Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður TiHaga ríkisstjornarinnar samþykkt á AJþingi í gær: 12 mílur tryggðar — opnar dyr fil áiram hald- andi út- fœrslu TILLAGA til þingsályktun- ar um lausn fiskveiðideil- unnar við Breta var sam- þykkt á Alþingi kl. 6 í gær. Hlaut hún 33 atkvæði stjórn arþingmanna, en þingmenn kommúnista og Framsókn- arflokksins, 27 að tölu, greiddu atkvæði gegn henni. Með samþykkt tillögunnar má telja 2% árs „stríði“ ‘við Breta lokið, því að fyrir liggur vitneskja um, að brezka ríkisstjórnin telur iausn á grundvelli orðsend- ingar utanríkisráðherra eft- ir atvikum aðgengilega. — Skortir því aðeins formlegt samþykki Breta. Er ekki vit- að ,hvenær það berst, hin nýja útfærsla öðlast gildi og fcrezkum togurum verða heimiluð hin takmörkuðu veiðiréttindi innan 12 míln- anna. Meginatriði samkomulags- ins er sem kunnugt er, full Séð yfir þingsalinn, þegar forseti sameinaðs þings, Friðjón Skarphéðinsson, lýsir yfir samþykkt þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar. — Yzt til hægri á myndinni sjást Ólafur Thors, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, og Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra. og óafturkallanleg viður- kenning Breta á 12 mílna fiskveiðitakmörkum við ís- land, ásamt mjög þýðingar- miklum grunnlínubreyting- um. Gegn því fá Bretar veiðiréttindi milli 6 og 12 mílna á takmörkuðum svæð- um og um takmarkaðan tíma árlega næstu 3 árin. Bæði ríkin skuldbinda sig til að fclíta úrskurði Alþjóða- dómstólsins um ágreining, sem rísa kann út af frekari friðunaraðgerðum. t samkomulaginu er því lýst yfir, að íslendingar muni halda áfram að vinna að frekari útfærslu, en til- kynna Bretum útfærsluna með 6 mánaða fyrirvara. — Með tilliti til þess, að á 2 Genfarráðstefnum börðust tslendingar fyrir því, að 12 inílna fiskveiðitakmörk yrðu ákveðin sem alþjóðalög, sem við yrðum bundnir við, er Frh. á bls. 2 Alþjdöadómstúllinn tryggöi grund- völl friðunarinnar 1952 — og réttsýni hans getum v/ð bezt treyst í framtíðinni Það eru mjög furðulegar kenn- ingar, sem hér er haldið fram, að það sé afsal á einhliða rétti ís- lendinga til þess að færa út land- 'helgina, ef við föllumst á það, að ágreiningur af þeim sökum skuli lagður undir alþjóðadómstól. Því er haldið fram, að þetta sé mikið réttindaafsal vegna þess, að al- þjóðadómstóll hljóti • ætíð að verða íhaldssamur og verða á eftir þróuninni í þessum málum. Forysta Alþjóðadómstóls- ins um stækkun land- helginnar En hver er nú sannleikurinn í þessu, ef við skoðum þetta mál? Hvaða stofnun var það, sem varð þess valdandi, að mjög breyttust viðhorf í ÖHum landhelgismálun- um og meira að segja kom af stað þýðingarmestu breytingunni, sem enn hefur orðið á landhelgi íslendinga en það var friðun fló- anna og fjarða við ísland? Voru það alþjóðsamþykktir eða samn- ingar, eða fordæmi 20—30 ríkja eins og hér er vitnað til, eða var það kannski Alþjóðadómstóllinn, sem hafði í því forystuna og var skapandi þess réttar, sem reynst hefur okkur mikilsverðastur í þessu máli? Það var vitnað hér áðan af hv. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra 2. þm. Vestfirðinga (Hermanni Jónassyni) í dóminn í máli Norð- manna og Breta, sem varð undir- staða aðgerða okkar 1952. Sá dóm ur var einmitt brautryðjandi i þessum efnum. Hann kvað á um það, 'þó að engin sett alþjóðasam- þykkt væri til, að þá væri það m.a. vegna lífshagsmuna fólksins, sem Norðmenn hefðu rétt fyrir sér, en ekki Englendingar. Það var hann, þessi Alþjóðadómstóll, sem mú er sagt að ætíð sé á eftir, það var hann, sem setti fram i skýru og stuttu máli þær helstn röksemdir, sem við höfum fram á þennan dag byggt á, ekki aðeins það, sem við gerðum 1952, heldur einnig réttarlega túlkun á því, að aðgerðirnar 1958 hafi haft við lög að styðjast. Það er þess vegna al- gert öfugmæli og lýsir fullkom- inni vanþekkingu á sögu þessa máls, og alls sem í því hefur gerzt, þegar sagt er að Alþjóða- dómstóllinn sé þarna á eftir þró- uninni, 20—30 árum, þegar það liggur fyrir að í því eina máli Fraiati. a D s 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.