Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 20
Afríka Sjá bls. 11. Bifreiðaverkstœði Sjá bls. 9. 11. tbl. — Laugardagur 14. janúar 1961 Stórsjór og hafrót tefur skipaferðir Saltskip barðist 16 sólahriiiga í hafi r ÞAÐ kemur ekki oft fyrir að hin stærri strandferða- skip Skipaútgerðar ríkisins leiti í var vegna veðurs. En þetta gerðist í fyrrakvöld. — Hekla sem ætlaði héðan frá Reykjavík til Patreksfjarðar, hafði ekki treyst sér yfir Faxaflóa eins og veðri var háttað. Hafði skipið leitað vars suður við Garðskaga og lá þar fram til kl. að ganga 10 í gærmorgun. jtr 5 klst. eftir áætlun. Vestmannaeyjabáturinn Herj- óMur kom hingað til Reykjavik ur í gærdag, um kl. hálf eitt. Kom skipið frá Vestmannaeyjum og hefur það aldrei fyrr verið svona lengi á leiðinni á milli. Var það uim 5 kJst. á eftir áætl un. Hafði slíkur stórsjór verið á leiðinni, að ekki var hægt að sigla nema með „trekvartferð“. Þegar Herjólfuæ lét úr höfn í Verkfall eða fridur á flotanum ? SEINT í gærkvöldi varð engu spáð hvort takast myndi samkomulag um kaup og kjör bátasjómanna. Samningafundurinn í gær hafði staðið stutta stund og ekki hafði á honum þokazt neitt frekar í samkomulags- átt. En sáttanefndirnar urðu ásáttar um það að tilnefna hvor um sig tvo menn til þess í dag að f jalla um vissa útreikninga sem samning- ana snerta. Þá hafði sátta- semjari einnig boðað samn- inganefndirnar á sinn fund klukkan 9 í kvöld. Verkfall það á bátaflot- anum sem boðað hefur verið á að hefjast á miðnætti í nótt hafi samningar ekki tekizt. Ekki nær þó verkfallsboð- un þessi tii þeirra skipa er vetrar-síldveiðar stunda, því samningaumleitanirnar fjalla ekki um síldarsamn- inga sjómanna. FULLTRÚ ARÁÐ SFUNDUR verður haldinn í Valhöll í dag kl. 3 stundvíslega. Varðarkaffi í Valhöll i dag kl. 3-5 síðd Vestmarmaeyjum á fimmtudags- kvöldið um kl. 10, var stormur og hafrót við Eyjar og gekk á með dimmum éljum. Með skip- inu voru milli 20—30 farþegar. ★ 16 sólarhringa barningur. Fréttaritari Mbl. í Vestmanna- eyjum símaði í gærkvöldi, að þangað hefði komið danskt sa.lt flutningaskip, á leið til Akraness. Hafði skipið tekið saltfanminn suður á Spáni og lagt af stað hingað 28. desember. Síðan hefur hvert fárviðrið rekið annað á leið skipsins norður eftir. Skip- stjórinn hafði leitað inn til Vest- mannaeyja sem fyrstu höfn til að hvíla ski-pshöfnina eftir 16 sólarhringa barning í hafi. Skip ið heitir Thora Frellsen. ASÍ greiðir 10 þús kr. til verkfalla í Belgíu Alþýðusambandi íslands hafa borizt tilmæli frá Alþjóðasam- bandi frjálsra verkalýðsfélaga (IvC.F.T.U.) um siðferðilegan og f j árhagsiegan stuðning við Verka lýðssamband Belgíu (F.G.B.T.) vegna þeirrar baráttu, sem það nú á í til verndar lífskjörum al- þýðu manna þar í landi. Miðstjórn A.S.Í. heilur sam- þykkt að senda belgíska verka- lýðssambandinu 13,000 belgíska franka — jafngildandi 10 þús. ísL kr. Þetta hefur verið tilkynnt sambandinu með símskeyti, þar MÁLFUNDUR HAFNARFIRÐI. — Stefnir, fél. ungra Sjálfstæðismanna, byrjar nú málfundastarfsemi sína að nýju, og verður fyrsta málfundakvöldið í Sjálfstæðis húsinu n.k. mánudagskvöld kl. 8,30. Þá flytur Þór Vil- hjálmsson lögfræðingur er- indi um ræðumennsku. Síðan verða frjálsar umræður. BONN, V-Þýzkalandi, 10. jan. — (Reuter) — Brezki flugmálaráð herrann, Peter Thorneycroft, kom til Bonn í dag til viðræðna varðandi áætlun Breta og Frakka um að senda á loft gervihnetti með eldflaug af gerðinni „Blue Streak“. í næstu viku er áætlað að Thorneycroft fari sömu er- inda til Norðurlanda. sem auk þess voru sendar sam- úðarkveðjur vegna hinnar misk unnarlausu baráttu, sem verka- lýður Belgíu stendur í til varn ar lífskjörum sínum og félags- legum réttindum. Ennfremur tilkynnti Alþýðu- samband Islands, að það væri reiðubúið til að stöðva hér af- greiðslu belgiskra skipa, sem kynnu að hafa verið afgreidd með verkfallsbrjótum, ef um það yrði beðið. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið aflaði sér í gær, þá mun það vera í fyrsta skipti sem A.S.Í. veitir öðrum hliðstæðum erlend- um samtökum fjárhagslegan stuðning í sambandi við verk- fallsaðgerðir þeirra. Hafið þið séð hann Ingólf taka mynd af honum, því Arnarson, var sagt í síma Mbl. sjaldan hef ég séð blessaS- í gær. Þið ættað að senda an kallinn jafn fannbarinn og ljósmyndara blaðsins til að eftir útsynnings-élin í nótt. Þórs-menrt athuga mögu- leika á björgun VARÐSKIPIÐ Þór kom til Vestmannaeyja í fyrrinótt, í þeim tilgangi að kanna möguleika á björgun belg- iska togskipsins, sem þar strandaði á dögunum. Allt lauslegt tekið Klukkan um 4 í gærmorg- un höfðu skipsmenn frá varð- skipinu komizt um borð í skip- ið. Var þá þegar tekið til ó- spilltra málanna við björgun alls þess er fljótlega mátti losa úr skipinu, t. d. hvers konar Erlingur Sigurður Valur Stjórnarkosning í Vörubílstjóra- félaginu Þrótti í dag og á morgun Lisfi lýðræðissinna er B.-listinn STJÓRNARKOSNING fer fram í Vörubílstjórafélaginu Þrótti nú um helgina. Kosið er í húsi félagsins við Rauð- arárstíg og hefst kosningin í dag kl. 1 e. h. og stendur til 9 síðd. Á morgun heldur kosningin áfram á sama tíma og lýkur kl. 9 á sunnudags- kvöld. — Tveir listar eru í kjöri: B- listi, sem skipaður er lýðræðis- sinnum og borinn fram af þeim og A-listi kommúnista. B-listinn er þannig skipaður: Pétur Guðfinnsson, form., Pétur Hannesson, varaform., Erlingur Gíslason, ritari, Sigurður Bárðarson, gjaldk. og Valur Lárusson, meðstjórn- andi. — Varastjórn: Stefán Gunnlaugsson og Hans Þorsteinsson. Trúnaðarmannaráð: Karl Valdemarsson, Þorsteinn Kristjánsson, Lárus Bjarnason og Tómas Guðmundsson. — Varamenn: Sigurður Sigurjóns- son, Halldór Auðunsson, Þorlák- ur Runólfsson Oft HialtJ Ágústs- son. — Óstjórn kommúnista Kommúnistar hafa farið með stjóm félagsins sl. 2 ár og hef- ur stjóm þeirra á félagsmálum verið með þeim hætti að vald- ið hefur mikilli óánægju meðal Þróttarfélaga, vegna hvers kyns mistaka og aðgerðarleysis, svo að líklega hefur aldrei verið eins slæmt ástand í félagsmál- um Þróttar eins og nú. Þess er fastlega vænzt að Þróttarfélagar þeir sem styðja B-listann kjósi sem fyrst og veiti lýðræðissinnum allan þann stuðning sem þeir mega í kosningunum. Þróttarfélagar, sameinumst í starfi fyrir B- listann og tryggjum glæsilegan sigur hans. siglingartækl, radar, víra, botn> vörpu o. fl. Gátu Þórsmenn ver- ið í togaranum að störfum þar til síðdegis í gær. Um horfur á björgun sktpg ins mun lítt hægt að full- yrða að sinni. Mikill sjór er í skipinu og í því er flóS og fjara. Áður en farið verð- ur að hreyfa við skipinu, verður gengið úr skugga um hvort t. d. sé hægt að halda því á floti með dælum o( öðrum útbúnaði, því geti það ekki flotið, þá er illa farið. GARDURINN I HÆTTL Fréttaritari Mbl. í Vest- mannaeyjum, Björn Guð- mundsson, símaði í gær. kvöldi, að Jón I. Sigurðsson, hafnarvörður þar, hefði skýrt sér frá því, að garðurinn, sem belgiska togskipið lem- ur á, hafi þegar orðið fyrir skemmdum. Aðaluppistaðan t honum eru steinker og geta þau hæglega sprungið og orð- ið fyrir skemmdum undan þunga skipsins er það lemur á garðinum. f Atvinnulausir í USA 4,5 millj. WASHINGTON 13. jan. (NTB/ Reuter). — Tala atvinnulausra í Bandaríkjunum hækkaði um hálfa milljón í desembermánuði — upp í rúmlega 4,5 millj. — og hafa ekki svo margir atvinnu- leysingjar verið skráðir í Banda- ríkjunum í desember sl. 30 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.