Morgunblaðið - 25.02.1961, Side 9

Morgunblaðið - 25.02.1961, Side 9
Laugardagur 25. febrúar 1961 MORGUISBLAÐIÐ 9 Jéhann Hafsfein á Alþlngi Jafnvægi í peninga- máiunum er takmarkið E F TIR þær umræður, um frumvarp um Seðlabanka Islands, sem raktar voru í blaðinu í gær, kvaddi' Jóhann Hafstein sér máls, og á eftir honum þeir Skúli Guðmundsson, Björn Pálsson, Gylfi Þ. Gíslason og loks Skúli Guðmundsson í þriðja sinn við umræðuna. í upphafi ræðu sinnar sagði Jóhann Hafstein, að það hefði ekki verið neitt óíl'temmtilegt útaf fyrir sig að hlusta á vand- lætingarræðu Skúla Guðmunds- sonar og það yrði að viðurkenna, að honum færi stöugt fram í leikaraskap sínum. í þingveizl- um sé þessi leikarskapur vissu- lega vel rámaður, en hitt sé svo annað mál, hversu vel við- eigandi þessi leikaraskapur sé úr ræðustóli £ Alþingi. Vegna vandlætingar Skúla Guðmundssonar út af fjölgun bankastjóra við seðlabankann minnti Jóhann á, að 1957 hefði vinstri stjórnin gert þær breyt- ingar á bankalöggjöfinni, sem í aðalatriðum voru í því fólgnar að koma stuðningsmönnum stjórn arinnar í 13 stöður bankastjóra og bankaráðsmanna. í samb. við þær breyt. hefði því að vísu ver- ið haldið mjög á lofti, að Sjálf- stæðismenn hefðu hreiðrað um sig í peningastofnunum landsins og misbeitt þar valdaaðstöðu sinni svo, að við það yrði ekki un- að. Hins vegar væri sér kunnugt um, að ýmsir menn, sem að þess- um málum stóðu þá og hafa síðar komið inn í bankana sem banka Btjórar eða bankaráðsmenn, hefðu látið í ljósi það áht, að þessar ástæður hafi verið fluttar fram algerlega að tilefnislausu j og engin rök voru flutt fyrir þeim í þinginu. Þá sagði ræðumaður. að það fyllti sig gremju, þegar hann heyrði fjargviðrazt svona yfir því, hversu níðzt sé á hinum dreifðu byggðum, kaupfélögun- um og samvinnufélagsskapnum, á sama tíma og samvinnufélögin hafi þó dregið til sín hlutfalls- lega miklu meira fjármagn held ur en nðkkur annar sambærileg- ur félagsskapur eða rekstur í þjóðfélaginu. Það væri athyglisvert, sagði Jóhann, að nefndarálit Skúla Guðmundssonar fjaiiaði aðeins um einn þátt þessa máls, þ. e. ákvæðið, þar sem Seðlabankan- um er heimilað að ákveða, að nokkur hluti af fé innlánsdeilda kaupfélaganna, sparisjóða og bankanna skyldi bundið í Seðla- bankanum. Svo mikil áherzla sé lögð á þetta atriði, að engu sé lík ara en að með þessu sé verið að stela fé frá hinum dreifðu byggð um höfuðstaðabúum til handa. Þetta fé er auðvitað eign spari- sjóðanna og innlánsdeilanna eftir sem áður, og enn er fyllilega óséð nema þetta geti orðið hinum dreifðu byggðum til hins mesta gagns, þegar á þarf að halda. Megintilgangurinn með þessari lagasetningu sé m.a. sá að hafa áhrif á jafnvægið í peningamál- um og til þess að Seðlabankinn hafi aðstöðu til þess að veita þessu fé og öðru í framleiðslu- starfsemina og þá fyrst og fremst í útflutningsstarfsemi þjóðarinn- ar. Það fé sem þannig hefur feng izt hingað til, hefði að langmestu eða öllu leyti farið til útlána út um landið til þess að halda uppi framleiðslustarfseminni og út- flutningsstarfsemi landsmanna. Benti ræðumaður síðan á, að það væri einkennandi fyrir mál- flutning framsóknarmanna, að þegar búið er að koma því í kring að innlánsdeildirnar njóti Jóhann Hafstein sömu réttinda og aðrar lánastofn anir, þá megi ekki með nokkru móti leggja á þær sömu skyidur. E. t. v. væri full ástæða til þess að taka ákvæðin um inniánsdeild ir kaupfélaganna til heildarend- urskoðunar. Það sé látið í veðri vaka, að þetta séu sparisjóðir, sparisjóðsdeildir kaupfélaganna. Þær geri jafnvel yfirboð í spari- fé fólksins, borgi hærr vexti en bankar og sparisjóðir hafa get- að borgað og nái þannig inn all- miklu fjármagni. Hins vegar er þetta fé alls ekki til almennra útlána, eins og fé sparisjóðanna, en aðeins sem rekstrarfé kaup- félaganna, og þegar fólk vill svo taka út sparifé sitt þá er því stundum borið við, að rekstur kaupfélagsins þoli ekki eins og stendur, að féð sé greitt út. Vissulega er það rétt hjá Lúðvík Jósepssyni, sagði ræðumaður, að þessar innlánsdeildir eru annars konar stofnanir en almennir sparisjóðir — og væri því rétt að athuga ákvæðin um þær nánar. Hættulegir menn Skúli Guðmundsson tók fram að hann teldi, að í þessu frv. væru ekki nein veruleg nýmæli, þar sem áður hefði verið búið að setja á stofn seðlabanka með sérstakri stjórn. Síðan vék Skúli enn, að ákvæðinu um heimild Seðlabankans til þess að ákveða, að innlánsdeildir samvinnufélaga skuli binda nokkurn hluta af inn stæðufé sínu í Seðlabankanum. Sagði hann, að það væri að vísu rétt” að þessi heimild hefði verið fyrir hendi skv. lögum þeim sem sett voru í tíð vinstri stjórnar- innar, en henni hefði aldrei verið beitt. Sú stjórn hefði sjálfsagt aldrei misnotað heimildina eins og núverandi ríkisstjórn hefði gert og ætti sjálfsagt eftir að gera. Slík heimild sem þessi gæti verið stórhættuleg í höndum manna eins og þeirra, sem nú fara með völd í landinu, sagði Skúli. Þá væri mikil falskenning, að sama regla þyrfti að gilda um allar innlánsstofnanir, hvort sem þær væru stórar eða smáar, og bauð hann viðskiptamálaráð- herra aðstoð sína við að semja slíkar regtur, þar sem tekið væri Afmælisfagnað- ur í rafljósum VÍK í Mýrdal, * 23. febr. — í gær var hátíðisdagur í Reynis- hverfi í Mýrdal, því þá var raf- magn tekið í notkun á níu bæj- um þar. Undanfarið hefur verið unnið að því að leggja raflín- una frá nýju rafstöðinni í Vík. Eru þetta fyrstu bæirnir sem raf- magn fá frá stöðinni. Svo skemmtilega hittist á, að einn bóndinn í Reynishverfi, Klemens Árnason, Görðum, varð sjötugur þennan dag. Var mann- margt hjá honum og gleðskapur góður, bæði í tilefni afmælis- ins og nýju ljósanna. Sátu menn í góðum fagnaði lengi nætur. Nú vinnur flokkur frá Rafveit- um ríkisins að því að leggja raf- línur áfram út sveitina og ráð- gert er að 20—30 bæir fái raf- magn á þssu ári. — Fréttaritari. tillit til séraðstæðna innlána- deilda samvinnufélaganna. Björn Pálsson andmælti þeim kenningum viðskiptamálaráðhr., að fjárfesting landbúnaðarins væri mestöll gerð fyrir lánsfé og vék síðan nokkuð að „fjár- bindingarákvæðinu“ svonefnda. Synd vinstri stjórnarinnar Gylfi Þ. Gíslason viðskipta. málaráðherra sagðist ekki hika við eitt andartak að segja, að hann teldi það vinstri stjórn Hermanns Jónassonar til lasts en ekki lofs, eins og Skúli Guð- mundsson, að hún notfærði sér ekki heimild sína til þess að binda hluta af innstæðum pen- ingastofnana í Seðlabankanum. Bankamálin hefðu að vísu heyrt undir ríkisstjórnina í heild, en. Hermann Jónasson hefði farið með þau fyrir hennar hönd, svo að e. t. v. mætti segja, að þar væri fyrst og fremst við hann að sakast. Skúli Guðmundsson tók síðan stuttlega til máls, en að ræðu hans lokinni var umræðunni frestað. Tilkynnið er per- ur springa R AFM AGN SEFTIRLIT ríkisif» hefur beðið blaðið fyrir eftirfar- andi orðsendingu til birtingar: Fyrir tveimur árum var birt f dagblöðum og útvarpi orðsending frá Rafmangseftirliti ríkisins, þar sem óskað var eftir, að ef fólk yrði vottar að því, að rafmagns- perur biluðu þannig, að glerkúlan brotnaði annaðhvort um leið og kveikt væri á perunni eða eftir að kveikt hefði verið á henni, og einnig ef fólk yrði þess vart, að perur „sprengdu" vör (öryggi) um leið og þær biluðu, þá væri Rafmagnseftirliti ríkisins eða hlutaðeigandi rafveitu skýrt frá því. Rafmagnseftirlitinu bárust all- margar skýrslur um slíkar bilan- ir á rafmagnsperum, einkum fyrst eftir að orðsendingin var birt. Nú vill Rafmagnseftirlitið end- urnýja beiðni sína um að þeir sem vottar verða að slíkum bil- unum gjöri.svo vel að tilkynna það rafmagnseftirliti ríkisins eða hlutaðeigandi rafveitu, annað- hvort bréflega eða í síma. Dr. Friðrik Einarsson ritar Vettvanginn í dag — um læknaskort — 50 íslenzkir læknar erlendis — Ekki nóg að horfa á sólarlagið — Hvað ætlið þið að bjóða læknum herrar mínir? — Það er skrítla í eyrum þeirra. ER íslenzka læknastéttin of vel xnenntuð fyrir þessa „fátæku“ þjóð? Eða öðruvísi orðað: Hefur þjóðin ekki efnl á að hafa vel menntaða læknastétt? Undanfarið hefur verið óvenju mikið ritað og rætt um lækna- skort hér á landi, og hefur þar aðallega verið um að ræða skort á héraðslæknum. Við umræður á Alþingi kom fram gagnrýni á Háskólann, að hann útskrifaði of fáa lækna. Er það rétt? Ég held alls ekki, og það má ómögulega koma þeirri hugmynd inn í vitund ftlmennings, að vandamálið liggi þarna. Fyrir nokkru var glaðzt yfir því í dagblöðum, að 16 nýir læknar hefðu útskrifazt úr læknadeild Háskólans. Það er Jíka gleðilegt — fyrir Svía, Dani og Bandaríkjamenn. Núna munu um 50 íslenzkir læknar stunda læknisstörf í Bvíþjóð og hinum Norðurlönd- unum. Hvers vegna fóru þeir þangað, og hvers vegna hafa þeir ílendst þar? Þegar þeir voru búnir með háskólanámið vegna starfsskilyrða, sem við og kannski skylduárið á spítala, sem sumir en ekki allir, geta tekið hér heima vegna smæðar spítalanna, vildu sem betur fer flestir þeirra afla sér frekari frahaldsmenntunar, en hún verður ekki fengin nema á spít- ölum með sæmilegum og helzt góðum starfsskilyrðum. Þess vegna fara þessir ungu og fram- sæknu læknar utan, þar sem þeir geta strax fengið stöður með góðum launum og sam- tímis auka þeir þekkingu sína og reynslu. Eftir því sem árin líða verður erfiðara og erfiðara að snúa heim aftur til lélegra kjara og verri starfsskilyrða, en þeir eru orðnir vanir við. Marg- ir hafa hlotið góða sérmenntun, sem ekki fær notið sín nema við vinnu á spítala. Flesta lang- ar heim aftur, a. m. k. um skeið. Þeir hafa þá ekki aðra von en að einhver okkar, sem fyrir erum, deyi, eða að við hrökklumst úr stöðum okkar teljum óviðuhandi. Þeir vilja ekki fórna því að flytjast hing- að til að horfa á sólarlagið, þótt fallegt kunni að vera. — Það munu samt alltaf verða nokkr- ir, sem vegna æsku og bjart- sýni hverfa heim aftur í von um, að einhvem tíma muni líka á Islandi verða fullnægjandi spítalapláss fyrir landsmenn, og þar með viðunandi aðstæður fyrir þá lækna, sem þar komast að. Svoleiðis leit ég, því miður, sjálfur á fyrir 15 árum. En blekkingum um bættar aðstæð- ur verður ekki trúað 1 það ó- endanlega. V Nú er það svo, að vel mennt- uðum og góðum læknum er tek- ið opnum örmum nærri hvar sem er annars staðar í heimin- um. Sú hætta vofir því yfir, að á næstu árum verði það ekki þeir beztu, sem hverfa heim að framhaldsnámi loknu. Er það heillavænleg þróun fyrir lands- ■menn? Hversu mun þá fara um íslenzka læknisfræði? Það var margt gott sem Sig- urður Bjarnason sagði á Alþingi um nauðsyn á bættri aðstöðu héraðslækna. Og þar sem ekki er hægt að bæta vinnuskilyrði þeirra, eins og í afskekktum héruðum, er naumast um aðra leið að ræða, en freista lækn- anna með góðum launum, góð- um híbýlakosti, farartækjum o. s. frv. Þeir þurfa að hafa það góða afkomu, að þeir geti kost- að börn sín í skóla, þótt þeir eigi heima úti á landi, og þurfa að hafa ráð á að taka sér flug- far til Reykjavíkur, þegar tími vinnst til, til þess að sækja læknafundi og heimsækja spít- ala og þar með viðhalda mennt- un sinni til góðs fyrir sjúkling- ana. Ef þjóðfélagið telur sig ekki hafa ráð á þessu, þá fær það bara enga dugandi lækna út í þessi héruð. Það hljómar eins og skrítla í eyrum lækna, þegar talað er um í þings- ályktunartillögu, að fá jafnvel erlenda lækna í héruðin. Hvað ætlið þið að bjóða þeim, herrar mínir? Þetta brot, líklega um 1/s—f/so af þeim tekjum, sem þeir geta fengið fyrir störf sín víðast hvar annars staðar, jafn- vel í Færeyjum? Ætli væri ekki nær að gera stöðurnar ofurlítið aðgengilegri fyrir hina 50 ís- lenzku lækna, sem eru í Svíþjóð og alla langar heim, og sem mundu koma fyrir miklu minna heldur en t. d. sænskir læknar, sem aðeins mundu brosa að til- boðunum. Laun lækna, bæði héraðs- lækna og spítalalækna, hér á landi, munu að jafnaði miðuð við laun skrifstofufólks, einkum í ráðuneytum, með mismunandi stuttan vinnutíma. En vinnu- tími flestra lækna er miklu lengri og mun óreglulegri en flestra eða allra annarra þjóð- félagsþegna, enda tillit tekið til þessa hvarvetna annars staðar en hér. Þótt erfitt kunni að vera fyrir litla þjóð og ört stækkandi að sjá fyrir nægileg- um spítalabyggingum, þá hefur hún vel efni á að bæta um á því sviði, sem ég nú hef nefnt. Ef þjóðin vill ekki greiða þann kostnað, þá mun hún óhjá- kvæmilega sjálf súpa seyðið þar af. — Friðrik Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.