Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 2
e MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 10. marz 1961 Utanríkisráðherra hrekur ósannnindi Karls Kristjánssonar og Þjóðviljans Jafnvel Tíminn tók ekki undir áburð Karls ÞAÐ er orðið fátítt nú í seinni tíð, að Þjóðviljinn gangi lengra en Tíminn í ósæmilegum áróðri og fölsunum, en þau stórtíðindi gerðust þó í gær. Smjattar Þjóðviljinn þá í aðalfrétt á forsíðu á ummælum Karl Kristjánssonar, for- manns þingflokks framsóknarmanna, á Alþingi sl. þriðju- dagskvöld, þar sem hann hélt því fram, að Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, hefði sagt Alþingi ósatt 6. febrúar sl., þegar hann svaraði fyrirspurn frá Lúðvík Jósefssyni um gang landhelgismálsins og viðræðurnar við Breta — I /” NA /5 hnúfar 1 SV SOhnúfar || * •> V Skúrir K Þrumur Wiz, KuUarki/ Hifatki/ HHmt 1 L&Lmql1 1 O /Q, /ý. ., f i k ‘X inoó • S' Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi. SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Hvziss V eða SV í nótt, en fer lygnandi á morg un, éljagangur. Vestfirðir og miðin: SA kaldi og síðar all hvass SA éljagangur. Norðurland til Austfjarða og miðin: Breytileg átt og snjókoma fyrst, SV stinnings kaldi og léttskýjað á morgun. Suðausturland og miðin: Hvass V seinnihluta nætur, lægir heldur á morgun él vestan til. Spítalafjaran skipakirkju garður er krakkar sækja í ( ★ Tíminn er þó það vandari að virðingu sinni í gær, að hann minnist ekki einu orði á ummæli Karis — og má segja, að það eitt sé nægur dómur yfir ósannind- um hans. Utanríkisráðherra svaraði svo þessum áburði Karls Kristjáns- sonar og Þjóðviljans í þingræðu í gær. í upphafi ræðu sinnar minnti ráðherrann á svohljóðandi yfirlýsingu sína á Alþingi 6. febr. sL: „f þessum viðræðum (þ. e. við utanríkisráðherra Breta) kom ekki fram nein till., eða neitt tilboð af Islands hálfu um lausn málsins, og við höf- um heldur ekki síðar sett fram neina slíka.tillögu". Síðan las utanrikisráðherra Mótttaka í danska sendiráðinu 1 TILEFNI af afmæli Friðriks IX Danakonungs hefur ambassa dor Dana, Bjarne Paulson og frú hans móttöku í danska sendiráð inu laugardaginn 11. marz kl. 16—18, fyrir Dani og velunnara Danmerkur. Skrifstofur sendiráðsins verða lokaðar laugardaginn 11. marz. — Nafnakall Framh. af bls. 24. og fær sér vatnssopa. Síðan styð- ur hann á bjöllu á borðinu fyrir framan sig og hringing gellur við í hinum ýmsu sölum og hliðar- herbergjum þinghússins. Þing- menn koma nú hraðar í salinn og ganga rösklega til sæta sinna. Hin stóra stund er að renna upp. Kl. 5.22 hringir forseti og nú miklu lengst. Bjöm Pálsson er kominn í sætið sitt og situr kampakátur milli Magnúsar Jónssonar og Gísla Jónssonar. Kl. 5.23 hringir Friðjón Skarp- héðinsson forsetabjöllunni og fundi er fram haldið. Nafnakall á nafnakall ofan Atkvæðagreiðslan hefst. Allir þingmenn, 60 að tölu, eru seztir í sæti sín. Nú hefir fjölgað veru- lega á áheyrendapöllum og þröng þar mikil. Nú hefst hver atkvæða greiðslan af annarri og er sífellt viðhaft nafnakall. Breytingatil- lögur stjórnarandstæðinga falla jafn harðan og loks er komið að tillögugrein þingsályktunartillög unnar sjálfrar. Áheyrendur eru hljóðir og sýnilega nokkuð spenntir meðan þingmenn eru hver af öðrum kallaðir upp af forseta og segja sín já og nei eft- ir atvikum, sumir hátt og skýrt aðrir lágt og mjóróma. En allt fer á sömu leið. Stjórnarandstæðing- arnir 27 ráða ekki við atkvæði stjórnarsinna, sem eru 33. Til- lögugreinin er samþykkt, og mál- ið þar með efnislega afgreitt. Þingsályktunartilagan er síðast borin upp í heild formsins vegna og kallar þá Einar Olgeirsson: „Nafnakall". Nú eru þingmenn og ráðherrar farnir að brosa að þessu, sem hverjum öðrum skolla leik. Klukkan er nákvæmlega 6 þeg ar atkvæðagreiðslunni er lokið. Alþingi hefir samþykkt samning ana við Breta. upp þau orð greinar Alþýðublaðs ins sl .sunnudag, sem Karl og Þjóðviljinn halda fram, að upp- vísi ráðherrann sem ósanninda- mann, og eru á þessa leið: „Tveir síðari fundir (GÍG og utanríkisráðh. Breta) voru haldnir í utanríkisráöuneytinu í Downing Street, og á þess- um fundum varð til sú iausn deiiunnar, sem nú er fjallað um“. ★ Skýrði utanríkisráðherra frá því, að þessi ferð sín fyrir jólin hefði verið farin í þeim tilgangi U M þessar mundir fer fram athugun á því, að Sinfóníu- hljómsveit Islands, sem verið hefur sjálfstæð stofnun, verði á ný hluti af Bíkisútvarpinu. — Hafa farið fram bréfaskriftir milli þeirra opinberu aðila, sem styrkt hafa starfsemi hljóm sveitarinnar, um þessa breyt- ingu á starfsemi hennar. Ekki sleppt ÞJÓÐVERJANUM Frank Frank en var ekki sleppt úr haldi í gær dag. Dómsmálanéðuineytinu bárust ekki skjölin frá réttargæzlu- manni Þjóðverjans fyrr en milli kl. 3—4 í gær. Verða þessi skjöl og önnur er mál Frankens snerta, könnuð í dag og mun ráðuneyt ið væntanlega taka afstöðu til máls þessa manns síðdegis í dag. Einar fœr ákúr- ur Það líffur nú varla sá dag ur, aff einhver þingmaður kommúnista hljóti ekki vítur eða ámæli þingforseta fyrir óþinglega framkomu. Öllum er enn í fersku nunni hin dæmafáa framkoma Hannibals Valdimarssonar á næturfund- inum aðfaranótt miðvikudags, þegar forseti neyddist til að víta hann fyrir aff hindra eðli leg störf þingsins og óhlýðni viff forseta. Einar Olgeirsson mun ekki hafa viljaff láta Hannibal sitja einan aff „heiffrinum", því að á þingfundi í gærdag gerffi hann sig sekan um aff viffhafa úr ræffustóli orffbragð, sem jafnvel kommúnistar veigra sér viff að láta sér um munn fara á hverjum degi. Sakaði hann utanríkisráffherra um „landráff“ og „lygar“ þar á ofan. — Áminnti forseti, Frið jón Skarphéðinsson, Einar um að stilla orðum sinum í hóf, en Einar sýndi forseta ekki einu sinni svo mikla virðingu að gera hlé á máli sínu á meðan hann tók viff ákúrunum. að ganga úr skugga um, hvort Bretar mundu fáanlegir til þess að ganga svo langt í samkomu- lagsátt, að nokkur von mundi til þess, að íslendingar gætu sætt sig við, og í viðræðum hans við brezka utanríkisráðherrann þá hefði sér virzt, að svo mundi vera. Hins vegar hefði hann ekki gert ráðherranum neitt tilboð, og lagði utanríkisráðherra ríka á- herzlu á, að hann hefði ekki sagt neitt um það, hvort íslenzka ríkis stjórnin mundi fallast á þessar uppástungur. Sagði ráðherrann, að Alþýðu- blaðsgreinin sl. sunnudag væri í einu og öllu í samræmi við yfir- lýsingu sína á Alþingi 6. febrúar, í greininni segi hvergi, að neitt tilboð hafi komið fram af íslands hálfu á þessum fundum, heldur aðeins það eitt, að þar hafi orðið til sú lausn deilunnar, sem er grundvöllur samkomulagsins. — En, bætti ráðherrann við, þetta sagði ég ekki við Home utanríkis- ráðherra ,enda hafði ríkisstjórn fslands ekki átt þess kost að taka afstöðu til málsins. Hinn 1. marz siðastliðinn var útrunnið samningstímabil hljóðfæraleikara hljómsveitar- innar. Þeir munu hafa sett fram kröfur um hækkun launa. Það mun hafa komið fram, við rekstur hljómsveitarinnar, að allur tilkostnaður til hennar hefur orðið meiri en ráð var fyrir gert. Hljómsveitin hefur notið fjárframlaga frá Reykja- víkurbæ, t. d. 700,000 krónur í ár, svo frá Þjóðleikhúsinu, Rík- isútvarpinu ®g frá ríkissjóði. Úr Breyting athuguð Fyrir Sinfóníuhljómsveit- inni ræður sérstakt hljómsveit- arráð. Það mun hafa verið þar, sem hugmyndin um að Ríkisút- varpið tæki við rekstri hljóm- sveitarinnar, kom fram. Ekki var það þó lagt til beinum orð- um, heldur að á því færi fyrst fram ýtarleg athugun. Það er svo í framhaldi af þessari álykt un ráðsmanna, að útvarpsstjóri er nú að kanna undirtektir þeirra sem styrkt hafa hljóm- sveitina. Þá munu einnig standa yf- ir samningar við hljómsveitar- stjórann, Pólverjann Wodiczko. Hefur komið til tals að hann verði jafnframt helzti ráðamað- ur hljómsveitarinnar. Jón Þór- arinsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri hennar, hefur lát ið af störfum. Rætt hefur verið um það, að fækka í hljómsveitinni. Það myndi hafa þau áhrif að hún gæti ekki tekið til flutnings verk eftir ýmis seinnitíma tónskáld, sem samið hafa tón- verk fyrir fjölmennar sinfóníu- hljómsveitir. í SAMBANDI við frétt í Mbl. í gær um drenginn á áralausa bátnum, hefur við- gerðarmaður Kleppsspítal- ans, Þorsteinn Magnússon, smiður, komið að máli við blaðið. Kvað hann án efa átt við bát sem verið hefði í fjörimni fyrir neðan spítalann (ekki Klett við Elliðaárvog). Þessum báti hefur verið stolið æ ofan í æ nú í haust og vetur, eftir að lás, sem var við keðju í bátinn, var sprengdur upp. Héðan af spítal- anum hefur iðulega verið hringt til lögreglunnar er sjó- ferðir unglinganna hafa þótt hættulegar. Siðast fyrir nokkr- lun dögum var lögreglunni til- kynnt er strákar höfðu farið á bátnum út í hina óbyggðu Við- ey. Því hafði þá ekki verið hægt að sinna. Eigandi bátsins hefur marg- sinnis verið beðinn um að taka bátinn úr fjörunni. Nú er bát- urinn horfinn, en hvar hann er niðurkominn, vitum við ekki. Annað mál er það, að fjaran hér fyrir neðan spítalann virð- Sigurður Guð- jónsson kennari sjötugur SIGURÐUR Guðjónsson kennari við Verzlunarskólann er 70 ára í dag. Sigurður hefur um ára- tugaskeið verið kennari við Verzl unarskólann ag notið mikilla vinsælda samstarfsmanna og nemenda, enda haldið tryggð og vináttu við nemendur sina löngu eftir að vegir skildust við burt fararpróf. Margir munu hugsa hlýtt til Sigurðar í dag og þakka honum marga áriægjustund. ist eiga að gegna hlutverki skipakirkjugarðs. Undanfarin ár hefur það tíkazt að skips- flökum er „kastað“ hér upp i fjöruna. Krakkar sækja í þessi skipsflök í stórum hópum og eru þau nú tvö í fjörunni. Þó ráðamenn spítalans hafi reynt að fá eigendurna til þess að fjarlægja þau, hafa þær til- raunir ekki borið neinn árang- ur. Tvivegis hefur verið kallað á slökkviliðið nú í vetur þegar búið var að kveikja í öðru skip? flakinu. — Alþingi Framh. af bls. 1 mjög mikilsvert að ná sam- komulagi, þar sem við bind- um ekkert hendur okkar, heldur lýsum því beinlínis yfir, að við munum halda áfram að vinna að aukinni friðun. Er ekki ofsagt, að þetta sé stórsigur íslands. Á síðasta fundinum um mál- ið ,sem hófst kl. 1,30 í gærdag og lauk kl. 6, töluðu þessir þing- menn: Einar Olgeirsson, Jón Skaftason, Guðmundur í. Guð- mundsson, Þórarinn Þórarinsson, Bjarni Benediktsson og Lúðvík Jósefsson, sem lét ekki hjá líða að endurtaka hina heitu ósk sína um, að Bretar hæfu að nýju veið ar sínar undir herskipavernd á íslandsmiðum. Þegar 2. umræðu lauk í gær- dag var liðin 76% klst. síðan um- ræðan hófst, hafði hún þá staðið í 4 daga og fram á 3 nætur, en alls notuðu þingmenn 37% klst. til ræðuhalda. Lengst af þessum tíma héldu stjórnarandstæðingar uppi lát- lausu málþófi, fluttu 23 þingmenn þeirra 28 ræður, sem stóðu sam- tals í 32 klst. og 50 mín. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar notuðu þá afsökun fyrir mál- þófi sínu, að hér væri svo þýð- ingarmikið mál á ferðinni, að þingið mætti ekki senda það frá sér, án þess að hafa rætt það til hlítar. Loks þegar kom að atkvæða- greiðslu í gærdag gerðu stjórnar andstæðingar kröfu til þess að forseti léti fara fram nafnakall um hverja einustu breytingartil- lögu þeirra og síðan um þings- ályktunartillöguna sjálfa og síðan tillöguna í heild með orðsend- ingu utanríkisráðherra. Fór nafna kall fram alls 9 sinnum, og þurfti forseti þannig að lesa upp 540 nöfn, enda tók atkvæðagreiðslan ein nær 3 stundarf jórðunga. Féllu allar breytingartillögur stjórnar- andstæðinga með 33 atkvæðum gegn 27, en samkomulagið í heild var samþykkt með sama atkvæða fjölda. Prentvillupúkinn | — og aðrir púkar Á ÞINGFUNDI í gærdag kvaddi Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, sér hljóðs til þess að leiðrétta villur, sem slæðzt höfðu inn í þingsályktunartillögu ríkisstjórnar- innar um lausn landhelgismálsins. Þegar Bjarni var að ljúka máli sínu, kallaði framsókn- arþingmaðurinn Halldór Ásgrímsson fram í ræðu hans: — Prentvillupúkinn virðist vera eitthvað fjandsamleg- ur tillögunum ykkar! — Já, eins og fleiri púkar! svaraði Bjarni um hæL Breyting á rekstri Sinfóníusveitarinnar ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.