Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGTJNBLAÐ'IÐ Laugardagur 14. jan. 196t> 1 Sandur, salt og ryð- 'varnarefni gegn hálku YFIRVERKSTJÓRI Reykja- V víkurbæjar hefur sent bæj- arráði greinargerð um að- gerðir þær, sem gripið er til ■f hálfu bæjarins til öryggis fyrir gangandi og bíla þegar kálka er á götunum. I 1 skýrslunni skýrir yfir- Yerkstjórinn frá því að það efni, sem notað sé gegn hálk unni sé harpaður sandur, Mm borinn er á malarvegi I *g götur og salt blandað ryð varnarefni, sem dreift er yf- í ir malbikaðar götur og hellu lagðar gangstéttir. grípa til frekari aðgerða og kalla þá út fleiri menn og bíla. Þegar stundum gerir ofsahálku um all an bæ á svipstundu eins og kom ið hefur fyrir tvisvar nú í haust, hafa verið sendir út á göturnar 8—10 bílar mannaðir 20—30 verkamönnum, ásamt vélskóflum og fleiru til að framkvæma verk ið. Verður þá að hugsa um fleira en götur og gangstéttir og biðstöðvar strætisvagnanna, því þá verður einnig að gera varúð arráðstafanir við sjúkrahúsin, skólana og skemmtistaði, opin- berar byggingar og hjá borgur- unum eftir því sem slíku verður við komið. • Tvö sjónarmið. í • Dýrt ryðvarnarefni. Verkstjórinn skýrir frá því að hér í Reykjavík fari nú árlega 300—400 tonn af sandi til áburð *r til að draga úr hættum á hál um götum bæjarins. Varðandi ryðvarnarefníð sem sett er saman við salt- ið, segir yfirverkstjórinn að það efni sé dýrt. En þar eð taiið er það hindri ryðmynd un í bílum, sem orsakast af saltinu, sé ekkert áhorfsmál að nota þetta efni í saltið. í lok greinargerðarinnar segir yfirverkstjórinn að hann hafi gefið verkstjórum sínum fyrir- skipanir um að takmarka þessar aðgerðir allar að svo miklu leyti sem fært er, vegna kostnaðar, en þó jafnframt brýnt fyrir þeim að vinna verkið þannig að bæjaryfirvöldin sæti ekki á- mæli fyrir sofandahátt og fram- kvæmdaleysi. • Framkvæmdin. Varðandi framkvæmd verks- ins sjálfs getur hann þess, að þegar vinna hefst á morgnanna #d. 7,20 hafi lögreglan og eftir- litsmenn strætisvagnanna sam- band við yfirverkstjórann um á Stand gatnanna. Yfirverkstjórinn gerir þá þegar ráðstafanir til úr Ibóta og leggur verkefnin fyrir íhverfisstjórana, sem sjá svo um famkvæmd verksins. I flestum tilfellum nægja 3—4 bílar og átta til tíu menn, sem verkinu Ijúka á 2—3 tímum. í óstöðugu tíðarfari verður að S/ds/ys; 40 CyS- ingar tald- ir af Hæstiréttur riftir sjóveðrétti í togara FYRSTI dómur Hæstaréttar á nýbyrjuðu ári var í héraði rek- ið fyrir sjó- og verzlunardómi Sauðárkróks, út af sjóveðrétti í togaranum Norðlendingi frá Ólafsfirði. Er útgerð togarans annar aðilinn en hinn Kaupfé- lag Skagfirðinga. Vann kaupfé- lagið málið í héraði en tapaði sjóveðinu fyrir Hæstaré.ttL 'Í$r Skuldin 190 þús. kr. Upphaf þessa máls er það að útgerðarfélag togarans Norðlend ings ÓF-4 skuldaði Kaupfélagi Skagfirðinga kr. 190.886,11 vegna kaui>a á nauðsynjum til skipsins. Höfðaði kaupfélagið mál gegn útgerðarfélaginu til greiðslu þess arar skuldar að viðbættum 6% vöxtum frá áramótum 1960 til greiðsludags. Þá krafðist kaup- félagið einnig viðurkenningar á sjóveðrétti í togaranum til trygg- ingar dæmdum kröfum. í héraði gerðist það að útgerð- arfélag togarans lét ekki neinn talsmann mæta þá er málið var tekið fyrir. — Málið var því tekið fyrir og dæmt og voru Sjóslys : 40 Gyð- ingar tald- ir af ALGECIRAS, Spáni, 12. jan. (Reuter). — Óttazt er, að um 40 manns hafi farizt, er snekkjan „Price“ frá Hond- uras sökk undan Marokkó- strönd í gær. Á snekkjunni voru Gyðingar frá Marokkó, sem voru að flytjast búferl- um til tsraels. I gær fundu börgunarbát- ar, sem komu á vettvang, þrjá af áhöfn snekkjunnar lifandi og einnig 22 lík, áður en sjógangur neyddi bátana til að hætta frekari leit. t dag halda spænsk fiskiskip áfram leit á þeim slóðum, sem slysið varð — en ekki hafa borizt fréttir af þeirri leit. • Hestur fyrir stúlkuna Stúlkur sem vilja ráða sig til hússtarfa eru í flestum löndum orðnar fáar nú orðið og húsmæðurnar reyna auð- vitað að tína fram all-a kosti heimilisins, þegar þær í aug- lýsingum reyna að lokka þess- ar fágætu manneskjur. í þýzku blaði „Pony-post“ birtist fyrir skömmu auglýs- ing, þar sem óskað -var eftir ungri stúlku til að hjálpa til á heimili. Tekið var fram að á heimilinu væru þrjár dætur (17, 12 og 10 ára gamlar) og þrír íslenzkir hestar tilheyrðu fjölskyldunni. Tækifæri gæf- ist því til að ríða út í fegursta umhverfi. Þarna kom ráðið. Húsmæð- ur á Islandj ættu að reyna að fá sér hross, og vita hvort það getur ekki bætt úr stúlku vandræðunum. • Þekkt fyrirbæri Eins og nefnt hefur verið áður hér í dálkunum, þykir útvarpshlustendum óþægilegt hve mishátt útvarpið er oft á tíðum. Kona nokkur, sem allt- af hlustar á „andaktina á kröfur kaupfélagsins að öllu leyti teknar til greina. -Á I hæstaretti ^ En sem fyrr segir urðu úrslit málsins önnur fyrir Hæstarétti. í forsendum dómsins segir m.a. svo: Fyrirsvarsmaður ríkissjóðs varð hæstbjóðandi í b.v. Norð- lending á uppboði hinn 22. júní 1960, en framseldi síðan Útgerð- arfélagi Akureyringa h.f. boð sitt í skipið. Hafa þessir aðilar geng- ið inn í málið fyrir Hæstarétti. Þar sem b.v. Norðlendingur átti heimahöfn og var gerður út til fiskveiða frá fslandi, mátti skipstjórinn á honum eigi sam- kvæmt 2. gr. laga nr. 30/1936, skýrðri í samræmi við undirstöðu rök þeirra laga, stofna hér á landi til sjóveðréttar í botnvörp- morgnana með andakt“ eins og hún orðar það, kveðst ekki hafa gagn af þessu útvarps- efni af þeim sökum hve mis- / ræmið er mikið milli lágrar raddar prestsins og háværs orgelleiksins. Ei útvarpið sé stillt þannig að presturinn tali hæfilega- hátt, glymji allt í einu svo háværir tónar orgels- ins að hún hrökkvi við, dauð- hrædd um að hafa vakið alla í húsinu með þessum hávaða. Hún verði þá að hlaupa til og lækka útvarpið, og þessi ró- lega bænastund á morgnana sé þar með eyðilögð. Þetta Nýtt eldflaugar- skot Rússa? Washington, 12. jan. HÉR eru taldar líkur til þess, að Rússar séu að búa sig undir að skjóta á loft nýju geimskipi — eða þá, að þeir ætli að skjóta enn einni stórri eldflaug til vest- urhluta Kyrrahafs. Þessi skoðun er byggð á upplý* ingum frá bandaríska flotanum, en frá flugvélum hans hafa þrjú sovézk skip, sem áður hafa kono- ið við sögu í slíkum tilfellum, sézt stefna að svæði því á Kyrra- hafi, sem Rússar hafa fyrr skotið til langdrægum eldflaugum sín- um. Segja formælendur flotans, að með sama hraða og skipin hafi undanfarið, verði þau komin á þetta svæði nk. laugardag. ^ Nú um áramótin sprengdu Frakkar þriðju atóm- sprengju sina. Þótti tilraun- in takast vel, enda stæra frönsku vísindamennirnir sig af því að með miklum og nákvæmum útreikning- um megi spara sér mikla fyrirhöfn á sviði atómfræða. Myndin fyrir ofan sýnir jámgrindaturn, sem sprengj an var fest í úti í Sahara- eyðimörkinni. Ekki þarf að taka fram að turninn lagð- ist í rúst, þegar sprenging- in varð. ungum vegna úttektar á nau#- synjum þeim, er í nefndri grein segir, í öðrum tilvikum en þeim, er í 4. gr. laganna getur, þ. e. til béinnar heimferðar án veiða. Samkvæmt þessu ber að sýkna af kröfu stefnda um sjóveð J b.v. Norðlendingi fyrir dómskuld héraðsdóms, er staðfestist að öðru leyti. Þrátt fyrir þessi málalok ber að dæma áfrýjanda, h.f. Norð- lend, sem eigi sótti þing í héraði og eigi hefur sannað lögmæt for- föll, til að greiða stefnda máls- kostnað fyrir Hæstarétti, sem á- kveðst kr. 15.000.00, en að öðru leyti fellur málskostnaður niður. ætti að vera hægt að stilla á stöðinni, ekki sízt þar sem rödd prestsins og orgeltónarn- ir eru þekkt fyrirbæri, og eiginleika þeirra hljóta starf* menn útvarpsins að þekkj« eftir nokkra morgna. • Viðkomustaðir og tími Þá er hér bréf frá S. G. um strætisvagnana: „Strætisvagnar Reykjavík- ur halda ágætlega áætlun, a. m. k. á leið þeirri sem ég nota mest. Eg er búinn að læra þessa leið utan að núna, ea ef maður ætlar í einhvem annan bæjarhluta getur svo farið að bíða þurfi lengi eftir bíl, vegna þess að maður veit ekki á hvaða tíma vagninn fer um biðstöðina. Þetta er einkum bagalegt, þar sem e. t. v. líður hálftími milli ferða. Það væri til hagræðis, ef á hverri biðstöð væri innramm- að kort sem sýndi á hvaða tímum vagninn kæmi og enn- fremur hvar hann hefði við- komu. T. d. væru á horni Suð- urlandsbrautar: Leið 15: Há- logaland, Múli, Rauðarárstíg- ur, Frakkastígur, Lækjartorg (Kalkofnsvegur). Virka daga kl. 06,30 á 30 mín. fresti til kL 01.00 (eða eftir því sem vi3 á). Síðan tilsvarandi fyrir aðrar leiðir, sem viðkomu hafa á þessum stað. Þetta tíðk ast erlendis og er einkum til gagns þar sem langt er á milli vagna. Einnig er þá hægt að vita um fvrsta og síðasta vagn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.