Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. janúar 196i V Danmerkurfarar Ármanns ásamt þjálfara, Ásgeir GuSmunds mönnum á æfingu KÖRFUKNATTLEIKSMÓTI Reykjavíkur lauk fyrir jólin. Þetta var eitt skemmtileg- asta körfuknattleiksmót, sem háð hefir verið hér á landi. Yfirleitt mátti sjá greinilega framför hjá flestum liðun- um, leikir voru tvísýnir og oft vel leiknir. En það sem fyrst og fremst vakti athygli mína, var hin glæsilega frammistaða hjá ýmsum úr flokki hinna yngri leik- manna. ■Á Góður efniviður Sá efniviður, sem er að vaxa upp í dag, lofar góðu um fram- tíð körfuknattleiks á íslandi. Haldi hinir ungu menn áfram að æfa af ástundun og kostgæfni, þá verður þess ekki langt að bíða, að íslenzkir körfuknattleiksmenn geti sett markið hærra heldur en að glíma við frændur vora Dani. Eitt af fyrstu verkefnum vænt- anlegs körfuknattleikssambands verður að koma á landsleikum og undirbúa þátttöku íslands í Evrópukeppni í körfuknattleik, svo fljótt, sem auðið er. ■Á Undirstaðan er stöðug þjálfun Það er með körfuknattleik, eins og aðrar íþróttagreinar, að góður árangur næst aðeins með stöðugri og markvissri þjálfun. Og það er ekki nóg að æfa t.d. eina tegund af körfuköstum, sem manni gengur vel að ná árangri með. Það þarf að leggja áherzlu á alhliða þjálfun og æfa bezt það, sem manni gengur erfiðast með. Æfingamar verður að taka með alvöru og þó að ýmsum finn ist leiðinlegt að æfa vítaköst, þá eru það vítaköstin, sem oftast ráða úrslitum í leik, þegar út í keppnina er komið. Árangur körfuknattleiksmanna okkar í vítaköstum er vægast sagt léleg- ur og bendir það til að ekki sé lögð sú áherzla á þessar æfingar, sem skyldi. t heimsókn til Ármenninga Ármenningar hafa verið sigur- sælir í yngri flokkunum á Reykjavíkurmótinu. Þeir sigruðu bæði í II. fl. og III. fl. og þessi árangur ásamt fyrri kynnum af hinni glæsilegu keppnisför II. flokks til Danmerkur sl. vor, varð til þess að ég brá mér í heimsókn á æfingu hjá Ármenn- ingum nú fyrir skömmu. Böfuðstöðvar Ármenninga eru í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Fyrir aldarfjórð- ir Karfa og handknattleikur eiga ekki samleið Ég potaði mér út í hornið, þar sem nokkrir strákar stóðu, sveitt ir og vígmóðir og fór að spyrja þá hvernig æfingarnar gengju. Þeir svöruðu greiðlega og sögðu: „Eins og þú sérð, þá erum við orðnir of margir fyrir svona lítið húspláss og aðeins tvær körfur. Það eru alltaf að bætast við ný andlit í hópinn og nú verður byrjað með fjórða flokk“. „Er áhuginn hjá unglingunum Knattmeofero æfð undtr stjorn Asgeirs. margir piltar gengið upp úr II. fl. svo að félagið geti nú sent lög legt lið á Islandsmótið í meistara flokki og að sjálfsögðu séu Ár- menningar staðráðnir í að sigra. Þeir sem fylgzt hafa með Ár- menningum nú undanfarið, vita að á næsta íslandsmóti geta þeir orðið hinum liðunum hættulegir keppinautar. syni, og Boga Þorsteinssyni. fararstjóra í förinni. (Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson) Fyrirliði 2. flokks tekúr við sigurlaunum á Keykiavikur- mótinu. — ungi, þegar húsið var tekið í notkun, þá var þetta glæsilegasta íþróttahöll höfuðborgarinnar. Nú er húsið við Lindargötuna orðið alltof lítið, enda var körfuknatt- leikur ekki til á íslandi í þann tíð og húsið byggt fyrst og fremst til glímu- og fimleikaæf- inga .En þrátt fyrir þröng salar- kynni, hefir körfuknatleiksdeild Ármanns verið þarna til húsa allt frá stofnun, eða í 8 ár og vaxið og dafnað og er nú að sprengja utan af sér húsnæðið. Þegar' ég kom á æfinguna hjá Ármenningum, klukkan 9 um kvöldið, þá voru blómarósirnar úr kvennaliðinu að búast til brottferðar. Sumir eru alltaf jafn óheppnir, svo að ég varð að láta mér nægja að horfa á æfingu hjá piltum úr III. flokki. Tvö lið voru í hörku keppni og ennþá stærri hópur beið í einu horninu eftir að röðin kæmi að þeim. Ásgeir Guðmuijdsson þjálfari stöðvaði leikinn, fyrsti hópurinn fór í hornið, en næsti flokkur hóf hina erfiðu baráttu við að koma knettinum í netið. Sveittir og ánægðir börðust þess- ir ungu piltar eins og þeir væru í úrslitaleik á íslandsmóti. Þröng ur salurinn orsakaði árekstra, þegar hraðinn var meiri, heldur en knattmeðferðin leyfði. En strákarnir létu slíkt ekki á sig fá og hlýddu flautu þjálfarans möglunarlaust. fyrir körfuknattleik að vaxa?“ „Já, það er alveg áreiðanlegt. Þetta er svona hjá öllum félög- unum. ÍR er t.d. með ein sex lið í fjórða flokki og aðsóknin er víst jafngóð hjá KR og KFR. Síð- an að farið var að kenna körfu- knattleik í skólunum hefir áhug- inn vaxið, en það er ekki til nægi legt húsrúm handa okkur öllum“. „Æfið þið ekki handknattleik líka?“ „Jú flestir eru líka í handbolta, en það fer ekki vel saman. Ef maður ætlar að ná einhverjum árangri, þá verður maður að snúa sér eingöngu að annari hvorri íþróttinni". „Og þið ætlið að snúa ykkur að körfunni?“ „Já, okkur finnst karfan skemmtilegri". Nú er ljósmyndarinn kominn, svo að ekki vinnst tími til frekari viðræðna að sinni. Piltarnir raða sér upp til myndatöku og Sveinn ljósmynd- ar hvern hópinn á fætur öðrum. Að myndatökunni lokinni hefst æfing hjá II. fl. og meistarafl. og það er ekki fyrr en að æfingu lokinni, sem mér tekst að ná tali af Davíð Helgasyni, formanni körfuknattleiksdeildarinnar. — Davíð segir mér að í deildinni séu nú 50 piltar og 18 stúlkur, deildin hafi verið stofnuð árið 1952 og að aldrei hafi fleiri ung- lingar sótt um upptöku, en ein- mitt nú í vetur. Davíð fræðir mi2 á bví að um áramótin hafi ■Á Skjótþroska unglinga skortir verkefni Á leiðinni niður í bæ, ræðum við Ásgeir Guðmundsson um æsk una og körfuknattleik og upp- eldislegt gildi íþrótta. Ásgeir seg ir: „Það er ekkert efamál að ung lingarnir eru í dag betur líkam- lega þroskaðir, heldur en jafn- aldrar þeirra voru fyrir 20—30 árum eða svo. Þessir unglingar þurfa að fá útrás fyrir lífsorku sína og athafnaþrá. Líttu á alla krakkana, sem eru að ráfa þarna tilgangslaust niður í Austurstræti og virðast ekkert hafa fyrir stafni. Fjöldi þessara unglinga mundi vilja æfa íþróttir, körfu- knattleik eða handknattleik, en það er hvorki til húsrými, til að talca við öllum þessum fjölda, né heldur nægilega margir þjálfarar hjá félögunum. Þeir peningar, sem er varið til að ná ungling- unum af götunni og skapa þeira skilyrði til hollra frístundaiðk- ana og íþróttaþjálfunar, eru bezta innleggið í varasjóði fram- tíðarinnar, en er ekki þetta inn- legg okkar allt of lítið?“ Ég veit að Ásgeir talar hér bæði af þekkingu og reynslu. Hann er kennari, auk þess sem hann hefir þjálfað Ármenning- ana í körfuknattleik. Ásgeir er því öllum hnútum kunnugur. Hann veit hvar skórinn kreppir að og hann hefir reynsluna af uppeldisgildi íþróttanna. Ásgeir Guðmundsson er ekki eini íþróttaleiðtoginn, sem kvart- ar undan fjárhagsörðugleikum íþróttahreyfingarinnar. — Öll í- þróttasamtök í landinu hafa sömu sögu að segja, kostnaður vex, en tekjur minka. Happ- drætti eru hætt að borga sig og enginn sækir hlutaveltur lengur. Ef slíku heldur áfram hlýtur starfsemi ýmissa félaga að drag- ast saman. Hefur þjóðin efni á að vanrækja æskuna? Er tekjum rik isins af áfengisverzlun og tóbaks- sölu betur varið á annan hátt, en að láta þær renna óskiptar til íþróttahreyfingarinnar og félags- legs uppeldis æskunnar í land- inu? —. BÞ. Enska knattspyrnan ÞRIÐJA umferð ensku bikar- keppninnar fer fram á morgun (laugardag). Koma nú liðin úr I. og II. deild til keppni og er þetta því af mörgum nefnd hin eigin- lega fyrsta umferð keppninnar. Leikirnir eru þessir: Aldershot — Shrewsbury Brighton — Derby Bristol Rovers — Aston Villa Burnley — Bournemouth Cardiff — Manchester City Chelsea — Crewe Chesterfield — Blackburn Everton — Sheffield U Gillingham — Leyton Orient Hull — Bolton Leicester — Oxford Lincoln — W.B.A. Liverpool — Coventry Luton — Northampton Manchester U. — Middlesbrough Newcastle — Fulham N. Forest — Birmingham Plymouth — Bristol City Portsmouth — Peterborough Preston — Accrington Reading — Barnsley v Rotherham — Watford Scunthorpe — Blackpool Sheffield W. — Leeds Southampton — Ipswich Stockport — Southport Sunderland — Arsenal Swansea — Port Vale Tottenham — Charlton West Ham — Stoke Wolverhampton — Huddersfield York — Norwich Þau 16 lið, sem sigra í þessan umferð munu keppa í fjórðu um- ferð sem fram fer 28. janúar n.k. Fimmta umferð fer síðan fram 18. febrúar og sú sjötta 4. marz. Undanúrslit fara síðan fram 18. marz og úrslitaleikurinn verður háður á Wembley-leikvanginurn í London 6. maí. Á síðasta ári sigraði Wolver- hampton í þessari vinsælu keopni er þeir unnu Blackburn í úrslita- leiknum. Skautamót Islanas SKAUTAMÓT íslands 1961 verður haldið á Akureyri 28. jan. nk. Keppt verður á þess- um vegalengdum: Skautahlaup karla: 500, 1500, 3000 og 5000 metrum. Skautahlaup kvenna er áformað ef næg þátttaka fæst og þá kenpt í þessum vega- Frh á bls. 23 Með ungum áhuga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.