Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. marz 1961
MORCUISBLAÐIÐ
17
Ellert K. Schram skip
stjóri — Kvebjuorð
í DAG verður til moldar borinn
Ellert K. Schram skipstjóri,
Stýrimannastíg 8 hér í bæ. And-
aðist hann í hárri elli, 9<3 ára
að aldri, aðfararnótt sl. mánu-
dags. Með Ellert Schram er fall-
inn í valinn einn elzti og kunn-
asti skipstjóri landsins og jafn-
framt einn af síðustu fulltrúum
skútualdarinnar.
Ellert K. Schram var fæddur
í Öndverðarnesi í Grímsnesi 11.
febrúar 1865. Voru foreldrar hans
þau hjónin Hallbjörg Guðmunds-
dóttir og Kristján Schram. Móð-
ur sína missti hann tveggja ára
og nokkrum árum síðar fluttist
f aðir 'hans til Ameríku með seinni
konu sinni. Var drengnum þá
komið í fóstur átta ára gömlum
suður í Njarðvíkur. Kornungur
fór hann að stunda sjóinn og réri
sem unglingur fyrir sunnan á
vetrum en var jafnan sendur til
Seyðisfjarðar til útræðis á sumr
um. Mun það líf oft hafa verið
erfitt en samt hneigðist hugur-
inn til sjómennsku og fór Ellert
rúmlega tvítugur í Sjómannaskól
ann, sem þá var nýstofnaður, og
útskrifaðist þar árið 1889 með
þremur öðrum piltum sem síðar
urðu allir kunnir sjósóknarar.
Nokkru síðar vaið hann skip-
stjóri og fór með þilskip sem þeir
áttu útgerðarmennirnir Th.
Thorsteinson og Geir Zoéga en
lengst af eða í 12 ár var hann
skipstjóri á kútter er hét Björg-
vin og hann var meðeigandi að.
AHs var Ellert á sjónum í 33 ár,
eða þar til 1917, og skipstjóri í
25 ár.
Æviferill Ellerts var nátengdur
skútuöldinni og þilskipaútgerð,
og sjálfur var hann einhver far-
sælasti og atorkusamasti skip-
stjóri þess tímabils í atvinnusögu
þjóðarinnar. Þá var sjómennsk-
an önnur en hún er nú, engin
vökulög þekktust í þá tíð, að-
búnaður allur var frumstæður á
okkar mælikvarða og skipin smá.
Oft stóð þá tæpt um skip og
menn en Ellert Schram var gæfu
maður á sjó jafnt sem í landi
og aldrei missti hann skip allan
sinn sjómennskuferil, þótt oft
hvessti í seglin.
Ellert var kvæntur mestu ágæt
lskonu, Magdalenu Árnadóttur,
sem látin er fyrir nokkrum ár-
um. Var sambúð þeirra ástúð-
leg og farsæl og varð þeim fimm
■barna auðið sem öll eru á lífi.
Eftir að Ellert kom í land 1917
setti hann á stofn seglasaumaverk
stæði á Vesturgötu 6 með vini
sínum Finni Finnssyni og ráku
það saman um árabil.
Heimili þeirra Magdalenu og
Elierts Schram stóð meir en hálfa
öld í Vesturbænum, á Stýri-
mannastígnum, og þar uxu synir
þeirra fjórir og dóttirin úr grasi.
Þegar í land kom gafst meira
næði til þess að sinna hugðarefn
unum. Var Ellert m. a sérlega
hugleikið að klæða landið skógi
og lagði hann þar á margvíslegan
hátt hönd á plóginn. Lengi starf-
aði hann í Oddfellowstúkunni og
var elztur reglubræðra er hann
lézt Ellert Schram náði óvenju-
lega háum aldri og margir munu
þeir Reykvíkingarmr sem muna
eftir honum keikum og kvikum
á fæti á hinum daglegu morgun-
göngum sínum um Vesturbæinn.
Hann var svo gæfusamur að
halda bæði líkamlegri og and-
legri hreysti allt fram undir það
síðasta og skapprýðin og hin and
lega heiðríkja sem einkenndi
hann alla ævi förlaðist ekki.
Þeir sem hann þekktu munu
ljúka upp einum munni um að
þar hafi farið sannur maður,
vammlaus og vítalus í hvívetna
Til leigu
Húsnæði á góðum stað í Mið-
bænum er til leigu, 3—4
herbergi og lítið eldhús á
fyrstu hæð fyrir skrifstofur
eða lækningastofur. Geymslur
gætu fylgt. Tilboð merkt
„M 14 — 1253“ sendist blað-
inu fyrir þriðjudagskvöld.
sem öllum vildi vel og öllum
kom til nokkurs þroska sem hann
hafði afskipti af. Ævidagur hans
var óvenju langur, en jafnframt
starfssamur og hamingjuríkur og
eftir slíkan dag er hvíldin góð.
Blessuð sé minning hans.
Vinur
f
LENGI hafði ég haft það í huga
að ef ég lifði Ellert Schram skip-
stjóra, mundi ég reyna að minn-
ast hans dálítið rækilega. Bæði
var það, að þeirra manna, sem
svo eru merkir og eiga sér svo
mikla og merkilega sögu sem
hans var, er ætíð ánægjulegt að
minnast eftir löng kynni, og svo
átti ég honum líka mikla þakkar-
skuld að gjalda, sjálfs sín vegna
og- minna nánustu. Og af öllu
greiðslufalli, er það verst að van-
ræktar séu þakkarskuldirnar. En
nú er svo ástatt um mig að mér
henta ekki langar skriftir. Fer því
svo, að aðrir verða að taka við
því hlutverki, sem ég hefði ann-
ars verið fúsastur að inna af
hendi. í stað annars meira verð-
ur nú að koma fáorð og einföld
þakkarkveðja. Það er líka ætlun
mín, að eftir atvikum mundi
hann, þessi stórbrotni, en þó
hjartanlega lítilláti og ávallt ein
lægi maður, hafa sætt sig við
það. Aldrei mundi hann, að ég
hygg, hafa efað, að enda þótt
orð mín yrðu fátæklegri en
skyldi, væni þau samt mælt af
falslausum huga.
Þegar ég fyrir rúmum fjöm-
tíu árum kom heim til íslands
með erlenda konu, sem nálega
mátti heita mállaus á tungu
þjóðarinnar og var þjóðháttum
okkar með öllu ókunnug, þá
var það lán okkar, en um fram
allt hennar, að okkur hlotnað-
ist húsaskjól hjá þeim hjónum
Ellert og Magðalenu Schram.
Að vísu var það húsrúm ekki
stórt sem þau — sjálf með all-
stórt heimili í litlu húsi — gátu
látið okkur í té, en hjartarúmið
var þeim mun stærra, jafnt hjá
þeim sjálfum sem börnum
þeirra. Þessi tilviljun var hið
næstfyrsta er kona mín gat talið
sér til láns hér. Hið allra fyrsta
var það, að á leiðinni hingað
hafði hún kynnzt Guðbjörgu
Bergþórsdóttur, sem flestum
konum var og er auðugri að
skíru gulli mannkosta og kven-
Þeoar framliðnir
lækna
Margir eru þeir, sem ti
andalækna hafa leitað hér
endis og þá oft með misjöfn
um árangri. Telja sumir sig
íafa fengið algeran bata fyrir
tilverknað þeirra, en aðrir
segja sig ekki hafa orðið fyrir
neinum áhrifum.
Ég hef rætt persónulega við
andalækni einn hér í bæ og
tel mig hafa orðið fyrir góð
um áhrifum af. Þetta var síð
sumarsdag einn árið 1957. Ég
rafði orðið lasinn þá um
morguninn, en lagðist þegar
á daginn leið, og var að brjóta
íeilan um hvort ekki vær
rétt að ræða um þetta við
mann, sem ég hafði heyrt, að
íefði yfir undarlegum hæfi
eikum til lækninga að ráða
Hafði ég samband við hann
xá um daginn, og mæltum við
okkur mót þá um kvöldið
?ótti mér undarlegt, hversu
hann skyggndi mig og sagð
mér veikindasögu mína alla
ævina, án bess að ég segð
orð, og var úr nógu að moða
af því tagi hjá mér.
Þetta er ípphafið að ágætr
grei ;m t>ór Baldurs skrif
ar i /ikuna um lækningar
yrir tilverknað framliðinna.
dygðar. Með þeim stofnaðist þá
sú vinátta sem entist meðan báð
ar lifðu. En þegar við komum
ftá skipi heim á Stýrimanna-
stíg 8, tóku þessi hjón ungu
konunni nálega eins og dóttur,
og eins og foreldrar reyndust
þau síðan ekki aðeins henni
sjálfri heldur og börnum okkar.
Þetta kom ekki sízt fram í
margháttaðri hugulsemi í smá-
munum. En í engu lýsa menn
sér eins og einmitt í smámun-
unum, Og samhent voru þau í
þessu (og í öllu, að því er mér
virtist), þó að vitaskuld lægi
það í hlutarins eðli að frú
Schram hafði fleiri tækifærin
til þess að sýna umhyggju sína,
og oft kom það þá í ljós hve
mikil húsmóðir hún var. Það
mátti líka með sanni segja að
heimili þeirra var gott heimili,
því að bæði var það, að öll voru
börn þeirra vel innrætt, og
svo höfðu þau fengið það upp-
eldi að þeim fataðist aldrei hátt-
prýðin.
Það varð hlutskifti ungu kon-
unnar, sem þau tóku að sér, að
flytjast löngu fyrr en þau inn
á ókunna landið, og það er von
mín og ætlun að hún hafi feng-
ið að vera á meðal þeirra, er
síðar fögnuðu þeim við kom-
una þangað. Aldrei gleymdi hún
neinum vina sinna.
Svo er fyrir að þakka að vi5
eigum mennilega sjómannastétt,
en alltaf fannst mér Ellert
Schram vera á allan hátt einn
hinna fremstu fulltrúa hennar.
Hann var glæsimenni svo af
bar, tígulegur í framgöngu, lát-
laus, en djarfmannlegur. hóg-
vær, en glaður og ræðinn, sjálf-
stæður í skoðunum, en laus við
alla þrasgirni, gerði sér ekki alla
að trúnaðarvinum, en var trygg
ur sem tröll þeim er hann batt
vinfengi við. Heyrnarbilun bag-
aði hann nokkuð um áratuga
skeið, en eftir að hann eignaðist
heyrnartæki, bar minna á þess-
um annmarka.
Engin hætta er á að Ellert
Schram gleymist þeim er hon-
um kynntust. Þó er annað sem
gleymast mun ef ekkert er að-
hafst því til varðveizlu, en það
er hans merkilega saga öndverða
ævina. Sú saga er hetjusaga,
saga mikils manndóms og karl-
mannlegrar baráttu. Börn hans
voru honum góð og ræktarsöm.
Og að geymslu þessarar sögu á
nú ræktarsemi þeirra að bein-
: ast.
Þessi maður skilur eftir fagra
minningu. Hún er sá arfur sem
böm hans hafa nú tekið við.
HHHDALLUSi
helúur dansleih
í SjálfsLíeoishúsinu laugardaginn 11. marz n.k. kl. 9 e.h.
Skemmtiatriði:
Ómar Ragnarsson
Gunnar Eyjólfsson
Hljómsveit Svavars Gests
Söngvari Ragnar Bjarnason
Dansað til kl. 2 e.m.
Aðgðngumiðar seldir í skrifstofu Sjálfstæðishússins
í dag frá kl. 1 til 5 e.h. og á morgun frá kl. 5—7 e.h. og
j við innganginn.
Allt Sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir.
HEIMDALLUS,
Sn. J.
íbúð til leicju
4ra herb. íbúð í Kópavogi, vesturbæ, til leigu 14. maí
Tilboð merkt: „Maí—1780“ þar sem tilgreind er fjól
skyldustærð og fyrirframgreiðsla, sendist afgr. Mbl.
fyrir 15. þ.m.
Skreiðarpressur
Tvær lítið notaðar Hydrauliskar skreiðarpressur eru
til sölu. — Upplýsingar veitir \
SAMLAG SKREIÐABFBAMLEIÐENDA. Sími 24303
Stúlkur — Sölustarf
Stórt iðnfyrirtæki óskar að ráða áhugasama og dug-
lega stúlku til að selja kven- og barnafatnað hér í
Reykjavík og úti á landi. — Til greina kemur ráðn-
ing hálfan daginn. — Hátt kaup. —Þær sem áhuga
hafa á starfi þessu, sendi nafn og heimilisfang ásamt
upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf til
afgr. Mbl. fyrir txádegi n.k. mánudag, merkt:
„Sölustarf — 1285“.
VERDLÆKKUN Á
VOLVO
FOLKSBIFREIÐUM
TOtti e n.1 544
Kostar nú frá Kostar nú frá
kr. 172.800,— kr. 135.00,—
gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum
Miðstöð innifalin.
Leitið upplýsinga
GUNNAR ÁSGEIRSSON h.f.
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200