Morgunblaðið - 20.01.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 20.01.1961, Síða 6
6 MORVUNBLAÐ1Ð Föstuilagur 20. Janúar 196x RekstrarÖryggi ut- gerðarinnar aukið deild sjávarútvegsins að opna nýja lánaflokka í iþeim tilgangi að bæta fjárhagsaðstöðu fyrir- tækja er stunda sjávarútveg og fiskrvinnslu og hafa ekki á und- anförnum árum fengið nægilegt fjármagn ti»l langs tíma til þeirra framkvæmda, sem þau hafa ráðizt í. Hér væri því urr> það að ræða að breyta miklu af skuildum sjávarútvegsins í lán til lengri tíma. Því næst gerði viðskiptamála- ráðherra nokíkra grein fyrir þeim aðstæðum, sem gera slík lán nauðsynleg, og benti á, að fátt geti í raun og veru verið þýðingarmeira, en að lánamál sjávarútvegsins, höfuðatvinnu- vegs þjóðarinnar, séu í viðun- andi horfi, en á það hefði nokk- uð brostið. Það, sem mest hefði háð sjávarútveginum, væri hinn mikli lausafjárskortur, er leitt hefði til þess, að safnað hefði verið miklum lausaskuldum og að útgerðin hefði þurft að ganga á rekstrarfé sitt. Mörg útgerðar- fyrirtæki væru nú hlaðin lausa- skullum í bönkunum og íþyngdu þau rekstri þeirra að sjálfsögðu mjög mikið. Markmiðið með þessari lagasetningu væri því.að létta þessum þunga bagga af út- gerðinni. Hér sé hins vegar ekki um að ræða styrki til sjávar- útvegsins á kostnað neinnar ann arrar atvinnugreinar, og ríkis- stjórninni sé ljóst, að öllum um- bótaþörfum sjávarútvegsins sé ekki fullnægt með þessum ráð- stöfunum. Hins vegar fari það ekki á milli mála, að rekstrar- öryggi sjávarútvegsins aukist mjög við þessar breytingar. Eysteinn Jónsson tók næst til máls. Taldi hann bráðabirgða- lögin og frumvarpið um staðfest ingu þeirra tilrauna ríkisstjórn- arinnar til þess að ná sjávarút- veginum út af því skeri, sem hún hefði stýrt 'honum á. Gagn- rýndi hann mjög, að rikisstjórn- in skyldi gefa út bráðabirgðalög um þessi mál, og virtist telja, að skilyrði tii setningar þeirra hefðu ekki verið fyrir hendi. Sagði Eysteinn, að ríkisstjórn- in reyndi nú að telja mönnum trú um, að erfiðleikar sjávarút- vegsins stafi af gömlum leifum frá vinstristjórnar árunum og Framhald á bls. 19. Víst er það sem vera skal, vart mun annað tjóa, en sjómenn hundsi Hannibal, og haldj áfram að róa. En þeir sem virða Tímans tal, tapreksturinn þróa. Þeir munu hanga í Hannibal og hætta við að róa, Þá læt ég fylgja hér fyrlr- fram þakkir, ef þú birtir þetta. • Ægissíðaeða ^Ægisíða Á. G. Æ. skrifar: 1 Stafsetningarorðabók Frey steins, sem ég aldrei kemst af án þess að hafa við hönd- ina, hvað sem ég skrifa, er þetta bæjarnafn skrifað með einu s-i — Ægisíða. Hetfi ég haldið það rétt vera, bæði af trú og vana að ha'lda mér við Freystein. Nú sé ég að rit- hátturinn Ægissíða er víða á ferðinni. Sem dæmi vil ég nefna stóra fyrirsögn í Morg- unblaðinu 30. des. 19&0, — Sérleyfisbrenna á Ægissíð- unni, götuskrá fyrir Reykja- vík s<|n i>óst- og símamála- stjórnin hefir getfið út, og nú síðast rekst ég á ritháttinn ÆgLssiía í riti er ég fébk í hendur rétt í iþessu, The soils of Iceland, þar er ritað á ensku Aegissida. — Hver er hinn rétti rithátt- ur? Má ekki fara ©ftir orða- bók Freysteins? FRUMVARP ríkisstjórnar- ar um heimild stofnlána- deildar sjávarútvegsins við Landsbanka íslands til að opna nýja lánaflokka, var til 1. umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði. Lagði hann áherzlu á, að megintilgangurinn með bráðaib irgða 1 ögu n u m, sem gefin voru út um þetta efni 5. janúar si., væri sá að heimila stofnlána- FERDINANR Hin gömiu kynni gleymast ei SL. FÖSTUDAG komu nokkr- ir 50 ára stúdentar og eldri saman til kaffidrykkju í há- tíðarsal Elliheimilisins. í 10 ár hefur það tíðkazt að stúd- entar frá því fyrir aldamót hafa hitzt einu sinni á ári, og rifjað upp gamlar minningar og skemmtilega atburði frá skóladögunum. , Af skiljanlegum orsökum hafa stór skörð verið höggvin í raðir þeirra stúdenta sem luku prófi fyrir aldamótin, og að þessu sinni voru aðeins fjórir mættir af þeim, elztur Sigurbjörn Á. Gíslason frá 1897. En einnig voru boðnir til hófsins þeir sem útskrifuð- ust árið 1910 og fyrir þann tíma. Mættir voru alls 15 manns. . , ■ ☆ Við þetta tækifæri tók ljós- myndari Mbl. meðfylgjandi hópmynd af stúdentunum, og eru þeir taldir frá vinstri: Fremri röð: Lárus Sigurjóns- son, skáld og guðfræðingur, Ólafur Þorsteinsson, læknir; Guðmundur Hannesson, fyrrv. bæjarfógeti; Halldór Jónasson frá Eiðum; Ásmundur Guð- mundsson fyrrv. biskup; Alex- ander Jóhannesson, prófessor. Aftari röð: Sigurður Sigurðs- son, fyrrv. sýslumaður; Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjar- fógeti, Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustjóri; Björg-- úlfur Ólafsson, læknir; Bjarni Snæbjörnsson, læknir; Matt- hías Þórðarson, fyrrv. þjóð- minjavörður; séra Sigurbjörn Á Gíslason; Sigurður Nordal prófessor; Guðmundur Thor- oddsen, prófessor. ( , ☆ Hin myndin er af þremur bekkjarbræðrum, Lárusi Sigurjónssyni, Ólafi Þorsteins syni og Guðmundi Hannes- syni. Þeir útskrifuðust árið 1903, og af þeim 15, sem þá tóku stúdentspróf eru nú að- eins fjórir á lífi. ^Vísan^góða Ströndi skrifar: Hér legg ég orð í belg og vildj ég helzt að svo fari, sem hjá strákunum forðum að fuill ur yrði belgurinn. Þá sný ég mér að vísunni góðu, sem fjallað er um í dálkunum hjá þér núna undanfarið. Vísuna lærði ég atf föður mínum, en hann mun hafa numið atf fóstra sínum. Sá mun aftur hafa haft hana frá fóstra sínum eða fóstbróður, sem þó var allmiklu eldri en hann. Allt voru þetta og eru vel þekktir menn í sínu byggðalagi og sumir lands- kunnir. Vísuna lærði ég svona: Nógan gefur snjó á snjó. Snjóum vefur flóa tó. Tóa grefur móa mjó, mjóan hetfur skó á kló. Svona er vísan í alla staði rétt stuðluð og rímuð og mik- ið finnst mér hún lík því sem Hjálmar hafi hana kveðið, bæði að rími og orðalagi, þó maður geti ekki sannað það, en ef til dæmis seinni partur vísimnar er ekki líkur því sem Hjálmars væri, þá veit ég ekki hvað er líkt hans kveðskap. Svo fyrst ég er nú að senda ,þér þessar línur, læt ég fylgja tvær stökur sem mér duttu í hug um dag- inn, þegar ég sá í Vísi að sjómenn hefðu hundsað Hanni bal og byrjað róðra, en mér finnst þær ekki eiga mjög illa við ástandið sem nú ríkir í sjávarmálunum. Þær eru svona:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.