap Tómasar Guð
mundssonar að meiri háttar
skáldskap, hvað sem tímabundn
um sjónarmiðum líður, og í
þeirri vissu gjörðar, sð um slík-
an skáldskap eigi takmarkaðar
athugasemdir fullan rétt á sér
og séu ekki unnar fyrir gýg; jafn
gagnlegt og það getur verið að
finna skáldi réttan stað í bók-
menntunum og bókmenntasög-
unni, er einhlít og algild niður-
staða varla æskileg. Hún væri
í raun og veru dauðadómur á
skáldskap. Og því meira í sér sem
verk einhvers skálds er, því fjar-
lægari er slík niðurstaða.
★
Með Fögru veröld varð Tómas
Guðmundsson í samri svipan
þjóðskáld og höfuðskáld. Frá því
að bókin kom út í nóvember 1933
og til jafnlengdar næsta ár var
hún endurprentuð tvisvar sinn-
um. Fyrsta útgáfa seldist upp
á örfáum dögum. Svo mikil eftir-
spurn um ljóðabók mun vera
einsdæmf í íslenzkri bókmennta-
sögu. Með eigi minni sanni en
Byron við útkomu Childe Harold
mátti Tómas Guðmundsson segja:
,,Eg vaknaði einn morgun og var
orðinn frægur“.
Nú verður aftur hlýtt
og bjart um bæinn.
Síðari kynslóðir þurfa tæplega
að fara í grafgötur um það,
hvers vegna Reykjavík fagnaði
Tómasi Guðmundssyni svo ákaft
sem sínu skáldi og bæjarstjórn-
in braut blað í sögu sinni til að
veita honum sérstök verðlaun
með fararstyrk til Suðurlanda.
Fullyrða má, að enginn listamað
ur hefir átt jafnríkan þátt í að
móta hugmyndir landsmanna um
Reykjavík sem nútímaborg með
stórborgarlífi langt umfram
stærð sína né vekja skyn þeirra
á fegurð hennar. Þar sem önnur
skáld höfðu einkum ort um út-
sýnina frá Reykjavík, yrkir
Tómas um útsýnina inn á við í
bænum. Fyrir daga hans ortu
menn um Reykjavík sem sögu-
stað í fögru umhverfi, en bæinn
sjálfan sem hæpinn fegurðar-
auka. Enda þótt flest skáld lands-
ins á síðari tímum hefðu búið
langvistum í Reykjavík, voru þau
grunsamlega fáorð um bæinn, og
enn eldi vissulega eftir af göml-
mn hugmyndum um Reykjavík
sem einhvers konar útlenda só-
dómu í saklausu íslenzku þjóð-
lífi. Það var ekki ýkjalángt síðan,
að Einarf Benediktssyni hafði
þótt nauðsynlegt að staðhæfa, að
með Fróní er ,,Víkin“
dygg og trygg og sönn.
Enginn maður hafði stórbrotn
ari hugmyndir á sínum tíma um
framtíð Reykjavíkur en Einar
Benediktsson, en samt hét hún
ennþá „Víkin“. Það mætti vera
ofurlítill mælikvarði á skilning
manna á tungutaki, hugmyndum
og smekk Tómasar Guðmunds-
sonar, að þeir fyndu, hve óhugs-
andi væri, að hann talaði nokk-
urn tíma um „Víkina“. 1 stað
þess að yrkja um sögu Reykja-
víkur og afsaka nútíð hennar,
yrkir Tómas bæði fagnandi lof-
söngva og ástúðlega gagnrýni um
borgina eins og hún er. Og hann
yrkir ekki einungis um þá nýju
íslenzku fegurð, sem stræti henn
ar, höfn, malbik og garðar hafa
að geyma, heldur einnig um at-
hafnalíf hennar, örlög og hætti
bæjarbúa. Segja má, að tími hafi
verið til kominn og að Tómas
hafi komið á réttum tíma. Reykja
vík var um það bil orðin borg
og þurfti að mynda sér hugmynd-
ir um sjálfa sig. Eins og hjá ung-
lingi á gelgjuskeiði voru hug-
myndir hennar um útlit sitt dá-
lítið óvissar. Hvað var þá meira
virði, en uppgötva hreina nýja
fegurð í því sem helzt þótti ábóta
vant í nýrri stórborg?
En sóldaginn sumarlangan,
fer saltlykt og tjöruangan
um ströndina víða vega.
Hr grjótinu gægist rotta.
Og gömlu bátarnir dotta
í naustunum letilega.
Þetta var þokki og fegurð
gamals tíma. Sjálf rottan er við-
felldin — í réttu umhverfi. Og
það var kannske ennþá frum-
legri uppgötvun, en dulúðug
kvöldfegurð, þó að hún birtist
í skáldlegri skynjun, sem samein
ar margræða merkingu einföld-
um unaðsleik:
Því þá kemur sólin og sezt þar.
Hún sígur vestar og vestar
um öldurnar gulli ofnar.
Og andvarinn hægir á sér.
Astfangin jörðin fer hjá sér,
unz hún snýr undan og sofnar.
viðbragðsfljótt, fimlegt og ríkt
að örum blæbrigðum. Það var
með öðrum orðum mjög bæjar-
legt. I þessari persónulegu ljóða-
gerð hafði að sínum hætti rætzt
draumur ungrar borgar um sið-
fágað talmál.
Kreppuárin fóru að með vax-
andi svartsýni og takmarkaðri
trú á lífsgildi. En Fagra veröld
varð ekki aftur tekin, og það var
ótvíræð gæfa reykvískri og þar
með íslenzkri menningu, að
skáld með lifsviðhorfum og sið-
menntandi málfari Tómasar Guð
mundssonar varð fyrstur til að
gefa bænum ákveðinn svip í bók
menntum og vitund manna. Mörg
skáldleg skynjun Tómasar er nú
runnin mönnum svo í merg og
bein, að þeir vita varla, hvaðan
hún er komin. En hver, sem áttar
sig á gildi hennar, hefir skilið
Tómas Guðmundsson
Tákn nýs tíma er hins vegar
að finna í ,,fagnandi hraða" bæj-
arlífsins. Eða við höfnina:
Hér streymir örast
í æðum þér blóðið,
ó, unga, rísandi borg!
Frumlegasta tákn nýs tíma og
nýrra trúarbragða — er kola-
kraninn „með kaldan musteris-
svip“.
Raust hans flytur
um borg og bryggjur
’boðskap hins nýja dags.
Menn þurftu ekki lengur að
efast um tilfinningar sínar gagn-
vart miðbænum, þó að hann virt
ist einungis ósjálegt verzlunar-
hverfi. Hann var, eins og menn
fundu, heimkynni ástar, fegurðar
og æsku.
Og hér var auk þess á ferðinni
nýtt málfar, sem borgin átti eða
gat eignað sér. Það leysti hefð-
bundin vísuorð úr læðingi, án
þess að sundra þeim, gæddi þau
óviðjafnanlegri mýkt og sveigj-
anleik. Það var viðhafnarlegt, án
þess að vera hátíðlegt; fyndið,
en ástúðlegt:
Sjá göturnar fyllast
af Astum og Tótum,
með nýja hatta
og himinblá augu,
á hvítum kjólum
og stefnumótum.
Myndir þess vovn einatt sam-
anþjappaðar í pardoxa, mótsagn
ir og orðaleiki, án þess að það
yrði nokkurn tíma kaldhamrað
eða tyrfið. Það var jafnvel eins
og fcungutakið yrði því mýkra og
nærtækara sem merking þess var
samsettari og flóknari. Það var
að nokkru marki, hvriíkur áfangi
Fagra veröld er í menningarsögu
Isiendinga.
★
Mikill skáldskapur er einatt
margræður svo að það má lesa
hann á ýmsa vegu. Vandinn er
ekki sá að komast að einfaldri
niðurstöðu, heldur forðast hana,
þangað til allir möguleikar eru
komnir til skila. Og þá eru
reyndar líkur til að niðurstaðan
verði ekki svo einföld. Þetta er
sú áhætta sem menn verða heizt
að vera undir búnir.
Skáldskapur Tómasar Guð-
mundssonar er einatt ,,skemmti-
legur“ og áríðandi í senn, gam-
ansamur og ábyrgðarmikill í
sömu andrá. Gaman og alvara
eru hér óaðskiljanleg. Þau skapa
hvort öðru stöðugt aukna merk-
ingu og kvæðunum nýjar og ó-
væntar víddir. Þannig er ríkt
gamanskyn nauðsynlegt til að
komast að alvöru kvæðanna —
og alvörugefni til að meta gam-
anið að verðleikum. Hætt er við,
að þá menn, sem áfellast þenn-
an skáldskap fyrir „alvöruleysi“
skorti sjálfa ekki síður nauðsyn-
lega alvörugefni en gamanskyn;
að minnsta kosti þá tegund al-
vörugefni sem þolir prófraun
gamansemi.
Þessi skáldskapur gerir þá
menningarkröfu til lesandans
að hann sé undir það búinn, að
skynja óskyldar hugmyndir sem
eina, halda siamsettum tilfinn-
ir.gum í jafnvægi, fresta eða af-
neita einföldum niðurstöðum,
hugsa á jákvæðan hátt í mót-
sögnum. Sú þroskandi ánægja,
sem þessi andlega íþrótt — og
áhætta — veitir lesandanum, er,
ef ég skil Eliot rétt, í fullu sam-
ræmi við hina frægu skilgreiin'
ingu hans, er að framan geturi
að skáldskapur sé „skemmtun
á hærra stigi“. Að sama skapi
á orðið skemmtun í hinni
venjulegustu merkingu einka*
vel við ljóðagerð Tómasar Guð-
mundssonar. Hann er áreiðaiw
lega, ásamt Jóna.i, skemmtilegjj
asta skáld tungunnar.
Eins og kunnugt er, átti Tónw
as um skeið þátt í því að skrifa
gamanleikrit, revíur, fyrir reyk-
vísk leiksvið og hóf þennan
smávaxna en tímabæra og ’eng-
an veginn ómerka lággróður
skemmMkveðskaparins upp I
ríki bókmenntanna. Mér er ekki
fullljóst hvort beinna áhrifa
þessa kveðskapar gætir í hinum
meiri háttar skáldskap hans, en
ekki er ólíklegt, að revían hafi
átt einhvem þátt í að örva hina
einstöku kímni hans, fyndni og
náðargáfu til að vekja gleði
manna. Á svipaðan hátt þjálfaði
Jónas Hallgrímsson sína fín-
gerðu og skrýtnu gamansemi
í bréfum sínum og gamankvæð-
um til kunningja sinna.
Þó að gamansemi Tómasar
verði ekki skilgreind til hlítar
né aðskilin frá öðrum aðalþátt-
um listar hans, má það varpa
nokkru ljósi á tæknilega fjöl-
hæfni hans að athuga hana nán-
ar. Frá ,,fræðilegu“ sjónarmiði er
hægt að aðgreina hana hér og
hvar í þrjá flokka að minnsta
kosti: hreina gamansemi, fyndna
mótsögn eða paradox, og háð.
Ágætt dæmi um háðkveðskap
er hin fræga „Fjallganga", þar
sem sjálft form og hrynjandi
kvæðisins hermir eftir andstutt-
um — og andlausum — ákafa
fj allgöngumannsins.
Standa aftur upp og rápa.
Glápa.
Skyldi vera til í kveðskap öllu
merkingarríkari lína jafnstutt?
Annað gott dæmi er „Bréf til
látins vinar“, sem endar svona:
Og hér eru margir horfnir frá
þeirri trú,
að heimurinn megi framar
skaplegur gerast,
og sé honum stjórnað þaðan sem
þú ert nú,
mér þætti rétt, að þú létir þau
tíðindi berast.
Menn geta ráðið því, hvort þeir
skilja þessar línur sem góðlegt
háð um spíritismann eða sem
tært gaman. „Afturhvarf“ er
enn eitt sýnishorn af ádeilu og
háði — með ívafi af paradox:
því þér gefst enginn friður fyrir
því,
sem fólkið almennt nefnir vinnu
gleði.
Sem dæmi þess, er ég hefi kall-
að hreina gamansemi eða gam-
ansemi án frekari tilætlunar, má
nefna „Kvæðið um pennann". En
svo einföld gamansemi er óal-
gengari í kvæðum Tómasar en
hin, sem býr yfir fjölbreyttari
merkingu og heimspekilegum
grunntón. Til dæmis kunna síð-
ustu línurnar í „Austurstræti" að
virðast, í fljótu bragði, hreint
gaman:
Og kaunmenn þínir
sönnum auði safni
og setji hann
í örugg fyrirtæki,
ef ekki þessa heims,
þá hinum megin.
En „sönnum“ og „örugg“ erix
hér auðvitað lykilorð að tvö-
faldri merkingu og' orðaleik,
sem er að minnsta kosti alveg
hliðstæður heimspekilegum para
dox. Paradox, gamansamur, al-
varlegur eða hvort tveggja i
senn, er einn hinn mikiivægasti
og frumlegasti þáttur í skáld-
skapartækni Tómasar Guð-
mundssonar og verður í með-
ferð hans nýjung í íslenzkum
skáldskap. Sem hugmýndaform
í kveðskap Tómasar er paradox
ekki tilfundið listbragð, heldur
eðliseinkenni og ein megin-
Framh. á tis. 14 i