Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 16
16 M O R CVTSrn 4 01Ð Laugardagur 14. }an. 1960 ▼ar, hvílíka baráttu hann varð að heyja við sjálfan sig, eftir að þetta kom fyrir hann, á óheppi- legasta aldri? Hvaða áhrif það hefur haft á hann að sjá föður sinn koma slagandi fullan eftir Broadway, með sína kórstelpuna upp á hvorn arm.......Við vit- um, að sjálfur byrjaði hann að drekka einmitt u-m þetta leyti. Mamma leit undan. — Já, Veslings Jack! Veslings Jack! Heima hjá mér sat ég með glas við hliðina á mér og braut líka heilann um þetta sama. Lá þetta að baki þessari grimmdar- legu hæðni, ást hans og hatri á konum, og skrípaútgáfunni af því, sem honum var þó helgast? Og drykkjuskapnum? Spurt gat ég, en fékk bara ekkert svar. Hvorki hvað hann snerti né sjálfa mig. 1 Allir, sem mér hefur þótt vænzt um, hafa dáið meðan ég var við vinnu. Pabbi þegar ég var að horfa á reynslusýninguna á Arnardeildinni, Robin, þegar ég var að leika Rebekku í Cinc- innati. Og nú mamma, meðan ég var að leika í gamanleikriti eft- ir Moss Hart í Miami, í fyrstu viku nóvember 1950. Alveg eins og þegar pabbi dó, höfðu laeknarnir nú sagt, að mér væri alveg óhætt að fara. Þetta var ráðning til einnar viku, og eina atvinnan, sem við Bob höfð um haft lengi. Hún þýddi þús- und dala tekjur fyrir okkur, og við höfðum fulla þörf á aurun- um. Mamma sagði: — Auðvitað ferðu, kisa mín, fyrir alla muni farðu. Hún lagði sjálf svo lítið upp úr sjúkdómi sínum, að það var engin ástæða til að efast um, að ég myndi hitta hana eftir viku í hlutverki sínu sem Mic- hael Strange, takandi móti gest- um í blómskreyttri stofunni. En þegar ég kom af sviðinu þetta laugardagskvöld og Bob kom í áttina till mín, vissi ég adveg ósjálfrátt, hvað gerzt hafði. Fyrir neðan sviðið höm- uðust áhorfendur enn við að klappa, og ég varð að fara fram og hneigja mig. En í stað þess, sneri ég mér að Bob. — Mamma er dáin, er það ekki? Hann kinkaði kolli og tók mig í fang sér. Leonard hafði hringt til hans frá Boston klukkustund áður. Boston, sagði ég....ég verð að fara til Boston. En ég hafði ekki annað en sumarkjó'la að vera í. Ég fékk lánaða svarta 4ragt hjá stúlku í leikarahópnum og fór svo með miðnæturflugvélinni frá Miami. Þegar ég steig upp í flugvélina, hafði ég í hand- töskunni minni, meðalaglas með viskí í. Ég man óljóst eftir sjálfri flug ferðinni. Ég sat við gluggann og hugurinn var eins og grammó- fónskífa. Hann snerist í sífellu en allt og sumt sem ég gat mun- að, var stundifi, þegar ég varð þess viss, að mamma mundi deyja. Það hafði vexið á síðasta upplestrinum hennar í Times Hall í New York, rétt áður en hún lagðist í sjúkrahúsið. Ég sat hjá Bob og tjaldið var dregið frá. Þarna á óskreyttu sviðinu, stóð lestrarpallur og á honum gamla og nýja Testament ið og við hliðina á þeim inn- bundin minnisbók. Ég vissi, að hún hafði inni að halda Komm- únistaávarpið. Mamma hafði á- nægju af að lesa hvorttveggja hlið við hlið, guðsorð og guð- leysingjaorð. Hún ha-fði all-taf gaman af að hneyksla fólk. Þá kom hún fram á sviðið og ég greip andann á lofti og ryfckti mér upp í sætinu. Ég gerði þetta svo áberandi, að fólk leit við Bob greip fast um höndina á mér. Það var deyjandi kona, sem ég var að horfa á. Hún var orðin svo grönn og svo veikluleg. Hún, sem hafði verið svo heiibrigð og kraftmikil, með lífskraft, sem s'ló skugga á alla aðra viðstadda — var nú ekki annað en skuggi af sjálfri sér. Náföl með ljósin skínandi á sig, var hún svo þoku kennd, að það var rétt eins og hún svifi fyrir augu manns. Hún var í síðum, bylgjandi, hvítum kjól, skreyttum gulllaufum — það var búningur grísks kven- prests. Á honum voru klofnar ermar, sem drógust næstum við jörð, en um mittið var gyllt flétta með stórum gylltum skúf- um á endunum. Ég hefði getað spennt grei-par um mittið á henni. Aðeins mikla, fallega svarta hárið var óbreytt, og svo augun, svört og leiftrandi. En andlitið var fölt og það var eins og -húðin væri gagn-sæ líkust því, sem ég mundi eftir á Robin, þegar hann var lítill. Þarn-a stóð hún á sviðinu og dauðinn við hlið hennar. Ég leit undan og hlustaði á hana, þegar hún las, það v-ar svo töfrandi söngrænt og óendanlega h'ljómfagurt .... rödd, sem hljómaði eins og hljóð deyfð fiðla. Mamma hefði getað þulið stafrófið þannig, að hroll- ur hefði farið um áheyxendur. Á eftir fór ég bak við sviðið. — Mamma sagði ég og greip hönd hennar og reyndi að segja eitthvað meira. Hún leit snöggv- ast á mig, og ýtti mér svo á- fram, næstum harkalega. — Þú ert full, Diana. Ég tala við þi-g sekma. Og svo fór hún að heilsa einhverjum öðrum. Ég var a-lls ekki full .... hafði ekkert smakkað. í eina skiptið á æv- inni, þegar ég var hrærð og ætl- aði að úthella hjarta mínu fyrir henni, hélt hún, að ég væri full! Leonard beið mín í hótelher- berginu sínu. Þar stóð hann eins og faðir hans, Leonard Thomas eldri, hefði gert, er sorg hefði -heimsótt hann, — rólegur og sterkur. Nú var hann sá klettur, sem ég varð að festa traust mitt á, Við horfðum hvort á annað. Ég sagði: — Jæja þá, Leonard, hvað gerum við þá? Hann svar- aði: — Við förum til útfarar- stjórans að sjá mömmu. — Gott og vel, sagði ég. Svo opnaði ég handtöskuna mína og tók upp glasið. Ég var ekker-t að fela það fyrir Leonard. Hann sagði: — Ég er búinn að fá mér nokkra sjálf- ur, við skulum fá okkur einn saman. Þetta verður ekki neinn skemmtidagur hjá okkur. Ég horfði á hann meðan hann sótti tvö vatnsglös inn í baðher- bergið og hellti í þau handa okkur. Hann sneri sér að mér. — Við skulum setjast, en ekki | vera að drekka þetta á hlaupum. Við þurfum hvort sem er ekki að flýta okkur neitt lengur. — Þú hefur rétt að mæla, sagði ég, og svo drukkum við hægt og hægt, og fórum síðan til útfararstjórans. Ég horfði á mömmu, fram- liðna. Hún hafði lagt svo fyrir, að hún skyldi grafin í gríska kjólnum, því hafði hún verið færð í hann. En andlitið á henni var fölt og gult, og málað þann- ig, að hana hefði hryllt við. Ég sagði við útfararstjórann: — Móðir mín hefði ekki viljað líta svona út. Viljið þér senda hing- að manninn, sem sér um máln- inguna. Hann kom svo inn með litla öskju með sér. — Skildu þetta eftir hérna og farðu svo, góður- inn minn, sagði ég. — Ég skal sjá um þetta. Enda þótt það væri gegn öll- um reglum, málaði ég hana þar sem hún lá í kistunni: það var andlitið á Miehael, augnabrún- irnar á Miohael — svöluvængja- augnabrúnimar, sem voru svo einkennilegar fyrir hana. Ég ta'l- aði við hana meðan ég var að þessu — Ó, mamma, ég vildi, að ég hefði þekkt þig betur, ég vildi, að ég hefði verið nær þér öll þessi ár. Ó, það er svo margt, sem ég vildi .... Mér varð hugs að til hennar, sem var sífellt eirðarla-us, sífellt að leita lang-t yfir skammt að samræminu, sem hún fann sig sjálfa skorta. Loksins hafði hún nú fundið friðinn. Ég málaði hana svo eins og hún var sjálf vön að gera, og eins og hún myndi vilja iíta út, framliðin. Þegar við lásum erfðaskrána hennar, dagsetta 27. október — aðeins ní-u dögum fyrir lát henn ar, sáum við, að það síðasta sem hún hafði skrifað, var forsögnin um hennar ei-gin jarðarför. Hún hafði ákveðið hana í smæstu smáatriðum. Lík hennar átti að vera til sýnis á hei-mili hennar í Easton. Þar átti að leika Parsifal eftir Wagner, hvíldar- laust á grammófóninn hennar, en hann átti að fela úti í ein- hverju hornin-u. Jarðarförin átti eeinnig að fara fram frá heimil- inu. í þrjá daga lá svo lík mömmu til sýnis í heljarstóra, loftháa salnum hjá henni sem var allur skreyttur þúsundum blóma, sem henni þótti svo vænt um. Ég kom þeim fyrir eins og lista- maður hefði útbúið leiksvið. Þannig hefði mamma viljað hafa það. Svo kom fólk og fór og grammófónninn lók, lágt. Bob sat bak við tjaldið og sá um, að plöturnar væru leiknar eins og mamma hafði fyrir 1-a-gt. Það var eitthvað miðaldalegur blær yfir þessu öllu: stóra salnum, músík- inni og mömmu í kvenprests- kjólnum sínum. Á hverju kvöldi setti ég franskan bænastól. við kistuna og þar fóll ég á kné og baðst fyrir og kyssti síðan mömmu góða nótt. Varir hennar voru kaldar .... kaldar. Síðan fór athöfnin fram og kistunni var lokað. Við ókum til Woodlawn-grafreitsins, þennan dimma nóvemberdag, og ég horfði á mömmu síga niður í 30 krónur miðinn -E. ó T DIDtTT COME HERE ^ TO GET YOUR PERMISSION, McCLUNE.-.THE HIDDEN LAKES COUNTRY IS OPEN TO EVERYONE ..tlT BELONGS TO A LOT OF PEOPLE / . V ,ÐUT NOBODY i CORRECT;______ . I GOES THERE WITHOUT MY r CONSENT...AND IF I LEARN YOU'RE IN THERE, I'LL PERSON ALLY COME AFTER YOU / MR.TRAIL,YOU REFUSE TO SELL ME YOUR DOG, YET YOU WANT MY PERMISSION TO TRAVEL IN THE HIDDEN LAKES Markús, þú neitar að selja — Ég kom ekki hingað til að — Rétt! En enginn fer mér hundinn þinn, en vilt fá fá leyfi yðar, herra McClune þangað án samþykkis míns .... leyfi mitt til að ferðast til j Leynivatna! .... Leynivötn eru öllum opin ,.... Þau eru almenningseign! Og ef ég frétti af þér þar, kem ég sjálfur á eftir þér! gröfina, sem hún hafði búið sér, við hliðina á Robin, undir leg- steininum með áletruninni úr ljóðaljóðum Salómons. Ég var ekki alls gáð, þegar ég stóð þarna og kastaði mold á kistuna hennar í opinni gröfinni. Ég heyrði hana fa'lla, og eitt- hvað af mínu eigin lífi, trúin á sjálfa mig, dó út um leið og hljóðið. ÞRIÐJA BÓK XXVI. Hvaða erindi átti krabbi þarna uppi á loftinu? Ég lá í rúminu, snögglega vöknuð, og starði á hann. Það var heljarstór, hvítur krabbi, sem skreið hægt og hægt yfir loftið. Hvernig má þetta ske? hugs- aði ég með sjálfri mér. Getur hann komizt hingað a-lla leið úr Atlantshafinu? Ég seildist til og kveikti ljósið. Stalst svo til að líta snöggvast upp á loftið. Þar var bersýnilega ekki neitt. Nú, vitanle-ga. Ég slökkti aft-ur. Láttu ekki eins og asni bjáninn þinn: Það er ekkert þarna. Ég lokaði augun- um í nokkrar sekúndur og opn- aði þau svo aftur — og þarna var þessi andstyg.gðar skepna aftur á ferðinni yfir loftið. Hvít- ur krabbi. Hversvegna ætli bann sé hvít- ur? Krabbar eru aldrei hvítir, nema þeir séu settir í sjóðandi vatn. Þá verða þeir 1 jósrauðir, Eða kannske öfugt? Ég horfði á hann skríða. Hann komst nú yfir að veggnum hinumegin. Ég fór að tala við hann, eins og maður við mann. — Snúðu nú við. Komd-u aftur. Ég v-ar alls ekki hrædd. Og hann gerði eins og ég sagði honum. Krabbinn ailltvarpiö Laugardagur 14. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Awðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Óskalög sjúklinga. Bryndís Sig- urjónsdóttir stjórnar þættinum. 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur: Baldur Möller flytur 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son.) 16.30 Danskennsla. Heiðar Ástvaldsson danskennari. 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möll- er). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Átta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath. Westly; IV lestur. Stefán Sigurðsson kenn- ari. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Atriði úr óperunni Don Carlos" eftir Verdi. Maria Caniglia, Ebe Stignani, Mirto Picchi, Paoli Silveri og Nicola Hossi-Lemini syngja; Fernando Previtali stjórnar hljómsveitinni. 20.40 Eftirmæli“, útvarpsleikrit eftir H.C. Branner. í>ýðandi: Hjálmar Ólafsson. — Leikstóri: Baldvin son, Jón ..................... Halldórsson. Leikendur: Valur Gíslason, Jón Sigurbjörnsson, Erlingur Gíslason, Þóra Friðriks dóttir, Jón Aðils, Arndís Bjöms- dóttir, Indriði Waage, Brynjólf- ur Jóhannesson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Helga Valtýsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson og Krist- björg Kjeld. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ~ _ 22.10 Úr skemmtanalífinu (Jóna^*Jón- asson). 22.40 Danslög — 24.00 Dagskrárlok. Hann vann ! k Hafificf/iíetti. HÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.