Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 8
8
j/rtprrVDr A rtl fí
Laugardagur 14. jan. 1980
★
í GÆR komu fjórir skip-
brotsmannanna af belg-
iska togskipinu Marie Jose
Rosette hingað til Reykja-
víkur með strandferða-
skipinu Herjólfi. Alls
voru skipverjarnir 6, svo
sem kunnugt er. Skip-
stjórinn og vélstjórinn eru
báðir enn í Vestmanna-
eyjum og fylgjast með
því hvort einhverju kann
að vera hægt að bjarga
úr skipinu. Stýrimaður-
inn, sem hingað er kom-
inn, segir að líkurnar til
þess að skipinu sjálfu
verði bjargað séu sáralitl-
ar. —
— ★ —
Við hittum þá skipsfélaga
á Hótel Skjaldbreið í gær,
þar ssem þeir sátu yfir kaffi Skipbrotsmennirnir á hafnargarðinum í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Verhaeghe Raymond,
bolla. Þeir voru allir klæddir skipsdrengur, Roman Roger stýrimaður, Maur iee Bracks skipstjóri, Derycke Alfons háseti,
Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson.
Raymond 16 ára, síðan háset-
inn Derycke Alfons en hann
er 18 ára, þá hinn hásetinn
Smis Fernand 23 ára, síðan
vélstjórinn. Gekk björgun
hans ekki eins vel og hinna
og var hann dreginn að mestu
í kafi í sjó. Næstsíðastur fór
Roger stýrimaður og loks
peysum, en hér á landi höfðu Lambreglt Raymond vélstjóri og Smis Fernand háseti.
þeir fengið buxur, skó og
Urðu dauðhræddir
þegar skipið strandaði
skipstjórinn.
— ★ —
Ástæðan til þess að þeir
skipsmenn voru aðeins 6 að
þessu sinni var sú að mat-
sveinninn handleggsbrotnaði
í næstu veiðiferð á undan og
var hann skilinn eftir í Aber
deen, en þangað fór skipið
með aflann hinn 27. des. og
hélt aftur hingað á miðin,
því ekki var talið ráðlegt að
fara heim til Belgíu vegna
verkfalla.
Þeir fjórmenningarnir eru
ógiftir nema Smis háseti, sem
á konu og eitt barn. Tveir
þeirra eru sjómannssynir,
stýrimaðurinn og léttadreng-
urinn.
— ★ —
Þeir félagar segja að tals
verðar tekjur séu af því að
stunda sjómennsku á íslands
miðum. Þeir eru allir upp á
hlut og oft eru vinnulaun há
seta 5—6 þús. kr. á mánuði
að sjálfsögðu nokkuð eftir því
hvernig fiskast. Þetta eru mun
betri laun en verkamenn hafa
í landi. Að þessu sinni verður
hlutur þeirra enginn. Þeir
koma kauplausir heim, en
trygging mun greiða þeim fyr
ir tjón það sem þeir hafa
orðið fyrir á farangri sínum.
Heim fara þeir fjórmenn-
ingar með flugvél næstkom-
andi sunnudag. Þeir segjast
taka sér nokkurra daga frí, en
síðan ætla þeir á sjóinn aftur.
Það er mikil eftirspurn eftir
togarasjómönnum í Belgíu og
því enginn vandi að fá skip-
rúm.
Þeir félagar harma að fá
ekki góðan bjór hér á landi.
Fannst pilsnerinn okkar góð-
ur en fremur þunnur.
Við kvöddum þá félaga er
þeir héldu upp að Landakoti
til þess að heilsa upp á prest
ana þar, en eins og flestir
Belgir eru þeir fjórmenning
ar kaþólskrar trúar.
frakka, en þeir björguðust í
peysunum og vinnubuxum
einum saman. AMt annað af
farangri sínum misstu þeir.
Þegar skipstjórinn fór í
fyrradag um borð í skipið til
þess að ná í giftingarhring
sinn og skipsskjölin, sem allt
var í brúnni, var ekki nokkur
kostur að komast í mannaí-
búðir neðan þilja. Þess vegna
varð engu bjargað, nema því
sem í brúnni var.
— ★ —
Skipsbrotsmennirnir fjórir
eru allt kornungir menn.
Stýrimaðurinn Roman Roger
er aðeins 21 eins árs að aldri.
Við tökum hann tali, enda
er hann sá eini sem nokkuð
talar í ensku. Allir tala þeir
félagar annars flæmsku. Þessi
ungi stýrimaður segist hafa
útskirfazt úr sjómannaskóla
15 ára gamall. í Belgíu eru
krakkar í barnaekóla til 12
ára aldurs, síðan fara þeir,
sem ætla sér að stunda sjó-
inn, á sjómannaskóla og eru
þar í 3 ár. 15 ára fara þeir
svo á. sjóinn. Þar læra þeir
svo hið verklega og skip-
stjóraréttindi geta þeir fengið
með því að bæta við sig 5
mánaða námi. Roger var ekki
nema 19 ára er hann gerðist
stýrimaður á litlu skipi, sem
fiskaði í Norðursjónum. Þessi
ferð hans var hin fyrsta á ís-
landsmið sem stýrimaður. Áð
ur hafði hann verið í 7 mán-
uði á stórum belgískum tog
ara.
— ★ —
Þeir félagar sögðust hafa
orðið dauðhræddir þegar skip
ið strandaði. Höggið hafði ver
ið gífurlega mikið og verður
ofsinn mikill. Björgunin hafði
gengið ágætlega. Fyrst fór
léttadrengurinn Verhaeghe
Frá réttarhöldunum yfir skipstjóranum á Marie Jose Rosette.
Skipstjórinn fremst á myndinni t.v. fsnýr baki að ljósm.
Tryggð réttindi blaða-
manna í Tyrklandi
Tveir Akureyrar-
báta á Tmuveiðum
Istanbul, Tyrklandi (Reuter)
NÍU morgunblöð birtu í dag
sameiginlega yfirlýsingu til
að mótmæla nýrri löggjöf
um starfsemi dagblaða og
segjast munu hætta útkomu
í þrjá daga í mótmælaskyni.
Löggjöf sú, sem um ræðir, var
samþykkt á fyrsta fundi þjóð-
jþingsins en stjórnarnefndin, er
farið hefur méð völd síðan Mend
eres var steypt af stóli, hefur
undirbúið löggjöfina, sem ætluð
er til að tryggja réttindi blaða
manna.
Samkvæmt þessari löggjöf skal
stofnuð sérstök auglýsingastofn
un. er hafa skal það hlutverk að
dreifa auglýsingum réttlátlega
milli dagblaðanna og greiða jafn
framt 5% af hagnaði vegna aug
lýsinga til samtaka blaðamanna
og annarra starfsmanna dag-
blaða.
Þá er þar fjallað um aukin
réttindi blaðamanna er lengi
hafa starfað við sama blað og
gerð skriflegra samninga milli
útgefenda og blaðamanna. Sam-
kvæmt hinni nýju löggjöf á
blaðamaður sem segir starfi sínu
lausu, að fá greidd aukalega hálfs
mánaðar laun fyrir hvert ár, sem
hann hefur starfað við blaðið.
Sé hins vegar blaðamanni sagt
upp starfi fær hann greidd
mánaðarlaun aukalega. Útgef-
endur skulu greiða mánaðar-
laun blaðamanna 1. hvers mán-
aðar.
Um 200 félagsmenn úr blaða-
mannasamtökunum fóru í dag
hópgöngu til borgarstjórnar Ist-
anbul og mótmæltu aðgerðum út
gefenda. Blaðamenn báru spjöld
þar sem á var letrað: „Blaða-
menn hafa hingað til lifað á
brauði einu og voninni. Þeir
standa með stjórnarnefndinni.
Lifi stjórnarnefndin“.
Blaðamannasamtökin hafa á-
kveðið að gefa út eigið blað
þessa þrjá daga, sem venjuleg
dagblöð koma ekki út.
Samkomulas; um
maimflutninofa á
c>
Keflavíkurflugv.
SAMKOMULAG varð fyrir
nokkrum dögum 1 deilu þeirri
sem varð milli leigubifreiða-
stjóra á Keflavíkurflugvelli og
þeirra sem reka undirforingja-
klúbbinn á vellinum vegna flutn
inga á gestum að og frá klúbbn-
um. Hefur undirforingjaklúbbur-
inn nú hætt rekstri bifreiðar sinn
ar til mannflutninga að og frá
skemmtistaðnum, en þar töldu
bifreiðastjórar að gengið væri á
sinn rétt.
AKUREYRI, 12. jan. — Um síð-
ustiu helgi var mjög tekið að
fækka skipum þeim og bátum,
sem legið hafa í Akureyrarhöfn
að undanförnu. Þó liggja Akur-
eyrartogararnir fjórir ennþá, en
vonir standa til að þeir komist
á veiðar fljótlega.
Togararnir eru sem kunnugt
er eign Útgerðarfélags Akureyr-
inga h.f. og eru það fjárhagsörð-
ugleikar félagsins sem orsakað
hafa stöðvun þeirra. En tregur
afli í haust og vetur eru megin
orsök fjárhagsörðugleikanna. —
(Reuter) — Læknar á banda-
ríska hjúkrunarskipinu „Von“
framkvæmdu 28 uppskurði með
an skipið lá í höfn á Sumbawa
eyju (einni af Sunda eyjum aust
ur af Jövu) frá 29. des. til 7.
jan. s.l.
Þessi stöðvun togaranna orsak-
aði nokkurt atvinnuleysi á Akur-
eyri, einkum hjá þeim, sem unn-
ið hafa í hraðfrystihúsinu.
Eins og áður segir eru bátarn-
ir nú sem óðast að búast til veiða
og munu þeir verða gerðir út frá
hinum ýmsu verstöðvum við
Suður- og Suðvesturland. Nokkr-
ir bátar munu þó vera gerðir út
hér fyrir norðan, einkum frá Ól-
afsfirði og Húsavík.
Þá má telja það nýlundu, a3
tveir af stærstu bátunum hér á
Akureyri, Ólafur Magnússon og
Akraborg, sem báðir eru eign
Valtýs Þorsteinssonar, útgerðar-
manns, verða a. m. k. fyrst um
sinn gerðir út á línuveiðar hér
fyrir Norðurlandi. Þessi skip
fóru á veiðar nú um helgina og
hefur aflinn verið sæmilegur.
— St. E. Sifi.