Morgunblaðið - 10.03.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐ'Ð
Föstudagur 10. marz 1961'
Vísindaleg verndun
fiskimiða land-
grunnsins
er fleiri þjóðum nauðsynleg en
Islendingum
BJÖHN Pálsson, alþingismað-
ur, skrifar grein um landhelgis-
málið og fiskveiðideluna við
Breta og lausn hennar, í Tím-
ann þann 8. marz sl.
Grein þessi er sú eina, sem
birzt hefur í nefndu blaði, sem
ber vott um einhverja þekk-
ingu og sanngirni í þessu máli.
— Öll önnur meðferð framsókn
arvaldsins í Reykjavík á mál-
inu, vekur undrun og reiði
manna um allt land. — Óbreytt
ir og óbrjálaðir framsóknar-
menn, bæði til sjávar og
sveita, afneita nú hver eftir
annan flokksforystunni í Reykja
vík, og margir hafa yfirgefið
flokkinn. — Kommúnistadekur,
verkfallsáróður og kenningar
um að fara ekki að málum frið
samlega og lagalega, á ekki við
eðli íslenzkra bænda.
Grein Björns Pálssonar er að
mörgu sk/nsamleg, þar til er
hann kemur að landgrunnsút-
færslunni. — Hann skrifar:
„Enginn veit hvað gerist í
framtíðinni. Breytingar eru ör-
ar. Veiðitækni tekur árlegum
framförum og mikil hætta staf-
ar af ofveiði. — Vafalaust er
því þörf á ýmsum gagnráðstöf-
unum til þess að hindra aS
fiskistofninn gangi ekki til
þurðar o. s. frv.“ Mikið rétt.
Heldur Björn þá að þessar
ráðstafanir yrðu aðeins til hags
bóta fyrir oss íslendinga? —
Vísindaleg friðun hins íslenzka
landgrunns, er nauðsynleg fyr-
ir allar fiskveiðiþjóðir, sem
sækja aflaföng á hin norðlægu
fiskimið, það hefur öll reynsla
sýnt og sannað. — Og það eru
einmitt þessi raunvísindi og
sannindi, sem vér íslendingar
ætlum að nota í hinni réttlátu
baráttu, í náinni framtíð. —
Það er óhætt að fullyrða, að
það vopn verður þyngra á met-
unum og fljótvirkara, en ein-
Telja samninginn
hagstæðan
ÞÚFUM, 7. marz. — Tíðarfarið
undanfarið hefur verið mjög um
hleypingasamt. Snjókoma annan
daginn en rigning hinn. Þó eru
samgöngur lítt truflaðar, vegir
færir og Djúpbáturinn heldur
uppi reglubundnum áætlunar-
ferðum.
Almennt eru menn ánægðir
með úrslitin í landhelgisdeil-
unni og telja þennan samning
hagstæðan íslendingum.
— P. P.
hliða útfærsla frá þeim 12
mílna útlínumörkum, sem vér
höfum þegar öðlazt vald yfir,
og þá sérstaklega þegar slík
útfærsla á sér ekki stoð í al-
þjóðalðgum, né fordæmi ann-
arra nágrannaþjóða, jafnvel
ekki Rússa, sem fyrstir þjóða
ákváðu 12 mílna landhelgi og
sömdu við Breta um veiði rétt
upp að 4 mílum.
Akranesi, 8. marz 1961.
Júlíus Þórðarson.
Kongóstjórn seíur SÞ skilyrði
fyrir fpvi oð lið freirra fái aftur að
seíjast að i Matadi og Banana
LEOPOLDVILLE, 9. marz.
(Reuter). — Ríkisstjórnin í
Leopoldville krafðist þess í
gær, að fulltrúar hennar
fengju að rannsaka allar flug
vélar á vegum SÞ, sem koma
til Kongó eða fljúga innan-
Iands — og setti þetta sem
skilyrði fyrir því, að lið sam-
takanna fengi aftur að setj-
ast að í hafnarbæjunum Mat
adi og Banana, sem Kongó-
hermenn tóku með valdi um
helgina. Þessar hafnir eru
mjög mikilvægar fyrir SÞ
vegna aðflutninga þeirra til
Kongó. — Það var settur for
sætisráðherra í Leopoldville,
Albert Delvaux, sem lýsti
þessu yfir á blaðamanna-
fundi. — Talsmaður SÞ
sagði síðar, að slík af-
skipti af starfsemi samtak-
anna, sem krafa Delvaux
fæli í sér, kæmu alls ekki
til mála.
Delvaux fullyrti, að það hefðu
verið súdanskir hermenn í liði
SÞ, sem áttu upptökin að átök-
unum í fyrnefndum hafnarbæj-
um, en talsmaður samtakanna
neitaðí því — kvað rannsókn
málsins standa yfir, en fullyrða
rnætti nú þegar, að það hefðu
verið Kongó-hermennirnir, sem
hafið hefðu skothríðina. — Þá
endurtók Delvaux kröfu stjórnar
sinnar um að Dayal, aðalfulltrúi
SÞ í Kongó, verði kallaður brott,
en slíka kröfu hafa Kasavubu
forseti og stjórn hans sett fram
margsinnis á undanförnum vik-
um. Dayal mun leggja af stað
til New York á morgun til við-
ræðna við Hammarskjöld um
ástandið í Kongó. Hann kemur
við í London á leiðinni.
Meðan Hammarskjöld óskar
Dayal sagði á fundi með
EINS og frá hefur verið skýrt
í blöðum efnir Kaflakórinn
Fóstbræður til kabarnttsýn-
inga í Austurbæjarbíói næstu
kvöld. Verður fyrsta sýningin
í kvöld.
Hér á myndinni sjást stjórn
endur kabarettsins og fyrir-
svarsmenn á æfingu. — Frá
vinstri: Carl Billich við hljóð
færið, Jón Sigurbjörnsson
stjórnandi kabarettsins, Þor-
steinn Helgason form. kórsins
og Kristinn Hallsson einsöngv
ari. (Ljósm. Sv. Þormóðsson).
fréttamönnum i dag, að nauð.
syn bæri til að herlið Samein-
uðu þjóðanna fengi aftur að
koma til Matadi og Banana,
Sagðist hann vinna að því eftir
mætti, að hermennirnir fói að
koma þangað með friðsamleg-
um hætti. Eitt flutningaskip bíð
ur nú þegar í mynni Kongó-
fljóts eftir að komast til afferm
ingar og á næstu þrem vikum
Framih. á bls. 23
ar af barninu, þegar hún
vissi hvað þar væri gert og
hvernig það væri uppalið í
fóstrinu. Hún sagðist ekki
• Heimilisfang óþekkt
—■———WBb m—
f fyrra sögðum við hér í dálk
unum frá júgóslava, sem hafði
skrifað sænska sendiráðinu
hér og skýrt frá vandræðuin
sínum. Hann kvaðst lengi
hafa reynt að læra íslenzku af
bókum, en nú hefði allur sinn
íslenzki bókakostur brunnið
í annað sinn, og þar með loku
fyrir það skotið að hann gæti
haldið áfram þessu námi sínu.
íslenzkur rithöfundur einn
tók strax til bækur, sem send
ar voru til Júgóslavíu fyrir
milligöngu Velvakanda og
sendiráðsins. En nú er pakk
inn kominn aftur. Júgóslav-
inn finnst ekki á því heim-
ilisfangi, sem hann' gaf upp.
Hann hefur heldur ekki lát-
ið frekar frá sér heyra. Og
hefur bókunum því verið
skilað til hins rausnarlega
gefand^
* Rigndi á ungbarnið
Fyrir nokkrum dögum
gerðist það hér í bænum, að
útlend kona setti 3 mán.
gamait barn í vagni út fyrir
hús sitt við Kvisthaga. Veðr.
ið var ekki sem bezt, svo hún
greip úlpu manns síns og
breiddi hana yfir vagninn, til
að skýla barninu. En ekki
leið á löngu áður en einhver
vegfarandi hafði tekið úlp-
una með sér, og hirti ekki um
þó rigndi og blési á þetta varn
arlausa ungbarn. Sennilega
hefur þetta þó verið gert
meira eða minna af óvitaskap,
því einhver hafði séð krakka
draga úlpu eftir götunni.
* Mæðrafundir
æskilegir
Húsmóðir nokkur hrigndi
til Velvakanda í fyrradag.
Sagðist hún eiga barn í leik-
skólanum Brákarborg, og
hefðu mæður barnanna þar
verið boðaðar á fund daginn
áður. Þar komu 40—50 kon.
ur og hittu fóstrurnar í skól-
anum, sem ræddu við þær um
krakkana hvað þeir væru
látnir gera á daginn og sýndu
þeim leikföngin. Var konan
ákaflega hrifin af þessu, sagð
ist engar áhyggjur hafa fram-
FERDIISIAIMI*
vita hvort það væri gert á
öðrum barnaheimilum að
kalla saman mæðurnar, en
mælir mjög með því eftir
þessa reynzlu sína.
^JIættulegartrögjmr
Nokkrum sinnum hefur fólk
vakið máls á því yið mig, að
nokkur slysahætta sé í stig-
anum í hinu nýja Laugarás-
biói. Þannig háttar til að
tröppurnar ná ekki allar alveg
út að sætaröðinni og myndast
þar bil, sem fólk sér ekki í
myrkri og tekur lítið eftir,
jafnvel þó bjart sé í bíóinu.
í sumar sagði mér kona, að
hún hefði verið heppin að
meiða sig ekki er hún steig
þarna út af tröppu og datt.
Ekki hefur samt orðið af þvl
að ég minntist á þetta.
En núna fyrir nokkrum
dögum meiddi kona ein sig
talsvert á fæti með þeim
hætti að hún lenti þannig nið-
ur á milli trappa, bæði sneri
sig um öklann og marðist illa.
Ættu forráðamenn bíósins að
gera hið skjótasta ráðstafan-
ir til að þessu fyrirkomulagi
á tröppunum sé breytt.