Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 9
Laugrardaeur 14. ian. 1960 IfOBrrwo t íi»»d 9 Ofremdarástand í bif- reiðavíðgerðaþjónustu i Hér er verið að stilla haila á framhjólum og afstöðu þeirra hvors til annars. Nauðsyn er að þetta sé gert af nákvæmnL en alger skortur hefir verið á tækjum til þess hér á landL IÐNAÐARMÁLASTOFNUN Islands hefir látið frá sér fara greinargerð eftir Johan Meyer vélaverkfræðing um bifreiðaverkstæði og við- gerðarþjónustu á íslandi. — Greinargerð þessi er hin merkilegasta og sýnir glöggt hve vanbúnir við erum á þessu sviði. Forsaga þessa máls er sú að árið 1957 fór Samband íslenzkra bifreiðaverkstæðaeigenda þess á | leit við Iðnaðarmálastofnun Is- : lands að hún tæki til athugunar ýmis vandamál varðandi rekstur og rekstrarhag íslenzkra bifreiða verkstæða. ) Síðan réðist það að Iðnaðar- málastofnunin með tilstyrk Al- | þjóðasamvinnudeildar Banda- ríkjastjórnar (ICA) réði norska ! verkfræðinginn Johan Meyer til ; J>ess að annast sérfræðilega at- hugun þá er hér um ræðir og fór hún fram í nóv.—des. 1959. miUAiuio atnugunarinnar Markmið athugunarinnar var í 9 liðum: 1. Afla yfirlits um núverandi að- ferðir við bifreiðaviðhalds á Is- landi. X Vera til ráðuneytis um rekstr- arfyrirkomulag bifreiðaverk- stæðanna og athuga starfs- grundvöll hinna mörgu litlu verkstæða. X Vera til aðstoðar um skipu- lagningu bifreiðaverkstæða. X Vera til aðstoðar um samhæf- ingu á starfsemi þeirra bifreiða verkstæða, sem tengd eru bif- reiðaverksmiðjum við starf- «emi annarra bifreiðaverk- stæða. 5. Vera til ráðuneytis og aðstoð- ar um lækkun á hinixm háa bif- reiðaviðgerðar- og viðhalds- kostnaðar á Islandi. X Vera til ráðuneytis og aðstoð- ar um lækkun á hinni óvenju- miklu vinnunotkun við bif- reiðaviðhald og viðgerðir á Is- landi. 7. Leita úrræða til stöðlunar á bifreiðaviðhaldi og rekstri bif- reiðaverkstæða. 8. Leita úrræða og leggja á ráð, í samráði við samtök bifreiða- verkstæða, um leiðir til að auka framleiðni í bifreiðavið- gerðum- og viðhaldi. 9. Efna eftir því sem nauðsyn- legt er til funda og umræðna með fulltrúum bifreiðaverk- stæða, bifreiðaumboða og ann- arra hlutaðeigenda. Vinnuáætlun Næst fjallar greinargerðin um vinnuáætlun. í því sambandi skoðaði ráðunauturinn 25 verk- stæði til þess að komast sem næst því hver værí rétt mynd af heildinni. Þá voru haldin nám- skeið fyrir verkstæðaeigendur, verkstjóra og bifreiðavirkja und ir leiðsögn ráðunautarins. Loks voru viðræðufundir með ráðu- nautinum á vegum Sambands bif reiðaverkstæðaeigenda. Einnig annaðist hann leiðbeiningarstörf um áætlanir varðandi nýbygging ar og breytingar verkstæðishús- næðis Mikil viðgerðarþörf Niðurstöður þessarar athugun- ar eru mjög athyglisverðar. Það kemur í ljós að viðgerðarþörf bifreiða hér á landi er mjög mikil og hlutfallslega mun meiri en nágrannalanda okkar. 1. janúar 1959 eru 18.807 bifreiðar hér á landi og 9 menn um hverja bif- reið að meðaltali. Er það mjög lág tala. I Noregi eru 12 íbúar á bifreið, Danmörku 10, Svíþjóð 7. Viðgerðarþörf bifreiða hér á landi er auk aksturslengdar mjög háð ýmsum öðrum atriðum, svo Tillögtsr norsks sérfræðings til úrbóta sem aldursskiptingu, vegum og loftslagi A Islandi eru öll þessi atriði óhagstæð, segir í greinar- gerðinni Um 50% af bifreiðunum eru eldri en 10 ára, sem verður að teljast hámark eðlilegs rekstr- artíma við núverandi aðstæður. Veðurfarið er mjög óhagstætt. Rakt og salt úthafsloftslag eykur tæringu stálhúsa og tíðar hita- sveiflur um frostmark að vetrar- lagi gera illt verra. Innflutningshömlur Aldur bifreiðanna stafar af ströngum innflutningshömlum og háum aðflutningsgjöldum. Eina landið í Vestur-Evrópu, sem við- heldur hömlum á bifreiðainn- flutningi er Island og að nokkru vægara leyti Finnland og Spánn. Allra hæst eru aðflutnings- og skrásetningargjöld af bifreiðum á Islandi. Afkastageta verkstæðanna á Is- landi er lítil. Talið er að alls starfi nú um 750 menn við bif- reiðaviðgerðir. Tala bifreiða á hvern viðgerðarmann er því 2'5. Til samanburðar eru tilsvarandi í Noregi 32, Danmörk 38, og Svíþjóð 44. Þetta talar sínu máli um að afkastageta íslenzkra viðgerðar- manna er mun minni en á hinum Norðurlöndunum, vegna slæmr- ar aðstöðu og lélegra tækja. Uppbygging verkstæðanna tor- veldast af ströngu opinberu eftir- liti með verði útseldrar vinnu skattlagningu o. fl. Verkstæði eru yfirleitt lítil og fjái-hagsgeta þeirra takmörkuð. Af bifreiða- verkstæðum í Reykjavík hafa 44% þrjá eða færri viðgerðar- menn og 63% fimm eða færri að meðtöldum verkstjóra. Athugunin hefir leitt í ljós, og eru færð fyrir því töluleg rök, að hjá verkstæðunum er tap á hverja selda vinnustund sem nemur 7—8 krónum. Haldið undan skatti Verðlagseftirlit og skattlagn- ing á bifreiðaverkstæðin er nú mjög óhagstæð og leiðir til þess að komið er á fót litlum verkstæð um þar sem möguleikar skapast til að halda hluta af veltunni undan skatti, en það geta ekki almennu eða stóru bifreiðaverk- stæðin gert. Þessa óheppilegu þróun er ekki unnt að stöðva og snúa við, nema verðlagsákvæðin um ú,- selda vinnu séu afnumin og hverju einstöku verkstæði heim- ilað að miða söluverð sitt við raunverulegan kostnað þjónustu- hæfni og samkeppnisaðstöðu. Þá er bent á að stjórn verk- stæðanna hér á landi sé mjög ábótavant þar sem takmarkaður fjöidi starfsmanna skapi þá að- stöðu að menn, sem sjálfir verði að annast almenn viðgetðar- störf, þurfi jafnframt að sjá um alla stjórn, skipulagningu og leið- beiningu á verkstæðunum. Þá er bent á að mjög skorti á um sérhæfingu á verkstæðunum bæði út á við og inn á við. Bent er á að mjög skorti verkstæðin tæki til allra viðgerða og rann- sókna á bílunum. Athugunin leiddi í ijós að útgjöld verkstæð anna til véla, verkfæra og ann- arra tækja voru 6% af vinnu- launum 1958. Samkvæmt íeynslu og bókhaldsniðurstöðum í öðrxxm löndum er þessi hlutfallstala minnst tvöfalt hærri, ef allt er með felldu og þyrfti að vera tals- vert hærri hér á landi um stand- arsakir til þess að vinna upp þá afturför, sem orðið hefir á undan förnum árum. Afnema hömlur og hámarkslagningu Til þess að unnt sé að bæta að ráði úr tækjakosti verkslæðanna verður að afnema eða draga veru lega úr hömlunxxm, sem hámarks- álagning og skattar setja. Þó að þetta kynni að leiða til hækkxxn- ar útsöluverði vinnu, hlýtur það hins vegar að bæta gæði viðgerð anna og stytta vinnutímann við þær. Þá er rninnzt á húsrými verk- stæðanna og sýnt fram á að í flest xxm tilfellum er það algerlega ófullnægjandi. Þetta, ásamt léleg um aðbúnaði, hefir í för með sér mjög óhagkvæm vinnuskil- yrði, sem hljóta að lengja við- gerðartímann og valda hættum á skemmdum á bifreiðxxm. Nokk- ur bifreiðaverkstæði eru sem stendur ekki rekin með fullu starfsliði vegna vöntunar á fag- mönnum eða vegna versnandi rekstrarafkomu, en um verulega aukningu á heildarafkastagetu verkstæðanna er ekki að ræða nema húsnæði þeirra sé aukið að sama s -'pi. Vöntun varahluta Þá fór fram athugun á vera- hlutabirgðum og gáfu mörg stærstu varahlutafyrirtækin i Reykjavík nákvæmar upplýsing- ar um það efni. I ljós kom að birgðaumsetning er 1,3 á ári. Er þetta mjög lágt hlutfall og á við eðlilegar aðstæður að vera tvö- falt hæi-ra. Þetta sýnir að vara- hlutabirgðir fyrir svo til allar bifreiðategxindir er mun minna en nauðsynlegt er og leiðir oft til þess að viðgerð bifreiða dregst úr hömlu. Varahlutaskorturinn, sem telja verður að nálgist vand ræði, veldur þannig löngum rekstrarstöðvunum og óhag- kvæmum viðgerðum, segir í álitsgerðir J tegundir Bent er a að allt of fáar bif- reiðir séu af hverri tegund í landinu. Alls eru 130 tegundir og margar árgerðir af hverri teg- und. Bifreiðarnar eru 18,807 en af aðeins eínni tegund fleiri en 2000. Segir að slíkur afbrigða- fjöldi muni hvergi þekkjast ann- ars staðar. Er þetta meginorsök Framhald á bls. IX . Athugað er hvort gat er á hjólinu. Dekkaslit er mjög undir því komið að svo sé ekkL Hér fer fram athugun á hvort um er að ræða bilanir í hinum ýmsu hlutum aflvélar bifreið- arinnar. Brýn nauðsyn er á að hægt sé að búa verkstæði tækjum sem þessum. (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.