Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORGI'NBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. febr. 1961 Hin full- komna Aida í>AÐ er hreint ekki tekið út með sældinni að verða viður- kenndur söngvari í Banda- ríkjunum. Mikilfengleg söng- rödd getur falizt um langt ára bil fyrir forsjóninni og hafa áreiðanlega margar perlur glatazt af perlubandi sönglist- ar-innar sökum þess eins að þær náðu ekki áð vekja at- hygli hinna réttu gagnrýn- enda og áhrifamanna, sem nauðsynlegir eru í þessum heimi auglýsinga og sam- keppni. Sumir bandarískir söngvar- ar hafa leitað til Evrópu og reynt að afla sér viðurkenn- ingar þar í þeirri von, að orð- Nú er hinn raunverulegi þroskaferiil minn að hefjast, segir Leontyne Prince. rómurinn um ágæti þeirra berist aftur til heimalandsins og þá til eyrna réttra aðila. * * * 1 þessum mánuði mun koma fram í fyrsta sinn á sviði Metropolitan óperunnar í New York, negrasöngkonan Leont- yne Price, sem hefur átt ó- venjulega greiða framabraut, enda búin frábær-um söpghæfi leikum og kunnáttu. Leontyne Price er dóttir trésmiðs nokkurs í borginni Laurel 1 Missoury og konu í heimsókn á æskustöðvum hans, sem er negri. Tónlistar- nám Leontyne hófst með námi í píanóleik í heimahögum, en um það leyti sem hún lauk prófi úr menntaskóla 1 Ohio, varð það lýðum ljóst að frami hennar yrði fremur fólginn í hinni hlýju, ríku og hárná- kvæmu söngrödd hennar en píanóleik. En, sem fyrr segir, er það enginn barnaleikur að komast áfram á þeirri braut, enda þótt hæfileikar séu fyrir hendi. Til þess þarf mikla peninga, mik- ið starf og mikla þrautseigju. Þegar hér var komið sögu gripu nýjar hendur í taumana. Það voru ein ágætustu hjón Laurel borgar, Alexander Chisholm og kona hans. Með þeirra fjárhagsaðstoð tókst Leontyne að stunda nám við Juillard tónlistarháskólann í New York. Síðar létu þau einskis ófreistað við að telja kjark í hana sjálfa og foreldra hennar er á móti blés og hjálpa henni að komast í gegn um þá óhjákvæmilegu eld- raun sérhvers upprennandi söngvara, að taka nokkrum sinnum þátt í söngkeppni, þar sem fram koma tugir og hundr uð söngvara. Að vísu slapp Leontyne furðu vel frá þessu, því að fljótt eftir að hún hafði lokið prófi frá Juillard komst hún að hjá söngflokki, sem sýndi söngleik eftir Virgil Thomson og skömmu síðar tók hún þátt í söngferðalagi með viður- kenndum óperuflokki, er þá sýndi Porgy og Bess. En Leontyne var fyrst kynnt hin- um mikla skara óperuunn- enda, er hún söng í Tosca með NBC hljómsveitinni. Upp frá því fékk Leontyne hvert óperuhlutverkið á fætur öðru. Hún fór í hljómleika- ferðir og söng inn á hljóm- plötur en eins og vænta má hafði' hún auga á Metropolitan óperunni. Leontyne ferðaðist til Evrópu og hélt þar hljóm- leika en stærsta sigur vann hún í söngkeppni sem fram fór hjá Sc-alaóperunni í Milano er gagnrýnendur sögðu að þar væri komin hin fullkomna Aida. * * * En þótt sá sigur hafi verið Leontyne mikils virði, segir hún sjálf, að sér hafi orðið enn meira um viðtökurnar er hún fékk skömmu áður á hljómleikum, er hún hélt í heimahögunum til ágóða fyrir gömlu kirkjuna sína í Laurel. Hinir hreyknu borgarar, hvít- ir sem svartir þyrptust sam- an til þess að fagna henni. — Það er hið bezta, sem mig hefur hent, segir Leont- yne. Allt þetta fólk, sem hef- ur óskað mér alls góðs, beðið fyrir mér og lagt leið sína til móður minnar til þess að spyrja hvernig mér vegni. Þetta kvöld söng ég ekki eins og ég hefði bezt getað, til- finningar mínar urðu söngn- um yfirsterkari, en ég tel að þessir hljómleikar h-afi verið mikill sigur þessarar litlu borgar í Suðurríkjunum, — þar þe-kki ég ekki hatur og hleypidóma. I hálfa aðra klukkustund vorum við öll saman sem mannlegar verur — ekki svartar — ekki hvítar. A þessum hljómleikum sátu saman á fremsta bekk fjöl- skyldur Leontyne Price og Chisholm hjónanna og af and- litum allra mátti lesa hina sömu gleði og hið sama stolt. Þannig munu þau væntanlega einnig sitja í hinu mikla óperu húsi Metropolitan í New York, þegar Leontyne Price kemur þar fram í fyrsta sinn.. Ályktun verkalýðsfél. Jökuls, Ólafsvík ðLAFSVÍK, 29. jan. — Á fundi í verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafs- vík sunnudaginn 29. janúar sl. var endanlega gengið frá sam- þykktum á sjómannasamningun- um. Áður á fundi hinn 24. janúar sL hafði samkomulag það, sem landssamninganefndir sjómanna og útvegsmanna höfðu komið sér saman um, verið lagt fyrir fund og samþykkt, að undanskilinni greininni um dragnótakjör. Samþykkt fundarins 24. jan. sl. var gerð með þeim fyrirvara, að verkfalli því hjá sjómönnum, er stóð yfir, væri frestað til 1. febrúar nk., meðan reynt yrði að ná heimasamningum um ýmiss á- kvæði, er niður höfðu fallið við gerð landssamningsins en voru í heimasamningum, svo sem: há- markslínulengd á tilgreindum tímabilum hausts og vetrarvertíð ar, um greinilega afmörkuð helg- arfrí, ákvæðisvinnutaxta við beitingu, uppstokkun og setningu línu, netavinnu o. fl. Báðir þess- ir samningar voru ' samþykktir •amhljóða. Á fundi þessum létu sjómenn I ljós óánægju með flokkunar- reglur og verðskráningu þá, er L.Í.Ú. og fiskkaupasamtökin höfðu gert samkomulag um, án aðildar sjómannasamtakanna. Eftirfarandi ályktun var ein- róma samþykkt: „Fundur sjómanna í verkalýðs félaginu Jökli, haldinn 29. janú- ar 1961, skorar á Landsamband íslenzkra útvegsmanna að vinna Macao og Pekmg, 30. jan. — (NTB) — Macao-fréttaritari Lund- únablaðsins Daily Mail skýr- ir frá því að flóttatilraun sjö hundruð landbúnaðarverka- manna frá Kína hafi mistek- izt og hafi nokkrir flótta- manna verið skotnir, aðrir fangelsaðir. Fréttaritarinn hefur þessi tið- indi eftir kínverskum flótta- mönnum, sem komnir eru til Macao. Segir hann að flóttinn hafi verið vel undirbúinn. Fólk að því að framkvæmd á gæða- mati aflans verði með þeim hætti, að sanngjörn verðskráning eftir gæðamati eigi sér stað, án tillits til þess á hvaða hátt fisk- ur er veiddur eða á hvaða tíma. Einnig að tryggja skipshöfnum fulla aðild til athugasemda við framkvæmd á gæðamati aflans“. ★ Tólf bátar eru byrjaðir róðra héðan og hefur afli verið heldur tregur. Aflinn í gær komst upp í 8 lestir á bát. — Fréttaritari. þetta var frá Tungkun-héraði fyrir norðan Hong Kong. Hafði það komizt yfir kínverskar skútur og smábáta, sem það faldi við Perlufljót. Matarskortur hefur verið mikill í Tungkun, og þegar enn var hert á matarskömmtun fyr- ir skömmu, var ákveðið að flýja. Þegar draga átti upp segl og hefja flóttann bar þar að lögreglubáta. — Nokkrir flótta- menn féllu fyrir skothríð lög- reglunnar, hinir voru handtekn- ir. Þeir, sem teknir voru, hlutu langa fangelsisdóma. Ratsjá í í GÆR var lokið niðursetnlngu ratsjár í „Sólfaxa“ Flugfélags Íslands. Verkið var að öllu leyti framkvæmt af starfsmönnum fé- lagsms og er þetta í fyrsta sinn, sem slíkt er framkvæmt liér á Iandi. Batsjáin, sem er af banda- rískri gerð, er mjög fullkomin, enda stærri og þyngri en venju- legar ratsjár í farþegaflugvél- um, þar sem hún er ætluð til leitar, en er einnig mjög góð sem veðurratsjá. Leitarskilyrði eru mjög góð með þessari nýju ratsjá, þar sem hún gerir flugmönnum mögulegt að fylgjast með umlhverfinu í 320 km fjarlægð. Þess má geta að ratsjá þessi var til skamms tíma algjört leyndarmál banda- ríska flotans. „Sólfaxi" fer væntanlega til Grænlands nk. föstudag, þar sem hann verður staðsettur í Narssarssuaq. Samkvæmt samn- ingi Flugfélags íslands og Kon- unglegu Grænlandsverzlunarinn ar, mun hann annast ískönnun- arflug ásamt fleiri verkefnum og með tilliti til þess hefir þessi sterka og fullkomna ratsjá verið tekin í notkun. „Sólfaxi" er önnur flugvélin sem Flugfélag íslands staðsetur í Grænlandi. Hin fyrri er „Hekla“, sem leigð var frá Loft- leiðum. „Hekla“ hefir nú verið fyrsta mánuðinn í Syðri-Straum Sólfaxa ,,.. en nú hefur ratsjánni verið bætt framan á. firði og kom heim til áhafna« skipta og skoðunar sl. sunnu- dagskvöld. Gert er ráð fyrir að flugvélin fari aftur til Græn- lands á morgun (miðvikudag). Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 Flóttinn mis- tókst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.