Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 1
24 síður rrieð Barnalesbók Lánamálum útvegsins komið á heilbrigöan grundvöll Brá&abirgðalög um nýjan lánaflokk, sem veiti löng lán i stað óreiðu- skuldanna frá uppbótatimabilinu BRÁÐABIRGÐALÖGIN, sem gefin voru út 1 gær, veita Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins heimild til að opna nýjan lánaflokk í þágu útvegsins. Er til- gangurinn sá að létta rekstrarfjárörðug- leika þessa atvinnuvegs með því að breyta bráða- birgðalánum og óreiðu- skuldum uppbótatíma- bilsins í 10—20 ára lán og treysta þannig fjárhags- grundvöll útvegsins, sem nú verður að standa óstuddur. Vegna þessara lánveitinga fer fram víð- tækt mat ríkisskipa, vinnslustöðva og véla og gert er ráð fyrir, að í sum- um tilfellum geti verið þörf á sérstakri athugun á fjárhag fyrirtækjanna. Getur stjórn Stofnlána- deildarinnar þá tilkynnt skiptaráðanda það og er þá óheimilt að torvelda Adenauer 85 ára — hress og káfur Bonn, Vestur-Þýzkalandi, 5. jan. (Reuter) ADENAUER kanslari Vestur- Þýzkalands á 85 ára afmæli í dag. Hann hefir undanfariðl legið sjúkur, en við móttökuathöfn í embættisbústað hans í dag var hann hinn hermannlegasti og ir.jög hress í bragði. — ★ — Fjöldi stjórnmálaleiðtoga og embættismanna heimsótti kansl- arann, þ. á. m. forseti sambands- lýðveldisins, Heinrich Liibke. Var þarna hið bezta samkvæmi og afmælisbarnið hrókur alls fagnaðar. — Adenauer er óvenju- 1-ega ern af svo gömlum manni, og starfsþrekið virðist óþrjót- andi — enda telja flestir, að hann muni gegna embætti kanslara á- fram, ef flokkur hans sigrar 1 komandi kosningum. — ★ — Heillaskeytin streymdu að hvaðanæva úr heiminum í all- an dag þ. á. m. voru kveðjur frá Eisenhower Bandaríkjaforseta, Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Macmillan forsætisráð- herra Betlands og de Gaulle Frakklandsforseta. rannsóknina með aðför vegna skulda lánbeið- anda. Sú stöðvun gildir þó aldrei lengur en til árs- loka. Lánsbeiðandi má heldur ekki gera neinar ráðstafanir, sem veruleg áhrif geta haft á efnahag hans. Vextir af þessum lánum verða ákveðnir af stjórn Stofnlánadeildarinnar en reglur um lánskjör að öðru leyti og annað, sem máli skiptir, verða settar með reglugerð, sem vænt- anlega verður gefin út mjög bráðlega. Bráðabirgðalögin hljóða svo: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Viðskiptamálaráð- herra hefur tjáð mér, að sjávarútvegurinn eigi nú við að etja rekstrarf járörðug- leika, er einkum stafi af því, að fyrirtæki hafi á undan- förnum árum ekki fengið nægilegt fjármagn til langs tíma vegna þeirra fram- kvæmda, sem þau hafa ráð- izt í. Um leið og vertíð hefst sé því nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess, að all- miklu af skuldum sjávarút- vegsins til skamms tíma verði breytt í löng lán. Ríkis stjórnin telur því brýna nauðsyn bera til, að stofn- lánadcild sjávarútvegsins verði nú þegar heimilað að opna nýja lánaflokka, er geri henni kleift að vinna að lausn þessara mála. Jafn- framt er nauðsynlegt, að ákvæði séu sett um heimild til tímabundinnar innheimtu stöðvunar, sem grípa megi til, ef á þarf að halda, til þess að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun á meðan verið er að athuga fjárhag fyrirtækja, sem sækja um lán. Framhald á bls. 23. HIN hörðu átök í smárikinu Laos og allt ástand mála þar hefir orðið ábyrgum stjórn- málamönnum víða um heim mikið áhyggjuefni. Hefir það rifjað upp fyrir mönnum á- standið, sem ríkti í Kóreu áð- ur en hin blóðuga styrjöld þar brauzt út — enda hafa sumir talað um, að alvarlegri atburðir en þeir, sem nú eru að gerast í Laos, hafi ekki komið fyrir í heimsmálunum sl. tíu ár. Myndin er tekin í smábæ „einhvers staðar“ í Laos fyrir fáum dögum. Hermaður bíð- ur við glugga með mundaða vélbyssu — algeng sjón und- anfarið austur þar. rslitaorrusta í Laos? Hægrimenn sagðir búa sig undir að taka hinn miki/væga flugvöll Krukkusléttunni4 W ,,l VIENTIANE, Laos, 5. jan. — (Reuter) — Upplýsingamála- ráðherra stjórnar Boun Oums tjáði fréttamönnum í Lœfur Belgíu- sfjórn undan? BRUSSEL, 5. jan. — (NTB/ AFP/Reuter) — Þær fregn- ir bárust út um Briissel í dag, að Baldvin konungi hafi með viðræðum við for- ystumenn stjórnmálaflokk- anna, tekizt að opna dyr til samninga milli flokkanna um að hinum umdeildu sparnaðarráðstöfunum stjórn ar Eyskens verði frestað um óákveðinn tíma. Segir í fregnum þessum, að Eyskens og Leo Callard, form. Jafn- aðarmannaflokksins, hafi lagt grunninn að slíkum samningum. Þá virðist svo sem all- mjög hafi dregið úr verk- Frh. á bls. 23 iTTunrt:" dag, að hersveitir stjórnar- innar sæktu nú að flugvelli þeim á „Krukkusléttunni“, sem vinstrimenn náðu með skyndiáhlaupi á dögunum. Sagði ráðherrann, að sótt væri að flugvellinum úr, tveim áttum — frá Luang I Prabang, konungsborginni, og stjórnarsetrinu Vientiane. — Ráðherrann sagði, að rúss neskar flugvélar lentu „án afláts“ á sléttunni og flyttu vopn og vistir til liðs vinstri manna. — Er af mörgum lit- ið svo á, að hin yfirvofandi orrusta um þennan mikil- væga flugvöll geti vel orðið úrslitaorrustan í borgara- styrjöldinni í Laos. • Vegartálmanir Hinar tvær herdeildir stjórnar- innar geta aðeins sótt hægt fram. þar sem lið fallhlífaliðsforingjans Kong Les og hermenn Pathet Lao hafa sprengt upp brýr, fellt tré yfir vegi og víða komið fyrir jarðsprengjum. En deildin, sem sækir fram frá Luang Prabang er þó sögð hafa náð mikilvægum vegi vestur af sléttunni og borg- inni Phu Koun, sem er um 30 mílur vestan hennar. Frh. á bls. 23 Líkin óþekkjonleg Dortmund, V.-Þýzkalandi 5. janúar (Reuter) ■ VITAÐ er nú, að 15 manns léfcust af völdum spreng- ingarinnar, sem varð í verk smiðju einni hér í gær. Auk þess er fjögurra manna saknað og 11 eru alvarlega slasaðir, tveir þeirra svo, að mjög er ótt- azt um líf þeirra. — Níu af líkum þeim, sem fundizt hafa, eru svo illa útleikin, að ekki hefir enn reynzt unnt að þekkja, hverja þar er um að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.