Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 8
8
MORCUIVBLAfílÐ
Fösfudagur 20. Janúar 1961'
í DAG verður John Fitz-
gerald Kennedy, fyrrver-
andi þingmaður frá Massa
chussetts, settur inn í em-
bætti sem 34. forseti
Bandaríkjanna. — Verður
hann nú,- 43 ára gamall,
annar af tveim valdamestu
mönnum heimsins. Hvað
sem kann að gerast á ár-
inu 1961, þá er Kennedy
það nafn, sem aldrei mun
hverfa úr fréttunum.
hefur lýst því þegar félagar
hans „urðu drukknir og grétu
hrun lýðveldisins á Spáni“, þá
hafi Kennedy hvergi komið
þar nærri. Kennedy hefur
viðurkennt sannindi þessarra
ummæla. Hann hefur sagt
dapurlega: „Hjá sumum hefur
frjálslyndisstefnan verið full-
mótuð er þeir voru á tvítugs-
aldri. Svo var ekki með mig.
Ég lenti í þverstraumum og
hringiðum . . .“
Að sjálfsögðu er um yfir-
borðslegar ástæður fyrir óróa
og kvíða að ræða. í heimi ald-
urhniginna þjóðarleiðtoga gat
enginn virzt ólíklegri til
stjórnvizku en Kennedy. Hann
er ótrúlega unggæðislegur.
Hreinskilnislegt, laglegt and-
litið, úfið hárið og meðfædd
óbeit á höttum, breitt og inni-
legt brosið og meðfæddur
glæsileiki gera hinn kjörna
forseta að átrúnaðargoði allra
ungra Bandaríkjamanna. En
vitandi um hin miklu völd og
virðingu forsetaembættisins,
hlýtur m,aður að líta á Kenne-
dy með íhugun.
vann sér er hann var sendi-
herra í London fyrir heim-
styrjöldina síðari, sem kemur
mörgum Bandaríkjamannin-
um til að efast um meðfædda
kosti hins kjöma forseta. Fað-
irinn er talinn hafa verið nokk
uð hlynntur nazistum og frek
ar and-brezkur. Telja sumir
að hann hafi enn nokkur á-
hrif á stjórnmálastefnu son-
arins.
Eldri bróðir
Hverjir þessir hringstraúm-
ar voru, kemur greinilega
fram í ævisögunni eftir Jam-
es MacGregor Burns prófess-
or. Þar kemur í ljós að faðir
Kennedys var mjög drottnun-
arsamur, ef til vill af nauð-
syn, þar eð hann átti kyrrláta
og mjög trúaða eiginkonu og
þróttmikil börn, níu að tölu.
En hann varð að vera oft að
heiman og þá tók Joseph, elzti
sonur hans, við stjórnartaum-
unum í umboði föður síns.
Hann kann að hafa reynt al-
veg sérstaklega að láta vald-
ið bitna á John, sem var næst-
ur honum að árum og því
líklegastur til að vefengja um-
boðið.
Það var Joseph, sem náði
glæsilegasta árangrinum í
flestum greinum. Þótt báðir
bræðurnir læsu hagfræði í
London, var það í Joseph, sem
kennari þeirra, prófessor Har-
old Laski, sá forsetaefni
Bandaríkjanna. Hafi þetta
haft þau áhrif á John að hann
varð hlédrægari en skyldi og
tregur til að taka nokkra á-
kveðna afstöðu, getur slíkt
engan veginn talizt undarlegt.
En Joseph dó hetjudauða í
heimstyrjöldinni síðari. Er at-
mennt talið að þá hafi sú
skyldukvöð verið lögð á herð-
ar Johns, að hann yrði að
taka við. ,
Tilfinningaleysi
Sannleikurinn er sá að
Kennedy háði kosningabar-
áttu sína sem róttækur hug-
sjónamaður, og enginn neitar
því að hann er gæddur mikl-
um pólitískum gáfum. Hins
vegar er það engum vafa und-
irorpið, að framan af ævi hans
hafði faðirinn mikil áhrif á
skoðanir sonarins í utanríkis-
málumi f fyrstu bók sinni:
Why England Slept (Hvers
vegna England svaf), sem út
kom árið 1940, endurtók
Kennedy vissulega þá grund-
vallarskoðun föður síns að
nánast væri tryggt að Bret-
land mundi tapa stríðinu. En
bókin var ekki barátta fyrir
afskiptaleysi Bandaríkjanna
og var ekki and-brezk. Það
sem merkilegast var við þetta
óþroskaða ritverk, var næst-
um algjört tilfinningaleysi
þess. Það sýndi kuldalegt hlut
leysi, merkilegt og næstum
ótrúlegt í riti eftir svo ungan
Bandaríkjamann, umTCngland
á svo viðkvæmu augnabliki.
En hvað s»m þessu líður, þá
hefur Kennedy sagt að póli-
tískur ágreiningur þeirra
feðga sé nú ,,alger“, og virð-
ist engin ástæða til að rengja
það.
Efíirtektarverður
sigur
Víða um heim er afstaða
fólks enn sú sama og hún var,
þegar kjör Kennedys fór
fram. Menn eru hvort tveggja
í senn, mjög vongóðir og ó-
venju efagjarnir. Og þótt þeir
ekki flíki skoðunum sínum, er
ekki af þeim sökum hægt að
álykta að þeir séu Bandaríkj-
unum óvinveittir eða ótilhlýði
lega vantrúaðir. Það líða of
margir Bandaríkjamenn af
þessari sömu óvissu.
Kennedy hóf kosningabar-
áttuna með óvenju miklar
hindranir í vegi sínum: —■
æsku sína, ætterni og róm-
versk-kaþólsk trúarbrögð. —
Hann valdi sér baráttuaðferð,
sem Adlai Stevenson hafði tví
vegis sýnt að var skaðvænlega
óvinsæl.
Keppinautur Kennedys
brigzlaði honum hvað eftir
annað um vanþroskað and-
varaleysi í utanríkismálum,
sem kynni að steypa Banda-
ríkjunum út í styrjöld. Og
Eisenhower forseti — sem enn
er mjög virtur meðal flestra
Bandaríkj,amanna — réðist í
lok kosningabaráttunnar opin
berlega á framboð Kennedys.
Það er því ekki hinn naumi
kosningasigur Kennedys, sem
er eftirtektarverður, heldur
hitt, að hann skyldi sigra.
„Honey Fitz“
Bandaríkjamenn hafa glímt
við þá spurningu hvort það
geti verið þeim hættulaust á
tímum kalda stríðsins að hafa
fyrir leiðtoga ungan mann,
sem jafnvel Sovétríkjunum
hlýtur að geðjast vel að. En
þeir, sem þekkja hann gerst,
segja að Kenhedy geti stund-
um sýnt það svart á hvítu að
írski innflytjendahópurinn,
sem um 1840 flýði undan hall-
ærinu heima fyrir yfir Atlants
ála, hafi ékki getið af sér
þann ættbálk, sem nú er einn
hinn auðugasti og valdamesti
í Bandaríkjunum, án harðýðgi
og einbeitni.
í sögu hinnar innfluttu ætt-
ar Kennedys er margt, sem
Bandaríkjamönnum virðist í
fullu samræmi við „banda-
ríska drauminn", en einnig
nokkur ástæða til óróleika og
kvíða. Menn eru ekki hneigðir
til að fordæma Kennedy
vegna afa hans, sem báðir
voru írsk-amerískir stjórn-
málaleiðtogar í Boston. Og
enn virðist einlæg aðdáun
ríkja meðal almennings á
,,Honey Fitz“, móðurafa
Kennedys, hinum fræga borg-
arstjóra í Boston er steig gjarn
an fjörugan írskan dans að
loknum stjórnmálasigrum,
sem voru tíðir.
Þverstraumar
og hringiður
Efalaust reynir faðirinn enn
að neyta sinna fyrri yfirráða.
En þegar sonurinn velur sér
stefnu, sem er í algeri and-
stöðu við ráðleggingar föður-
ins, verður afleiðingin venju-
lega símahringing frá föðurn-
um, sem segir: „Það bezta,
sem þú hefur nokkurntíma
gert“.
Það versta, sem sagt hefur
verið um nýja húsbóndann í
Hvíta Húsinu, er ekki það að
hann fylgi skoðunum föður
síns, heldur hitt að hann hafi
sjálfur enga rótfasta sannfær-
ingu. Bandarískur rithöfund-
ur, samtíðarmaður Kennedys,
Innra afl
Kennedy hefur ávallt haft
áhuga á stjórnmálum og al-
þjóðamálefnum. Sem þing.
maður hefur hann fylgt þeirri
reglu að afla sér stöðugt stað-
reynda, vega og meta allar að-
stæður í þeirra eigin ljósi og
mynda sér skoðun hlutdrægn.
islaust. Aðferð, sem getur
virzt dauf og varfærnisleg,
hefur hvorugt orðið hjá hon-
um. Hún varð til þess að
hann gerði, meðan hann enn
var viðvaningur á þingi,
skyndilega og harða árás á
yfirstjórn bandaríska hersins.
Framhald á bls. 17,
Átrúnaðargoð
Af þeim, sem kusu Kenne-
dy, voru samt fáir, er gerðu
það með fullu trausti. Margir
þeir Bandaríkjamenn, sem
ákafast óska honum góðs geng
is, vita ekki hvaða skoðun
þeir eiga að mynda sér um
hann, óttast að hann kunni að
bregðast þeim. Hvert smá-
atriði — eins og það þegar for
setaefnið lék einn daginn níu
holur í golfi í Florida — er
notað sem fyrirboði þess að
engra gleðilegra breytinga sé
að vænta á forustu Banda-
rkjanna. _ i
Áhrif föðurins
En það var faðir forsetans,
Joseph Kennedy, sem skóp
hinn mikla auð ættarinnar, að-
allega með hyggindum sínum
og þekkingu á verðbréfamark
aðinum. Enda þótt oft sé stað
hæft að „Joe hafi notað pen-
inga sína til að kaupa Hvíta
Húsið handa syni sínum“, þá
er það fyrst og fremst hið
pólitíska álit sem faðirinn á-
í rammanum hér að ofan eru myn : öllum forsetum Bandaríkjanna til þessa-
Efst til vinstri er George Washington, sem kjörinn var árið 1789, fyrsti forsetinn. Þegar haldið er áfram til hægri, er næstur John Aðams (1797), 3.
Thomas Jefferson (1801), 4. James Madison (1809), 5. James Monroe (1817), 3. John Quincy Adams (1825), 7. Andrew Jackson (1829), 8. Martin Van Buren (1837).
j Niður eftir síðunni hægra megin, er næstur nr. 9, William Henry Harrison (1841), 10. John Tyler (1841), 11. James Knox Polk (1845), 12. Zachary Taylor
(1849), 13. Millard Fillmore (1850), 14. Franklin Pierce 1853), 15. James Buchanan (1857), 16. Abraham Lincoln (1861), 17. Andrew Johnson (1865).
Þj Neðst á síðunni, talið frá hægri eru: nr. 18. Ulysses Grant (1869>, 19. Rutherford Hayes (1877), 20. James Garfield (1881), 21. Chester Arthur (1881), 22.
Grover Gleveland (1885 og 1893), 23. Benjamin Harrison (1889), 24. WiIIiam Kc Kinley (1897), 25. Theodore Roosevelt (1901).
*i SVo er talið upp eftir síðunni vinstra megin, en þar eru: nr. 26. William Howard Taft (1909), 27. Woodrow Wilson (1913), 28. Warren Harding (1921),
29. Calvin Coolidge (1923), 30. Herbert Hoover (1929), 31. Franklin Roosevelt (1933), 32. Harry Truman (1945), 33. D. Eisenhower (1953), 34. John Kennedy (1961)