Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 2. febr. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 23 Tékknesk vopn til Lumumba-manna L.eopoldville, 1. febrúar (Reuter): JUSTIN Bomboko, sem fer með utanríkismál í stjórnarnefnd Mobutus hershöfðingja í Leopold yille, tjáði blaðamönnum í dag, að Arabiska sambandslýðveldið hefði útvegað stuðningsmönnum Lumumba vopn. Sýndi hann fréttamönnum handsprengjur, ýmis létt vopn og skotfæri — er báru það með sér, að þau voru framleidd í Tékkóslóvakíu — sem „sönnun fyrir erlendri íhlut un“ í málefni Kongó. Kvað hann mikið magn slíkra vopna hafa verið hertekið í árekstrum við Lumumba-menn í sl. viku. Bomboko fullyrti, að nokkuð af héraði á vegum Sameinuðu þjóð- anna, — og síðan verið flutt á vörubílum til yfirráðasvæðis Lumumba-manna. Sum vopn- anna hefðu hins vegar verið flutt niður eftir Nílarfljóti frá Kaíró og þeim síðan verið smyglað gegnum Súdan til Stanleyville, þar sem stuðningsmenn Lum- umba ráða lögum og lofum. Hann hélt því og fram, að yfirstjórn SÞ vissi mæta vel um vopna- smyglið, en gerði ekkert til að hindra það — og æsti þannig raunverulega til átaka. Mobutu herstjóri endurtók á þessum fundi fyrri kröfur Kasav- Þetta er stýrimaðurinn, sem beið bana, þegar Galvao-menn hertóku „Santa Maria“. Dorothy Thomp- vopnum þessum hefði verið flutt uibu forseta um, að Dayal, full- flugleiðis til herdeildar Araba- trúi Hammarskjölds, verði kvadd lýðveldisins, sem er í Ekvator- Fimmtán biðu bana MÍLANÓ, 1. febr. (Reuter) Fimmtán manns biðu í dag bana í umferðarslysum í grennd við Mílanó. — Hraðlest frá París fór út af sporinu, og biðu 10 manns bana í því slysi, en a. m. k. 30 særðust. — Nokkrum stundum fyrr, rann þéttsetinn fólksflutn- ingabíll út af veginum nokkru fyrir vestan Míl- anó og féll í fljótið Navi- glio. Þarna létust 5 far- þegar, og 24 slösuðust. ur brott frá Kongó — og kvað það skilyrði frekara samstarfs við SÞ. Talsmaður samtakanna vildi ekkert segja um ummæli þeirra Bomboko og Mobutus. son látin LISSABON, Portúgal, 31. jan (Reuter) — Bandaríski rithöf- undiurinn Dorothy Thomson lézt í Lissabon í dag. Hún var 66 ára. Banamein hennar var hjartaslag. Kröfur enskra sjó- manna um flotavernd Frásögn „Kvöldberlings" Kaupmannahöfn, 1. febrúar (Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.) „KVÖLDBERLINGUR" segir eftirfarandi frétt frá Lundúnum: — Mark Hewitson, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði í Bandaríkin spjara sig í „geimkapphlaupinu" neðri deild þingsins í gær, að þegar brezkir togarar hæfu á ný fiskveiðar innan 12 mílna mark anna við Island með vorinu mundu þeir krefjast verndar brezka flotans — hefðu yfirmenn togaranna þegar ákveðið að fara fram á slíka vernd. Fiskimálaráðherrann veit vel, sagði þingmaðurinn ,að engin von er um samkomulag við ís- land í nánustu framtíð. — Soam- es fiskimálaráðherra svaraði og hrósaði þolinmæði brezkra fiski- manna í fiskveiðideilunni. Kvaðst hann sannfærður um, að ekki mundi miklu lengur verða reynt á langlundargeð þeirra. Kanaverálhöföa, Florida, 1. febrúar. FLUGSKEYTI af gerðinni — Skipastóllinn Framh. af bls. 2 verks við einn bátinn, að hann var rifinn og brenndur! Skipasmíðar hér og erlendis Þá er einnig skýrt frá þeim skipasmíðum sem unnið er að hér heima og erlendis. Á ísa- firði er verið að smíða eitt skip, þrjú í Hafnarfirði, á Ak- ureyri þrjú, Akranesi eitt, í Reykjavík eitt, í Neskaupstað eitt, Ytri-Njarðvík eitt og verið er að smíða tvo 6 lesta báta á Isafirði. Stærsta skipið, sem verið er að smíða, er 130 lesta etálskip í Stálsmiðjunni. Alls eru þetta 13 skip, 542 rúmlestir alls. Erlendis er nú verið að smíða 13 skip fyrir íslendinga, flest allt fiskiskip, ýmist úr tré eða Btáli. Stærsta fiskiskipið er 180 rúmlesta stálskip fyrir Útgerð- arfélag Höfðakaupstaðar og Hólanes hf. á Skagaströnd. — Skipið er smíðað í Noregi. Þá er verið að smíða 2000 rúml. flutningaskip fyrir Jökla hf., í Hollandi, og þar er einnig ver- Sð að smíða 350 rúml. vitaskip fyrir Vita- og hafnarmálastofn- unina og 75 rúml. lóðs- og öráttarskip fyrir Vestmanna- eyjahöfn í V.-Þýzkalandi. Verið er að smíða fjögur stálskip í 'A.-Þýzkalandi. Eru þessi skip öll alls 3490 rúmlestir. „Minuteman“ var í dag skot- ið héðan út yfir Atlantshaf. Kom það niður á fyrir fram ákveðnum stað, um 7 þús. km frá skotstað — og þykir tilraunin hafa heppnazt vel. „Minuteman“ hefur fast elds neyti. en ekki fljótandi eins og flest önnur handarísk flugskeyti. Hefur það marga og mikla kosti í för með sér. — í flugskeytinu voru ýmiss konar mælitæki. — 'k — Sjimpansinn Ham, sem þaut upp í 248 km hæð í bandaríska Mercury-geim- skipinu í gær, var fluttur til Kanaveral í dag og reyndist vera við beztu heilsu. — 'k — Þá er að geta þess, að Samos-gervitunglið, sem skot ið var á loft í gær, komst á fyrirhugaða braut og er þeg- ar byrjað að senda skeyti og myndir til jarðar. — Þessar þrjár síðustu tilraunir Banda ríkjamanna eru taldar bera þess vott, að þeir séu nú sem óðast að vinna upp forskot það, sem Rússar höfðu náð í „geimkapphlaupinu“ svo- nefnda. Árekstur við KLUKKAN að ganga tíu í gærkvöldi varð árekstur á veg- inum skammt fyrir ofan Lög- berg, á svipuðum slóðum og áreksturinn varð fyrir nokkr- um dögum. Tvær bifreiðar rák- ust saman og meiddúst tvær konur eitthvað. Þær voru í bif- reiðinni, sem var á leið austur. Hin bifreiðin var frá Selfossi og var sýslumaðurinn þar í henni. Önnur slasaða konan hafði meiðzt á hendi, hin á enni og fæti. Voru þær fluttar í Slysa- varðstofuna. Miklar jarðabæt- ur á Vestfjörðum ÞÚFUM, N-fs. 31. jan. — Ráðu- nautur Búnaðarsambands Vest- fjarða hefir nýlega lokið út- reikningi á jarðaibótaskýrslum síðasta árs. Skurðgröfuvinna á vegum vélasjóðs var unnin í Reykjafjarðanhreppi, 33.199 rúm- metrar, einnig í Reykhóla og Geirsdalshreppum. Var þar unn- ið nokkru meira. Mest er ný- rækt í Barðastrandahreppi, 41,7 ha. og mest þar á einum bæ, Haga, rúmlega 6 ha. Annars hafa allsstaðar verið nokkrar jarða- bætur og húsabætur, en síðar sendi ég heildaryfirlit um það — P.P. Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. band. Hætti Fedora þá fljót- lega að syngja og helgaði sig eingöngu störfum húsfreyju og móður, en lét mann sinn Um að halda áfram á frægðar- ferlinum. Þau eignuðust tvo syni, sem nú eru 18 og 14 ára gamlir. ★ Óslitinn frægðarferill Og frægðarferill Marios hef ir vissulega verið óslitinn. Segja. má, að hann hafi sungið um heim allan og hvarvetna vakið fádæma hrifningu. Hann er t. d. eini útlending- urinn, sem hlotið hefir Lenin- orðuna fyrir glæsilega frammi stöðu í Bolsjoj-leikhúsinu í Moskvu — og auk þess verið gerður „heiðurslistamaður“ þess. — Eftir að Caruso leið er hann eini tenórsöngvarinn, sem getur gortað af því að hafa „opnað“ starfsár Metro- politanóperunnar í New York fjögur ár í röð — og jafnoft hjá La Scala í Mílanó. — Og launin fyrir eitt kvöld eru um eða yfir 200 þús. kr. (ísl.) Bridge í 6. UMFERÐ sveitakeppni meistaraflokks hjá Bridgefélagi Reykjavíkur urðu úrslit þessi: Sveit Jakobs Bjarnasonar vann sveit Lárusar Hermanns- sonar 59:49 4:0. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen vann sveit Ragnars Halldórsson- ar 55:34 4:0. Sveit Sigurhjartar Pétursson- ar vann sveit Einars Þorfinns- sonar 62:52 4:0. Sveit Agnars Jörgenssonar vann sveit Júlíusar Guðmunds- sonar 73:42 4:0. Að 6 umferðum loknum er staðan þessi: stig 1. sv. Sigurhj. Péturssonar . . 20 2. — Stefáns J. Guðjohnsen 18 3. >— Einars Þorfinnssonar 16 4. — Jakobs Bjarnasonar .. 14 5. — Júlíusar Guðmundss. . . 10 6. — Agnars Jörgenssonar 8 7. — Lárusar Hermannss. . . 6 8. — Ragnars Halldórssonar 4 Sjöunda og síðasta umferð verður spiluð n. k. þriðjudags- kvöld í Skátaheimilinu við Snorrabraut og hefst kl. 8. — Móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT MAGNtJSDÓTTIR andaðist 22. janúar að heimili sínu Hofteigi 54. Útförin hefur farið fram. Ingibjörg Eðvaldsdóttir, Skúli Hallsson og börnin Útför föður okkar, tengaföður og afa HANS WlUM BJARNASONAR múrara, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. febrúar kl. 1,30 e.h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Eydís Hansdóttir, Gyða Hansdóttir, Óli Valur Hansson, Emmy Hansson, Ólafur Eyjólfsson og barnabörn. BENEDIKT JÓNSSON Austurgötu 21, verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstu daginn 3. febr. kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ástríður Ólafsdóttir. Konan mín HÓLMFRlÐUR VALDIMARSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. fe- brúar kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. En þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Kristján Jónsson. Útför MARlU BRYNJÓLFSDÓTTUR fyrrv. ljósmóður í Hrunamannahreppi, sem lézt að heimili sinu Hrepphólum 27. f.m. fer fram laugardag. 4. febr. n.k. Jarðsett verður frá Hrepphóla- kirkju kl. 2 e.h. Bíll fer frá Búnaðarfélagshúsinu í Lækjargötu kL 10 fyrir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda. Elísabet Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson Faðir okkar og tengdafaðir FRITZ H. BERNDSEN frá Skagaströnd, andaðist 30. janúar á Landakotsspítala. Minningarat- höfn fer fram mánudaginn 6. febrúar kl. 1,30 í Foss- vogskirkju. Blóm og kransar afþökkuð. Börn og tengdabörn. Innilegt þakklæti til þeirra mörgu fjær og nær, sem heimsóttu mig á 60 ára afmæli mínu 23. janúar, bæði með gjöfum, skeytum og heimsóknum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Hjörleifur Sveinsson, Landagötu 22, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.