Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 6. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður vörður — „Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og uppheiminn fegri en i augað sér, mót öllum oss faðirinn breiðir". V (Einar Benediktsson). 1 dag er til moldar borinn ' (Guðm.) Sigurður Jóhannesson húsvörður við Gagnfræðaskól. við Vonarstræti í Rvík. Hann lézt á Hvítabandinu 27. des. s.l. á 66. aldursári. Fæddur var hann að Bessa- stöðum í Mýrahreppi, Dýrafirði, 20. maí 1895, skammt frá Mýr- um, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau hjónin: Sólveig Þórðardóttir og Jóhannes Guð- mundsson. Stóðu að honum sterk ir stofnar vestfirzkra bænda í báðar ættir, sem ekki skal rakið hér. Haustið 1899 drukknaði faðir hans á Dýrafirði 10. okt. ásamt móðurbróður: Jóni Þórðarsyni og þriðja manni, öllum úr Mýra- hreppi, er þeir voru að inna af hendi þjónustu við landhelgis- lögin undir forystu sýslumanns V.-ísafjarðars., Hannesar Haf- steins er komst með naumindum lífs af úr því ,,þorskastriði“ við Breta, upp við landssteina Dýra- fjarðar. Og mun sá „ljóti leik- ur“, „Jóns Bola“ ekki líða úr minni þeirra er þá voru komn ir til vits og ára í Dýrafirði um aldamótin. Eftir fráfalil föðurins, fluttist ekkjan með 3 börn sín að Meira- Garði þar sem systir hennar: Sigríður Þórðardóttir og Kristján Ólafsson, skipstjóri, maður henn ar stýrðu búi með miklum mynd arbrag. Sólveig Þórðardóttir var mik il tápkona og fórnaði öliu sínu þreki til forsjár barna sinna. En 1900 á jólanótt varð hún að þola þá raun að missa einkadótt urina Guðbjörgu 13 ára, mestu efnisstúlku. Sannaðist þá, sem oftar hin mikla lífsspeki skálds ins að: „Bölið manns sjálfs er því bærra, sem hugur og hjarta er stærra" Voru þá eftir þeir synirnir: Sig urður sál. og Ingimundur, núver andi fræðslumálafulltrúi í Rvík. Sigurður naut náms við ung- mennaskóla sr. Sigtr. Guðlaugs- aonar að Núpi, hins þjóðkunna æskuleiðtoga. Og að því loknu innritaðist hann 1912 til búfræði náms að Hvanneyri og lauk þar námi 1914. Að loknu námi að Hvanneyri, vann hann að jarðabótastörfum bæði í Borgarfirði og í Húna- vatnssýslu, eftir að hann flutt ist þangað. 18. apríl 1918 kvæntist hann. Kristínu Jónsdóttur frá Brekku í Þingi í Húnavatnssýslu, hinni mestu dugnaðar- og myndar konu. Jafnhliða jarðræktarstörf um hafði Sigurður ætíð búskap til að styðjast við, og mun kona hans Iiafa átt þar ómæld dags- verk í fjarveru manns síns og veikindaforföllum. Þau hjón eignuðust 5 syni (1 dó í bernzku). Hinir 4 sem upp komust eru: Björn, járniðnaðar maður (dáinn 29. maí 1959), kvæntur Guðrúnu Ebenesersdótt ur. Jóhannes Sölvi, bóndi að Hellu á Árskógsströnd í Eyja- firði, kvæntur Halldóru Ólafs- dóttur. Ingimar, járniðnaðarmað ur í Rvík, kvæntur Huldu Alex andersdóttur. Þórketill, trésmið- ur í Rví,k ókvæntur. 1 Einn son eignaðist Sigurður utan hjónabands, Sigurð skrif- stofumann á Akureyri, kvæntan Ásu Leósdóttur. 1 AlJir eru þeir bræður hinir mestu atgervismenn, með verk- lægni og hagleikshneigð, sem virðist mjög ríkjandi í kynstofn inum. 1938 fluttu þau hjón meö fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur. Vann Sigurður þar við ýmis iðn aðarstörf, jafnvígur á tré og jám, þar til fyrir ári síðan, að hann gerðist húsvörður hjá Gaenfræðaskólanum við Vonar Jóhannesson hús- Minning stræti í Rvík. í Reykjavik gerðist Sigurður virkur starfsmaður templararegl unnar og vann henni með heil- steyptum huga, eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. Fráfall Björns Sigurðssonar, er fyrr getur var öllum aðstand endum mikið áfall og harmsefni, er hann féll frá á bezta aldri, og mun þá mörgum, sem til þekktu hafa komið í hug túlk- un skáldsins er kvað: „Hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meir en nóg“. Sigurður var maður „þéttur á velli og þéttur í lund“, fjöl hæfur með ríka listamanns- hneigð og ljóðrænn, en dulur og bar ekki tilfinningarnar á torg. Eins og að líkum lætur varð Sigurður fyrir snertingu hinn- ar rismiklu vakningaöldu alda mótanna, þar sem vaskir svein ar og dætur þjóðarinnar „stigu á stokk og strengdu þess heit“, að gerast vökumenn og vorboðar í íslenzkri þjóðlífsbaráttu. Og þrátt fyrir mikinn heilsubrest, allt frá unglingsárunum tókst honum að hefja „Grettistök“ er margur hraustur samferðamað- ur undraðist. En þegar dýpra var skoðað kom í ljós að hann átti andlega sterkan hugarheim, er stóð af sér alla umhleypinga og storma mannlífsins, eins og kemur Ijós- lega fram í eftirfarandi ljóðlín um hans. „Þegar öndin frá mér flýr. Furðuströnd á heiða. Þá um löndin leik ég hýr. — Laus við böndin neyða“. Slíkir menn bogna ekki, en „Bresta í bylnum stóra seinast". Að leiðarlokum er hann nú kvaddur af sveitungum og sam ferðamönnum með innilegri sam úðarkveðju til eftirlifandi ekkju, sona, bróður og annarra vensla manna. Blessuð sé minning hans. Bjarni ívarsson. t ÞAÐ ER ekki nema rúmt ár síðan Sigurður heitinn Jóhannes son gerfíst húsvörður í Gagn- fræðaskólanum við Vonarstræti. Kynni okkar ná heldur ekki yfir lengri tíma. En mér er ó- hætt að fullyrða, að á þessum stutta tíma ávann hann sér traust og virðingu allra þeirra, sem kynntust honum þar. Hann var óvenju samvizku- samur maður og skyldurækinn svo að af bar. Hann var ljúf- mannlegur í framkomu og gædd ur slíkri stillingu, að honum var sérstaklega lagið að umgangast unglinga. Slíkir mannkostamenn eru vandfundnir. Sigurður er í dag kvaddur með söknuði og þakklátum huga af nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans. Megi minningin um hinn góða dreng og trúa þjón lifa lengi í huga þeirra, sem honum kynnt- ust. Ég bið algóðan Guð að blessa syrgjandi ástvini hans með sinni oilífu huggun og náð. Ástráður Sigursteindórsson. Til sölu Kjöt- og nýlenduvöruverzlun Verzlunarhæð við Nesveg ásamt, vörulager og áhöldum. MÁLFLUXNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Keynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstræti 14, II — Símar 19478 og 22870. Allskonar verzluna- hœkur f yrirligg jandi. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 11400. Gips þilplötur Utanhúss asbest Trétex Harðtex Rúðugler 2, — 3, — 5, — 6 mm Mars Trading Company hf. Klapparstíg 20 — Sími 17373. 17 iMaría Sigurbjarnardóttir IMinning I DAG er til moldar borin frá Fossvogskirkju frú María Sigur- bjarnardóttir, Guðrúnargötu 4, hér í Reykjavík. Hún var fædd á Isafirði 26. júní 1894. Foreldrar hennar voru: Sigurbjörn Kristjánsson, skip- stjóri og kona hans Björg Há- konardóttir. 26. nóvember 1913 giftist María Geir Jóni Jónssyni, sem þá var kennari við barna- og unglinga- skólann á Isafirði. Arið 1918 sagði Geir Jón starfi sínu lausu. Það ár fluttu þau hjónin búferli sitt til Reykja- víkur. Skömmu síðar varð Geir Jón gjaldkeri og bókhaldari Isa- foldarprentsmiðju, og var það til dauðadags, árið 1939. Þau Geir Jón og María áttu þrjú böm: Elztur var Sigurjón. Hann dó tveim árum eftir lát föður síns, er hann var að lesa undir kandidatspróf í læknadeild Háskólans, Auði, sem gift er Hauk Jóhannessyfti loftskeyta- manni, og Huldu, sem gift er Þor steini Þorsteinssynj starfsmanni við rannsóknarstofu Fiskifélags- ins. A ævi Maríu skiptust á skin og skúrir. Hún naut mikillar lífs- hamingju. En varð einnig að þola þunga harma. I heimahúsum naut hún mikils ástríkis góðra foreldra. Hún vary gefin úrvalsmanni og eignaðist, vel gefin og ánægjuleg börn. En1 hún missti mann sinn, þegar líf- ið virtist lofa mestu meðlæti. Og skömmu síðar einkason sinn, er hún hafði bundið miklar fram- i tíðarvonir við. * ' > Sjálf var María hugþekk kona, svo öllum fannst bjart í návist hennar. Hún var fínleg og létt í spori, brosti og hafði gaman- ræður til síðustu stundár. Föroyingar Verið hjartaliga vaelkomin á jólaveitslu fyrir föroyingar friggjadaginn 6. jan. kl.20 í Frelsunarherinum. Gesta og Sjómannaheimilið. Sendisveiim óskast hálfan eða allan daginn. Almenna byggingafélagið hf. Borgartúni 7. 2 herb. íbóðarhæð Efri hæð ásamt geymslurisi til sölu við Karlagötu. Ibúðin er í mjög góðu ásigkomulagi, hitaveita. Fallegur trjágarður. Laus strax. Aðeins tvær íbúðir í húsinu. STEINN JÓNSSON, hdl. lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951 Iðnnemasamband íslands hefur flutt skrifstofu sina að Skipholti 19, 3. hæð. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn á mánúdögum kl. 6,30—7,30 og föstudögum kl. 8—9. IÐNNEMASAMBAND ÍSLANDS Skipholti 19 — Sími 14729. 3jo herb. íbúð Höfum til sölu í fjölbýlishúsi í Vesturbænum 3. herb. íbúð á. 4. hæð. MÁLFLUTNINGS - OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstræt 14, II — Símar 19478 og 22870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.