Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGljyBJ 4 ÐJÐ Laugardagur 14. jan. 1960 Mávarnir frusu lif- andi við svellið FYRIR nokkru var sagt frá grimmum örlögum sem bíða myndi mikils fjölda hettu- máva. Höfðu þeir lent í olíu, en hún hefur þau áhrif að fuglarnir drepast, en ekki fyrr en eftir nokkurn tíma oog miklar þjáningar. Um daginn varð dr. Finn- nr Guðmundsson sjónarvott- ur að þeim kvalarfulla dauða sem veslings fuglarnir verða að þola. — Dr. Finnur var staddur við suður-tjömina, þar sem endumar era, er hann tók eftir því að kipp- korn fyrir sunnan þær var einhver hreyfing á fuglum. Fór hann og kannaði þetta Tímgun í til- rounagksi Blað páfa mótmœlir VATIKANINU, 13. jan. (NTB- 1 Reuter). — Málgagn páfa- i stólsins, „Osservatore Rom- I ano“ varaði í dag með hörð- um orðum við tilraunum ítalskra vísindamanna í þá átt að „geta bam í tilrauna- glasi“. Blaðið var að fjalla um fréttir frá Bologna þess efnis, að þrem vísindamönnum hafi tekizt að halda eggjafrumu, sem þeir létu frjóvgast í til- raunaglasi, lifandi í 29 daga. Mf'gagn páfa fordæmir harð ga slíkar tilraunir til að fjölga mannkyninu með ónátt úrlegum hætti, eins og blaðið kemst að orði — enda stríði Jíkt gegn lögmálum og ætlun almáttugs guðs, og muni hafa hinar „viðbjóðslegustu afleið- ingar“. nánar. Fann hann þá þrjá hettumáva, sem frosnir vora niður í svell, að dauða komn ir. Það var aðeins eitt hægt að gera fyrir þá, og það var gert, að stytta þeim aldur. Við athugun kom í Ijós að hér voru hettumávar sem lent höfðu í olíu, fiðrið hafði gegnblotnað og fuglamir hreinlega frosið lifandi. Engar upplýsingar hafa um það fengizt hvaðan olían hefur komið, sem fuglarnir hafa lent í, en það var um jólin sem þess varð vart að hundruð hettumáva hér við Faxaflóa voru ataðir olíu. tJrskHrðiirinii fyrir Hæstarétt RANNSÓKN í máli Magnúsar Guðmimdssonar lögregluþjóns, út af hótunarbréfinu til lögreglu- stjórans 1 Reykjavík, hefur legið niðri um skeið. Þar lauk málinu er rannsóknardómari þess við sakadómaraembættið, Halldór Þorbjömsson, kvað upp úrskurð sem verjandi lögregluþjónsins á- frýjaði til Hæstaréttar. Úrskurð- urinn var á þá leið, að öflun allmargra tiltekinna gagna sem verjandinn hafði óskað að koma að, væru sakarefninu óviðkom- andi. Þessum úrskurði var skotið til Hæstaréttar og þar verður hann tekinn fyrir á mánudaginn kem- ur, er munnlegur málflutningur sækjanda og verjanda úrskurð- inn varðandi fer fram. Mun rannsókn málsins hjá sakadómaraembættinu ekki hefj- ast aftur fyrr en úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir. Fundo goddfreðinn hvol í eyðiflrði NESKAU ST AÐ, 13. jan: — Nokkrir menn héðan úr bænum er fóru á fuglaveiðar í fyrradag, veittu því eftirtekt er þeir komu 1 Hellisfjörð, sem skerzt inn úr Norðfjarðarflóa að sunnan að þar hafði hval rekið á land. Fjörður þessi er niú í eyði en þar var einmitt áður fyrx rekin norsk hvalveiðistöð. / Er mennirnir athuguðu hval- reka þennan nánar kom í ljós að þetta var allstór skepna, gadd- freðin, um 7 m. á lengd, hrafn- reyður. Menn þeir sem ítök eiga í landi því sem hvalurinn rak, seodu þegar bát þangað og var Óvenjulegnr þorskafli á Eyjafirði AKUREYRI, 13. jan. — Frá Hauganesi rær nú einn bátur Níels Jónsson, 14 lesta. Hann hóf veiðarnar skömmu eftir áramót og rær með línu. AIls hefir báturinn farið 7 veiði- ferðir og aflinn verið 5—7 skippund í róðri. Einsdæmi mun það vera að báturinn hef- ir fengið nokkurn hluta afla I síns um 10 mínútna ferð frá < bryggjunni á Hauganesi. ‘ — St. E. Sig. hvalurinn dreginn hingað til Nes kaupstaðar. Hyggjast menn gera að hvalnum og nýta hann, en hann virðist vera lítið skemmd- ur, enda gaddfreðinn, sem fyrr segir. — Sv. L. I GÆR var þó nokkru af efni } S> Hreindýr drukkna í Lagarfljóti FRÉTTARITARI Mbl. á Eg- ilsstöðum símaði í gær, að þangað hefðu borizt fregnir af því að hreindýr hafi drukknað í Lagarfljóti. Átti þetta að hafa gerzt fyrir skömmu. Höfðu dýrin farið út á vatnið þar sem heitir Vífilsstaðaflói og er norður af Eiðum. Höfðu sex dýr verið þarna saman og ís- inn brotnað undan þeim og þau drukknað. •k í byggðum. Nokkuð af hreindýrum er nú kornið til byggða og þykir það benda til að þeigar sé farið að ’harðna á slóðum dýranna inni á öræfunum. Á miðvikudaginn höfðu 20 dýr í hóp sézt skarnmt frá Grímsárvirkjun og frétzt hef ur um hreindýr úti á Völlum og í Skriðdal, svo og að dýr hefðu sézt í byggð í Hróarstungu. I NA /5 hnúhr\ ¥ Snjókoma I SV50hnútor\ * OSi 7 Skúrír K Þrumur W/'Z, KuUash/ Hitashi/ H Hat L^Laa* ^ í gærkvöldi náði blaðið símtali við Egil Gunnarsson á Egilsstöð um í Fljótsdal, en hann mun vera eftirlitsmaður ihreindýr- anna. Það var ekki mikið á því að græða að ræða við Egil um hreindýrin. Hann hafði t.d. ekki hiuglmynd um hreindýrin sem drukknuðu í Lagarfljóti og hafði fátt frétta að færa af threin dýr aslóðunum. ekið á ísilagðri Reykjavíkur- tjörn út í hólmann. Þegar aft- ur vorar mun fram fara gagn- ger viðgerð á hólmanum; hann verður hlaðinn upp og lagfærður, svo þar megi vel fara um kríur og aðra góða sumargesti sem hólmann gista. En því er verið að draga að efni nú um hávetur? Því er til að svara að auðveld- ara er að koma efninu út á vagni, en að þurfa að flytja það í bát í vor þegar fram- kvæmdir geta hafizt. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). Yfirklór Alþýðuflokks- Hafnarfirði ins i LÆGÐIN fyrir norðan land og vestan hreyfist lítið úr stað en grynnist óðum. Útsynning- urinn er líka að detta niður vestanlands og norðan, en á Austfjörðum er bjart veður eins og oftast í V-átt. Ný lægð er um 500 km suður af Græn- landi og hreyfist NA-eftir. Er því gert ráð fyrir að vindur verði bráðlega sunnanstæður hér vestanlands. — Yfirleitt er hlýtt austanhafs en kalt vestanhafs. í London er t.d. 9 stiga hiti en 22 stiga frost á Goos-flugvelli, sem er lítið eitt norðar en London. í Fro- bisherfirði á Buffinslandi er 38 stiga frost en 2 stiga hiti á Jan Mayen, sem er þó 700 km norðar á hnettinum. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Vestfjarða og miðin: Sunnan og SV átt, stundum hvassviðri en hægari með köflum, rigning eða slydda á víxl. Norðurland og Norðurmið: Vaxandi sunnan átt, allhvasst með köflum, þíðviðri. NA-land, Austfirðir og mið- in: SV eða sunnan kaldi, víð- ast léttskýjað. SA-land og SA-mið: Vax- andi sunnan og SV átt, all- hvasst með köflum. rigning vestan til. I Alþýðublaðinu í gær birtist lagfærð ræða sú, er Ámi Gunn- Iaugsson, bæjarfulltrúi bróðir Stefáns bæjarstjóra, flutti á fundi bæjarstjómar Hafnarfjarð ar s.l. þriðjudag. En á þeim fundi brá nefndur bæjarfulltrúi sér á leik og færði sem rök fyrir því, að ekki væri ástæða til að mót- mæla niðurfellingu reglulegra funda í bæjarstjórn Hafnarfjarð ar, að ekki hefði verið haldinn fundur í bæjorstjóm Kópavogs, en þar ráða kommúnistar, í 7 mánuði. Mátti á því skilja, að kommúnistaáhrifin væru ekki eins mikil í bæjarmálum Hafnar fjarðar eins og Kópavogi. Mjög hefur það farið í taug- ar Alþýðuflokksmanna, að Sjálf stæðismenn skyldiu upplýsa þau orð bæjarstjóra fyrir fre.stuin reglulegs fundar, að kommúnist ar vildu ekki halda fund fyrr en aðaflfulltrúi iþeirra í bæjarstjóm, sem dvaldist erlendis, væri kom- in heim. Það fellur um sjálft sig, þegar Aliþýðuflokksmenn eru að tala um, að „iíhaldið“, sem þeir eru að berjast við i bæjarstjóm Hafnarfjarðar, en sami flokkur, er svo kallaður sínu rétta nafni, Sj álf stæðisflokkur í landsmál- um, hafi dregið sig út úr póli- tik. Hversvegna að eyða hinu dýrmæta rúmi Alþýðublaðsins á menn, sem hafa dregið sig út úr póXiták? Ekki ættu þeir að vera kommasamstarfinu í Hafnarfirði svo hættulegir. Nei, þetta eru aðeins hreystiyrði óttasleginna Alþýðuflokksmanna, sem eiga í vök að verjast. Forystumenn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði vita, að samstarí þeirra við kommúnista I Hafnar firði og sá tvískinnungsháttur, sem þeir sýna með því í íslenzk um stjórnmálum, vekur fuxðu landsmanna og óþökk Hafnfirð inga og það langt inn í raðir A1 þýðuflokksins. Undirstrikuðu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksina í Hafnarfirði þessa tvöfeldni sína á ný með því að vtísa frá tillögu, sem fól í sér traustyfir- lýsingu á stefnu núverandi ríkia stjórnar en vantraust á kommún ista og niðurrifsstefnur þeirra. Er því ekki að furða, þótt komm únistar í Hafnarfirði létu vel yfir þvi, eftír bæjaristjómarfund inn, að geta beygt svo rækilega sem raun varð á bæjarfulltrúa AJþýðu f lokksins. ísborg slitn crðf upp i ÍSAFIRÐI, 13. jan. — Togar- inn ísborg slitnaði upp hér í höfninni í fyrrinótt, er pollarn ir á bryggjunni létu sig. Rak 1 skipið upp þar sem er sand- botn og náðist út á næsta flóði. Er nú búið að ganga úr skugga um að enginn leki hef- ur komið að skipinu, aðeins ein plata dældazt. Um helgina var samþykkt á fundi sjómannafélagsins með 39 atkv. gegn 11 að fara í verk fall eftir 15. þ.m., ef samning- ar hafa ekki náðst fyrr. — GK AMMAN, Jordaníu, 10. jan. — (Reuter) — Eðlilegt stjórnmála samband hefur á ný komizt á milli Jórdaniu og íraks, en því var slitið i uppreisninni 1958, er Feisal konungur var drepinn. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.