Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNITLAÐIÐ Laugardagur 14. jan. 1960 JWtrgaiitMaMI) Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rit.stjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. I ERU LÍKUR TIL VERKFALLA? INS og kunnugt er, hafa' allmörg sjómannafélög kunngert að þau muni efna til verkfalls nú um helgina eða upp úr henni, ef samn- ingar hafa ekki tekizt um kjör bátasjómanna. Þessar verkfallsboðanir eru gerðar að ósk sjómannasamtakanna innan ASÍ. Þá hafa Dags- brúnarmenn einnig óskað viðræðna við Vinnuveit- endasambandið um nýja kjarasamninga, en Dagsbrún hefur verið með lausa samn- inga um langt skeið. Harðvítug og langvarandi verkföll eru eitthvert hið mesta böl, sérstaklega fyrir efnaminna fólk. Þess vegna er eðlilegt, að sú spurning sé ofarlega í hugum manna: Verða verkföll? Þegar þetta er ritað, hefur ekki náðst samkomulag milli samninganefnda ASÍ og LÍÚ og því ekki hægt að svara með vissu, hvort einhver verkföll verði á bátaflotan- um. Sjómenn og útvegsmenn á Suðurnesjum hafa hinsveg ar náð samkomulagi, sem að vísu hefur ekki verið stað- fest af almennum fundi sjó- manna, en þar hafa þó eng- in verkföll verið boðuð. ÖLVUN VIÐ AKSTUR QLVUN við akstur bifreiða eru alltof tíð brot hér á landi. Margir menn fara á einkabílum til vina sinna eða á skemmtistaði, þar sem þeir vita fyrirfram, að þeir muni neyta áfengis og aka bifreiðunum síðan heim. Á sama tíma kvarta leigu- bílstjórar yfir því, að þeir hafi ekki nægilegt að gera og er það út af fyrir sig ekki óeðlilegt, því að kunnugir telja, að fleiri leigubifreiðir séu í Reykjavík en nokkurri annarri borg af sömu stærð. En á einn hátt kynnu leigu- bifreiðastjórar að geta aukið nokkuð tekjur sínar og jafn- framt stuðlað að nauðsyn- legum umbótum. Væri ekki reynandi fyrir einhverja bifreiðastöðina að minna rækilega á það að gjaldið fyrir það að skjótast milli bæjarhluta væri 30—40 krónur og það væri ekki of- borgun fyrir það að þurfa ekki að hætta á að aka eftir að neytt hefði verið áfengis. Ýmislegt bendir og til þess, að ekki sé yfirvofandi hætta á langvinnum eða víð- tækum verkföllum. Almennt er viðurkennt, að hagur út- vegsins sé með þeim hætti, að hann geti ekki staðið undir stórvægilegum launa- hækkunum og þess vegna sé tilgangslaust fyrir sjómenn að bera þær fram. Á hinn bóginn hafa útvegsmenn fall izt á að gera nýja samninga á grundvelli hins nýja fisk- verðs, þannig að hlutur hvors aðila um sig af heild- araflamagni, útvegsins og sjó manna, verði sá sami og áð- ur. Ber því í rauninni ekki ýkja mikið á milli þess, sem útvegsmenn bjóða og þess, sem sjómenn geta gert sér einhverjar skynsamlegar lík- ur til að ná fram. ÚTFLUTNINGUR HÚSGAGNA í yfirlitsgrein um iðnaðar- málin á árinu 1960, sem birtist hér í blaðinu í gær, var þess getið, að offram- leiðslu gætti í einstaka iðn- grein miðað við innanlands- markaðinn. Var húsgagna- iðnaðurinn tekinn sem dæmi í þessu sambandi. Á undanförnum árum hef- ur mikil þensla verið í hús- gagnaframleiðslunni, hús- gagnaverzlunum hefur fjölg- að mjög og hinar eldri stækkað. Vegna hinnar miklu samkeppni á þessu sviði hafa íslenzk húsgögn lækkað nokkuð í verði, en þó einkum orðið mun betri og fallegri en áður. Hinu er svo ekki að leyna, að stjórnarandstæðingar virð ast óðfúsir að efna til póli- tískra verkfalla, þar sem kjörin sem slík skipti ekki máli. Við höfum þó ástæðu til að ætla, að þeir telji sig ekki tilbúna til slíkra átaka, og fréttirnar af hörmungun- um í Belgíu eru sízt fallnar til að örva menn til þeirra. Að öllu samanlögðu er því ekki ástæða til að búast við alvarlegum vinnustöðvunum, á næstunni að minnsta kosti. Húsgögn eru mikið seld landa á milli og hafa Danir haft forystu um slíkan út- flutning. Munu þeir selja mest til V-Þýzkalands og Bandaríkjanna. Svíar, Norð- menn og Finnar keppa mjög við frændur sína á þessum mörkuðum og nú hafa ís- lenzkir húsgagnasmiðir mik- inn hug á að fylgja fordæmi þeirra. íslenzk heimili eru nú yf- irleitt búin góðum og smekk Atkvæðagreiðslan um Alsír SVO sem kunnugt er sigraði Alsírstefna de Gaulles for- seta með yfirburðum í kosn- ingunum, sem fram fóru um síðustu helgi bæði í Frakk- landi og Alsír. I Frakklandi hlaut frumvarp forsetans 75,25% greiddra atkvæða, í Alsír 68,8% og í frönskum nýlendum og verndarsvæð- um 92,4% gildra atkvæða. Sigur þessi kom mörgum af helztu stuðningsmönnum forsetans mjög á óvænt, því Iegum húsgögnum. Enda hef ur hinn bætti húsakostur krafizt mun fjölbreyttari hús búnaðar en áður var. Góð húsgögn eru yfirleitt notuð lengi, oft heilan mannsald- ur, og því mun húsgagna- iðnaðurinn hér æ meira þurfa að byggja á sölr til nýstofnaðra heimila. Þetta er eitthvað þrengri markað- ur en verið hefur og því er nú orðið svo mikilvægt að leita nýrra markaða. Fyrir nokkrum árum hefði það verið talin fjarstæða að hugsa til þess, að íslenzk húsgögn yrðu útflutnings- vara, en vegna framfaranna, sem leitt hafa af samkeppn- inni og þess, að nú hefur verið tekin upp eðlileg gengisskráning, þá standa vonir til, að þetta muni tak- ast. En samkeppnin á heims- markaðnum er miklu harð- ari en hér innanlands. ís- lenzkir húsgagnaframleið- endur verða að taka á öllu sínu, eigi þeir að vera hlut- gengir í þeirri samkeppni. Standist þeir raunina, þá ættu fleiri íslenzkar iðn- greinar að geta flutt út. Öll þjóðin mun fylgjast af áhuga með framvindu þessara mála, enda verður framtíð hennar að nokkru leyti und- ir því komin, hvernig til tekst. fáir höfðu spáð honum meir en 70% atkvæða. • Fámennur minnihluti Varðandi sigur de Gaulles eru flestir sammála um tvennt: 1 fyrsta lagi að forsetinn hafi fengið verulega traustsyfirlýs- ingu, sem líklegasti maðurinn til að koma á friði í Alsír; í öðru lagi að hægriflokkur þjóðernis- sinna í Frakklandi, undir forustu þeirra manna, eins og Jacques Soustelle, er vilja franskt Alsír, hafi beðið mikinn ósigur og það komið í ljós að þetta er mjög fá- mennur minnihluti. Hafa kosningarnar því orðið lil þess að ryðja burt alvariegri iiindrun á því að samkomulag náist í Alsír. Enn er þó eftir að yfirstíga ýmsar tálmanir á leið- inni til friðar. • Ýmsar túlkanir Lagblaðið Le Figaro túlkar skoðanir hægfara hægrimanna er það segir að líta beri á sigur de Gaulles sem stuðning við Alsír-stefnu hans eingöngu, ekki allsherjar traustyfirlýsingu á de Gaulle. Þannig hafi til dæmis margir kjósendur lagt til hliðar eigin ágreiningsefni, hvort sem þau voru fjárhagsleg, svo sem erfiðleikar bænda, eða stjórn- málaleg, eins og andstaða gegn framkomu forsetans gagnvart þinginu, Atlantshafsbandalaginu og Evrópu. Dagblaðið I’Aurore lýsir skoð- un þeirra, sem lengra eru til hægri og minnir forsetann á að með því að fela honum að leita lausnar á vandamálum Alsír, sé við því búizt að hann tryggi fram tíð Evrópumanna í Alsír með áframhaldandi dvöl franska hers íns þar í landi. Hægfara vinstrimenn og mið- flokkarnir skýra úrslit kosning- anna á þá lund að þau lýsi ósk Frakka um skjótan frið í Alsír. • Gegn „línunni“ Frjálslynda dagblaðið Le Monde, sem er óháð, segir í rit- stjórnargrein: Orsökin fyrir því að svona margir Frakkar, sem töldu sig hafa fulla ástæðu til að segja nei, sögðu enn einu sinni já, er sú að þeir óttuðust að ef þeir settu ríkisstjórnina í vanda, frestuðu þeir um ótakmarkaðan tíma, og ef til vill útilokuðu, óhjákvæmilegum samningum. Kommúnistar, sem börðust gegn tillögum forsetans, segja hann hafa tapað tveimur og hálfri milljón atkvæða miðað vi8 þjóðaratkvæðagreiðsluna 1958. Kommúnistar endurheimtu nú nokkur af þeim atkvæðum er þeir höfðu misst í verkamanna- hverfum Parísar, en bersýnilegt er að margir þeirra sem venju- lega kjósa þá, greiddu nú at- kvæði með de Gaulle, gegn flokkslínunni. • Breikka bil Soustelle, fyrrverandi land*. stjóri í Alsír bendir á hinn mikla mun á úrslituaum í Frakklandi og í Alsír, þar sem meirihlnti Evrópumanna greiddi atkvæði gegn de Gaulle og 40% atkvæðia- bærra manna sat hjá, aðailega Serkir sem fóru eftir áskorun leiðtoga uppreisnarmanna. Segir Soustelle að atkvæðagreiðslan ha.fi enn breikkað bilið milii land anna. AtKvæðagreiðs’.an hefur sann- að live mikillar hylli de Gaulle nvtur heima fyrir og sýnt and- stæðjngum hans meða] Evrópu- manna og franska hersins í Alsír að þeir geba vænst stuðning* meðal almennings í Frakklandi við nýja uppreisn eða stjórnar- byltingu. • Brýn nauðsyn En þótt de Gaulle hafi styrkt aðstöðu sína í Frakklandi, bíða hans margir erfiðleikar í Alsír. Eftir er að sjá hvort hann gerir enn eina tilraun til að semja beint við uppreisnarmenn FLN. Eitt er víst; honum er það full- kunnugt að nú er brýnni nauðsyn á því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr. Ymsar ástæður liggja fyrir þvi að nú ríður á að ná samningum. I fyrsta lagi væntir meivihluti þjóðarinnar pess að forsetinn grípi til ráðstafana, sem leiði skjótt til friðar. I öðru lagi gæti of mikill dráttur leitt til versn- andi sambúðar Serkja og Evrópu manna og útúokað að þeir gæuu lifað í sátt og samlyndi i einu alsírsku ríki. I þriðja lagi fara kröfur enerdis frá um iauv-n Alsírmálsins sífellt vaxandi. ★ A fyrsta fundi frönsku stjórr - annnar að atkvæðagreiðslu ok- inni tilkynnti forsetinn að þar sem Alsírstefnan hefði fengið stuðning þjóðarinnar, yrði hún að komast í framkvæmd hið fyrsta. Ekki skýrði forsetinn frá því hvað yrði fyrsta sporið, og er þess nú beðið með eftirvænt- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.