Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 14
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. janúar 1961 fúí__________________________ — Tómas — Guðmundsson * Framh. af bls. 13. ttppistaða hinnar sterku tví- kenndar ljóðanna: trega og gleði, lífsnautnar og eftirsjár, ástar og vonbrigða, efa og trausts. í orðinu paradox liggur að Jafnaði tvenns konar merking. í fyrsta lagi óvænt staðhæfing, sem snýr við venjubundnum hugmyndum eða skoðunum og lætur þær standa á höfði til nýrrar athugunar: Æ, hvers vegna er ekkert, sem heldur fyrir oss, vöku og hvers vegna kemur enginn að draga oss á tálar? Hérmeð er ranghverfa siðsam- legra hugmynda gjörð uppvís. Eða: því lífið breytir engu — nema því, sem máli skiptir Síðari ljóðlínurnar eru ágætt dæmi þess, hve fimlega skáldið notar paradox í spaklegri merk- ingu, — ef menn átta sig á þeirri fyndnu tvíræðni, sem liggur í orðunum „því, sem máli skiptir“. Geri menn sér í hugar- lund, hvernig einfaldara skáld 'kynni að fara að því að útlista, að það sem álitið væri skipía máli, skipti ekki máli! Vel á minnzt sýnir orðavalið hér, hve næmt eyra Tómas hefir fyrir skáldlegum möguleikum hag- nýts og hversdagslegs máls. Fjölmörg dæmi um sams kon- ar tegund af paradox mætti nefna, en tvö eða þrjú mega nægja til vibótar: Svo lítil eru takmörk þess, sem tíminn leggur á oss. Hann tekur jafnvel sárustu þjáninguna frá oss. Háð og alvara vega salt í þessu lokaerindi úr Post jucundam, enda þótt hið samsetta endarím leggist þungi á met með háðinu. Eða: að jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur. f>etta er í einu dæmi um gaman- saman einfaldan paradox, frum- legt hugarflug og nútímaskáld- skap, sem endurnýjar hlutlæga myndskynjun. Sams konar tækni túlkar hins vegar víða gjörólíká merkingu og hugblæ, samanber tíl dæmis hið sterka óhugnanlega kvæði um riddar- ann blinda. — Og öldurnar hjala í óráði um sokkin skip. *em halda fyrir þeim vöku og vilja heim — Eða þessar línur úr „Vegurinn, vatnið og nóttin“: En næsta dag, þegar dalurlnn rís á fætur, er skógurinn horfinn að heiman frá sínum trjám. Hér er komið að fullkomlega al- varlegri notkun mótsagnar, þar sem gamansemi á engan þátt í að mynda neins konar andstæðu né blæbrigði við andstæður. Enda ’-ótt merking þessara ljóð- lína sé alveg Ijós og raunveru- leg, er hún sett fram í hug- myndaíormi, sem er nýtt og hefði verið óhugsandi í fyrri tíðar skáldskap. Bæði hin síðast- nefndu kvæði eru nútímaleg heimspekikvæði með frumleg- um táknum. Eins og fyrr segir hefir para- <Iox venjulega tvenns konar merkingu, sem stundum er raunar erfitt að greina sundur. Síðari merkingin, sem hér verða •ýnd nokkur dæmi um úr kveð- skap Tómasar, er á þessa leið: tvær eða fleiri ólíkar eða and- stæðar hugmyndir eru settar fram sem ein hugmynd. Sú hug- mynd er í fljótu bragði ólík- indaleg og mótstæð venjulegum eða almennum skoðunum, en reynist engu að síður vera rétt eða réttmæt, og sannfærandi. Með öðrum orðum er þessi teg- und af paradox þeim mun flókn ari, að hún felur ekki eingöngu í sér mótsögn við eitthvað, sem er utan við kvæðið, einhverja viðtekna hugmjmd, heldur er hún einnig mótsögn í sjálfri sér: Við eigum ei framar sjálf annað sameiginlega en sævardjúpið, Sem skilur á millum okkar. Eða: Óvænt eg fann í fyrsta sinni þá fallvelti lífsins hug minn nísta og kreista. Svo því var ekki einu sinni að treysta, að kærusturnar gengju orð sín á! En einnig þetta unnustan mín sveik, svo ástin kom til mín á nýjan leik. Hér opnast hver paradox utan með því að benda á nokkra þá staði, þar sem hún er fólgin í fyndinni mótsögn. Oft birtist hún einungis sem fíngerð blæ- brigði við meginhugsun og til- finningu kvæðis eða heynst álengdar sem hálf-angurvær tónn: Og samt var stundum yfir okkur kvartað. og eflaust hefur námið gengið tregt. Við lögðum aðal áherzlu á hjartað, því okkur þótti hitt of veraldlegt. Hann notar einnig skoplegar til- vísanir í hversdagsleg atvik og í bæjarlífið í sama tilgangi, sem aðhald tilfinninga. Hann lætur sig lesa „í Vísi“, um kærustuna, að „annar hafi eignast hana en ég“. Og býður jafnvel „prjóna- stofunni Malín" inn í skáldskap- inn „rímsins vegna“, í orði kveðnu, en í raun og veru til að minna kunnuga á einn af af öðrum eins og kínversk töfra-1 leyndardómum Reykjavíkur frá hylki. En stundum getur þetta form verið svo einfalt, að menn þeim tíma. Þannig liggja fjölmargar á- átti sig varla á skyldleika þess | stæður til þess, að ekki er ieið við flóknari dæmi á borð við hið síðastgreinda. En lífið skrifar hjartnanna helgiljóð í sandinn og himinninn stráir perlum sinnar dýrðar í sandinn, meðan prúðir, hvítir geislar á pálmablöðum stikla og piltar og stúlkur kyssast undir Napoleon mikla. Ástæða er til að staldra við hina áhrifamiklu sögn að „stikla" eins og hún er notuð hér í frum- legu sambandi. Svo myndræn og rétt valin er þessi sögn hér, að hún fær á sig ákveðinn lit eins og geislarnir, ákveðinn hraða, sem markast af hinum reglulegu, jafngildu tvíliðum í næsta vísuorði á undan, jafnvel ákveðinn stökkleika í hljómi, svo að lesandinn sér raunveru- lega geislana brotna. Hraði og mýkt talaðs máls, birta og glitr- andi orðaval gera stað og stund ( þessa kvæðis nærtæka og Ijós- lifandi. En lesandinn stanzar ó- sjálfrátt við sögnina að stikla, eins og vera ber um leið og ný vídd opnast í niðurlagsorðum kvæðisins. Menn geta samtímis skilið þau sem heimspekilegan paradox um andstæður æsku og veraldlegrar frægðar í samræmi við rök kvæðisins, og jafnframt séð Napoleon fyrir sér sem eins konar skoplegan ástarguð. Fleiri merkingar koma til greina og að flokka kvæði Tómasar „fræði lega“ í gamankvæði og alvarleg kvæði. Slík flokkun gæti ein- ungis grundvallazt á misskiln- ingi og vanmati á meiri háttar verðleikum kvæðanna. Hún myndi fela í sér undanslátt við þá kröfu, sem beztu og ein- kennilegustu kvæðin gera til lesandans: að hann stilli hug sinn á tvenn eða fleiri sjónarmið í einu, kenni tvenns konar til- finningar sem einnar. En fyrir þá sök er þessi skáldskapur öðr- um fremur til þess fallinn að leiðrétta einhæfar hugmyndir og siðmennta tilfinningarnar. Kristián KarLsson. Ný stjórn í Tyrklandi Ankara, Tyrklandi, 5. jan. (Reuter). — LIÐSFORINGJASTJÓRNIN í Tyrklandi sagði formlega af sér í gær til þess að gefa Gursel hers höfðingja, frjálsar hendur um val nýrrar ríkisstjórnar úr hópi þing manna. Þingið mun koma saman til fundar í dag og sitja það 272 fulltrúar. Áður hafði verið tilkynnt, að allir þeir er sæti ættu í stjórn engin þeirra útilokar aðra. Þann | lan(Lms 16. des. sl. hefðu fram- ig víkkar paradox einatt sjónar mið skáldskapar og afmarkar þau í senn. Eitt fullkomnasta og fegursta dæmi um þessa tækni er niður- lagserindi „Þjóðvísu“, en kvæðið er ótvírætt meðal fegurstu og fullkomnustu ljóða tungunnar: En systur mínar gangið þið stillt um húsið hans, sem hjarta mitt saknar! Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns, og ég dey ef hann vaknar. Fá erindi sýna Ijóslegar, hvej djúpar rætur paradox á í hugs- un og tilfinningu Tómasar, né hve mikinn auð hugmynda þetta hugmyndaform getur bundið í göfugan skáldskap. 1 raun og veru er „Þjóðvísa“ byggð upp sem paradox með rætur í síð- asta erindinu. í mörgum þeim dæmum, scm að framan getur gegnir paradox því hlutverki að vera aðhald fyrir viðkvæmar og opinskáar tilfinningar kvæðanna. Um leið og hann er eitt hið persónuleg- asta höfundareinkenni skáldsins, er hann til þess fallinn að gefa kvæðunum sjálfstæða tilveru og ópersónulegan styrk. En gam ansemi Tómasar í öðrum og ein- faldari myndum gegnir einatt sams konar hlutverki, og því fer vitaskuld fjarri, að henni hafi verið gerð fullnægjandi skil J vegis rétt til að sitja á þingi. Liðsforingjastjórnin mun gegna stjórnarstörfum þar til annað ráðuneyti tekur við. Vikan er komin út. Af efni blaðsins má nefna meðal ann- ars: Innan veggja kvennabúrsins. Frásögn af lífinu í þessum dularfullu, austrænu stofn- unum, þar sem karlmenn fá ekki að stíga inn fyrir dyr og konur una sælar í þeirri trú, að karlmenn verði ekki ham ingjusamir með einni konu. Líf hins lamaða. Sönn frásögn úr daglega lífinu. Út á lífið. Saga úr Reykja- víkurlífinu eftir Elías Mar. í Híbýladeild Markaðsins. Þátfcurinn: Hús og húsbún- aður. Leynivopn áróðursins. Grein um slúðurbera og hneykslis sögur eftir Dr. Matthías Jón asson. Karlmannafatnaður í ógöng- um. Grein um þá sjálfheldu, sem karlmannafatnaður er kominn í að margra dómi. 5000 mi'lljón rakblöð á einu ári. Grein um rakblöð og rakstur. Hestamenning, saga eftir ung an höfund: Óla Ágústar. Landakotsskolinn byrjar á manudaginn 9. janúar á venjulegum tíma. Iðnaðar eða innflutnings- fyrirtæki Vil kaupa iðnaðar eða innflutningsfyrirtæki, að ein- hverju eða öllu leyti. Tilboð sendist Mbl. merkt: „1. febr. — 485“ fyrir miðvikudagskvöld n.k. Stúlka óskast helzt vön saumaskap. Uppl. ekki gefnar í síma. Eygló Laugavegi 116 II hæð. Dömur Kvöldkjólar hjá B Á R U Austurstræti 14. Skrifstofustúlka óskast Stórt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík óSkar að ráða nú þegar duglega stúlku, vana allri algengri skrifstofuvinnu. Áherzla er lögð á góða vélritunarkunnáttu og æsklleg væri nokkur æfing í vélabókhaldi. Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Miðbær — 484“. Rafmagnsrör Höfum fyrirliggjandi norsk rafmagnsrör 5/0“. G. Illarteinsson hf. Bankastræti 10. — Sími 15896. Skrifstofustúlka Stúlka með góða vélritunarkunnáttu óskast til að- stoðar á skrifstofu. Tilboð merkt: „Dugleg — 1011“ sendist blaðinu fyrir 9. þ.m. Unglinga vantar til blaðburðar við Höfðaborg Hverfisgötu I Seltjarnarnes II (l\ielabraut) IHotginiliIðMð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.