Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 16
* MOXCVNBLABIÐ Fímmtudfcgur 2. íebr. 1961 F O R vörubifreið árgerð 1947 með tvískiptu drifi og sturtum til sölu. Þ. Þorgrímssofi & Co. Borgartúni 7 ■— Sími 22235. STOW lofthitarar fyrir nýbyggingar, verkstæði og aðra vinnustaði fyrirliggjandi. Aukið afköstin með réttri notkun STOW lofthitara. Þ. Þorgrímssofi & Co. Borgartúni 7 — Sími 22235. Ver viljum ráða nokkr- ar vanar vélritunar- stúlkur strax. Nanari upplysingar gefur Starfsmannahald SÍS, S amb andshú s inu. Starfsma.nnahald SÍS. Nuddkona óskast Upp. gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 36380. Hrafnista D.A.S. „3 tegundir tannkrems* FIF BQD „Með piparmintubragði og virku Cuma- sina-silfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir". FlF □ □□ „Sérlega hressandi með Chlorophyll, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlæðir leiða munn- þefjan“. QE3QQQ „Er freyðir kröftuglega með piparmintu- bragði“. 4 VEB Kosmetik-Werk Gera Deutsche Demokratische Bepublik. Sólveig Jónsdóttir Nesi v/ð Seltjörn - Minning f DAG er gerð útför Sólveigar Jónsdóttur, húsfreyju í Nesi á Seltjarnarnesi. Hún lézt á heiin ili sínu 20. þ.m. eftir langvar. andi og þungbæra vanheilsu Sólveig var fædd 4. maí 1889 í Vík í Innri Akraneshreppi. Hún var dóttir Jóns Sigurðsson ar, útvegsbónda þar, Pálsson- ar, bónda á Bala á Kjalarnesi, en móðir Sigurðar var Sólveig Sigurðardóttir, systir Magnús. ar, bónda í Brautarholti, föður Kristins, bónda í Engey. Móðir Sólveigar í Nesi var Sigríður Ólafsdóttir, bónda á Litlu Fells- öxl, Magnússonar, bónda á Hóli í Lundareykjadal, Bjornssonar bónda á Hóli. Móðir Sigríðar var Halldóra Jónsdóttir, bónda í Tungufelli í Lundareykjadal, og Sesselju Gunnlaugsdóttur, bónda í Vogatungu (af Bólstaða- hlíðarætt), og Guðlaugar Þórð. ardóttur, föðursystur Þórðar Sveinbjörnssonar háyfirdómara í Nesi við Seltjörn. Faðir Sólveigar, Jón Sigurðs- son í Vík, var hinn mesti at- orku-, framkvæmda- og fram- faramaður, en hans naut við of skamma stund, því að hann dó á miðjum aldri rétt rúmlega fer. ítugur. Stóð Sigrlfður þá uppi ekkja með börn þeirra þrjú, Soffíu, ellefu ára gamla, Sól- veigu, sex ára, og Sigurjón, árs- gamlan. Hún bjó þó áfram í Vík næstu ár. En vorið, sem Sólveig fermdist, fluttist móðir hennar með son sinn til Reykjavíkur, en Sólveig fór til systur sinnar, sem þá var gift og hafði reist bú á Reyni undir Akrafjalli. Voru þær systur alla tíð sem einn maður og máttu helzt aldrei hvor af annarri sjá. Svo bráðger var Sólveig, að hún þurfti þá einskis manns gustuka manneskja að vera, því að hún var fyllilega jafnoki miðlunga uppkominna, enda gekk hún þeg ar að öllum algengum sveita- störfum jafnt utan húss sem inn. an. Haldgóða tilsögn hafði hún fengið í heimilisstörfum, því að þær systur höfðu numið af móð. ur sinni, en hún hafði ung lært hannyrðir og matreiðslu Reykjavik, er hún bjó hjá föð- ursystur sinni, Guðríði Magn úsdóttur í Arabæ, móður Magn. úsar Jóhannessonar læknis. Var nú Sólveig á vetrum hjá móð ur sinni í Reykjavík, þar sem hún lærði fatasaum, hannyrðir og fleira, en á sumrum var hún í kaupavinnu hjá Soffíu systur sinni. Tvö sumur réðst hún þó kaupakona norður í land því hún þráði mjög að kynnast landi sínu, og eitt hennar mesta yndi var að ferðast á góðum hestum um fagrar sveitir. Árið 1912 giftist Sólveig Gunn steini Einarssyni, skipstjóra, bónda í Skildinganesi (nú Reynistaður) við Skerjafjörð, hinum mesta athafnamanni, sem umsýslu hafði bæði til sjós og lands. Hann var þá ekkjumaður með þrjú börn,_ þriggja, sex og níu ára gömul. Á heimilinu voru einnig fósturforeldrar hans, Er. lendur frá Engey, fyrrum bóndi í Skildinganesi, og Ólöf, kona hans, auk vinnufólks ýmislegs, sem allt af var þar margt svo að yfirleitt voru þar ekki færri en tuttugu manns í heimili. Hin unga, þrekmikla, úrræðagóða og stórhuga kona fékk nú ærið að starfa, enda tók hún til óspilltra málanna. Hún gekk jafnt að hey. skap sem inniverkum af ann- áluðum dugnaði. Heimilishald var í góðum gömlum stíl og heimilisiðnaður hafður í háveg. um. Unnið var úr ullinni og fatn- aður allur gerður heima. Kom sér vel, að Sólveig kunni til starfa og var mikilvirk, því að hún saumaði sjálf allan karl- mannafatnað, peysuföt og yfir- hafnir. Hin stjórnsama, en vel- viljaða húsmóðir vann brátt ást og virðingu heimilisfólksins. Móðir Sólveigar settist að á hinu nýja heimili dóttur sinnar, en með þeim mæðgum var alltaf mikill kærleikur. Var hún dótt- ur sinni mikill styrkur við hina umsvifamiklu heimilisstjórn. Annaðist hún að miklu leyti alla matargerð. Varð hún minnis. stæð öllum, sem henni kynntust, vegna háttvísi sinnar og ljúf- mennsku. Hún dó í Nesi árið 1925. Stjúpbörnum sínum reyndist Sólveig sem bezta móðir og á. vann sér ást þeirra. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Árið 1919 festu þau kaup á Nesi á Sel- tjarnarnesi og fluttust þangað með bú sitt frá Skildinganesi. Urðu þau nú sambýlingar ekkj- unnar Kristínar Ólafsdóttur, en jafnan hefur verið t víbýli á þessu höfuðbóli. Var sambýli hinna tveggja stórheimila alltaf á þann hátt, sem bezt verður á kosið, og voru þær Sólveig og Kristín vinkonur til æviloka. f Nesi hófu þau þegar í stað mikl. ar framkvæmdir og jarðarbæt- ur. Þrátt fyrir umfangsmikla bú- sýslu vannst Sólveigu tími til þess að sinna nokkuð listrænni handavinnu, sem hugur hennar stóð mjög til. Á heimilisiðnaðar. sýningunni, sem haldin var vegna alþingishátíðarinnar 1930, átti hún nokkra muni, meðal annars langsjal, sem hún hafði spunnið í og prjónað og hlaut verðlaun fyrir. Börnum sínum veittu þau hjón in traust uppeldi við starf og nám heima og heiman eftir því, sem hugur þeirra stóð til. Stjúp- sonur Sólveigar dó á þrítugs- aldri eftir langa viðureign við erfiðan sjúkdóm. Reyndist hún honum ætíð sem umhyggjusam- asta móðir. Svo varð Sólveig fyrir þeim þunga harmi að missa bráðefnilegan son sinn af hörmu legum slysförum aðeins 14 ára gamlan, og níissiri síðar varð maður hennar bráðkvaddur. Var Sólveig þá hátt á fimmtugsaldri og börn hennar tvö ófermd. Af fádæma dugnaði bjó hún búi sínu áfram í Nesi með börnum sínum og lét engan bilbug á sér finna, Um heyskapartímann var hún venjulega fyrst út á morgn. ana. Hún tók að sér vinnu fyrir saumastofu í Reykjavík. Undr- aðist fólk, hve afkastamikil hún var. En svo kom að því, að hún fór að kenna hins skæða hjartasjúkdóms, sem æ síðan lék hana svo hart eins og svo marga aðra nú á tímum. Sólveig varð nú að rifa seglin, hún lét af bú- skap og leigði jörðina, en mjög féll henni það þungt. Starfaði hún enn mikið í sessi eftir því, sem kraftar entust. Dvaldist hug ur hennar þá löngum við börn hennar og velfarnað þeirra, enda hafa þau sem og tengdabörn og stjúpdætur ávallt sýnt henni ást, virðingu og umhyggjusemi. Studdi hún þau með ráðum og dáð, er þau voru að brjótast á- fram. Sólveig átti heima í Nesi til æviloka og naut þar stöðugrar og kærleiksríkrar umönnunar Ólafar, elztu dóttur sinnar, og Jóhanns Ólafssonar, tengdasona? síns. Allt frá þvi, að Sólveig varð ekkja, var Ólöf henni og systkinum sínum ómetanleg stoð. Furðu lengi tókst hinni þrekmiklu konu að veita hinum miskunnarlausa sjúkdómi við. nám, en nú hefur hún orðið að lúta í lægra haldi, og i' dag er lík hennar hafið út úr Nesstofu, þar sem hún hafði áður staðið sjálf í þungum sporum við lík. börur ástvina sinna. Sólveig, húsfreyja í Nesi, var kona há vexti og bar sig vel, Svipurinn var í senn þróttmikill og mildur, bjartur og hreinn. Hún var hreinskiptin og með öllU undirhyggjulaus. Hlédræg var hún að eðlisfari, en ekki skorti hana einurð við hvern sem var, ef svo bar undir. Einn höfuð þátturinn í skapgerð hennar f var hlýhugur og rík samúð með mönnum og málleysingjum, og svo var henni farið, að hún kunni betur við, að samúðarinn. ar sæjust nokkur merki í verki, Kom þá til stórhugur hennar og ósérhlífni. En jafnan vildi hún, að það, sem hún lét gott af sér leiða, væri á sem fæstra vitorði. Þá, sem hjá Sólveigu voru, ekki sízt börn og unglinga, lét hún sér annt um langt fram yfir það, er henni bar skylda til. Reyndi hún ávallt að vekja með þeim heilbrigðan metnað og manndóm til sjálfsbjargar. Bróðursyni sína og fleiri skyldmenni hafði hún á heimili sínu um langan eða • skamman tíma, og þegar heimsstyrjöldin skall á, lét hún sig ekki muna um að taka til sín tvö börn, fjögurra og sex ára, af stjúpdóttur sinni, sem setzt hafði að í Englandi ásamt manni sínum og hafa þau öll stríðsárin, Gott var að vera gestur Sól< veigar. Vel var fagnað þeim, sem að garði bar, og veitt af rausn. Sólveig fylgdist ætíð með þjóð málum af áhuga og var ákveðin í skoðunum. Andlegum kröftum hélt hún til dauðadags, og ekki voru á henni ellimörk að sjá, Hún hefði kosið að fresta ferð- inni miklu enn um sinn þrátt fyrir sjú'kdómserfiðið, en ekki tjáir um slíkt að sakast. Hún átti trúarvissu og trúarstyrk í ríkum mæli. Megi nú þeir, sem eiga um sárt að binda eftir fráfall húsfreyj- unnar í Nesi, finna huggun í minningunni um hina merku og ágætu konu, sem að loknu miklu dagsverki, hefur fengið hvíld eftir langt sjúkdómsstríð. Magnús G. Jónsson f Bognar ekki en brotnar 1 bylnum stóra seinast. ÞANNIG var hún, elzta húsmóð- irin á Seltjarnarnesi, er kveður okkur í dag og þannig munum við hana, því svo var Sólveig í Nesi. En á stundum er þeim hægra er bogna. Það var ekki Sólveigar skap, því að starfslöngun hennar og athafnaþrá mun oft og tíðum ekki hafa verið samferða heilsu, enda ekki um það fengist. Það finnst stundum anda kalt hér, en aldrei andaði köldu þar sem Sólveig var, þó á stundum væri svalt. Hjá henni var ylur í handtaki og þar sem hún réði húsum varst þú velkominn. Starfs Sólveigar og ættar verð ur af öðrum getið, en mig lang- ar aðeins, af því að mér finnst það lýsa henni að nokkru, að geta þess að í fleiri ár bjó hún í tvíbýli, og að aldrei féll þar skuggi á og það er mér kunnugt að hennar gamla sambýlisfólki kveður hana með innilegu þakk. læti fyrir samverustundir. Og svo munu fleiri. Þetta er aðeins litil kveðja frá okkur hjónum, með þökk fyrir vináttu þína, sem ávallt var eins og þú sjálf, hrein og bein. Guð blessi þig. Kjartan Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.